Þjóðviljinn - 26.07.1991, Side 7
Kristján Jóhannsson sló eftirminnilega I gegn [ hlutverki Calafs prins í óperu Puccinis, Turandot, í Verona fyrir skemmstu. Sagan af Turandot og því ríki dauðans sem hún hafði skapað innan múra
hinnar forboönu borgar í Peking á sér reyndar nokkrar hliðstæður í (talíu nútímans. Á sama hátt og Turandot bjó yfir leyndarmálum sem ótal prinsar höfðu freistað að leysa og goldiö fyrir með lífi slnu, þá
lumar Italska ríkisvaldið á sinum leyndarmálum, sem hafa kostað ótalda óbreytta borgara lifið. Þeir félagar Andreotti og Cossiga eru nú farnir í hár saman vegna mála sem nú eru að koma fram i dagsljósið.
Leyndardómar Ítalíu
Það var eflirminnileg upplifun
að sjá óperuna Turandot eftir
Puccini í rómverska hringleikahús-
inu í Verona þann 17. júlí síðastlið-
inn í hópi 58 farþega Samvinnu-
ferða- Landsýnar og um 20.000
annarra áhorfenda. Þetta var sýning
þar sem allt féll saman: Stórbrotin
sviðsmynd, magnað andrúmsloft og
góður Áutningur hljómsveitar, kórs
og einsöngvara, þar sem Kristján
Jóhannsson var tvímælalaust í
ffemstu röð flytjenda, enda í lykil-
hlutverki prinsins sem leysti gátur
hinnar harðbrjósta prinsessu Tur-
andot og fann lykilinn að hjarta
hennar. Fagnaðarlátum um 20.000
áhorfenda ætlaði aldrei að linna
þegar Kristján hafði lokið aðalaríu
óperunnar, Nessun donna! - Eng-
inn sofi á þessari örlagaþrungnu
nóttu.
Sagan af Turandot og því riki
dauðans sem hún hafði skapað inn-
an múra hinnar forboðnu borgar í
Peking á sér reyndar nokkra hlið-
stæðu í Ítalíu nútímans. A sama hátt
og Turandot bjó yfir leyndarmálum
sem ótal prinsar höfðu freistað að
leysa og goldið fyrir með lífí sínu,
þá lumar ítalska ríkisvaldið á sínum
leyndarmálum, sem hafa kostað
ótalda óbreytta borgara lífið.
Ustica-máliö
Eitt þessara leyndarmála hefur
verið ofarlega á dagskrá síðustu
dagana: Ustica-málið svokallaða,
eða flugslysið leyndardómsfulla
sem átti sér stað þann 27. júní 1980,
þegar farþegavél flugfélagsins Itav-
ia af gerðinni DC9 hvarf í hafið ná-
lægt eyjunni Ustica á leið sinni frá
Bologna til Palermo. Slysið kostaði
81 mann lífið. Síðan hafa 6 menn
sem tengjast málinu eða rannsókn
þess látist, en engin opinber skýring
hefur verið geftn á hvarfi vélarinnar
þrátt fyrir rannsókn sem staðið hef-
ur meira og minna í 11 ár. Rann-
sóknin hefur hins vegar leitt í ljós
að ótrúlegustu aðilar hafa fundið
sig tilkvadda að villa um fyrir
dómsrannsókninni, svo fáum
blandast nú hugur um það að á bak
við þetta slys býr eitt af best varð-
veittu leyndarmálum ítalska ríkis-
ins.
Vitnisburöur úr
undirdjúpunum
Ástæða þess að málið er ofar-
lega á baugi þessa dagana er sú, að
breskt rannsóknaskip sem nýlega
ver fengið til að kanna botninn þar
sem leifar vélarinnar liggja á 3500
m dýpi, hefur nú fiskað upp mikil-
væg sönnunargögn í málinu, sem
fyrri rannsóknaraðilar höfðu látið
liggja í þagnargildi.
Saga rannsóknar þessa dular-
fulla flugslyss líkist glæpareyfara,
þar sem hver embættismaðurinn á
fætur öðrum hefur reynst uppvís að
rangfærslum eða beinum lygum. I
ljós hefur komið að það franska fyr-
irtæki sem upphaflega sá um rann-
sókn á slysstaðnum var í nánum
tengslum við frönsku leyniþjónust-
una, - og bendir allt til þess að fyr-
irtækið hafi búið svo um hnútana að
ekkert snifsi yrði fiskað upp af sjáv-
arbotni er gæti upplýst um orsakir
slyssins. Þeir sögðust geta náð upp
70% af flakinu, en hættu þó fljót-
lega og sýndu rannsóknamefndinni
myndband er átti að sýna að allt
væri komið í ljós sem vert væri að
ná upp. Þetta var endurtekið í yfir-
lýsingum æðstu ráðamanna sem
sóru í kór að allt væri gert til að
upplýsa málið.
Svarta boxiö
fiskaö upp
Nú ellcfu ámm eftir slysið, þeg-
ar bresku fyrirtæki er falið að gera
nýja rannsókn á slysstað, kemur í
ljós að meginhluti flaksins liggur
enn ósnertur á mjög afmörkuðu
svæði á sjávarbotni. Meðal annars
mikilvæg sönnunargögn eins og
„svarta boxið“, sem þegar hefur
verið fiskað upp. Þá hafa einnig
fundist leifar af flugskeyti af banda-
rískri gerð, sem flest þykir nú benda
til að hafi grandað farþegaþotunni.
Leifamar hafa verið ljósmyndaðar,
en era ekki komnar upp á yfirborð-
ið þegar þetta er ritað.
Umrætt flugskeyti með áletran-
inni Mk 30 er síðara þrep eldflaug-
arinnar Standard ER, og er sú gerð
sem hér um ræðir af þeirri gerð sem
notuð er í herskipaflota NATO.
Flugskeytið dregur 140 km og kost-
ar 1,3 miljónir bandaríkjadala og er
nú til á um 160 herskipum banda-
ríkjahers og NATO-ríkja.
Fjölþjóðlegt
samsæri
Hvaða skýring er hugsanleg á
því að bandarískt herskeyti hafi
verið notað til þess að granda
ítalskri farþegavél með 81 farþega
innanborðs?
Blaðamenn hafa auðvitað hafl
ýmsar tilgátur á lofti, en sú senni-
Fréttabréf frá
Ólafi Gíslasyni
í Portoverde
legasta sem heyrst hefur er á þessa
leið: Farþegaþota Itavia var skotin
niður í misgripum í aðgerð sem
skipulögð var í ijölþjóðlegu sam-
særi gegn Muhammar Ghaddafi
forseta Líbýu. Samkvæmt tiltekn-
um en óstaðfestum heimildum
höfðu leyniþjónustur helstu Nato-
ríkja: Bretlands, Frakklands, Ítalíu
og Þýskalands gert samkomulag
við leyniþjónustu Bandaríkjanna
um valdarán í Líbýu. Senda átti
vopn til uppreisnarafla innanlands,
senda átti innrásarlið frá sjó og
skjóta átti niður þotu sem flutti
Ghaddafi frá Tripoli til Varsjár uni-
ræddan dag. Áætlunin fór út um
þúfur, sainkvæmt þessari skýringu,
þegar ítalska farþegaþotan var skot-
in niður i misgripum fyrir þotu
Ghaddafis.
Þetta er meðal annars tilgáta
italska vikuritsins PANORAMA,
sem hefur nýverið gefið út sérstaka
rannsóknarskýrslu um málið. Tíma-
ritið setti fram tilgátu sina um mál-
ið í nóvember 1990 og segir að
henni hafi ekki verið mótmælt með
rökum af ábyrgum aðilum til þessa.
Lygavefur
stjórnvalda
Hvað sem líður þessari tilgátu,
þá er ekkert em bendir til annars en
að hér sé um fjölþjóðlegt samsæri
að ræða, sem miði að því að koma í
veg fyrir að rannsókn málsins leiði
sannleikann í ljós. Otal atriði benda
til þess: Tengsl franska fyrirtækis-
ins sem hóf rannsóknir á slysstað
við frönsku leyniþjónustuna og
augljós yfirbreiðsla þessara aðila
varðandi mikilvæg sönnunargögn.
Sú staðreynd að heimildasöfn fjar-
skiptastöðva um flug- og skipaum-
ferð á slysstað reyndust ónýtar þeg-
ar átti að rannsaka þær. Þvemeitun
bandarískra aðila um upplýsingar
varðandi málið vegna „öryggis-
hagsmuna ríkisins". Og þannig
mætti lengi telja. Víst er að leyni-
þjónustur NATO-ríkja virðast hafa
unnið saman að því að fela sann-
leikann í þessu máli. En málið getur
haft hættulegar afleiðingar á hinu
pólitíska sviði, og þar er þegar farið
að gæta mikils taugatitrings, eink-
um hér á Italíu.
Forsætisráðherra Italíu árið
1980, þegar slysið átti sér stað, var
Francesco Cossiga, núverandi for-
seti lýðveldisins. Hann bar því
meginábyrgð á rannsókn málsins
frá upphafi. Og það er einkum hann
sem hefur sýnt einkenni taugaveikl-
unar undanfama mánuði.
Steinar í skóm
forsetans
Fáir skildu hvað forsetinn átti
við þegar hann talaði um það fyrir
ári í blaðaviðtali, að hann þyrfti að
losa sig við nokkra steina úr skóm
sínum áður en hann lyki embættis-
ferli sínum. En orðatiltækið mátti
skilja þannig að eitthvað angraði
samvisku forsetans. Síðan hefur
forsetinn lent í opinberu striði við
alla fyrrverandi bandamenn sína og
flokksbræður í Kristilega demó-
krataflokknum, og ekki síst við for-
sætisráðherrann sjálfan, Giulio
Andreotti. Hefur Cossiga gefið í
skyn að í gangi sé samsæri gegn
honum og að í Kristilega demó-
krataflokknum séu „stalínískar of-
sóknir" í gangi. í opinberri heim-
sókn í Ungveijalandi fyrir skömmu
sagði hann að lítið væri upp úr sér
að hafa í slíkum rannsóknarrétti,
þar sem hann væri aðeins „lítill
fiskur" sem synti frjáls og væri
hættulegri, og vissu þá allir að Cos-
siga átti við fyrrverandi flokksbróð-
ur sinn og núverandi forsætisráð-
herra Italíu, Guilio Andreotti. Mun
það fáheyrt að forseti eins ríkis
skuli ráðast á forsætisráðherra sinn
með órökstuddum dylgjum á er-
Iendri grand, án þess að annar hvor
víki úr embætti. Sumir telja að ekki
sé tilviljun að þessar árásir forset-
ans á forsætisráðherrann komi sam-
tímis og nýjar upplýsingar koma
um Ustica-málið. En Ustica- málið
er bara eitt af leyndarmálum ítalska
ríkisvaldsins. Ánnað er Gladio-
málið, sem þeir Andreotti og Cos-
siga era báðir tengdir. Eða fjölda-
morð þau sem fasistar frömdu hér á
Italíu á 8. og 9. áratugnum og enn
era öll óupplýst vegna yfirbreiðslu
öryggislögreglunnar.
Italska ríkisvaldið er eins og
Turandot - umvafið í leyndarmál-
um sem hafa kostað fjölda óbreyttra
borgara lífið.
Italska þjóðin þarf lífsnauðsyn-
lega að eignast sinn Calaf, prinsinn
sem ræður gátuna og færir þjóðinni
það sem hún á skilið: Sannleikann
og ekkert nema sannleikann.
20/7 1991
Föstudagur 26. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7