Þjóðviljinn - 26.07.1991, Page 17

Þjóðviljinn - 26.07.1991, Page 17
ÆNSNAPRIKID vv VW X V ^ ^ . w vv v > v. ^ > W ^ v vv . t . .^tVVr ‘ V -| 1 - • • , \ V V V V V Wv-V^V V V V * v, ■->■ V Vv ^AMvmi ^v.vVVvv Næstum eins og í Svíþjóð Estrid gæti vel husað sér að búa á (slandi ef kötturinn Jonson fengi að fylgja með henni hingað. Mynd: Jim Smart. A sumrin flykkjast ferðamenn til Islands. Sumir eru ungir og ferðast um landið á hjóii eða fót- gangandi með bakpoka og tjald. Sumir eru gamlir og fara um í fullum rútum. Sumir eru á miðjum aldri og sumir eru börn. Flest börnin eru í fylgd með ein- hverjum fullorðnum, en ekki öll. Hænsnaprikið hitti að máli sænska stelpu, sem kom ein til íslands og dvaldi í hálfan mánuð hjá fjölskyldu í Reykjavík. Hún heitir Estrid Cederby og á heima í litlu þorpi í Suður- Svíþjóð. Estrid er á tólfta ári og ferðin til íslands er fyrsta ferðin sem hún fer á eigin vegum. Hænsnaprik- iö spurði fyrst, hvers vegna hún hefði komið til íslands. Estrid: Ég kom til þess að hitta vinkonu mína. Og Estrid segir frá því, að fyrir nokkrum árum hafi hún flutt í eitt af úthverfum Stokkhólms. Einn daginn var hún að leika sér á ein- um leikvellinum og þá hitti hún íslenska stelpu og þær léku sér saman allan daginn. Síðan léku þær sér saman á hverjum degi eftir það. Alveg þangað til hún flutti aftur út á land og þær neyddust til að skilja. Estrid: Við grétum yfir að þurfa að skilja. En for- eldrar okkar lofuðu því, að við skyldum fá að hittast áfram í skólafrium, og við heimsóttum hvor aðra á jólum og páskum og í sumarfríinu. Og þegar vin- kona mín átti að flytja aftur heim til (slands, þá grétum við enn meira á járnbraut- arstöðinni í Linköping. Og þá lofuðu foreldrar okkar því, að við skyldum fá að hittast á sumrin til skiptis í Svíþjóð og á íslandi. Og nú er ég komin til íslands. Hænsnaprikið: Varstu ekkert hrædd að fljúga ein til ókunnugs lands? Estrid: Jú, pínulítið. Ég var hrædd um að ég myndi týnast, eða taka vit- lausa flugvél. En það var flugfreyja sem hjálpaði mér með allt, alveg þang- að til foreldrar vinkonu minnar tóku á móti mér. Hestar og villt náttúra Hp: Hvað vissirðu um ísland áður en þú komst? Estrid: Ég hélt það væri kalt hérna, en svo var aldrei kalt. Bara álíka og í Svíþjóð. Hvað vissi ég? Ég hef lesið um ísland I skólan- um. Ég las um Surtsey. Og eldgosið á Heimaey, þar sem hálfur bærinn fór und- ir hraun og ösku. Ég vissi að íslendingar lifa af fisk- veiðum. Og vinkona mín sagði mér að lífið hér væri svipað og í Svíþjóð. Og mér finnst líka næstum al- veg eins að vera hér í Sví- þjóð. Hp: En landið lítur nú öðru vísi út. Hefurðu ferð- ast eitthvað um landið? Estrid: Við fórum að Gullfossi og Geysi. Svo fórum við upp í Borgar- fjörð og tókum hesta á leigu. Það var æðislegt að ríða úti í villtri náttúru. Það hef ég ekki gert heima, þar hef ég bara riðið á braut- um og ræktuðu landi. Svo vorum við nokkra daga á Akranesi og lékum okkur við frændsystkini vinkonu minnar. Hp: Hvernig er að leika sér við íslenska krakka? Estrid: Það er alveg eins og að leika sér við sænska krakka. Fyrir utan að maður skilur ekki málið auðvitað. En vinkona mín talar náttúrlega sænsku og frændi hennar Kka. Hinir tala bara íslensku og svo kinkum við kolli og skiljum hvert annað bara alveg ágætlega, þó við getum ekki talað. Fékk 20 fiska Hp: Hvernig leika krakkar á Akranesi sér? Estrid: Strákarnir eru mikið í fótbolta. En ég hef engan áhuga fyrir fótbolta. Mér finnst leiðinlegt að horfa á hann, en aðeins skárra að spila sjálf. En við vorum í parís á Lang- asandi. Og við vorum að leika okkur í skeljasandin- um við sementsverksmiðj- una. Við hoppuðum niður af svona 5-6 metra háum bökkum niður í sandinn. Það var alveg meiri háttar. Ég veit að það er bannað að gera það. En það er svo skemmtilegt að gera það sem er bannað stund- um. Svo vorum við í sundi. Við spiluðum á spil. Og við vorum niðri á Haraldar- klöppum að veiða. Ég fékk 20 fiska. Hp: Hvað veidduð þið? Eitthvað ætt? Estrid: Nei, það voru bara smá ufsatittir. Við slepptum þeim flestum aft- ur. Og svo fékk ég 5 mar- hnúta. Einn var svaka stór. Hp: En hvernig finnst þér Reykjavík? Estrid: Mér finnst hún fallegur og notalegur bær. Vinkona mín býr í gömlu og rólegu hverfi. Það er ekki svo mikil umferð þar. Hp: En landið sjálft? Hvaða stað fannst þér mest gaman að koma á? Estrid: Mér fannst fal- legast við Hreðavatn, þar sem við fórum i útreiðar- túrinn. Sætir strákar Hp: Viltu koma aftur til íslands? Estrid: Jahá. Og þá ætla ég að hafa mömmu og pabba og litlu systkini mín með. Hp: En gætirðu hugsað þér að eiga heima hér? Estrid: Kannski. Ef ég mætti hafa köttinn minn hann Jonson með. En Estrid er heppin og hefur ekki þurft að vera kattarlaus þessar tvær vik- ur á íslandi. Vinkonan á nefnilega stálpaðan kett- ling, sem minnir á Jonson. Konan á Hænsnaprik- inu endar á því, að spyrja þessa sænsku stúlku, hvernig sé að hitta vin- konu sína aftur eftir heilt ár. Er það ekkert erfitt? Hafa þær um margt að tala? Estrid: Já. Við erum alltaf að tala um stráka. Það eru æðislega sætir strákar á íslandi Kveðja Föstudagur 26. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.