Þjóðviljinn - 26.07.1991, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.07.1991, Qupperneq 5
 „Aumlegt yfirklór" á Heiðarfjalli Samkvæmt mati nefndar sem skipuð var af fráfarandi umhverfisráðherra til að gera úttekt á mengun frá ratsjár- stöðvum Bandaríkjahers á Straumnesfjalli og Heiðarfjalli er lagst gegn áformum um að hreinsa jarðveg á og undir Heiðarfjalli, jafnvel þótt það komi á daginn eftir frekari at- huganir að sorphaugar stöðv- arinnar innihalda mengandi efni, s.s. eins og þrávirka efnið PCB, sem landeigendur Eiðis hafa rökstuddan grun að sé þar, en efnið mun hafa verið notað í spenna stöðvarinnar. Sam- kvæmt greinargerð sem iand- eigendur Eiðis hafa fengið frá ráðgjafarfyrirtækinu Skíð- blaðni eru tillögurnar nefndar „aumasta yfirklór“. í minnispunktum frá nefnd- inni, sendir umhverfisráðherra 27. nóvember 1990 er ekki talið ráðlegt að grafa sorpið upp og setja á þétt undirlag, sökum mik- ils kostnaðar, enda hafi ekki verið sýnt fram á að grunnvatn á svæð- inu hafi spillst. Hins vegar er talið ráðlegt að draga sem mest úr lík- um á því að vatn komist í snert- ingu við sorpið til að draga úr hugsanlegri mengun. Mælist nefndin til að haug- stæðið verði afmarkað með jarðgasleitartæki og haugurinn varinn fyrir vatni og vindum með því að draga yfir hann þolplast, eða öllu heldur byggingarplast af ódýrustu gerð, sem lagt yrði á jarðvegsdúk og haugstæðið síðan þakið með hálfs metra þykku jarðvegslagi. Sérfræðingar á vegum um- hverfisráðuneytis og Hollustu- vemdar rikisins munu næstu daga halda á HeiðarQall á Langanesi til athugana á meintri efnamengun frá sorphaugum hersins á fjallinu. Að sögn Eiðs Guðnasonar, um- hverfisráðherra, er ætlunin að haugstæðið verði afmarkað og mælt verði með jarðgasleitartæki hvort þar kunni að finnast einhver eiturefhi. - Það er allt og sumt sem ég hef að segja um þetta mál að svo stöddu, sagði Eiður. Aðspurður um þær ásakanir Jóns Oddssonar, hæstaréttarlög- manns og lögfræðings landeig- enda Eiðis, um að umhverfisráðu- neyti og stjómvöld hefðu lagt stein í götu skjólstæðinga hans við að leita réttar síns gagnvart bandariskum stjómvöldum, sagð- ist Eiður ekki ætla að ræða við Jón í fjölmiðlum. I álitsgerð sem ráðgjafarfyrir- tækið Skíðblaðnir hefúr gefið landeigendum um tillögur nefnd- ar umhverfisráðuneytisins, segir m.a. að tillögumar virðist taka meira mið af hagsmunum þess opinbera, en ekki skaðabótakrafa landeigenda á hendur bandarísk- um stjómvöldum. Efast er um að yfirborðsvatn komist ekki framhjá þolplastinu. Leggur fyrirtækið til að land- eigendur freisti þess að fá um- hverfisráðuneyti til þess að kostna töku jarðvegssýna úr sorp- haugnum á fjallinu, en aðeins með slíkri sýnatöku sé unnt að greina innihald haugsins og hvort þar kunni að leynast efni sem em skaðleg lífríkinu losni þau úr læð- ingi, s.s. PCB og ýmsir þung- málmar. Jafnframt segir í álitsgerðinni að niðurstöður umhverfisnefndar- innar séu studdar það veikum frumgögnum og „niðurstaðan byggð á sandi“ að fúrðu sæti að umhverfisráðuneytið sætti sig við slíka niðurstöðu. -rk Sorpbrennslan í Hnífsdal í gagnið á ný Eiður Guðnason, umhverf- isráðherra, segir að að vel at- huguðu máli hafi ekki þótt ann- að gerlegt en að heimila starf- rækslu sorpbrennsluofnsins á Skarfaskeri í Hnífsdal á ný að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Líkt og lesendur muna lokaði Hollustueftirlitið sorpbrennsl- unni á dögunum þar sem meng- unarbúnaður og starfsemi stöðv- arinnar samræmdist ekki þeim kröfum sem gerðar em til sorp- brennslu. Eiður sagði að þau skilyrði sem sett hefðu verið fyrir því að heimilað væri að starfrækja stöð- ina að nýju, væm m.a. að ekki væri brent garðaúrgangi í stöð- inni og spilliefni. Þá hefúr reyk- háfur stöðvarinnar verið hækkað- ur í því skyni að draga úr reyk- mengun frá ofnum stöðvarinnar yfir byggðina í Hnífsdal og starfshópur skipaður til að gera tillögur til úrbóta á sorpbrennslu- málum þeirra sveitarfélaga sem að Skarfaskersstöðinni standa, ísafirði, Bolungarvík og Súðavík. - Það var illskásti kosturinn í stöðunni að heimila starfrækslu stöðvarinnar að nýju með þessum skilyrðum. Landshættir á þessum slóðum em ekki með þeim hætti að hægt sé að taka við sorpi til lengri tíma til urðunar, en á með- an er verið að vinna að úrbótum á málefnum sorpbrennslunnar, sagði Eiður. Hann sagðist vonast til þess að starfshópurinn skilaði íljót- lega frá sér tillögum um úrbætur og þess yrði ekki alltof langt að bíða að viðunandi lausn væri fengin á sorpbrennslumálum þar vestra. -rk Uffe Ellemann-Jensen utanrlkisráðherra Danmerkur átti hér vinnufund f gær með Jóni Baldvin kollega sfnum. Þeir ræddu málefni Evrópu og lýsti Daninn yfir stuöningi við kröfur Islendinga varðandi EES. Mynd: Jim Smart. Danir styðja kröfur Islendinga Uffe Ellemann-Jensen utan- ríkisráðherra Dana lýsti því yfir í gær að Danir styddu full- komlega kröfur Islendinga og annara EFTA-ríkja um frjálsan aðgang fyrir sjavarafurðir á markað í Evrópubandalaginu. Þetta kom fram á blaðamann- fundi sem ráðherrann hélt með Jóni Baldvin Hannibalssyni ut- anríkisráðherra í gær. Fyrir vinnufúnd ráðherranna í gærmorgun var jafnvel talið að Danmörk ásamt öðrum þjóðum EB við Norðusjó stæðu gegn toll- frelsi fyrir sjávarafurðir. Elle- mann- Jenssen sagði í gær að Danir teldu að fella ætti niður tolla á öllum fiskafúrðum einnig fullunnum fiski. Ráðherrann sagði að það hefði aldrei verið stefna í Danmörku að kreljast að- gangs að auðlindum í staða toll- fríðinda. Hann sagði að Spánn væri eina landið innan Efí sem krefðist þessa varðandi Island. Hann talai þó að íslendingar gætu gert ýmsislegt áður en algert toll- frelst tæki gildi, til dæmis að leyfa erlendum skipum að koma hér til hafnar til að landa fiski eða til viðgerða. Slíkt er nú bannað samkvæmt lögum. Utanríkisráðherrann danski hafði annars það að segja um samkomulagið um evrópskt ef- anahagssvæði að enn væri von til samninga og að hann hefði meiri áhyggjur ef ekki væri nein vanda- mal á ferðinni á síðustu stundu. Hann sagðist bjartsýnn á að sam- komulag tækist þó stuttur tfmi væri til stefnu til 1. ágúst. Hann telur Danmörku ekki hafa mikinn hag af EES, plúsam- ir væm miklu færri en mínusamir. Til dæmis sagði hann að Danir þyrftu eftir samkomulagið að keppa við EFTA-þjóðimar jafn- fætis á EB- markaði án þess að hafa fengið aðgang að nokkurri auðlind t staðinn. En Uffe Elle- mann-Jensen sér fyrir sér framtíð þar sem Norðurlöndin öll verða gengin í Evrópubandalagið. Þá gætu þau lönd myndað blokk inn- an bandalagsins sem hefði ein- hver áhrif. Utanríkisráðherramir ræddu einnig á morgunfundi sínum vamarsamstarfið innan Nató, við- skiptatakmarkanir við Suður- Afríku og hugsanlegt afnám þeirra. Þeir ræddu Vestur- Evr- ópubandalagið og málefhi Aust- ur-Evrópu og Eystrasaltsríkjanna. Fram kom á blaðamannafúnd- inum að báðir ráðherramir vilja halda fast í sambandið við Banda- ríkin og Kanada í gegnum Atl- antshafsbandalagið en sumir inn- an EB vilja styrkja Vestur- Evr- ópubandalagið sem vamarbanda- lag. -gpm Brestir í Vinnuveitendasambandinu Islenskir aðalverktakar sendu seint í fyrrakvöld skeyti til Vinnuveitendasambandsins (VSI) þar sem farið var fram á endurskoðun aðildar fyrirtæk- isins í VSÍ. Eftir því sem Þjóð- viljinn kemst næst eru íslenskir aðalverktakar á leið inn í Verk- takasambandið og ætla sér að hasla sér völl á almennum markaðir. Þórarinn V. Þórar- insson, formaður VSI, segir að hann hafi enga trú á að Aðal- verktakar segir sig úr samtök- um vinnuveitenda. Vinnuveitendasambandið fékk skeyti frá stjómarformanni íslenskra aðalverktaka, Thor O. Thors, þar sem óskað er eftir við- ræðum við samtökin varðandi að- ild fyrirtækisins í því. Þórarinn segist halda að fréttir um þetta mal séu einhver sumarsmellur fjölmiðlanna, pg hann eigi ekki von á öðm en íslenskir aðalverk- takar verði jifram aðilar að sam- tökunum. „Eg hef ekki orðið var við neitt vandamál í saipskiptum þessa fyrirtækis og VSl, en hafi pau verið mun greiðast úr þeim,“ segir Þórarinn. Eftir því sem heimildir herma hafa íslenskir aðalverktakar hug á að teygja sig inn á hinn almenna markað hér innanlands og telja sig hafa frjálsari hendur á þeiip iparkaði an aðildar að VSl. Astæða fyrir stefnubreytingu fýr- irtækisins, þ.e. að ganga inn á al- mennan markað er að sögn minnkandi starfssemi á Keflavík- urflugvelli, og ekki er fyrirsjáan- legt að mikið verði um fram- kvæmdir þar á næstu árum. Þórar- inn V. Þórarinsson, segir að ef Is- lenskir Aðalverktakar hafa hug á því að breyta sinum starfsvett- vangi og færa sig inn á almennan verktakamarkað væri ekki óeðli- legt að þeir þættu að vera beinir aðilar að VSI og breyttu sinni að- ild þannig að þeir yrðu aðilar að Verktakasambandinu. Þær um- ræður hafa verið uppi þannig að sú niðurstaða kæmi manni ekki á óvart, segir Þórarinn. Aðspurður hvort úrsögn ísT lenskra aðalverktaka úr VSÍ myndi þýða að samtökin væru að gliðna I sundur, segir Þórarinn að hann hafi ekki trú á því. „það eru yfir þrjú þúsund fyrirtæki í sam- tökunum og ef eitt fyrirtæki hverfúr úr þeim, þó það sé stórt, er engin hætta á að þau séu að gliðna í sundur. Og þar fýrir utan a ég ekki von á þvi að þetta fýrir- tæki sé á leið út úr VSI.“ -sþ Flugslys við Mývatn Lítil einkaflugvél brotlenti skammt frá flugvellinum við Mývatn um þrjúleytið í gærdag. Flugmaður og tveir farþegar sluppu lifandi, en mismikið slas- aðir úr slysinu. Flugvélin, sem hefúr einkenn- isstafina TF-TOM, brotlenti um hálfa sjómílu ftá flugvellinum, skammt firá vatninu. Lögreglan ftá Húsavík kom á slysstaðinn ásamt læknum og hjúkrunarfólki og voru hinir slösuðu fluttir á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri —Sáf Föstudagur 26. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.