Þjóðviljinn - 26.07.1991, Síða 16
Hver er ekki
hræddur við
Virgíníu Woolf?
Mér datt í hug aö bera sam-
an tvö mál þar sem einstakling-
ar sýna hugrekki. En slíkt er
orðið svo sjaldgæft að þegar það
gerist er það oftar en ekki túlk-
að sem eitthvað annað en hug-
rekki.
Fyrirtæki sem eiga í rekstrar-
erfiðleikum þurfa stundum að
taka þá ákvörðun að fækka starfs-
fóiki. Nýr yfirmaður á vinnustað
segir jafnvel upp starfsfólki og
ræður nýjan mannskap ef henni
eða honum líst þannig á að það
verði til að efla starfið. Eg geng út
frá því sem vísu að engum þyki
það skemmtun að segja upp og
uppsagnir eru vitaskuld enn erfið-
ari fyrir þá sem fyrir þeim verða.
En ekkert okkar veit ævina fyrr en
öll er og það hlýtur að eiga við
starfsævina líka.
Nú, ef forstjóri frystihúss seg-
ir nokkrum starfsmönnum sínum
upp þá kemst fréttin tæplega i
blöðin, og þaðan af síður er hún í
blöðum, útvarpi, sjónvarpi og á
hvers (menningarvitaígildis)
manns vörum, svo vikum og mán-
uðum skiptir eins og raunin varð á
með uppsagnimar í Þjóðleikhús-
inu. Nýráðinn Þjóðleikhússtjóra
hefur að ég held grunað að upp-
sögnum hans yrði ekki tekið þegj-
andi, en hann hélt samt sínu striki,
því striki sem hann hefur eflaust
sett sér þá þegar er hann ákvað að
sækja um þessa stöðu. Er það ekki
hugrekki sem hann sýnir að hrófla
við í einu af mörgum ljónabúrum
ríkisbáknsins? Eg ætla ekki að
þykjast hafa vit á því hvort hann
fór rétt að, cf hægt er að fara rétt
að við uppsagnir, aðrir skera úr
um það.
Mánuðina á undan átti sér
hins vegar stað nokkurs konar
nautaat suður í Hafnarfirði þar
sem bæjarstjóri í broddi fýlkingar
vildi bola forstöðumanni leik-
skóla burt. Eg veit að í nautaati
reynir nautabaninn að Iaða að sér
nautið, og ef það er rétt að naut
séu sólgin í rautt þá vita menn í
Hafnarfirði ekki alveg upp á hár
hver er rauður og hver ekki, með
hliðsjón af því hver reyndi að bola
hverjum. Eg held að engan á þess-
um bæ hafi grunað að aðrir starfs-
menn lcikskólans myndu um leið
segja upp stöðum sinum til stuðn-
ings yfirmanni, og að foreldra-
hópurinn sýndi forstöðumanni
þann stuðning sem raun ber vitni.
Hins vegar er mér ekki kunn-
ugt um að neinn úr starfsliði Þjóð-
leikhúss hafi sagt upp stöðu sinni
til stuðning þeim uppsögðu, sem
ég túlka sem stuðning við nýja yf-
irmanninn.
Fjölmiðlar réðu sér ekki fýrir
kæti og fjölluðu talsvert um upp-
sagnimar í húsinu við Hverfis-
götu, en sama var ekki uppi á ten-
ingnum varðandi atburðina við
Hjallabraut. Hver skyldi vera
ástæðan fyrir því?
Svo eru tveir hópar sem mér
hefði fundist að ættu að telja mál-
ið sér skylt, en það eru stéttarfélög
viðkomandi. Fóstrustéttin sá mér
vitanlega ekki ástæðu til að lýsa
stuðningi sínum við forstöðumann
né heldur við bæjarstjóm. Félagið
sér ekki ástæðu til að standa vörð
við vinnustað þar sem á sér stað
merkilegt uppeldisstarf svo ekki
sé meira sagt, því það hafa a.m.k.
aðrar þjóðir gert sér ljóst. Eg sé
ekki ástæðu til að fara inn á aug-
Ijósar siðferðislegar skyldur stétt-
arfélags. Leikarastéttin lét lítið frá
sér heyra. Seint og um síðir birtist
þó yfirlýsing frá leikurum til
stuðnings leikhússtjóranum. Hún
var þó ekki frá Leikarafélaginu
sem slíku, heldur hópi leikara. Fé-
lag leikstjóra vildi ef ég man rétt
frá fréttum ekki blanda sér inn í
málið, valdi að taka ekki afstöðu.
Félagslegu hugrekki er al-
mennt ekki fyrir að fara í kringum
okkur. Það gerist svo ótal margt
sem við vitum að er ekki réttlátt,
en við látum sem það sé a.m.k.
réttlætanlegt svona rétt á meðan
það gengur yfir og síðan flýtum
við okkur að gleyma því. Við þor-
um ekki að taka afstöðu, enda
hugrekki ekki fyrir okkur haft.
Sýna stjómvöld hugrekki og
kaupa þyrlu, hlúa að krabba-
meinsveikum bömum eða efla al-
næmisvamir svo eitthvað sé
nefnt? Nei, þau láta okkur eftir að
fara í eigin mistóma vasa og
leggja fram nokkrar af þeim milj-
ónum sem til þarf. Auðvitað er
ekki að vanþakka gjafir til sjúkra-
húsa eða annarra, en eitthvað
finnst mér öfúgsnúið við þetta.
Hverjir fjármagna t.d. stóran hluta
starfsemi Rauða Krossins? Það
gera þeir sem standa við spilakas-
ana úti um allan bæ, oftast böm og
eldri borgarar. Eg hef ekki rekist á
að starfsfólk sölutuma meini
bömum innan þess aldurstak-
marks sem upp er sett að spila á
kassana, enda ætti það að vera
hlutverk R.K.I. að sjá um slíkt eft-
irlit, þó svo að hætta verði á að
tekjur rými. Starf hans víðsvegar
um heim er ómetanlegt, en það á
að gæta siðgæðis við öflun pen-
inga. En hugrekki þarf til og sið-
gæðisvitund að auki.
Það er ekki ætlun mín að reyta
til reiði, heldur vekja okkur sjálf
til umhugsunar og helst umfjöll-
unar um hugrekki okkar eða skort
á því. Við sjáum svo hvað setur er
starfslið Þjóðleikhússins kemur úr
verðskulduðu sumarleyfi I. sept-
ember næstkomandi og óskum
starfsliði Leikskólans við Hjalla-
braut til hamingju með verðskuld-
aðan sigur.
Þegar gremjan blindar
í Þjóóviljanum þann 24/7
ritar Kristján Jóhann Jónsson
grein vegna viðtals við Þórarin
Eldjárn í TMM og Pressuviðtals
við undirritaða. Mér finnst
ástæða til að koma að nokkrum
athugasemdum vegna þessara
einkennilegu skrifa Kristjáns
Jóhanns.
í grein sinni ónotast Kristján
Jóhann við persónu mína og gætir
þar einskis hófs. Orð mín em tek-
in úr samhengi, snúið út úr þeim,
setningum skeytt saman héðan og
þaðan úr viðtalinu, allt á þann hátt
að sköpuð er önnur persóna en ég
er, með aðrar skoðanir og allt önn-
ur viðhorf en ég fýlgi. Það virðist
sem flestar yfirlýsingar mínar fýlli
Kristján Jóhann þvílíkri ólund að
honum sé íýrirmunað að hafa þær
rétt eftir.
Vissulega finnst ýmislegt í
viðtalinu sem hefði mátt létta lund
Kristjáns Jóhanns. Þar kemur fram
að ég telji mig engan afburða
gagnrýnanda, ég segist gera mis-
tök og ég tel mig eiga margt ólært.
Einnig viðurkenni ég að ég hafi
enga burði til að rita góða skáld-
sögu. Að vísu er nokkuð dregið úr
þeirri fúllyrðingu í næstu setn-
ingu, en þar get ég þess (í hughrif-
um) að mér sé að fara fram. En sé
á heildina litið gefúr þetta þó fýrir-
heit um að hlutur minn á ritvellin-
um muni ekki verða fýrirferðar-
mikill. Ætti Kristján Jóhann að
geta fundið einhverja huggun í
því.
I Pressuviðtalinu gat ég þess
að fólk stöðvaði mig á götu til að
ræða bókmenntaþátt Aðalstöðvar-
innar. Þetta tekur Kristján Jóhann
sem dæmi um gortungshátt minn,
en úr honum gerir hann sér mikinn
mat. Nú kemur ekki fram í viðtal-
inu hversu margir það voru sem
stöðvuðu mig á götu og ekki er
þess getið hvað nákvæmlega var
rætt. Mér finnst einkennilegt að
Kristján Jóhann skuli gefa sér það
að umræðan hafi aðallega verið
byggð á lofsöng vegfarenda til
mín.
Kristján Jóhann gerir sér sér-
stakt far um að gera mig að grát-
konu, enda kannski fátt hlægilegra
en grátandi kona. Hann segir: „A
einum stað segir hún meðal annars
frá því hvemig hún grætur ein yfir
sárum örlögum bókmenntaper-
sóna...“ Þetta er fullmikil drama-
tísering hjá Kristjáni Jóhanni. Það
sem ég segi er: „Ég er ákaflega
hrifnæm og ef bókmenntaverk
snertir mig djúpt græt ég. Ég veit
ekki hvort þetta er kostur eða löst-
ur á gagnrýnanda “ Kristján Jó-
hann álítur af þessum orðum að ég
telji mig vera að vinna bókmennt-
unum gagn með því að tárfella við
lestur þeirra. Það er alrangt. Hér er
um ósjálfráð viðbrögð að ræða, en
þau á ég sameiginleg með fjöl-
mörgum lesendum og einhveijum
bókmenntaffæðingum. Mig langar
til að benda Kristjáni Jóhanni á
grein sem Silja Aðalsteinsdóttir
skrifaði um Sölku Völku (TMM.
2. hefti. 1982), en þar lýsir hún því
á afar fallegan hátt þegar komið
var að henni, ungri stúlku, þar sem
hún grét við lesturinn. Við þurfúm
ekki að vaxa ffá slíkri upplifún og
mér finnst að við ættum ekki að
gera það. Bókmenntafræðingar
eru ekki yfir það hafnir að hrífast
af skáldverkum. Skáldverk eru
sköpuð til að hrífa. Þau breyta við-
horfum lesenda, færa þeim áður
óþekktan skilning. Þau skemmta.
Þau göfga. Þau heilla. Kristjáni
Jóhanni kann að þykja þetta
mærðarlegt tal og afturhaldssamt,
en hafi hann aldrei orðið orðið fýr-
ir sterkum hughrifum af lestri
skáldverka þá hefur hann farið af-
ar mikils á mis og á samúð mína
alla.
Hin faglega bókmenntatúlkun
er að ákveðnu marki óháð þessum
hughrifúm. Bókmenntafræðingur
á að vera fagmaður og hann verð-
ur að geta skilið á milli hughrifa
sinna og ffæðilegrar umfjöllunar.
Hann situr ekki skælandi og párar
lýsingarorð. Og vilji Kristján Jó-
hann saka mig um slík vinnubrögð
þá er honum það heimilt, en ég
vinn ekki á þann hátt. Gagnrýn-
andinn hlýtur að rannsaka verkið
af forvitni og spyrja sig hvað verk-
ið hafi að segja honum, ekki hvað
hann hafi að segja verkinu.
í löngu máli segir Kristján Jó-
hann að ég hafni allri bókmennta-
umræðu síðustu þijátíu ára. Þetta
er rangt. Mér finnst bókmennta-
umræða síðustu þrjátíu ára ekki
hafa verið gjörsneydd allri skyn-
semi. Það er hins vegar skoðun
mín að skynseminni hafi of off
verið ýtt til hliðar. Hluti bók-
menntaffæðinga mætir skáldverki
með fýrirffamgefinni hugmynda-
ffæði sem þeir síðan þröngva upp
á verkið. Affakstur þessa eru
margar afar sérkennilegar greinar
og nokkrar sem verða ekki kallað-
ar annað en bull, svo mjög mis-
bjóða þær skynsemi lesenda.
Og þá að talinu um bók-
menntafræðinga sem þjónustu-
stétt. Það tal gremst Kristjáni Jó-
hanni ógurlega. Honum þykir Þór-
arinn Eldjám lítilsvirða bók-
menntaffæðinga með því að ætla
þeim að elta bókmenntimar. Ekki
fæ ég séð hvemig annað er mögu-
legt. Er það virkilega skoðun
Kristjáns Jóhanns að bókmennt-
imar eigi að tölta á eftir ffæði-
mönnum? Það yrði einkennileg
spássering og em lögmálin þá far-
in að snúast við líkt og í Undra-
landi Lewis Carroll.
Sú uppskrift að bókmennta-
fræðingi sem Kristján Jóhann býr
til úr skoðunum sem hann gerir
okkur Þórami upp er slíkt hnoð að
ég kýs að eyða sem fæstum orðum
um hana. En vitanlega er hún enn
eitt dapurlegt dæmi um málefna-
þrot höfúndar síns.
Umræða um bókmenntatúlk-
anir íslenskra ffæðimanna er
löngu orðin tímabær og það ætti
að veita henni svigním, ekki reyna
að kæfa hana með rangfærslum,
mislestri og háðsglósum. Blind
gremjuskrif, eins og skrif Krist-
jáns Jóhanns, gera bókmenntunum
ekken gagn og um leið em bók-
menntafræðingar famir að vinna
gegn hagsmunum sínum, því hag-
munir bókmenntanna em hag-
munir þeirra.
Kolbrún Bergþórdóttir
Örstutt athugasemd
Athygli mín hefur verið vak-
in á greinarkorni í Þjóðviljanum
sl. miðvikudag þar sem Kristján
Jóhann Jónsson gerir sér nokk-
urn leik að því að snúa út úr og
misskilja orð sem ég lét falla í
viðtali við Arna Sigurjónsson í
síðasta tbl. Tímarits Máls og
menningar.
I tilefni af því langar mig að
hnykkja á fáeinum atriðum.
Ég held fast við þá skoðun
mína að bókmenntafræðingar
„eigi að koma eftir á“, þeas. að
bókmenntimar kalli á umfjöllun
frekar en að umfjöllunin eigi að
geta af sér bókmenntir eins og
Kristján virðist telja heppilegast.
Umkvörtun mín um skort á
„virðingu fyrir verkinu" í ritgerð
Helgu Kress um Timaþjófinn
táknar ekki kröfu um sífellt lof og
skjall, þó Kristján kjósi að skilja
það svo, enda vita allir sem lesið
hafa ritgerð Helgu, að hún cr í orði
kveðnu amk. mikið lof um bók
Steinunnar. Og reyndar tel ég
hveijum rithöfundi miklu meiri
virðing sýnd með vel unninni og
heiðarlegri „andúð“ heldur en
flausturslegri og heimskulegri
„samúð“.
Það sem ég hins vegar var að
finna að í þessari ritgerð Helgu
var, að mér fannst hún hrammsa til
sín Tímaþjófinn sem eins konar
skýringardæmi við erlendu teór-
íumar sem hún var að kynna og
endursegja. Umfjöllunin kallaði á
bókina en ekki bókin á umfjöllun-
ina. Mér fannst ritgerð Helgu ekki
segja neitt um Tímaþjófinn, jafn-
vel þótt kynningin gæti verð hið
besta mál í sjálfú sér.
Að öðru leyti voru þessi orð
mín ekki hugsuð sem nein árás á
Helgu Kress, sem margt hefúr vel
gert og hefur að minnsta kosti
þann meginkost sem bókmennta-
fræðingur að hún er vel ritfær og
yfirleitt er gaman að lesa það sem
hún skrifar og tiltölulega auðvelt
að skilja hvað hún er að fara, þó
mann langi kannski ekki með
henni.
Svo er nefnilega komið fýrir
íslenskri bókmenntafræði að fúll
ástæða er til að þakka það þegar
meðalgrcindir áhugamenn skilja
hvað fræðimenn eru að fara. Það
eru margir fleiri en ég búnir að fá
sig fullsadda af þessum stóru
svefnlyfjaskömmtum sem sífellt er
haldið að okkur í hinum lærðu
tímaritum. Oftar en ekki eru þar
einmitt á ferðinni undir fölsku
flaggi þessar þvoglulegu og ósjálf-
stæðu endursagnir á tætingslegum
lærdómi crlendum og innlendum,
meðan bókmenntaverkin skipta
ekki máli, þó þau kunni að vera
kölluð til vitnis til að sýna hin og
þessi einkenni. Æ oftar þegar ég er
að reyna að lesa þessar ritsmíðar
detta mér í hug svofelld orð Húsa-
víkur-Jóns úr kvæði Kiplings og
Magnúsar Asgeirssonar:
„...og mér skildist á grein, sem
var skrifuð um grein,
sem var skrifuð í útlent blað...“
Að sjálfsögðu hef ég ekkert á
móti erlendum lærdómi, en hann á
að vera runninn fræðimönnunum í
merg og bein, samgróinn smekk
þeirTa, reynslu og sýn en ekki
hanga utan á þeim eins og jóla-
skraut.
Með þökk fyrir birtinguna
Þórarinn Eldjárn
16.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. júlí 1991