Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 1
Norðlendingar hafa líkt og aörir landsmenn fenaið vel úti látinn skammt af sólskini i sumar. Þessa góðviðrismynd tók Helgi Guðmundsson í Hafnarstræti á Akureyri á laugardaginn var. i Vill undanþágu- lausan virðisaukaskatt Það er stefna allra fjármála- ráðherra að breikka virðis- aukaskattstofninn og lækka prósentuna i staðinn, sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra i samtali við Þjóðviljann. Samkvæmt heimildum blaðsins hef- ur ráðherrann áhuga á því að fella niður allar undanþágur frá virðis- aukaskattinum og hefur viðrað þessa hugmynd í ríkisstjórninni. En ljóst er að ekki yrði hlaupið að því að fá stjórnina til að falla frá öllum undanþágunum þar sem andstaða innan stjórnarinnar er nokkuð mikil við þessar hugmyndir. ,/ið breikka stofninn er hugmynd sem fjánnálaráðherrar eru skotnir í, og það á reyndar einnig við um tekjuskatt- inn,“ sagði Friðrik. Hann vildi ekki segja frekar til um hvort þetta hefði verið rætt innan stjómarinnar, heldur sagði að á þessu stigi væra menn að ræða um útgjaldahlið fjárlaganna en ekki tekjuhliðina. Nokkur fjöldi undanþága frá virð- isaukaskatti er bundinn í lög. Nokkrar vörar era með núll prósent skatt, til dæmis tímarit, dagblöð, afnotagjöld út- varpsstöðva, íslenskar bækur, rafmagn, heitt vatn og olía til hitunar húsa - þetta er þá undanþegið virðisauka- skatti. Þá er ákveðinni starfsemi haldið fyrir utan og þarf því ekki að vasast í inn- eða útskatti. Um er að ræða heil- brigðisþjónustuna, félagslega þjónustu, skóla og menntastofhanir, söfn, íþrótta- starfsemi, aðila er standa að fólksfiutn- ingum, um er að ræða póstþjónustuna, banka og sparisjóði, vátryggingafélög, happdrætti, rithöfúnda og tónskáld, listamenn, ferðaskrifstofúr, presta og þá sem hafa á höndum útfararþjónustu. Þessir aðilar greiða ekki virðisauka- skatt, en geta heldur ekki dregið greiddan skatt frá sirrni starfsemi. Þá er hluti virðisaukaskattsins end- urgreiddur af nokkrum tegundum mat- væla til seljanda. Þetta gildir um mjólk og mjólkurvörur, dilkakjöt, fisk og grænmeti. Þannig er um helmingurinn af 24,5 prósent virðisaukaskattinum endurgreiddur af þessum tilteknu mat- vælum. -gpm Línulögn mótmælt á öræfum Hartnær 20 landverðir Náttúruverndarráðs hittust á Mývatns- öræfum í gær og mótmæltu ákvörðunum yfirmanna sinna um að Ieyfa Landsvirkjun að mæla fyrir Fljótsdalslínu 1 á friðlýstu svæði og taka þar jarðvegssýni. „Fundurinn mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun framkvæmdastjóra og formanns Náttúruverndarráðs að leyfa utanvega akstur og jarðrask á friðlýstu landi. Fundurinn telur að með þessari ákvörðun sé verið að kippa fót- unum unda starfi landvarða sem meðal annars felst í því að koma í veg fyrir að náttúruspjöll af þessu tagi séu unnin og almennt að gæta þess að ákvæði friðlýsingarlaga séu virt,“ segir í ályktun landvarð- anna. Þeir ályktuðu líka þess efúis að með þessu væri skollinn á trúnaðar- brestur milli sín og yfirmannanna og kröfúst fúndar með þeim til að „ræða tilgang og eðli starfs landvarða með tilliti til þessarar leyfisveitingar og annarra mála er varðar brot á Nátt- úruverndarlögum og samskiptum landvarða og þeirra yfirmanna." Síðastliðið ár hefur Landsvirkjun verið að vinna að mælingum á Fljótsdalslínu 1, nánar tiltekið línu- stæði „C“ hér á teikningunni til hlið- ar. Þetta hefur hinsvegar ekki verið gert á svæði Náttúruvemdarráðs fyrr en nú. Lögum samkvæmt mega menn stunda mælingar hvar sem er en Kári Kristjánsson, landvörður í Herðu- breiðarlindum, sagði að landverðir gætu ekki farið í manngreinarálit og yrðu vísindamenn sem aðrir að fá skriflegt leyfi frá Náttúruvemdarráði til að stunda mælingar. Mælingamenn Landsvirkjunar hafa ekki sýnt þeim slíka uppáskrift en Kári sagði landverði hafa undir höndum bréf til Agnars Olsens, yfir- manns verkfræðideildar Landsvirkj- unar, þar sem yfirmenn Náttúm- verndarráðs heimiluðu mælingar, sýnatöku með jarðvegstækjum og jafnvel utanvegaakstur. Landverðir fóru ekki í verkfall í gær einsog hermt var i útvarpsfrétt- um heldur var um starfsmannafúnd að ræða og var morgunverkum land- varða þá lokið. Að fúndi loknum héldu þeir aftur til starfa. Hvorki náðist í Amþór Garðars- son, formann Náttúrvemdarráðs, né Þórodd Þóroddsson, framkvæmdar- stjóra, í gær en í hádegisfréttum út- varps sagði Þóroddur að Náttúm- verndarráð hefði ekki formlega heimilað neitt af þessu tagi. Mótmæli landvarða koma í kjöl- far umhverfislegs frummats á Iínu- lagningunni sem Skipulag rikissins stóð fyrir að beiðni umhverfisráðu- neytisins. Landsvirkjun heíúr enn ekki fengið leyfi til að auglýsa línu- gerðina einsog skylt er samkvæmt skipulagslögum. Þeir mega ekki samkvæmt lögum hefja framkvæmd- ir fyrr en Skipulag ríkisins hefúr gef- ið grænt ljós eftir að hafa farið yfir hugsanleg mótmæli almennings og önnur atriði. Landverðir líta svo á að Lands- virkjun hafi þegar hafið framkvæmd- ir við línustæði „C“ vegna mælingar- vinnunnar. Styrr stendur um línulagninguna sérstaklega vegna sjónmengunar á ósnertu landi og hugsanlegrar annara mengunar auk vegalagningar með línunni sem myndi breyta öllum um- gangi ferðamanna á svæðinu. Niðurstaða nefndarinnar sem vann frummatið er sú að öll þijú línustæðin kunni að valda óæskileg- um umhverfislegu áhrifúm sem þó i flestum tilfellum mætti bæta úr eða minnka með viðhlítandi mótvæg- isðagerðum. Nefndin kemst líka að því að upplýsingar sem fyrir liggja um línulagninguna gefi einungis vís- bendingu um umhverfisleg áhrif og að ef ekki næst samkomulag um að- gerðir og eftirlit á viðkvæmum svæðum verður að fara ffam fúllnað- armat á umhverfislegum áhrifúm til að tryggja að ekki verði af óbætan- legt umhverfistjón. Nefhdin telur að verði stæði „A“ valið sé mest hætta á óbætanlegu umhverfistjóni en leiðir „B“ og „C“ eru metnar svipað, leið „B“ ef til vill heldur skárri. -gprn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.