Þjóðviljinn - 26.07.1991, Side 9
„Við þurfum að endurmeta hvað borgar sig frá
hörðu eiginhagsmunasjónarmiði. Oft mun koma í
Ijós að það sem hreinlega borgar sig að gera öðru-
vísi en venja er til dregur úryfirgangi við náttúruna
og auðlindir hennar. Það þarfekki hugsjónaeld til.“
Við höfum fengið skýr boð um það
að framundan séu erfiðir tímar. Margir
eru áreiðanlega að velta fyrir sér hvern-
ig skynsamlegast sé að bregðast við. Með
eigin úrræðum, ekki síður en þeim sem
vaidhafar hafa í hendi sér.
Við höfum heyrt það rækilega útskýrt
að framundan séu fimm mögur ár, fimm lé-
legir þorskárgangar - og nú verði ekki
lengur undan því vikist að draga úr botn-
fiskveiðum um allt að því fimmtung. Ann-
ars muni afleiðingamar af ofveiði undan-
farinna ára verða enn hrikalegri en fram til
þessa. Að visu höfúm við nú sem fyrr heyrt
nokkra skipstjóra efast um gildi þeirra
mælinga sem fiskifræðingamir byggja ráð
sín á. En ætli það sé ekki meiri ástæða til að
hlusta á þá sem eiga að gæta almannahags-
muna í fiskveiðum en þá sem geta fallið í
grylju sérhagsmuna, horfa of skammt. Við
höfum fengið nóg af skammsýnum ákvörð-
unum í atvinnurekstri þjóðarinnar og tími
er kominn til að reyna að glöggva sig á
stöðunni með víðari sýn.
hagssamfélag Evrópu. Og ríkin sem hafa
keyrt úr sér gengna framleiðslumaskínu af
fullkomnu ábyrgðarleysi frá vistfræðilegu
sjónarmiði i Austur-Evrópu og Sovétríkj-
unum. Spádómar i úttektinni ffægu sem
gerð var fyrir um það bil 20 árum - og birt-
ust í bókinni „Endimörk vaxtar" eru hrein-
lega komnir fram. Virtasta stofnunin, sem
athugar ástand náttúrugæða og mannvistar-
skilyrða erlendis, Worldwatch Institute í
Washington, hefur kortiagt árlega í seinni
tíð hvemig lífsskilyrðin rýma jafnt og þétt
um allan heim. Astæðumar má sem kunn-
ugt er rekja til ofbeitar, ofbrennslu á meng-
andi orkugjöfúm og ofnotkunar á varasöm-
um efnum í landbúnaði og ýmsum iðn-
greinum. Tii hagvaxtarkapphlaupsins ef að
er gáð. Samt leyfa valdamestu álitsgjafar
þjóðarinnar sér að hamra á þvi að framfara-
brautin sé háð hagvexti og hann á að efla
með álsamningi. Hann myndi vissulega
gefa uppgripavinnu í tvö ár, en enn er allt á
huldu um það hvort hægt verður að fá
nægilega hátt verð fyrir raforkuna til að
Nóg um það. Mig langar að ræða hér
spuminguna um hvemig við getum brugð-
ist við. Eigum við að bregðast við með því
að hella okkur út í meiri atvinnurekstrartil-
raunir, einblína á meiri vinnu á vinnumark-
aði, leggja allt kapp á að halda uppi hag-
vextinum margumtalaða? Eða em aðrar
leiðir til að lifa sæmilega? Lifa „mann-
sæmandi lífí“ sem svo er nefnt? Er hugsan-
lega hægt að lifa betra lífi með því að hafa
minna umleikis? Getur hugsast að minna
sé með einhveijum hætti betra?
Það getur reynst erfitt að taka þann pól
í hæðina. Við höfum nefnilega vanist því
að setja samasemmerki milli meira og
betra: Með því að eignast meira neyta
meira og afla okkur sem mestra þæginda
getum við vænst meiri hamingju. Langt
ferðalag telst því skemmtilegra en stutt.
Stórt hús betra en lítið. Margar útvarps-
stöðvar vænlegri kostur en fáar. Bíldreki á
breiðum dekkjum eftirsóknarverðari en
smábíll. Löng skólaganga vænlegri en
stutt.
Valdamenn, efnahagsfræðingar og aðr-
ir helstu álitsgjafar þjóðarinnar, þeir sem
fjölmiðlamir láta upplýsa okkur um stöð-
una í efnahagsmálum og hvað við eigum að
gera til að bæta hana, þeir em enn við sama
heygarðshomið. „Við megum ekki dragast
aftur úr.“ „Það verður að auka hagvöxt."
Svokallaður hagvöxtur er tekinn sem alls-
heijar mælikvarði á hag og farsæld þjóða,
gerður að aðalmarkmiði jafnt stjómmála
og atvinnustarfsemi. Gagnrýnilaust. Og
ætti þó það sem við blasir hjá okkur - og
öðrum ríkum þjóðum - að tala sínu máli
um nauðsyn þess að losna úr þeim hugsa-
naklafa.
Bakhliö hagvaxtar
Við höfum haldið hagvexti uppi með
ofveiði. Þrengt möguleika okkar i framtíð-
inni með skammsýnni hagvaxtardýrkun.
Og það sama gildir um öll þau ríki sem
hafa hagvöxt og stundarhag að leiðarljósi.
Náttúmspjöllin, sem ofkeyrsla framleiðsl-
umaskínunnar veldur, mælast með sífellt
ískyggilegri tölum hvort sem mælt er á
hafsbotni eða uppi í ózonlaginu. I þeim
ríkjum, sem keyra framleiðslumaskínuna
og reynsluna hraðast, eiga menn sífellt erf-
iðara með að ná sér í hreint vatn - og hreint
loft til að anda að sér. Hér gildir það sama
um Bandaríki Norður-Ameriku og Efna-
Hagvöxtur birtist einkum í svonefnd-
um þjónustugreinum. Það er hæpið ffam-
faratákn og má allt eins skoða sem aukinn
kostnað, eins konar umbúðakostnað við
mannlíf og rekstur eins og ég hef leyft mér
að nefna fyrirbærið. Hlutur landbúnaðar,
fiskveiða ög fiskvinnslu fer síminnkandi í
þjóðarframleiðslunni í umbúðaþjóðfélagi
eins og því íslenska og er nú kominn niður
fyrir 20% af svonefndu „þáttavirði“ í upp-
gjöri þjóðhagsreikninga. Það er ekki verið
að mæla framleiðslu eða raunverulega
verðmætasköpun í þessum útreikningum
eins og margir halda. Nær lagi er að líta svo
á að nú orðið mæli þeir einkum aukið stúss
þjóðarinnar kringum sjálfa sig úti á vinnu-
markaði. Þar sem fleiri og fleiri eru bundn-
ir við störf eins og að færa til peninga, af-
greiða í verslun, byggja bílageymslur,
flytja fólk og vörur milli landshluta, reyna
að kenna unglingum í skólum, ala upp böm
á dagvistarheimiium, lækna með nýjustu
tækni. Betri hagur þjóða, hvað þá farsæld,
byggist ekki á hagvexti. Tengslin milli
virkjanakostnaðurinn fáist endurgreiddur
og verði ekki til að þyngja byrðar á þjóð-
inni. Og þrifalegasta leiðin inn í framtíðina
er ekki áli lögð - svo mikið er víst.
Meira umbúðafargan -
aukin þjóðar-
framleiðsla!
Nóg um bakhlið hagvaxtarins. En hvað
um takmarkanir mælinga á þjóðarfram-
leiðslu, en það er á vexti hennar milli ára
sem hagvaxtarútreikningamir hvíla. Þéir
útreikningar byggjast á því sem gerist inn-
an hins fonnlega hagkerfis, því sem auð-
velt er að mæla. Þess vegna er eingöngu
launavinna með í dæminu, því fleira fólk á
vinnumarkaði og þeim mun lengur sem
það er bundið þar, því meiri reiknast þjóð-
arframleiðslan og hagvöxturinn. Öll sú
hagkvæma ólaunaða vinna sem unnin er á
heimilum við matargerð, uppeldi, sauma-
skap, viðgerðir, vinnan við kartöflu- og
grænmetisrækt í eigin garði, öll vinnuskipti
hjá fólki, vinargreiðar, sjálfsnám og sjálfs-
hjálparviðleitni yfirleitt verður ekki til að
auka hagvöxt í fína þjóðhagsdæminu. Aft-
ur á móti reiknast hvers konar launavinna
sem ávinningur hvort sem hún felst í því að
byggja upp eða rífa niður. Byggja hús eða
rífa hús. Byggja upp fyrirtæki eða setja það
á hausinn. Störf unnin vegna hæpinna lífs-
hátta okkar - og eiga frekar heima í frá-
dráttarlið en tekjulið í upplýsandi þjóð-
hagsreikningum, þau auka hinn marglof-
aða hagvöxt, s.s. sivaxandi kostnaður við
sorphirðu, kostnaður vegna fjölgunar um-
ferðarslysa, fjárfestingarkostnaðar við að
koma bílum í margra hæða bílageymslur,
kostnaður vegna ýmissa sjúkdóma sem
tengjast hæpnum lifnaðarháttum. Hagvaxt-
arkapphlaup leiðir þjóðir inn í vítahring
þannig að hvert kostnaðarlagið af öðru
leggst yfir líf þeirra og atvinnurekstur, allt
verður markaðsvara, er sinnt á vinnumark-
aði: uppeldi, fræðsla, matargerð, heilsu-
rækt, skemmtun, viðgerðir. Mörgum þess-
ara starfa er þó afar erfitt að sinna vel á
stofnunum eða í fyrirtækjum.
Þessi þróun hefur líka leitt til alls konar
óþarfa misskilnings og minnimáttarkennd-
ar, s.s. þegar áhyggjur vakna vegna þess að
konur til sveita skortir atvinnu - og farið er
að gera sérstakar ráðstafanir á vegum hins
opinbera til að bæta úr því!
„meira“ og „belra“ eru rofin á þessu sviði
eins og víðar. Vöxtur, sem birtist í síauk-
inni misgóðri „þjónustu“, bætir ekki hag
þjóða ef að er gáð; skilar fólki ekki meiri
tíma til eigin nota.
Hverjir hafa nóg?
Krafan um
aukinn jöfnuö
Hagvöxtur hefur einkum gagnast hin-
um ríka minnihluta mannkyns; gjáin milli
ríkra og fátækra þjóða hefur dýpkað bilið
milli vel stæðra og fátækra innan umbúða-
þjóðfélaganna sömuleiðis. Þess vegna held
ég að það sé alveg hárrétt sem Asmundur
og Ögmundur hafa verið að scgja í fjöl-
miðlum undanfama daga. Nú er komið að
því að skipta tekjunum jafnar. Meiri launa-
jöfnuður er kominn á dagskrá með meiri
þunga en nokkru sinni fýrr. Þegar úr minna
er að spila en fyrr á það að bitna á þeim
sem hafa mest, ekki þeim sem minnst hafa
til að kljúfa kostnaðinn sem fylgirmannlíf-
inu í umbúðaþjóðfélagi vorra daga.
Þess vegna verður ekki undan því vik-
ist að spyrja í alvöru spuminga eins og:
Hverjir hafa nóg? Hver á launamunur að
vera í réttlátu þjóðfélagi á tímum víst-
kreppu?
Það tekur tíma að komast af villugötum
á færar leiðir við ný ytri skilyrði. Þess
vegna held ég að byrja verði á því að stefna
að þreföldum launum á vinnumarkaði þótt
ég telji réttlátara að hann sé svona tvöfald-
ur. Þannig að þeir sem hafa mest hefðu
miðað við verðlag í dag hafi svona 140
þúsund á rnánuði, en þeir lægstlaunuðu 70
þúsund. Þó að von sé á færri fiskum á land
er hægt að lyfta þeim lægstlaunuðu með
því að taka af þeim sem era ofan við vel-
sæmismörkin á tímum lífshátta sem fá ekki
staðist til lengdar. Þetta verður auðvitað
ekki gert með samningum við þá sem verða
að láta sér nægja minna í framtíðinni. Það
verður að færa til með lögum, hækka skatt
á hátekjum og fjármagnstekjum og færa til
þeirra sem þrengstan kost hafa. Auk þess
verður að leggja til atlögu við lög, kerfi og
úrelta samninga sem veita sérstökum ffíð-
indum til þeirra sem hafa mest. Nefna má
forréttindalífeyri á kostnað ríkissjóðs, því
hærri bílastyrki og yfirvinnugreiðslur sem
launin era hærri, tryggingakerfi sem skilar
því hærri slysabótum til fóks sem það hef-
ur meiri tekjur, dagpeningagreiðslur sem
drýgja tekjur þeirra sem ferðast mest á
kostnað ríkisins, biðlaun til valdamanna
sem fara beint úr vellaunuðu starfi í betur
launað, kvótakerfi sem færir þeim sem áttu
skip 1983 sameign þjóðarinnar á silfúrfati,
gjaldþrotaleikinn og skattafsláttinn til
þeirra sem kaupa hlutabréf. En við vitum
mæta vel að það verða ekki tekin stór skref
í þessa átt fyrr en fólk lætur í sér heyra, og
gleymum því ekki að verkalýðsleiðtogar
sem ætla að auka jöfhuð þurfa sterkan
stuðning.
Horfum í eigin barm
Hver og einn getur horft á eigin mögu-
leika á að komast betur af. Auðveldar. Fá
meiri tima til eigin nota og eyða minni tíma
á vinnumarkaði. Tækifæri okkar til að lifa
auðugu lífi er að vissu leyti háð því að
neysla okkar sé sem minnst. Við þurfum að
endurmeta hvað borgar sig frá hörðu eigin-
hagsmunasjónarmiði. Oft mun koma í ljós
að það sem hreinlega borgar sig að gera
öðravísi en venja er til dregur úr yfirgangi
við náttúruna og auðlindir hennar. Það þarf
ekki hugsjónaeld til: Við getum t.d. athug-
að kosti almenningsfarartækja í saman-
burði við einkarektur á bíl. Það tekur ótrú-
legan tíma að vinna fyrir reksturskostnaði
bílsins því hann slagar hátt upp í matar-
kostnað hjá vísitölufjölskyldunni! Þð léttir
lífið að nota strætó eða reiðhjól - og versla
við kaupmanninn á hominu i stað þess að
keyra langa leið í stórmarkað. Hvað með
að venja sig á að kaupa aldrei vöra eða
þjónustu sem maður hefur gaman af að
bjástra við sjálfur? Það gæti dregið úr sölu
á alls konar tilbúinni matrvöra sem búið er
að meðhöndla þannig að hún getur ekki
rotnað og þolir innihitastig áram saman á
hillum stórmarkaðanna. Og bætt þar með
heilsufarið. Athugandi er að gera sér það
að reglu að kaupa helst ekki það sem aug-
lýst er með brambolti og miklum umbúða-
kostnaði, s.s. það sem einkum er auglýst í
sjónvarpi: gosdrykki, sælgæti, snyrtivörur
og bíla. Það er erfitt að hafa það fýrir reglu
að kaupa einungis endingargóðar vörar
sem hægt er að gera við og endumýta. En
það má reyna.
Það er kominn tími til að menn átti sig
á því að vöxtur ffamleiðslu og ffamleiðni
getur ekki haldið endalaust áfram í heimi
tæmanlegra orku- og hráefnislinda. Það
eyðist sem af er tekið. Það er óréttlætanlegt
að byggja hagvöxt á því að taka út af reikn-
ingi komandi kynslóða með því að stunda
ofveiði og rányrkju. Eða með því að hækka
kostnaðarliði við rekstur samfélagsins. Við
þurfum að átta okkur á því að tími til eigin
nota, tími til samskipta við þá sem við kær-
um okkur um; hávaðalaust og umbúðalaust
mannlíf er getur reynst auðugra en það
mannlíf sem birtist í auglýsingamyndun-
um. Þroskavænleg samskipti og meiri jöfn-
uður er mikilvægara keppikefli en hag-
vöxtur.
Meginefni þessarar greinar var flutt i
þœttinum „ Um daginn og veginn " i Rikis-
útvarpinu 22. þ.m.
Hörður
Bergmann
frœðslufulltrúi
skrifar
Föstudagur 26. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 9