Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 11
Valdið spillir - og valdleysið sömuleiðis í sumarblíðunni er ég að skemmta mér við að fletta upp í tilvitnanabók og sjá hvað menn hafa verið að yrkja og hugsa um Valdið. Þar kennir margra grasa að sjálfsögðu; það sem hver og einn mælir segir vitanlega meira um hann sjálfan en um valdið. Sá valdaglaði stjómmálamaður, Henry Kiss- inger, hann hefur til dæmis komist svo að orði að valdið væri mesti kynhvati sem völ er á. Skáldið Brecht hefur gaman að þver- stæðum; hann talar á einum stað um að „skelfilegt er hið tælandi vald gæskunnar". Kingsley Martin hinn breski lýsir draumi menntamannsins: Eg mun ávalt, segir hann, taka áhrif fram yfir vald. Hann er með öðrum orðum að kjósa sér valdleysið - nánar um það síðar. í sinni þrá eftir valdleysi, sem viðheldur sakleysi hans. Uppi var ekki alls fyrir löngu banda- rískur stjómmálamaður, Adlai Stevenson. Hann þótti betur að sér og heiðarlegri en flestir þeir sem vasast í pólitík þar vestra, enda vildu landar hans hann ekki í forseta- stól. Gott ef þeir tóku ekki skúrkinn hann Nixon í staðinn. Nema hvað. Það var Adlai Stevenson sem sneri með eftirminnilegum hætti úr úr setningunni gömlu um valdið sem spillir og alræðiðsvaldið sem gjörspill- ir. Hann sagði: Valdið spillir, en skortur á valdi gjörspillir. Nokkuð djarflega mælt og með þeim ögrandi hætti að maður getur ekki stillt sig um að hugsa málið nánar. Vítahringur valdsins En fyrst og síðast fara menn með nokk- urt svartagallsraus yfir valdinu sem spillir og alræðisvaldi sem gjörspillir. Ut úr öllu saman kemur fúllkominn vítahringur. Haft er eftir manni sem heitir Jon Wynne-Tyson (hver ætli það sé?) að: „Það er er alltaf röng manngerð sem er við völd, vegna þess að þessir menn væru ekki við völd ef þeir væru ekki af rangri manngerð". Þú kemst sem sagt ekki neitt. Það bjargast ekki neitt, það ferst það ferst. Við blasir Davíð Oddsson eða guð má vita hver.... Vík frá mér Satan Þegar Satan kom til Jesú í eyðimörk- inni að freista hans, þá bauð hann honum öll riki veraldarinnar og þeirra dýrð. Krist- ur hafnaði því boði sem frægt er orðið. Hann hafnaði valdinu. Rússneski sagna- meistarinn Dostojevskíj tók þessa sögn sem vísbendingu um djöfúllegt eðli valds- ins og fyrirmæli um að kristin kirkja ætti að forðast freistingar þess. Þess vegna kemst hann líka að þeirri niðurstöðu hér og þar í verkum sínum, að kaþólska kirkjan sé eig- inlega komin í bland við andskotann með sínu veraldarvafstri (en heldur að rétttrún- aðarkirkjan rússneska sé mun skárri í þessu tilliti, sem var að vísu hæpið). En svo má líka líta svo á (og það hafa sumir menn gert) að með göfugri frávísun á freistingum valdsins hafi Kristur fengið valdið íjandanum til ráðstöfunar. Það er illt og í þjónustu hins illa. Hinir góðu og hug- sjónaríku, þeir aftur á móti, eru og verða valdalausir. Hættur valdleysis Þá gætu menn sagt: Er það ekki ágætt. Er það ekki alveg eins og á að vera. Ekki spillir valdið þeim meðan þeir ánetjast því ekki. Svo gæti sýnst. Og svo ég segi alveg eins og er: Sjálfúr vildi ég gjama hugsa á þann veg. Vald er frekja og yfirgangur. Vald er þvingun og ófrelsi. Vald er eftir- sókn eftir vindi. En það er líka afl þeirra hluta sem gera skal. Það er líka möguleiki á skáka þeim öflum sem manni finnast ill, skaðleg eða jafnvel djöfulleg með nokkrum hætti. Stundum er eins og hvíslað að manni: Sá sem vill forðast valdið, hann er blátt áfram hræddur við að nota það. Hræddur við að verða fyrir hnjaski. Hann er svo miklu sælli Hvað má vesalingur minn? Hver er sú spilling sem fylgir valdleys- inu, máttleysinu? Hún er margskonar. Og þá er rétt að taka það strax fram að hér er með „spillingu" átt við að maður formyrkri huga sinn, leiði sjálfan sig í villu, geri sjálf- an sig heimskari og aumari en maður er í raun og veru. Aðferðimar em margar. Ein er sú að maður gerir eins lítið úr sjálfúm sér og hægt er. Maður kallar sjálf- an sig ósköp venjulegan meðaljón „sem skilur bara alls ekki neitt í þessum efha- hagsmálum eða hvað það nú allt heitir". Þessu fylgir náttúrlega uppgjöf sem er af- skaplega hentug þeim sem með valdið fara. Eftir því sem menn em latari við að reyna að skilja sjálfir, þeim mun þægilegri er valdaseta hinna ófyrirleitnu, sem líta á þegnana sem hverja aðra jarmandi hjörð sem ekkert skilur og mun aldrei skilja. Þetta er tittlingaskítur I annan stað gerir maður kannski lítið úr málum. Æ, þetta er ekkert stórmál, segja menn um einhverja augljósa spillingu. Það er til annað verra. Hvað ætti maður að vera að æsa sig upp út af þessu? Hefi ég ekki annað betra við mína hugarró að gera en spandéra á þessa kauða sem stjóma landinu eða þykjast eiga það? (Gáið að þessu: Þessi ffeisting er feiknalega mögnuð). 1 þriðja lagi segir sá sem er að spillast af sínu valdleysi: Eg hefi svo mikið að gera. Ég má ekkert vera að þessu. Og hann sýslar sem mest hann má við eitthvað smá- legt, sem hann gerir mikið úr í huga sér. Til þess að búa sér til einhverskonar fjarvistar- sönnun frá stærri málum og erfiðari. Ég er þó skárri sjálfur I fjórða lagi er til feiknalega lúmsk freisting sem situr fyrir hinum valdalausa og hún tengist þeirri nautn sem menn geta haft afþví að hneykslast. Þegar smásyndar- inn („ég hefi svo sem ekkert gert af mér annað en að láta vera að gera það góða sem ég vil“), þegar þessi litli vanrækslusyndari kemur í hóp stórþrjóta og verulega krass- andi illmenna, þá verður hann á nýjan leik sæll og glaður í sínu hjarta. Anægður með sjálfan sig. Þessi freisting Iifir góðu lífi á fjölmiðlunum. Maður opnar blað eða út- Árnl Bergmann varp og sjónvarp og á hveijum degi fær maður stóran skammt af vöru sem heitir: Það eru svo margir miklu verri en ég, þessi litli karl, sem hér er að lesa blað eða glápa á sjónvarp. Það er náttúrlega ekki nema satt. En það stoðar lítið. Vindhöggiö Svo er það fimmti liður í spillingunni. Hann mætti kalla „vindhögg“. Vindhögg kemur fyrir hjá Páli postula, hann segist í sínum bardaga fyrir sinni trú ganga fram eins og hnefaleikamaður sem aldrei slær vindhögg. Vindhöggið getur verið fólgið í því, að maður lætur eitthvað til sín heyra til að mótmæla einhverjum ósóma - í pólitík, í embættisrekstri, í umhverfisspillingu. En þannig er að öllu staðið að mótmælin, gjörðin, er aðeins eins og látbragð, eins og rétt til að minna sig á að maður er ekki hundur. Það er náttúrlega góðra gjalda vert, en ekki heidur meir. Það er að segja: „vind- höggið" þýðir að maður er ekki að leita að árangri, ekki að maður sé að leita bestu hugsanlegrar leiðar til að ná árangri, heldur er maður aðeins að slá því á frest að horfast í auga við markleysuna í tilverunni. Þetta þýðir ekki neitt Og í sjötta lagi skulum við nefna þá spillingu sem fylgir því að gefast upp fyrir- fram. Maður gengur út frá því sem vísu að það komi ekki að haldi að gera nokkum skapaðan hlut. Það bjargast ekki neitt. Þar með hefur maður fúndið vísa leið til að lama allt frumkvæði og hugmyndaflug - og gefa sig á vald forheimskun sjálfs sín. Þetta er nú ekki efnilegt. Én satt að segja er margt af þessu á kreiki í kringum okkar. Þegar spurt er um spillingu um- hverfis og ránskap í náttúrunni, hve margir em það ekki sem byija á því að segja: Það munar ekkert um mig? Eða: Það em flestir verri en ég? Slappleikinn, vantrú á réttlæti og styrk þess, þetta hleður undir eitt það fyrirbæri sem frekast er orðið í nútímanum, en það er „forstjóragræðgin“ svonefnda. Sjálfskömmtun þeirra sem mest eiga undir sér á tekjum - og fríðindum. Sjálfskömmt- un sem byggir á viðhorfinu: Ég geri það sem mér sýnist og andskotinn hirði þann aftasta. Græðgi sem viðgengst ekki síst vegna þess að þjóðfélögin er siðferðilega lömuð, þau vantar alla viðmiðun, alla nýta mælikvarða á skiptingu lífsins gæða. (Sá sem færi að tala eins og sá Jesús Kristur sem allir þykjast taka mark á og segja: Far þú og gef eigur þínar fátækum - hann er nátturlega talinn geðbilaður. Það sem verra er, það er líklegast að hann sé það í raun og vem). Og svo var þaö óttinn Gleymum því ekki heldur að sú græðgi sem hér er um talað, hún þrífst líka á ótta. Skorti á hugrekki. Hræðslu við valdhafa. Sem hér á landi kemur til dæmis fram í því að það er eins og enginn þori að styggja að- alvaldflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, og hina sjálfúmglöðu oddvita hans - nema kannski einhveijir af þeim sem hafa bein- línis verið kjömir til þess. En það er búið að reyna svo margt, gætu menn sagt. Það er alveg rétt, en menn em samt ekki hættir að vera til. Hvað er hægt að gera þegar búið er að skítnýta hvert einasta orð? Kannski reynum við að brúka þau einu sinni enn. Til að smíða úr þeim ráð. Meðal annars ráð gegn valdleys- inu og uppgjöf þess fyrir djöíúlganginum í heiminum. Föstudagur 26. júlíl 1991 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.