Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 8
Fkétter Einokun ríkisins á áfengis- sölu gæti lagst af með EES Gerist ísland aðiii að evr- ópska efnahagssvæðinu er hugsanlegt að leggja verði Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins niður. Sænska Dagblaðið skýrði frá því fyrir helgina að hugsanlega yrði sænska ríkið að afnema einokun sina á sölu áfengis strax árið 1993 ef samningurinn um EES tæki gildi. Blaðið hefur það eftir sérfræðingi um samkeppni inn- an EES, Ingfrid Hochbaum, að standist ríkiseinokunin ekki strangar kröfur Efnahagsbanda- Iagsins um að fyrirtækjum og aðilum sé ekki mismunað verði ríkin í Svíþjóð að hætta starf- semi. Það sama myndi eiga við hér á landi. Opinberir aðilar bæði hér á landi og í Svíþjóð telja þó ekki hættu á að leggja þurfi ríkiseinka- sölumar af. í Svíþjóð sjá opinberir aðilar um að flytja inn áfengi auk þess að selja allt áfengi líkt og hér á landi. Áfengi er í einhveijum mæli flutt inn í stómm stíl og tappað á flösk- ur í Svíþjóð. Ljóst er að sá hluti ríkiseinokunarinnar í Svíþjóð sem snýr að innflutningi leggst af í árs- byrjun 1993. Gunnar Smári Gunnarsson skrifstofustjóri viðskiptadeildar ut- anríkisráðuneytisins taldi menn ekki þurfa að hafa af þessu áhyggj- ur hér á landi. Ríkiseinkasalan á áfengi er nánast eingöngu smásala og ætti því ekki að rekast á reglur um að ekki megi mismuna. Svo framarlega sem tegundum er ekki mismunað í áfengisversluninni er allt í lagi. Auk þess má nú flytja hingað til lands hvaða áfengistegund sem er, svo framarlega sem það er gert í gegnum ÁTVR, tegundum er þannig ekki mismunað. Vilji til dæmis heildsali frá EB-ríki selja sína víntegund hingað til Iands og hefúr kaupanda að vömnni, getur ÁTVR ekki hamlað viðskiptunum þó þau verði að fara í gegnum stofnunina. Gunnar sagði að mál ríkis- einkasölu hefði komið á borðið í EES-samningagerðinni og ljóst væri að „ríkin“ á Islandi, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi yrðu starf- rækt þrátt fyrir EES. Hochbaum telur hinsvegar að það verði mjög erfitt fyrir ríkis- einkasöluna að standast kröfúr bandalagsins um að ríkiseinokun- arfyrirtæki megi ekki mismuna. Hann bendir á að um 10.000 vín- framleiðendur innan EB muni strax láta reyna á rikiseinokunina og ekki sætta sig við hana. Falli smásöluþáttur ríkiseinokunarinnar í Svíþjóð ætti hann einnig að gera það hér á landi. Gunnar taldi þó ekki líkur á því. Hann sagði að hugsanlega gætu menn talið að álagning ÁTVR á eigin ffamleiðslu væri ekki rétt. Þannig væri ÁTVR að mismuna sinni framleiðslu og ann- ara ef til dæmis verð á Tindavod- kva væri miklu lægra en verð á einhveijum EB- vodka. Hann taldi þó ekki hættu á að það yrði látið á þetta reyna þar sem eðlilegt væri Nú er talið hugsanlegt að ÁTVR yrði að hætta starfsemi sinni og verslun með áfengi gerð frjáls ef Island yrði aðili að samningi um evrópskt efnahagssvæði. Mynd: Jim Smart. að framleiðsla ÁTVR væri lítillega ódýrari en samkeppnisvaran. Ef yrði látið á þetta reyna eftir að EES-samkomulag hefur verið gert yrði málið fyrst rætt í sameiginlegu nefndinni og reynt að komast að samkomulagi þar. Ef það gengi ekki yrði EES-dómstóllinn fyrir- hugaði að dæma í málinu. -gpm Ríkisstjómin stefnir inn á braut ójafnaðar og misréttis Vírus kominn í símakerfið? Vegna tíðra bilana hjá mið- bæjarstöð Pósts og síma hefur sænskur sérfræðingur frá fyrir- tækinu L.M. Ericsson í Svíþjóð verið fenginn hingað til lands en allt án árangurs. Á mánudaginn var stöðin tvisvar sinnum sambandslaus og fjöldi síma í miðbænum einnig. „Við stöndum í rauninni ráð- þrota gagnvart þessu vandamáli því við vitum ekkert hvað veld- ur þessum bilunum,“ sagði Thor Eggertsson, yfirdeildarstjóri hjá símstöðinni í Reykjavík. Thor sagði að samskonar bilanir hefðu komið upp í fyrra sem ekki hefðu fundist svör við. „Það er ómögulegt að segja til um hvað þetta getur verið en þetta er eins og einhver tölvu- vírus hafí komist í vélamar.“ Eins og komið hefur fram í fréttum hafa bilanimar orsakað sambandsleysi við lögreglu og slökkvilið í Reykjavík. Til þess að tryggja samband við lög- reglu, slökkvi- og sjúkralið var tekið til þess ráðs að tengja nýtt neyðamúmer, 000, við stjóm- stöð lögreglunnar í Reykjavík um stundarsakir. Sérfræðingar munu halda áfram að reyna að finna orsök bilananna í símstöðinni. -KMH Afundi þingflokks Alþýðubandalagsins í gær var samþykkt eftirfarandi ályktun. Um lyfjakostnað og sjúkra- gjöld Á síðustu vikum hefur ríkis- stjóm Sjálfstæðisflokks og AI- þýðuflokks verið að skerða sér- staklega ljárhag þeirra sem erfiðast eiga og minni fjármuni hafa til ráð- stöfunar. Nýjar upplýsingar benda til að yfir 50% af viðbótargreiðsl- um vegna lytjakaupa Ienda á öldr- uðum og öryrkjum og um 20% til viðbótar á bamafjölskyldum. Hin- ar nýju álögur geta numið tugum þúsunda króna hjá fólki í lægstu tekjuhópunum. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins mótmælir eindregið að undir yfirskini erfiðleika í ríkisljármál- um sé verið að stórauka skattbyrð- ina á öldruðum, öryrkjum og bamafjölskyldum með sérstökum lyíjagjöldum og áformum um gjaldtöku vegna sjúkrahúsvistar. Þessi nýja gjaldtaka er auðvitað ekkert annað en aukin skattheimta. Alþýðubandalagið hefur boðað aðrar leiðir. Alþýðubandalagið hef- ur lagt áherslu á jöfnunaraðgerðir í skattamálum og skipulagsbreyting- ar í rekstri sjúkrahúsa og lyfsölu. Tillögur Alþýðubandalagsins fela í sér hátekjutap í tekjuskatti, skatt á fjármagnstekjur, sem nú eru skatt- fijálsar, sameiningu og nýja verka- skiptingu stórsjúkrahúsanna á höf- uðborgarsvæðinu og afnám einok- unarkerfisins í lyfjaverslun, sem veitir fáeinum fjölskyldum árlega gróða sem talinn er i hundruðum milljóna. Ríkisstjómin hafnar slíkum leiðum jafnaðar og kerfisuppstokk- unar. Hún leggur hins vegar gífur- legar nýjar álögur á þá sem sér- staklega ber að hlífa. Það er sér- Iðnnemasamband íslands og Leigumiðlun húseigenda hafa gert með sér samkomulag um að Leigumiðlun húseigenda ann- ist leigumiðlun fyrir félagsmenn Iðnnemasambands íslands. Þessi samningur markar tíma- mót þar sem þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á sérþjónustu kennilegt að flokkur sem kennt hefur sig við alþýðu og jafnaðar- stefnu skuli standa að slíkum að- gerðum. Munurinn á jafnaðarstefn- unni og hægrihyggjunni er sá að jafnaðarstefnan vill að velferðar- þjónustan sé veitt eftir þörfum, en þeir greiði skattana sem mestar tekjumar hafa. Hægrihyggjan vill hins vegar hlífa þeim tekjuhæstu og láta þá sem þurfa á velferðar- þjónustunni að halda greiða fyrir hana beint. Ríkisstjómin hefur ótvírætt valið leið hægrihyggjunnar og stefnir inn á braut ójafnaðar og misréttis. Alþýðubandalagið mun fyrir iðnnema við öflun húsnæðis, auk þess sem þetta er í fyrsta sinn sem félagasamtök og sérhæflt þjón- ustufyrirtæki á þessu sviði gera með sér samstarfssamning. Fram til þessa hafa félagasamtök stofhað eigin rekstur innan sinna vébanda um þjónustu sem þessa. I samningnum felst m.a. að fé- lagsmenn INSÍ hafa forgang að hins vegar halda á lofti merki jaf’i- aðarstefnunnar. Vanda ríkissjóðs verður að leysa með auknu fram- lagi hátekjufólks og fjármagnseig- enda og með róttækum skipulags- breytingum - ekki með auknum álögum á aldraða, sjúka, skólafólk og bamafjölskyldur. Ef þessi stefna ríkisstjómarinn- ar festist í sessi em það mikil tíma- mót í áratuga sögu uppbyggingar velferðarþjónustu hér á landi. Um það hefur verið samstaða þar til þá nú, að allir ættu að vera jafnir gagnvart undirstöðuþáttum vel- ferðarþjónustunnar án tillits til efnahags. herbergjum og einstaklingsíbúðum sem koma til útleigu hjá LMH, sem og öðm húsnæði sem húseig- endur vilja sérstaklega leigja námsfólki. Jafnframt er gert ráð fyrir að hægt verði að taka til út- leigu húsnæði, sem þarfnast breyt- inga eða lagfæringa, sem iðnnemar tækju að sér. -Sáf Leigumiðlun iðnnema opnuð ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.