Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 8
Kyikmyndi Myndin er fyndin, en þreytumerki á menntaskólahúmornum. Endurunninn húmor Háskóiabíó Beint á ská 2>/2 (Naked gun 2j/2 The smeil of fear) Leikstjóri: David Zucker Framleiðandi: Robert K. We- iss Handrit: David Zucker & Pat Proft Aðalleikarar: Leslie Nielsen, Priscilla Presley, George Kennedy, O. J. Simpson, Ro- bert Goulet, Richard Grif- fíths Þeir eru efíaust fáir sem hafa ekki einhvemtímann fíissað að því sem þríeykið Zucker/Abra- hams/Zucker hafa sent frá sér um dagana. Hver man ekki eftir Kentucky fried movie eða Air- plane myndunum sem gerðu svo skemmtilega grín að stórslysa- Bíóborgin Lagarefir (Class action) Leikstjóri: Michael Apted Framleiðendur: Ted Field & Robert Cort Aðalleikarar: Gene Hackman, Mary Elizabeth Mastran- tonio, Colin Friels, Joanna Merlin Réttardrama hafa löngum verið vinsælt kvikmyndaefni og ekki að ófyrirsynju, því amenska réttarkerf- ið er mjög leikrænt: megi sá sem best leikur vinna! Sakleysi og sekt era aukaatriði. Leikstjórinn Michaei Apted (Gorillas in the mist) hefur nú sleg- ist í þann friða flokk leikstjóra sem koma réttarleikhúsinu á hvíta tjaldið og það með ágætum árangri í mynd- inni Lagarefir. Gene Hackman leikur lögfræð- ing með hugsjónir; hann var fram- takssamur á sjöunda áratugnum, mætti í allar kröfugöngur og svo framvegis. Hann er lögffæðingur lít- ilmagnans, og er aldrei ánægðari en þegar hann fær i hendumar mál þar sem einstaklingur stendur uppi í hárinu á einhveiju milljónafyrirtæki og á ekki möguleika á að vinna. Hann er því í sjöunda himni þegar hann fær mál manns sem kærir bíla- ffamleiðendur fyrir að hafa framleitt myndunum sem þá voru í tísku? Svo kom The Naked Gun eða Beint á ská sem gerði grín að öll- um löggumyndunum, og fyrir þá sem era orðnir leiðir á að taka þessar myndir aftur og aftur á vi- deó (ég þekki persónulega nokkra sem gera það) þá er komin ný mynd frá Zucker, Beint á ská 21/2. Aðalpersónan er eins og fyrri daginn lögregluþjónninn Frank Drebin sem Leslie Nielsen leikur. Myndin hefst á kvöldverðarboði í Hvíta húsinu þar sem verið er að verðlauna Drebin íyrir að hafa drepið þúsundasta eiturlyfjasalann. Honum tekst með sínum alkunna klunnaskap að klúðra boðinu og það er aðallega forsetafrúin, Bar- bara Bush, sem verður fyrir barð- inu á honum, að sjálfsögðu án þess að hann taki eftir því. (Fliss fliss). ótraustan bíl. Maðurinn missti konu og bam þegar bíllinn sprakk í loft upp við aftanákeyrslu. Það er aðeins einn hængur á málinu að mati lög- fræðingsins: veijandi bílaframleið- endanna er dóttir hans. Þótt Hackman hafi verið virkur í þjóðfélaginu á árum áður þá van- rækti hann fjölskyldu sína. Hann hélt grimmt framhjá konu sinni og dóttir hans var hrædd við hann afþví hún gat aldrei gert neitt nógu vel til að þóknast honum. Nú mætast þau í réttarsalnum full af heift út í hvort annað, tilbúin í átök. Mary Elizabeth Mastrantonio leikur dótturina, hörkulögfræðing (eins og pabbinn) sem er að vinna sig upp hjá stóra lögfræðingafyrir- tæki. En þar sem faðirinn trúir á hugsjónir trúir dóttirin á peninga. Hún vinnur í glæsilegri glerhöll með jakkafatauppum, en hann er með sínar skrifstofur í gömlum hjalli og aðstoðarmaður hans er meira að segja svertingi. Þau era semsagt á öndverðum meiði og réttarsalurinn verður or- ustuvöllur þar sem þau beijast um meira en málið sem er á dagskrá. Gene Hackman er skemmtilegur leikari og skrambi góður í hugsjóna- hlutverkinu. Þó er hann ekki allur þar sem hann er séður, hann hefúr notað fólk svívirðilega til að koma í síðustu mynd bjargaði Drebin Elísabetu Englandsdrottningu ffá bráðum bana, og í þetta skiptið tekst hann á við bíræfna bófa sem vilja ekki að Bandaríkin taki upp sólarorku sem aðalorkugjafann. Enda era þetta menn sem hafa all- an sinn auð frá gasi, kolum og olíu og er alveg sama þó að gamla móðir jörð sé alveg að gefast upp á mengun og misnotkun. En Drebin reddar því með viðeigandi axar- sköftum. (Fliss fliss). Myndin er vissulega fyndin, en þó finnst mér eins og það séu ein- hver þreytumerki á menntaskóla- húmomum. Enda hefúr leikstjórinn Zucker sagt að til að spara orku hafi mikil endumýting á bröndur- um átt sér stað. (FIiss fliss). Nielsen er ótrúlega álkulegur að vanda, og það þarf harðgerða hugsjónum sínum fram og finnst sjálfsagt að einhver einstaklingur missi allt og jafnvel fremji sjálfs- morð ef það er til þess að hann sanni mál sitt og komist á forsíðuna á Newsweek. Mastrantonio (Lafði Marion í Regnboganum) er ung leikkona á uppleið. Hún fer vel með hlutverk unga uppans sem fer að velta fyrir sér óprúttnum aðferðum fyrirtækis síns til að vinna mál og verður að gera upp hug sinn um hvort hún eigi að fóma stöðunni eða sannfæring- unni. Samleikur þeirra Hackmans er góður, sérstaklega í réttarsalnum. Apted hefur tekist ágætlega að gera spennandi réttardrama, handrit- ið er heilsteypt og gengur upp, sér- staklega það sem viðkemur málinu. Heimiliseijumar verða til þess að myndin missir dálítið dampinn ann- að veifið, en era þó nauðsynlegar lil að útskýra ólguna á milli feðgin- anna. A heildina litið er Lagarefir fyr- irtaksskemmtun að minnsta kosti fyrir þá sem hafa gaman af átökum í réttarsal. menn til að hlæja ekki upphátt á vissum stöðum. Hér er líka extra bónus fyrir þá sem hafa séð Ghost, því það er gert stólpagrín að einu atriði úr þeirri mynd. Priscilla Presley leikur affur vinkonu Drebin, Jane. Þau era skil- in að skiptum í upphafi myndar, en í sameiginlegum svaðilförum kviknar ástin á ný. Það er eiginlega ómögulegt að segja nokkuð ákveðið um Beint á ská, annaðhvort fílar fólk þennan húmor eða ekki. Þeir sem fíla hann ættu að drífa sig í bíó, en hinir eiga að nota tímann í annað. Átök í réttarsal RAMMAR * Enska leikkonan Patsy Kensit hóf (og næstum drap) leik- feril sinn f myndinni Absolute beginners, síðan var hún ekki góð í Lethal weapon 2 og maður hcfði getað haldið að það væru sögu- lok. En nú hefúr hún slegið í gegn í lítilli mynd sem var sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah síðastliðinn janúar. (Þetta er sama hátíðin og fleytti Sex lies and videotapes í öll kvikmynda- hús.) Myndin heitir Twenty-one og fjallar um líf stelpunnar Katie sem á við ýmiskonar vandamái að striða. Og það er eins og við manninn mælt, Ameríkanar kalla Kensit hina nýju Juliu Christie og bjóða henni hveija stórmyndina á fætur annarri. Þá er bara að vona að draumurinn endist í þetta skiptið. * Fyrir nokkrum árum leik- stýrði James Cameron framtíðar- tiýllinum The Terminator. Það var billeg mynd sem varð óhemju vinsæl og skaut vöðvafjallinu Schwarzenegger upp á stjömu- himininn. Þar lék hann andstyggi- legt vélmenni úr framtíðinni sem er sendur aftur í tímann til að drepa konu sem mun einhvem- tímann ala bam sem verður mikill byltingarleiðtogi. Nú er Termi- nator 2 fullgerður eftir áttatiuo- gátta milljóna dollara eyðslu og er á leiðinni til íslands. Schwarzenegger leikur líka vél- menni í þessari mynd, en í þetta skiptið er hann „gott vélmenni“ sem kemur aftur í tímann til að vemda sömu móður og síðast og son hennar. Kannski er það stjömustatusinn sem gerir það að verkum að Schwarzenegger leik- ur ekki lengur svivirðilegan ger- eyðingarróbot, en verða áhorf- endur ánægðir með þessa vin- semd sem hann sýnir heiminum allt í einu? * Patrick Bergen (Sleeping with the enemy) er ekki hættur að leika óhuggulegar persónur þrátt fyrir hliðarspor í Hróa hetti. í myndinni Love crimes leikur hann mann sem þykist vera tísku- ljósmyndari til að táldraga konur. Hann er grunaður um morð, og Sean Young í hlutverki saksókn- ara er látinn yfirheyra hann. En í stað þess að ákæra hann verður hún á§tfangin af honum og þá er spumingin hvort hún þarf að deyja fyrir ást sína? * Leikarinn Sean Penn hefur nú í fyrsta skipti staðið hinumeg- in við myndavélina til að gera myndina The indian runner. Hug- myndina að myndinni fékk Penn eftir að hafa hlustað á lag eftir Bruce Springsteen sem heitir Highway Patrolman. Myndin fjallar um tvo bræður, einn góðan og annan slæman. Góði bróðirinn missti bújörðina sína út af skuld- um og gerðist lögga til að halda fjölskyldunni uppi. Slæmi bróðir- inn kemur frá Víetnam hlaðinn tilfinningalegum kaunum sem gera hann ómögulegan að búa með. Penn leikur ekki sjálfur í myndinni og hefur meira að segja gefíð út þá yfirlýsingu að hann leiki aldrei aftur í kvikmynd. Vonandi verður hann þá eins góð- ur leikstjóri og hann er leikari. * Spike Lee hefúr nýlokið við myndina Jungle Fever þar sem hann tekst aftur á við kynþátta- fordóma í New York. Myndin fjallar um svartan uppa sem fer að halda við hvítan einkaritara sinn og afíeiðingar sambandsins. Hann kemur líka inná eiturlyfja- vandamál í N.Y. sem hann hefur ekki fjallað um í myndum sínum áður. Lee er nú að hefja tökur á mynd um blökkumannaleiðtog- ann Malcom X og það er Denzel Washington (Mo’ better blues) sem leikur aðalhlutverkið. * Harrison Ford er orðinn leiður á að leika jakkafatagæja og í næstu mynd hans, Night ride down, leikur hann mann sem er að bjarga dóttur sinni úr höndum mannræningja. Spenna frá upp- hafi til enda, og það er Harold Becker (Sea of love) sem leik- stýrir. ÞJÓÐVILJINN LaugardagurlO. ágúst 1991 Síða 8 CITROENx

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.