Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 10
VlÐHOKF A Tón Torfason skrifar Nú göngum við Er það ekki tímaskekkja að þramma enn einu sinni í Keflavíkurgöngu? Hafa ekki stórveldin náð samkomulagi um að fækka gereyðingarvopnum? Þarf þá nokkuð að vera að standa í þessu núna? Kemur þetta ekki allt af ajálfu sér? Er ekki lika allt í lagi þótt herinn sé hér? Nei, svarið er nei. Það er ekki tímaskekkja að þramma enn einu sinni í Keflavíkurgöngu. Það er ekki síður nauðsynlegt nú en áður að ganga þessa leið ffá herstöðinni á Miðnesheiði til Reykjavikur. Margar fyrri göngur voru liður í andófi gegn uppbyggingu bandaríska herliðsins hér á landi og það má m.a. þakka góðri þátttöku í þeim að ítök hersins eru þó ekki meiri en raun ber vitni. En ef andstaðan gegn hemáminu áður fyrr var vamarbarátta þá er nú tímabært að breyta vöm í sókn. I samningum risaveldanna, sem vom undirritaðir í Moskvu nú um mán- aðamótin, er staðfest að hægt verður á vígbúnaðarkapphlaupinu og jafnvel farið að rekja ofan af þeirri svikam- yllu sem það er. Sá samningur er gerður að kröfú almennra borgara stórveldanna sem em þreyttir á þeirri sóun sem hemaðauppbyggingin hef- ur í för með sér. Þessi samningur sannar það að allt andóf gegn hemaði og vígvæðingu borgar sig, hve smá- iegt sem það er. En eftir er enn yðar hlutur. Nú á þessum þó ffiðvænlegu tímum heim- ila íslensk stjómvöld ofvöxnum bandarískum drengjum að stunda einhvers konar skátaæfmgar fyrir fúllorðna hér á landi. Út af fyrir sig er ailt í lagi að fullorðið fólk stundi útivist og sé jafnvel í einhvers konar stríðsleikjum ef það hefúr ekki áhuga á fijálsum iþróttum, golfi, fjallaklifri eða náttúmskoðun. En það er fárán- legt að flytja menn milli landa til að stunda siíka stríðsleiki. Ef þessir dát- ar vilja endilega vera að leika sér er sjálfsagt að þeir geri það heima hjá sér en móðgi ekki aðrar þjóðir með nærvem sinni. Nú em þeir tímar að allur heim- urinn krefst þess að vígbúnaðarbijál- æðið verði stöðvað. Það er engin ástæða til þess að láta þá ráða sem verst vilja, þá sem em hræddastir við ímyndaða fjandmenn, þá sem vilja maka krókinn á ótta almennings við einhvem skelfilegan „óvin“. Flestum er ljóst að bandaríska herliðinu er ekki ætlað að veija íslensku þjóðina og er því ekkert vamarlið, heldur fyrst og fremst einn af útvörðum „Það er bæði hollt og gott að ganga í Keflavíkurgöngu, finna samkennd með þeim sem vija vinna að friði og afvopnun, fólki sem vill ekki að land þess verði hersetið um aldur og ævi.“ Bandaríkjanna í norðri. Herstöðva- sinnar hafa einkum hampað tvenns konar röksemdum til stuönings her- setunni. Annars vegar hafa þeir veif- að „Rússagrýlunni", að herinn sé hér af illri nauðsyn „til að tryggja öryggi landsins". Hins vegar er sagt að það sé um að gera að hafa eins mikið fé út úr hemum og unnt er. „Rússagrýlan" er farin að láta á sjá. Sovétríkin em nánast máttvana og að einhverju leyti að liðast í sund- ur. Þaðan er ekki mikillar sóknar að vænta næstu ár. Þess vegna ættu þeir sem óttast framsókn hinna skelfilegu kommúnista að geta sofið rólegir komandi nætur þótt herinn hverfi héðan af landi. Þeir hafa því ekki lengur neina ástæðu til að styðja her- setu bandariska herveldisins. I fam- haldi af því að Varsjárbandalagið hef- ur verið leyst upp er vitanlega einnig rökrétt að leggja Nató niður, að minnsta kosti engin ástæða til að Is- land sé þar aðili. Þeir sem mest kapp hafa lagt á að mjólka herinn þurfa ekki að vænta mikils gróða af viðskiptum við hann á næstu árum. Bandaríkin, sem em að verða eitt skuldugasta riki í heimi, neyðast til að skera niður ffamlög til herstöðva sinna erlendis og því ljóst að nú fer að lækka í kjötkötlum hermangaranna. Þeir em búnir að svelgja feitustu bitana og fátt eftir nema sinar og hnútur að naga í ffam- tíðinni. Að vísu er tregðulögmálið sterkt og því þarf ekki að koma á óvart þótt utanríkisráðuneytið haldi áffam að senda starfsmenn sína búna betlistaf vestur til að biðja um vara- flugvelli og fleiri stjómstöðvar. En hermangaramir hafa í rauninni ekki neina ástæðu til að biðja um áffam- haldandi hersetu. Ef eitthvað er tímaskekkja nú á timum þá er stuðningur við hemámið og hemaðammsvif bandaríska hers- ins á Islandi tímaskekkja. Herstöðva- sinnar þurfa að átta sig á hlutunum. Þeir hefðu gott af því að koma í Keflavíkurgöngu til að kynnast sam- stöðu fólks sem unir því ekki að Is- land sé notað undir hemaðarrekstur og að ganga með fólki sem neitar að trúa á áróðurinn um „óvininn mikla“ f austri, suðri, vestri eða norðri. Það er bæði hollt og gott að ganga í Keflavíkurgöngu, finna sam- kennd með þeim sem vilja vinna að ffiði og afVopnun, fólki sem vill ekki að land þess verði hersetið um aldur og ævi. Keflavíkurgangan er yfirlýs- ing um andstöðu gegn vígbúnaðar- bijálæðinu og vitnisburður um vilja til að styðja afvopnun um allan heim. Með þátttöku í Keflavíkurgöngu er- um við að leggja áherslu á að Island skuli vera hlutlaust og þaðan verði ekki stundaður hemaður gegn öðmm þjóðum. Þessi markmið eru undir- strikuð með kjörorðinu: „Island úr Nató, herinn burt“. Jón Torfason er íslenskufræðingur. 200 norrænir fjölmiðlafræðingar þinga Aþriðja hundrað norrænna fjölmiðlafræðinga setjast á rökstóla í Reykjavík i næstu viku, frá sunnudegi til miðvikudags, til að ræða og bera saman bækur sínar um það helsta sem er á döfinni í fjölmiðlarannsóknum og þróun fjölmiðlunar í Evrópu. Þetta er í tíunda sinn sem norrænir fjölmiðlafræðingar koma saman til skrafs og ráð- gerða, en ráðstefnan hefur einu sinni áður verið haldin hér á landi, árið 1981. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Vald og fjölmiðlar - þankar og bakþankar í Evrópu nútímans". Með þetta efhi í huga hafa þeir Þor- geir Þorgeirsson, rithöfúndur og Eið- ur Guðnason, umhverfisráðherra, verið fengnir til að tala á opnunar- degi ráðstefnunnar, á sunnudag. Þetta efni verður svo tekið upp að nýju í lok ráðstefnunnar á mið- vikudag, eftir að þátttakendur hafa unnið saman í starfs- og umræðu- hópum um hin margvíslegustu efni sem lúta að fjölmiðlum og fjölmiðl- un, en þá munu nokkrir kunnustu fjölmiðlafræðingar á Norðurlöndum leiða saman hesta sína á pallborði og draga saman efni ráðstefnunnar, þeir Karl Erik Gustafsson, frá Svíþjóð, Svennik Hoyer ffá Noregi, Karle Nordenstreng ffá Finnlandi og Dan- inn Ole Prehn. Eins og fyrr segir eru skráðir þátttakendur á þriðja hundrað. Þar af koma flestir ffá Svíþjóð eða um 70 manns, frá Noregi kemur tæpt 50 manns, frá Danmörku um 40, Finn- landi 24 og ffá Islandi 21. Þjóðviljinn mun ffekar greina ffá ráðstefnunni og einhverjum þeim hugmyndum sem þar verða uppi í næstu viku. -rk Auglýsing! Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri auglýsir eftir skólastjóra Við skólann er kennt á hljómborðshljóðfæri, gítar, blokkflautur og málmblásturshljóðfæri, auk tón- fræðigreina. Nemendur skólans eru þrjátíu. Gott húsnæði er í boði. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist til skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri. Nánari upplýsingar veita: Ari Agnarson í síma 91- 614613 og Bjarni Matthíasson í síma 98- 74840. Alþýöubandalagið Vestfjörðum Sumarferð Farið verður um Vestur- Baröastrandarsýslu dagana 16. til 18. ágúst. Helstu viðkomustaðir: Selárdalur, Bíldudalur, Tálknafjörður, Patreksfjörður og Birkimelur. Skráið ykkur I ferðina sem allra fýrst hjá: Bryndlsi Friðgeirsdóttur Isafirði sfmi 4186, Kristni H. Gunnarssyni Bolungarvik sími 7437, Jóni Ólafssyni Hólmavík simi 13173 og Krist- (nu Einarsdóttur Patreksfirði I sima 1503. AB Norðurlandi vestra Virkjunarsvæði Blöndu Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðuriandi vestra verður helgina 10. og 11. ágúst. Farið verðurfrá Húnaveri kl. 10 á laugar- dagsmorgun um virkjunarsvæði Blöndu á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðum. Virkj- unarsvæðið og uppistöðulónið skoðað með leiðsögn staðarmanna og Hauks Haf- staðs. Handan Blöndu er Galtará þar sem Jónas sat forðum og greiddi lokka. Þar hefur ver- ið reistur skáli sem ferðalangar hafa til umráöa þessa helgi. Á sunnudaginn verður haldið í austurátt á Haukagilsheiði og Mælifellsdal og komiö til byggða seinni part sunnudags. Skráið ykkur í ferðina sem allra fyrst hjá eftirtöldum: Sigurði Hlöverssyni s. 71406, Guðbjörgu Guðmundsdóttur s. 35866, Unni Kristjánsdóttur s. 24357, Ingibjörgu Kristinsdóttur s. 22790 og Erni Guðjónssyni s. 12467. Stjórn kjördæmisráðs RAFRUN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA 42 108 REYKJAVÍK SlMI: 3 42 36 Varahlutir í hemla Hemlavlðgerðir r Hjólastillingar 3=. j Vélastillingar ' Ljósastillingar Almennar viðgerðir Borðinn hf SMIÐJUVEGI 24 SÍMI 72540 J7/ VÉI Orkumælar frá kamstbitp wirrRO ajh Á ■ U R HF. Innflutnlngur — Tpcknlþjónusta Rennslismælar frá HYDROMETER Sími652633 ÞJÓÐVILJINN Smáauglýsingar Þjóðviljans Opið mánudag til föstudags kl. 9.00 til 17.00 Símar 681310 og 681331 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. ágúst 199 reeffcúeé oí Wí4jljiv<3c 1991 ‘ I. vt Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.