Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 11
Minning
Steinn Stefánsson
Kveðja frá Seyðfirðingafélag-
inu i Reykjavík.
Steinn Stefánsson, fyrrverandi
skólastjóri, kvaddi okkur fyrir
skömmu á hlýjum sumardegi, 83 ára
að aldri. Hann varð bráðkvaddur í
Reykjavík fímmtudaginn 1. ágúst sl.
Steinn Stefánsson var borinn og
bamfæddur í Suðursveit eins og
meistari Þórbergur. Hugur hans stóð
snemma til mennta og því kvaddi
hann heimahagana ungur að árum,
settist í Kennaraskóla Islands, lauk
þaðan prófi árið 1931 og aflaði sér
síðar framhaldsmenntunar í tónlist
og íþróttum. Hann var því sérlega
vel menntaður og íjölhæfur, jafiivíg-
ur á ólikar greinar.
Að námi loknu varð Steinn
kennari við Bamaskóla Seyðisfjarðar
og síðar skólastjóri. Þessum störfum
gegndi hann í hálfan fimmta tug ára
við góðan orðstír. Hann var ágætur
kennari, röggsamur skólastjóri og ró-
maður söngstjóri, sannkallaður
menningarviti í orðsins bestu merk-
ingu.
Steinn hlaut mikla tónlistargáfu í
vöggugjöf. Þar kippti honum í kynið
því móðir hans, Kristín á Kálfafelli,
var tónelsk kona er lék á orgel. Tón-
list var honum mikið áhugamál. Svo
Er Ágúst, dóttursonur Oskars,
flutti mér þá sorgarfrétt að Oskar afi
hans væri lagður upp í sína hinstu
íor fann ég fyrir djúpum söknuði.
Aldrei aftur fengi ég tækifæri til að
gantast við þennan riðvaxna lífs-
kúnsmer um lífið og tilveruna eða
velta með honum vöngum yfir
skondnum eðlis- og efnafræðidæm-
um.
Leiðir okkar Oskars lágu saman
haustið 1974 er ég hóf störf við
Gagnfræðaskólann i Keflavík.
Strax á fyrsta degi kynntist ég þeirri
hjálpsemi og kennslufysn sem voru
rikir þættir í fari hans. Seinna
kynntist ég svo óslökkvandi ffóð-
leiksþorsta hans. Á þessum fyrsta
degi jós hann yfir okkur nýliðana
ráðleggingum um hvaða tökum
bæri að taka nemendur og námsefn-
ið. Ekki gátu allir nýtt sér ráð hans,
því sú kennslutækni sem hann
beitti, með góðum árangri, var
vandmeðfarin. Oskar var einn af
þeim kennurum sem ávallt verður
nemendum sínum minnisstæður.
Og þó oft hafi gustað af karli minn-
ast þeir hans með hlýhug og virð-
ingu. Um þaðvitna þær fjölmörgu
„þjóðsögur“ sem fýrrverandi nem-
endur hans rifja upp þegar þeir
minnast skólagöngu sinnar.
Frá fyrstu stundu var okkur vel
til vina þrátt fyrir aldursmun, ólíkar
skoðanir á eilífðarmálunum og
ýmsum þáttum jarðlífsins. Að vísu
var Óskar einn þeirra sjálfstæðis-
manna sem í verkum sinum og
gjörðum eru betri boðberar jafnaðar
og bræðralags en margur hrópandi
þeirra flokka sem kenna sig við
jöfnuð. Oftar en einu sinni nefndi
ég það við Óskar, í hálfkæringi, að
jafn skynsamur maður og hann ætti
það skilið að kallast kommi. Hann
tók þessu, eins og það var meint,
sem hrósi.
Við stofnun Fjölbrautaskóla
Suðumesja haustið 1976 tók Óskar
að sér skipulagningu og kennslu á
vélstjómarbraut. Af fádæma dugn-
aði og eljusemi kom hann upp
námsbraut sem stóðst fyllilega allar
þær kröfur sem þá vom gerðar. Eins
og ávailt, fyrr og síðar, var fjár-
skólastjóri
Fæddur 11. júlí 1908 -Dáinn 1. ágúst 1991
var einnig um hans ágætu konu, Am-
þrúði Ingólfsdóttur. Hugðarefni
þeirra hjóna vom því samofin f list-
um og lífi. Heimili þeirra í Tungu
var mikið menningarheimili og sann-
kölluð tónlistarakademía. Böm
þeirra, fimm að tölu, drukku þennan
menningaráhuga í sig með móður-
mjólkinni og em nú þekktir einstak-
lingar á sviði bókmennta og lista.
Steinn vara frumkvöðull og drif-
Qöður í tónlistarlífi Seyðfirðinga í
áratugi og hélt við gamalli tónlistar-
hefð þar eystra og fetaði þannig í fót-
spor Lárusar S. Tómassonar, skóla-
stjóra, sonar hans Inga T. Lámssonar,
tónskálds, og Kristjáns læknis Krist-
jánssonar. Steinn var stjómandi Sam-
kórsins Bjarma frá stofhun hans
1946 og kirkjuorganisti í tvo áratugi.
Hann fékkst einnig við tónsmíðar og
sendi frá sér 12 sönglög er sóknar-
neínd Scyðisfjarðar gaf út honum til
heiðurs árið 1976.
Samhliða skóla- og tónlistarstarf-
inu var hann fjögur kjörtímabil í bæj-
arstjóm Seyðisfjarðarkaupstaðar og
sat í fjölmörgum nefndum af ýmsum
toga. Það er því með ólíkindum hve
miklu hann kom í verk.
Og hann lét víðar til sín taka.
Steinn studdi drengilega erfiðis-
mennina austur á Seyðisfirði í bar-
áttu þeirra fyrir bættum hag, barátt-
unni um brauðið. Það var ekki mulið
undir íslenska alþýðu á kreppuárun-
um, menn höfðu naumast til Íinífs og
skeiðar, vinna var stopul og kaup
lágt.
Faðir minn og Steinn störfúðu
mikið saman í Sósialistafélagi Seyð-
isfjarðar, er beitti sér m.a. fyrir efl-
ingu atvinnulífsins austur þar á ný-
sköpunarárunum. Steinn hafði um
það forystu að keyptur var togari til
Seyðisfjarðar árið 1947 og hafist var
handa um byggingu fiskiðjuvers árið
1952. Ég man hve faðir minn rómaði
ffamgöngu hans í þessum málum og
fleirum er Steinn beitti sér fyrir í
bæjarstjóminni. Hann markaði spor
hvarvema þar sem hann fór og var
ætið áberandi persónuleiki í bæjarlífi
Seyðisfjarðar.
Steinn minnti mig stundum á
Amald í Sölku Völku eftir Laxness,
unga menntamanninn er kom til liðs
við erfiðismennina á Oseyri við Axl-
arfjörð og færði þeim samfélagshug-
sjónina. En að einu leyti vora þeir
ólíkir. Amaldur hvarf frá sínu fólki á
vit þokukennds draums í leit að land-
inu bak við fjallið bláa. En Steinn
stóð með sínum samheijum á milli
Bjólfs og Strandatinds allan sin
starfsaldur.
Hann var mikill og mætur Seyð-
firðingur og sýndi vissulega hug sinn
til íjarðar og fólks í verki sem fýrr
segir og gerði það ekki endasleppt,
því hann skrifaði Skólasögu Seyðis-
fjarðar, er út kom árið 1989, og er
fyrsta heftið í Safhi til Sögu Seyðis-
fjarðar. Og hefur það ekki verið neitt
áhlaupaverk.
Seyðfirðingar í Reykjavík stofh-
uðu með sér félag fýrir tæpum tíu ár-
um. Þeir hafa drukkið saman sólar-
kaffi hér syðra í tólf ár og komið sér
Oskar Jónsson
Fæddur 3. september 1910 - Dáinn 2. ágúst 1991
magn til menntamála naumt
skammtað og dugði hvergi til að
kaupa nauðsynlegan búnað. En
Óskar dó ekki ráðalaus frekar en
fýrri daginn. Af hafnarbakkanum
og jafnvel upp úr fjörasandinum
gróf hann vélar og vélahluti. Af
haugtmum kom hann með ryð-
brannið brotajám sem hann kvað
vera vélar og mælitæki. Af fýrir-
tækjum og einstaklingum hafði
hann ýmislegt notað og nýtt. Og
eftir að hafa legið yfir þessu
„drasli" ásamt samstarfsmanni sín-
um og nemendum komu í ljós vélar
og tæki sem gegndu hlutverkum
sínum ljómandi vel, þó ekki væru
þau nýkomin úr kassanum.
Ekki sleppti Óskar höndunum
af brautinni þó hann léti af störfum.
Hann fýlgdist vakandi augum með
þróun hennar og viðgangi og var
ávallt reiðubúinn að gefa góð ráð
þegar eftir þeim var leitað. Líta má
svo á að brautin sé Óskarsbam.
Áhugamál Óskars vora óþijót-
andi og hann lét sig allt varða á
milli himins og jarðar í fýllstu
merkingu orðanna.
Málverk hans og listaverk af
ýmsum toga má sjá víða á veggjum
stofnanna og einkaheimila. Skólan-
um gaf hann fjölda verka og þau
munu meðal annars prýða salar-
kynni vélstjómarbrautar um ókomin
ár. Ekki treysti ég mér til að leggja
listrænt mat á verk Óskars, en í
mínum huga einkennast þau af lita-
og lífsgleðinni ásamt óþijótandi
sköpunarþörf sem entist honum til
hinstu stundar.
Fróðleiksfysn og þörfin fýrir að
fýlgjast með nýjungum hvarf ekki
með áranum. Hann las sér til um
áhugamál sín á ýmsum þjóðtungum
og sótti aragrúa námskeiða. Sem
dæmi má nefna að um sjötugt
sökkti hann sér niður í tölvutæknina
og að sjálfsögðu bæði vél- og hug-
búnað.
upp átthagahúsi austur á Seyðisfirði
með miklu sameiginlegu átaki, húsi
sem nú er þar bæjarprýði.
Steinn sýndi Seyðfirðingafélag-
inu og málefhum þess alla tíð mikinn
áhuga og mikla ræktarsemi. Hann
gekk strax í félagið er það var stofn-
að og lét sig ekki vanta á samkomur
þess þótt kominn væri á níræðisald-
ur. Iðulega hélt hann uppi sönggleði
á þessum samkomum og lagði alltaf
gott til mála er efst voru á baugi í fé-
laginu. Við Seyðfirðingar hér syðra
munum sakna hans á næsta sólar-
kaffi þegar félagið heldur upp á 10
ára afmælið. Það er mikill sjónar-
sviptir að slíkum manni. Samfundir
okkar verða ekki þeir sömu að hon-
um gengnum.
Steinn skilaði miklu og merku
lífsstarfi og seint mun fenna í fótspor
hans austur á Seyðisfirði. Margir
munu minnast hins láma heiðurs-
manns í dag með þakklæti og virð-
ingu þegar hann er til grafar borinn,
ekki síst gamlir vinir og sveitungar
frá Seyðisfirði.
Fyrir hönd Seyðfirðingafélagsins
í Reykjavik sendi ég bömum Steins
og venslafólki samúðarkveðjur.
Ingólfur A. Þorkelsson
Með Oskari er horfinn á braut
enn einn af þeirri kynslóð sem ekki
gat valið um það „hvað hún vildi
verða þegar hún yrði stór“. Lífsbar-
áttan var hörð og tækifæri til
menntunar fá. Stundum mátti á
honum heyra að gaman hefði verið
að geta sótt sér dýpri þekkingu á
einhverju af hinum fjölmörgu
áhugasviðum. En hverju?
Þó Óskar sé horfinn á braut þá
lifir minningin um góðan dreng í
huga okkar og verk hans og þau
áhrif sem hann hafði á samferða-
mennina gleymast seint.
Óskar, hafðu þökk fýrir sam-
fýlgdina.
Ég og fjölskylda min sendum
öllum ástvinum hans okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Ægir Sigurðsson
Þjóðviljinn og „latir læknara
Á baksíðu Þjóðviljans í dag (8.
ágúst) er flennistór fýrirsögn í Tíma-
stíl: „Heilbrigðisyfirvöld gagnrýna
lata lækna“.
Tilefnið var blaðamannafundur
heilbrigðismálaráðuneytisins, þar
sem kynntar vora breytingar á reglu-
gerð um greiðslur almannatrygginga
á lyfjakostnaði. Reglugerðarbreyt-
ingamar stuðluðu að því að sníða
vankanta af reglugerðinni til hags-
bóta fýrir þá sem verst era settir.
Þjóðviljinn hefur talið sig vera mál-
svara þess fólks. Hefði mátt ætla að
fýrirsögnin yrði valin með tilliti til
þess. I þess stað er vitnað til um-
mæla minna á blaðamannafundinum
um „lata lækna“ og þau slitin nokk-
uð úr samhengi. Áf samhenginu
mátti ráða að um var að ræða þá
staðreynd, að þegar Tryggingastofii-
un ríkisins borgar lyf að fullu láta
sumir læknar sig kostnað litlu varða.
Einnig var bent á þá alþekktu stað-
reynd að stundum er handhægara að
taka upp lyfseðilsblokkina og skrifa
út lyf en ræða við sjúklinga, sérstak-
lega þegar tímaskortur háir og þá án
þess að huga að verðinu. Þetta þekki
ég best sjálfur úr starfi mínu sem
heilsugæslulæknir í 10 ár. Ég er
nefnilega sjálfur haldinn þessum of-
angreinda kvilla, letinni, í nokkrum
mæli. í návígi við sjúklinga sem að
maður þekkir reynir maður í lengstu
lög að halda henni í skefjum, en
meiri hætta er þá á því, að hún bitni í
staðinn á ópersónulegu „rikinu", sem
aldrei andmælir neinu og öllum er
sama um.
Þá kom fram í fréttinni að land-
læknir hefúr sent 40 til 60 læknum
yfirlit yfir lyfjaávísanavenjur þeirra í
einstökum lyfjaflokkum (magalyf,
róandi lyf, gigtarlyf o.fl.). Þeim
læknum sem ávísuðu flestum lyfjum
í hveijum flokki er sent slíkt yfirlit.
Hins vegar er af og frá að það séu
„lötu læknamir". Þvert á móti era í
þeim hópi margir af hinum dugleg-
ustu. Hins vegar kemur fram á þess-
um línuritum hvar viðkomandi lækn-
ir stendur varaðandi lyfjaávísanir
miðað við aðra lækna. Sumir læknar
í þessum 40-60 manna hópi virðast
ávallt vera fýrir neðan meðallag
varðandi kostnað á hveija lyfjaávís-
un. Þeir fá línuritin send eins og þau
koma fýrir af skepnunni og án nokk-
urra athugasemda frá landlækni.
Segja má að þetta sé þáttur í gæða-
eftirliti af hálfu landlæknis, þar sem
ekki er eingöngu verið að flokka út
svörtu sauðina, heldur jafnframt
ábending til þeirra sem hafa staðið
vel að verki.
I þessum hópi eru svo örfáir
læknar sem sýna veralega hærri
lyfjakotnað eða afbrigðilegar lyfja-
ávisanavenjur miðað við starfsbræð-
ur þeirra í sömu sérgreinum. Þessir
örfáu læknar hafa verið boðaðir til
fundar hjá landlækni og sameigin-
lega reynt að leita skýringa. í sumum
þessara tilvika era skýringar fullgild-
ar og látið þar við sitja. Einstaka
læknar hafa hins vegar haft ávísana-
venjur sem fúll þörf er á að leiðrétta
og er þá reynt að gera það í fullri
samvinnu við læknana og án afskipta
annarra.
Matthías Halldórsson
settur aðstoðarlandlæknir
SÍÖa11
ÞJÓÐVlL3fMN'Laug¥rdagur10. ágúst 1991