Þjóðviljinn - 17.07.1991, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Qupperneq 15
Skarplega ályktað Á þingi um Einar Ben. sem haldið var í Norræna hús- inu fyrir stuttu, tók Hannes Hólmsteinn athafnaskáldið til athugunar. Hannes lét gamminn geisa og flutti meðal annars þessa tilvitn- un úr Skriflabúðinni: „Okrarans höfuð, hrokkið og grátt, hvimaði, um syllur og snaga. Melrakkaaugað var flóttaflátt, flærðin rist í hvern andlitsdrátt og glottið ein glæpasaga. “ Þegar Hannes hafði lokið við að flytja þetta renndi hann snörum augum yfir salinn, beið þess að listræn þögnin byggði upp hæfilega eftirvæntingu og svo kom ályktunin: „Þetta er ekki ort af neinni sérstakri ást á kaupsýslumönnum!“ Skráargatið telur að þetta sé rétt ályktað hjá Hannesi. Frið í fríinu Hrakspár miklar vegna til- lagna Hafró um þorskveiði næsta árs hafa dunið á þjóðinni síðustu daga og ráðamenn keppast viö að finna „ráð“ til að redda mál- unum almenningi til mikillar skelfingar, svo og forkólfum í stéttarfélögunum sem hyggjast sækja betri kjör fyrir sitt fólk.í haust. Einn slíkur, þ.e. Ögmundur Jón- asson, var (tjaldútilegu í faðmi fjölskyldu og náttúru þegar fréttir af aflasam- drætti bárust um miðja síð- ustu viku. Þegar eftir var leitað hvar til hans næðist til að „kommentera“ á at- burði líðandi stundar svar- aði trygglynd símastúlkan að bragði og kvað fast að: „Ég vona bara fastlega að hann sjái hvorki blöð né heyri fréttir!" Stúlkunni varð að ósk sinni, því Ögmundur sást ekki nálægt frétta- mönnum fyrr en á mánu- dag... Hver hlýtur hnossið? Starfsmenn útvarps kvöddu Markús Örn útvarpsstjóra með viðhöfn og glasalyft- ingum í fyrradag. Enn hefur menntamálaráðherra ekkert gefið upp um eftirmann Markúsar, og að vonum er mikið spáð og spekúlerað. Samkvæmt heimildum Skráargatsins óttast starfs- menn RÚV, og þá sérstak- lega á Rás 2, mest að Inga Jóna Þórðardóttir, núver- andi formaður útvarpsráðs, verði næsti útvarpsstjóri. Stefán Jón kemur að líkind- um ekki til greina, enda skortir hann flokksskírtein- ið... Norska húsið Byggðasafn verður opnað í Norska húsinu í Stykkis- hólmi í dag. Allir Hólmarar fá boðskort og þeim er boðið að mæta kl. 15.00. Segja má að hús- ið verði opnað með viðhafnar- sýningu því þar hanga nú mynd- ir eftir Steinþór Sigurðsson list- málara. A sýningunni eru stór og smá olíumálverk og teikningar. Allar myndimar eiga það sammerkt að vera gerðar um miðbik aldarinnar, eða í kringum 1950. Myndimar em sannferðug lýsing af Hólmin- um eins og hann leit út þá og sýna jaíhframt vel hvað bjó í hinum unga listamanni en flestar þeirra em gerðar á námsárum hans. Steinþór Sigurðsson er fæddur í Norska húsinu og átti þar bemskuár og má geta nærri að þetta merka hús á sinn áberandi sess í Stykkishólmsmyndum Stein- þórs. Um tilurð myndanna segir listamaðurinn m.a. i sýningarskrá: „Elsta olíumyndin á sýningunni er frá 1948. Hún sýnir kaþólska prestinn á leið til messu hjá St. Fransiskussystmm. Þetta er með fyrstu tilraunum mínum til að mála með olíulitum og ber myndin það með sér. Eg man aðeins eftir einni eldri, sem átti að sýna landslagið og stemmninguna við Baulárvalla- vatn. Sú „ómynd“ var mikið hnoð og er týnd. Meðal málara sem komu vestur í Hólm að mála var Gunnlaugur Scheving. Uppi á Þinghúshöfða fékk ég að kikja yfir öxlina á hon- um, fullur lotningar. Greinileg áhrif em frá Scheving í að minnsta kosti einni mynda minna, sem er útsýn niður Skólastíg.“ Steinþór Sigurðsson fæddist í Stykkishólmi 1933. Eftir nám, í Handíða- og myndlistarskóla Is- lands stundaði hann myndlistar- nám í Svíþjóð og á Spáni. Hann opnað Niður I fjöru 52. Svona leit norska húsið út áður en ráðist var i endurgerð þess. sneri aftur til Íslands 1957 og kenndi við Handíðaskólann fram til.1960. Frá þeim tíma hefúr hann verið leikmyndateiknari hjá Leik- félagi Reykjavíkur og fleiri leik- húsum. Steinþór Sigurðsson á sæti í stjóm og leikhúsráði LR. Hann er í sýningamefhd Félags íslenskra myndlistarmanna og er fulltnii listamanna í Safnráði Listasafns ís- lands. Hann hefur einnig setið, í byggingamefhdum Listasafns ís- lands og Borgarleikhússins. Steinþór hefur sýnt myndir sín- ar bæði utan lands og innan. -kj Þú skalt fá að kenna á því í fimmta tíma, hálfvi*1. Frábært, ég er búinn að vera. Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.