Þjóðviljinn - 26.07.1991, Síða 21
Er lífríki Mývatns hruniö?
Þorgrímur Starri Björgvins-
son bóndi Garði í Mývatnssveit
er einn af sjálfmenntuðum
náttúrufræðingum þjóðarinnar.
Hann er í hópi þeirra manna
sem gjalda viljað hafa varhuga
við innrás stóriðjupostula inn í
viðkvæmt Iífríki Mývatns.
Þrátt fyrir varnaðarorð
hinna árvökuiu umhverfis-
verndarsinna sjötta áratugarins
var ruðst af stað með kísiliðjuna
við Mývatn.
Töluverðar umhverfisrann-
sóknir hafa verið gerðar síðan
starfsemin hófst og er nú beðið
með mikilli eftirvæntingu eftir
mikilli úttekt sérfræðinga.
Niðurstöður rannsókna
síðustu fimm ára eru taldar
munu skipta sköpum, þegar
ákvörðun verður tekin um
starfsleyfi handa verksmiðjunni
næstu tíu ár. Mikil leynd hvílir
yfir niðurstöðunum enda málið
heitt, ef svo má segja.
Starri veit sínu viti og sendi
mér nýlega sína eigin skýrslu
um hlunnindi fugls og fiskjar í
Mývatni fyrr og nú. Efni þetta
tel ég eiga erindi til allra sem
láta sig umhverfismál varða og
birti því hér á síðunni, lítillega
stytt, niðurstöður hans.
„Mývatn og Laxá í Þingeyjar-
sýslu er talið eitt fágætasta nátt-
úruundur hér á norðlægum slóð-
um. Það er þekkt og viðurkennt
langt út fynr okkar landsteina.
Mývatn og nágrenni þess er skóla-
bókardæmi við ýmsa erlenda há-
skóla við kennslu í líffræði og
náttúrufræði í víðri merkingu.
Enda er Laxár- og Mývatnssvæð-
ið undir sérstakri vemd samkvæmt
lögum frá Alþingi um vemdun
Laxár og Mývatns. Auk þess er
það vemdað með alþjóðasattmála,
sem, kenndur er við borgina Rams-
ar í Iran, en sáttmáli þessi snýst um
vemdun votlendis.
í þeirri samantekt sem hér fer
á eftir verður ekki frekar ljallað
um þessa hlið mála er varðar þetta
svæði. Hins vegar er henni ætlað
að bregða Ijósi á þá þýðingu er
hlunnindi fúgls og fískjar hafa fyr-
ir þá er byggja þetta svæði, og
nærliggjandi svæði, fyrr og nú.
Verður hér einkum fjallað um Mý-
vatn, enda er mér það nærtækara,
hef ætíð átt heima hér á vatnsbakk-
anum og átt mína afkomu beint
undir þeim gnægtarbrunni. Þeir
sem bua við Laxá em betur færir
að Qalla um Laxá á svipaðan hátt,
og væri vonandi að einhver úr
eirra hópi léti verða af því. Það
efur lengi verið á orði haft, að
Mývatn sé gjöfulasta veiðivatn á
Islandi. Þá er hitt ekki síður ljóst,
að Mývatn og Laxá er og hefúr
verið einstök paradís andfugla og
Qölsetnasta varpstöðþeirra. Fyrr á
öldum og allt fram eltir þeirri síð-
ustu var oft þröngt í búi hjá öllum
almenningi, og þurfti öllu til að
kosta að mannfólkið hefði að éta,
dugði iðulega ekki til. I harðæmm
fór dijúgur hluti þjóðarinnar á ver-
gang og sótti þá þangað sem mat-
björg var helst að fá. Það heyrði ég
gamalt fólk tala um í æsku minni,
að í þeim harðæmm hefðu verið
tveir staðir á landinu þar sem mat-
björg ekki þraut. Það var við
Breiðafjörð og við Mývatn. Skyldi
ekki þessi sögn hafa haft við rök
að styðjast? Þá heyrði ég og þá
sögn, að í einu harðæd hafi fjöldi
fömmanna um sumarið sest að á
Geiteyjarströnd, sofið undir bemm
himm í skjóli í hraunkömbunum
þar við túnjaðar. Geiteyjarströnd
var ein gjöfulasta veiðistöð við
Mývatn (fyrirdráttur). Silungurinn
var þá tekinn beint úr dráttametinu
og soðinn í stómm potti eða pott-
um á hlóðum undir bemm himni,
og bjargaði á þann hátt lífi fjölda
fömfólks. Ekki þótti mér sagan
ósennileg. En Mývatn gaf fleira af
sér til matbjargar en silunginn,
ekki má gleyma eggjunum.
Grímsstaðir vom ein allra mesta
varpstöð við Mývatn, ef ekki sú
mesta. En fleiri jarðir stóðu ekki
langt að baki, svo sem Kálfa-
strönd, Reykjahlíð, Skútustaðir,
svo og bújarðir á Nesiandatanga,
en hlunnindi af eggjatöku var á
öllum jörðum umnverfis vatnið,
svo og ýmsum þeim er fjær lágu
vatninu í sveitinni. Aldrei vom
skilin færri en 4 egg eftir í hreiðri,
5 hjá húsönd, og þaðan af fleiri ef
í hreiðrinu vom á annan tug eggja
eða meir. Nú fyrir skemmstu átti
ég tal við Ragnar Sigfmnsson
bónda á Grimsstöðum, en hann
hefur áttþar heima allan sinn ald-
ur, nú á attræðisaldri. Hann sagð-
ist hafa skrá yfir eggjatöku á
Grimsstöðum allt frá síðustu alda-
mótum fyrir hvert ár. Lægsta tala
sem þar er að finna var sex þúsund
egg, sú hæsta sextán þúsund, al-
gen^ast 9, 10-12 þúsund. Það er
dágoð búbót á þeim tímum þegar
spurpingin stóð um það að hafa að
éta. Eg vil þá næst reyna að draga
upp mynd af því hversu Mývatn
var fiskiauðugt og nytjadijúgt eins
langt aflur og ég hef gögn og sagn-
ir um, eða fra upphafi nitjándu ald-
ar. Stefán Steíansson hét maður,
bóndi í Ytri-Neslöndum til dauða-
dags, fæddur í Haganesi 1854, dá-
inn 1929. Hann var maður gagn-
merkur og vel gefinn, og vel ritfær.
Hann haföi brennandi áhuga fyrir
veiðiskap í Mývatni, og einn af
frumkvöðlum að ræktun þess.
Hann var einn af stofnendum
Veiðifélags Mývatns, 1905, og
lengi formaður þess, en félagið
hafði að markmiði að hamla gegn
ofveiði, smásilungsdrápi og
skeíjalausri veiði riðasilungs. Og
svo það sem er merkilegast, til-
raumr með klak. Úr bréfi til vinar
síns í Vesturheimi, sennilega
skömmu fyrir 1920, getur Stefán
þess, að þá sé búið að klekja út og
sleppa í vatnið yfir 1.000.000
seiða. Þá var ekki nema einn mað-
ur lærður í landi hér í þessum
fræðum, Bjarni Sæmundsson.
Stefán var í bréfasambandi við
Bjama um mörg ár, og sótti Bjami
heimildir til Stefáns í sínu vísinda-
starfi. Eftir Stefán liggur í handriti
löng og mikil ritgerð um Mývatn
og verður ekki á einum stað fund-
inn jafn margvíslegur fróðleikur
um þau mál. Það kemur fram í
þessari ritgerð, að mjög hefur
veiði í Mývatni verið misjöfn á
19du öldinni, og margir velt fyrir
sér orsökum þess. Hann rökstyður
þá skoðun sma, að veðurfar hafi
ráðið hér mestu um, sveiflumar
stafað af því að klaki hafi vegnað
misvel, og þar ráði veðurfar
mestu. Þannig telur hann að í
hörðustu vetmm vegni klaki best,
mikil ísalög veiti hrygningarstöðv-
um hlífð gegn veðmm og veiði-
sókn. Þannig telur hann að sú
óhemju silungsmergð sem var í
vatninu á sjöunda tug nítjándu ald-
ar hafi verið að þakka hinum al-
ræmda snjóþyngsla vetri 1858-
1859. Mér finnst þessi kenning
hans skynsamleg, sem um leið
dregur úr líkum á því að átuskort-
ur, þ.e. hmn í lífríkinu sé orsökin
á þessum tíma. Stefán segir að það
hafi verið mál manna að þessar
sveiflur í silungsmagni hafi kom-
ið á sjö ára fresti, eða svo. Hann
telur að fyrstu 30 ár nítjándu aldar
hafi yfirleitt verið mögur ár. Síðan
góð veiðiár allt til 1880. Þá var
lægð sem ekki stóð þó lengi, og
svo önnur 18^3, en glæddist svo
um aldamót. A sjöunda tug þeirr-
ar aldar er svo í Mývatni su mesta
mergð silungs sem heimildir em til
unt. Bæði getur Stefán þess í sinni
ritgerð, og þar á ofan hef ég í fór-
um mínum skráða heimild sem
lýsir þessu nánar. Tek ég hana hér
orðrétta upp, en hún hljóðar svo:
„Skrifað af Jakobi Hálfdánar-
syni upp af blöðum frá Pétri Jóns-
syni í Reykjahlíð. Vorið 1867 kom
hér sú mesta dorgartekja er menn
mundu eftir, byrjaði úr sumannál-
um og hélst til fardaga. Kunnugur
maður er var við tekjuna, sagði
mér, að dorgvciðimönnum hefði
talist til, að veiðst heföu á dorgina
150 þúsund, og sögðu í það
minnsta talið. Það heföi daglega
setið á dorg 50-60 manns, og sá
þótti ekki veiðimaður er veiddi
ekki 100 á dag. Heppnari menn
veiddu 200. Ytri-Neslanda bræður
3 veiddu 700 einn dag. Það hefði
byijað að veiðast á Gýgjarpolli og
svo öllum Fremriflóa, mest utantil,
og Neslandavík seinast. Allt góð-
ur flóasilungur. Vorið 1869 var og
góður veiðiskapur, og kallaður
jafnasti og besti veiðiskapur, bæði
á dorg og sérilagi á dráttum, og var
látið burt úi^sveitinni mikið af
honum, gefið og selt, austur á Fjöll
og inn í Fnjóskardal, og hvað mest
í hinar nærliggjandi sveitir, því
hungur var miktð. Ekkert hafskip
komst hér í höfn fyrr en 18 vikur
af sumri. Ekki man ég fyrir víst,
hvort hitasilungur kom þessi ár, er
þó nær að halda að svo hafi verið
1864-1866.“
En hverfum nú aftur til heim-
ilda sem sækja má til Stefáns í
Ytri-Neslöndum. 1 tímaritinu And-
vara ritar Bjami Sæmundsson ýt-
arlega um fiskirannsóknir 1921-
1922. Þar birtir hann langt og ýtar-
legt bréf frá Stefáni um veiði í Mý-
vatni á 19. öld. Til viðbótar því
sem fyrr er hér skráð úr blöðum
Péturs i Reykjahlíð tek ég hér upp
efiirfarandi úr bréfi Stefáns sem
skýrir enn frekar það óhemju sil-
ungsmagn sem verið hefur í Mý-
vatni á 7. og 8. áratug 19. aldar.
Hinn tilvitnaði kafli hljóðar svo:
„...Þessi veiði, sem þama
byrjar (1864, innskot mitt) mátti
heita að stæði óslitið fram að 1874.
Mest var hún 1868 og 1869. Þá var
ógnin öll, sem drepið var, og talan
víst gífurleg, því engu var þyrmt,
smáu né stóru. Engar skýrslur em
yfir ársveiði á þessum ámm, en ég
man, að við töldum ofl saman það
sem hópurinn veiddi á dorginni yf-
ir dagmn, (hann var oft 60-70
manns) og það skipti þúsundum,
víst frá einu upp í 4-5 þúsund, og
svo fyrirdráttar aflinn ársins hring.
A þessum árum man ég veiddist á
sumrin í Haganesi og mörgum
flciri bæjum 1-2 þúsund á solar-
hring, langan tíma fyrri part sum-
arsins og lagnetaveiði mikil seinni
part sumars og vetrartímann fram-
an af. Mér er ómögulegt að álíta,
að á þessum ámm sumum hafi
veiði verið innan við 100-200 þús-
und, máske meira, ögn mismun-
andi að vísu, en alltaf góður afli
áratuginn út, eða frá 1867-1874.
Þá fer veiðinni að hnigna, en þó
nokkur veiði til 1880. Þá kemur
hitasumar svo mikið, að bæði
drepst víst töluvert af silungi og
líka mikið drcpið við uppsprett-
umar, svo að 30 hestburðir af hon-
um var farið með í einni lest frá
Geiteyjarströnd og Kálfaströnd,
eftir því sem Þ. Thoroddsen segir
í Ferðabók (1. bd.). Hér kemur því
næstu árin mikill bláþráður í veið-
ina. Nokkur afli fer þó að verða í
vatninu 1886, og til 1893. Þá
minnkar veiðin enn um nokkur ár;
en rétt fyrir aldamótin var mikilí
nýgræðingur í vatninu, en sá ný-
græðingur fékk ekki að veita
mikla framtíðarveiði,því hann var
drepinn umvörpum, bæði á dorg
og dráttum, svo sagt var að á ein-
um bæ hafi verið drepin 30 þús. af
þessum smáka, sem þurfti 50-70
til árð gera krónuvirði, og sjá allir,
hve mikil skammsýni það var að
Einar Valur
Ingimundarson
AF AÐSKILJANLEGUM NATTURUM
drepa hann svona ungan, því eflir
eitt ár hefði hann verið orðinn
helmingi verðmeiri. Engar öfgar
tel ég þó áætlað væri, að þá hafi
verið arepið af þessum smaka, og
auðvitað eitthvað af stærri silung -
á þessu ári - rétt fyrir aldamótin
(hef ekki ártalið) yfir 100 þús. úr
vatninu. Um aldamótin 1900 taka
við hinar lögboðnu skýrslur og
taka þær af manni ómakið að þurfa
að segja meira um veiðina í þau 20
ár sem liðin eru af 20. öldinni.“
Svo mörg eru þau orð, og
næsta ótrúleg í eyrum þeirra er
ekki muna né þekkja auðlegð Mý-
vatns lengra aftur en til 1970, en
þá verða hin skörpu skil og um-
skipti sem að verður vikið í lok
þessarar samantektar.
Eins og ffarn hefúr komið í
bréfi Stefáns, sem hér var vitnað
til, þá taka við lögboðnar veiði-
skýrslurum aldamótin 1900. Sam-
kvæmt þeim hefur meðalársafli frá
1900 til 1972 verið 36 þúsund.
Mun hér síst oflalið, því ef ein-
hveiju skeikar með skýrslur hvers
bónda, mun það lfemur vera í þá
áttina að vantalið sé. Svo virðist,
að veiðin hafi ekki farið niður fyr-
ir 14 þús. ársafla, eða þar um bil.
Langmestu veiðiárin voru upp úr
1920, og var þá ársafli í kringum
100 þúsund 2 eða 3 ár í röð. Svo
langt sem ég man og var orðinn
þátttakandi í veiðiskap, eða ffá
1930, man ég ekki eflir nokkru ári
sem kalla mætti sérlega lélegt
veiðiár, þar til eftir 1970, sem nán-
ar verður að vikið. En auðvitað var
veiðin mismikil eins og ætíð hlýt-
ur að verða, enda getur margt
komið til fleira en mismikið sií-
ungsmagn í vatninu, svo sem
veiðisókn sem mjög er háð veður-
fari, svo og mannafla á hverri
veiðijörð. Þegar ég lít yfir liðna tíð
á minni veiðimannsævi, þá full-
yrði ég að mergð silungs hafi ver-
íð margföld í Mývatni allt ffam til
1970, á við það $em verið hefur
síðastliðin 20 ár. Eg fullyrði einn-
ig, að síðan 1970 hefur nrygning-
arstofninn ekki verið yfir 10% af
því sem áður var, ef það nær þvi
einu sinni. Hrygningarstofnmn
segir mjög til um silungsmagniþ í
vatninu, sýnist mér augljóst. Eg
fylgdist mjög náið með þessu yfir
hrygningartímann, því fyrir landi
Garðs eru eitt af premur mestu
hrygningarsvæðunum, hin heyra
til Kálfaströnd og Geiteyjarströnd.
Riðsilungsveiði var hér besta bú-
bótin meðan hún var stunduð
nærri óheft fram undir 1950. Auk
þess hirti ég um klakhúsið í Garði
um árabil. Af gögnum Stefáns í
Ytri-Neslöndum varðandi 19. öld-
ina, verður hvergi ráðið að honum
hafí komið það til hugar varðandi
sveiflumar í afla, að þar hafi mis-
mikil áta í vatninu verið orsökin,
eða honum og samtíðarmönnum
dytti í hug átuskortur, hvað þá
hrun í lífríkinu svo sem við höfúm
orðið vitni að fjórum sinnum ffá
1970. Ekki virðist þetta heldur
hafa komið í hug Bjama Sæ-
mundssonar. Ekki fæ ég skilið að
það heföi farið fram hjá svo glögg-
um mönnum sem Bjama, Stefáni
og fleiri bændum við Mývatn, ef
hrun i lífríkinu heföi átt sér stað á
borð við það sem við höfúm upp-
lifað hin síðari ár. T. d. heföi fúgla-
lífið sagt fljótt til ef um fæðuskort
var að ræða, en hlunnindi af anda-
varpi vom snar þáttur í afkomu
fólksins á þeirri öld. Aldrei nefnir
Stefán að silungur hafi verið hor-
aður svo orð væri á gert. Það er
skemmst frá að segja, að alla þá tíð
sem ég man eftir haföi enginn það
á orði að silung skorti fæðu í Mý-
vatni, fyrr en 1970 er fyrsta hmn-
ið varð í líffikinu og svo hvert af
öðm. Þessu til sönnunar er það, að
fram að þeim tíma beindist öll við-
leitni Veiðifélagsins til að jafna
sveiflumar með því að klekja út,
friða riðasvæði og hamla gegn of
mikilli veiðisókn.
(Framhald að viku liðinni)
Föstudagur 26. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21