Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 9
VIÐHOIF
A Leifur Guðjónsson skrifar
Heilbrigð skynsemi
og heilbrigðisráðherra
Ýrasar rangfærslur koma fram
í furðuskrifum heilbrigðisráðherra,
þar sem hann m.a. segir fréttir af
fundum nefndar á vegum verka-
lýðssamtakanna og lyfjanefndar
ríkisins vegna nýrrar reglugerðar
um greiðslu almannatrygginga á
lyfjakostnaði.
Ráðherra gerir mikið úr þessum
funjum, en sleppir að geta pess að
ASI og BSRB oskuðu sameiginlega
eftir fúndi um málið áður en til gildis-
töku reglugerðarinnar kæmi, en við
því varð ráðherra ekki.
Rétt er að geta þess að á fyrsta
fúndi aðila í maí mótmælti nefnd
verkalýðssamtakanna semingu reglu-
gerðarinnar og krafðist þess að fallið
yrði ffá henni. Var þar bent á að eðli-
legra væri að snúa spjótum sínum að
þeún sem tækju ákvörðun um lyfja-
notkun og þeim er seldu lyfm, í stað
ss að skattleggja þá sem þyrftu á
im að halda og ættu í mörgum til-
fellum ekki annarra kosta völ en að
greiða lyfin eða taka afleiðingum
sjúkleika síns eða horfa upp,á vanlið-
an bama sinna og ástvina. Oskað var
eftir fúndi með heilbrigðisráðherra um
málið áður en til setningar reglugerð-
arinnar kæmi.
Því miður sá ráðherra sér ekki
fært fyrr en í fyrstu viku júlí að verða
við tilmælum um fúnd, þegar ný
reglugerð hafði tekið gildi. A þeim
fúndi fór ráðherra ásamt formanni
lyfjanefhdar, Jóni S. Sigurjónsyni, yfir
relgugerðina og skýrði nymæíi henn-
ar.
Framlag ráðherrans á þessum
fúndi var m.a. fólgið í því að segja
fúndarmönnum sögur af fólki, sem
hefði það fyrir sið að fara til læknis
síns, áður en það færi í sólarlandaferð-
ir eða helgarreisur til Reykjavikur, og
biðja um rándýr magalyíf til að bæta
líðan sína eftir kannski hóflítið lífemi.
Þetta hefúr trúlega átt að réttlæta
nokkur hundmð eða þúsunda prósenta
hækkun á lyfjakostnaði við venjuleg-
um og algengum sjúkleika, sem fylgdi
breytingum á reglugerð um lyfja-
kosmað. Það var svo 26. júlí, sem
lyfjanefnd óskaði eftir fúndi með
nefnd ASÍ og BSRB til að gera grein
fyrir ýmsu varðandi endurskoðun á
reglugerðinni og skiptast á upplýsing-
um. Oneitanlega bar þó margt á góma
eins og þeir vita sem tíma höfðu til að
sitja fundinn.
Athyglisvert var að á þessum
fúndi lagði formaður lyfjanefndar, Jón
Sæmundur Sigurjónson, fram sem
vinnuplagg, ljósrit af grein úr dag-
blaði, sem hefúr að inngangi kjafta-
sögu um sólarlandafara sem beðið
hafði lækni sinn um rándýr lif í farar-
nesti og fengið þau, en ekki notað
þegar til kom. Saga þessi er skrifúð af
iækni um annan kollega sinn.
Einkennilegt er hvað saga þessi
hljómaði við sögu ráðherrans.
Auðvitað er okkur ljóst að marg-
vísleg misnotkun getur átt sér stað við
útgáfu lyfseðla, það er hinsvegar stór-
fúrðulegt ef almennri reglugerð er
umsnúið til að elta uppi slík dæmi.
Misnotkun á að stöðva þar sem
ákvarðanir eru teknar, þ.e. með að-
haldi að læknum sem gefa lyfseðlana
út.
Heilbrigðisráðherra, Sighvatur
Björgvinsson, leit aðeins inn á fúnd-
inn, að eigin sögn til að kasta kveðju á
fúndarmenn, en tilkynnti að hann gæti
ekki setið fundinn vegna anna. Hann
féllst þó á, að beiðni eins nefndar-
manna, að doka aðeins við, en til-
kynnti að það gætu í mesta lagi orðið
15 mínútur. Af þessu er ljóst að ráð-
herra veit ekki af eigin raun nema tak-
markað um hvað fram hefúr farið á
þeim fúndum sem haldnir hafa verið.
Hvemig skyldi annars standa á
þvi að nú eru gerðar breytingar á
reglugerðinni? Hefði eftilvill verið
betra að fara sér aðeins hægar og
hugsa málið? Hlusta á þá sem vilja
leggja þvi lið að lækka lyfjakostnað.
Þá sem hafa þekkingu á málum og eru
fúsir til að miðla af henni, eins og t.d.
tannlæknar og margir fagmenn í stétt
lækna og lyfsala.
Telur heilbrigðisráðherra að fólk
sitji á fúndum tvær og þijár klst. og
horfi aðeins hvert ffaman í annað?
Auðvitað voru þessi mál rædd og aðil-
ar færðu ffam þau rök sem þeir höfðu
máli sínu til stuðnings. Það em hrein
ósannindi að talsmenn verkalýðssam-
takanna hafi ekki sett ffam rökstuddar
athugasemdir um ágalla þá sem urðu
við breytingu á reglugerð um greiðslu
lyíjakostnaðar. Bæði vom tiltekin ein-
stök dærni og gerðar athugasemdir um
breytingu á kostnaði hinna einstöku
lyfiaflokka, s.s. magalyfja, ofnæmis-
lyya, sýklalyfja, hægðalyfja o.þ.h.
Nefndarmenn verkalýðssamtakanna
em ekki lyfjaffæðingar né læknislærð-
ir og því varla eðlilegt að þeir fæm að
telja upp einstök lyf eða einstök sjúk-
dómstilfelli eins og heilbrigðisráð-
herra virðist hafa buist við. Fyrst og
fremst var stuðst við þær kvartanir
sem bámst inn á skrifstofú verðlags-
eftirlits verkalýðsfélaganna og em-
stakra félaga, en þar pagnaði síminn
ekki í maiga daga eftir að áhrifa reglu-
erðarinnar fór að gæta. Hinsvegar
afa talsmenn verkalýðssamtakanna
haldið sig við þá upphaflegu skoðun
að heppiiegast væri að draga núgild-
andi reglugerð til baka og setja nýja
reglugerð að vel yfirveguðu ráði þar
sem tekið yrði á grundvallarþáttum
málsins, þ.e. útgáfu lyfseðla og verð-
lagningu lyfjanna, en kosmaðinum
yrði ekki velt yfir á þolenduma, þá
sjúku, og síðan lappað upp á flýtis-
verkið með misjafnlega markhittnum
beytingum.
Það má hinsvegar undmn sæta að
um leið og ráðherra lagfærir hina nýju
reglugerð, m.a. til að koma til móts
við ábendingar okkar, skuli hann
senda okkur tóninn fyrir að hafa ekk-
ert ffam að færa.
Nú verður að vísu að virða ráð-
herra það til vorkunnar að hann virðist
ffekar fljótfær og betur gefið að hugsa
ráð sitt eftir á heldur en að taka yfir-
vegaðar ákvarðanir. Og ekki hefúr
mæting hans á fúndi um málið, a.m.k.
með nefnd verkalýðssamtakanna, ver-
ið sú að hann geti af eigin raun vitað
hvað þar hefúr verið rætt. Hann hefúr
þvi trúlega orðið að treysta á ffásögn
peirra hinna sömu og veittu honum
ráðgjöf við setningu margffægrar
reglugerðar.
Ráðherra segir í greinarkomi sínu:
„Gagnrýnin, sem höfð hefúr verið
uppi varðandi umrædda reglugerð, er
ao vemlegu leyti byggð á misskilningi
annars vegar og hinsvegar á ósönnum
fúllyrðingum og staðhæfingum sem
ekki eiga við rök að styðjast." Síðan
segfr hann: ,J-Iluti sjúklings í hverri
lyfjaávísun virðist hafa hækkað um
220-225 að meðaltali. Heildarútgjöld
vegna lyfja hafa lækkað mjög mikið.
VeTta apotekanna hefúr stórminnkað
ffá sama tima í fyrra. Hlutur Trygg-
ingastofúunar rikisins i lyfjakostnaði
seldra lyfja hefúr lækkað mikið.“
Rekst nú eitt á annars hom. Hlutur
Tiyggingastofnunar lækkar og þá
hljóta einhveijir að hafa tekið á sig
aukinn kostnað. Meðalhækkun a
hverri lyfjaávísun er kr. 220-225, en
lyfjaskammtar hafa minnkað úr 100
einingum í 60, og sér nú hver kýr-
greindur maður að hér er verið að
segja ósatt með tölijm. Enda segir
heiíbrigðisráðherra: „Ég ítreka að töl-
ur em ekki enn orðnar ábyggilegar."
Skyldi nú nokkum undra þegar farið
er með staðreyndir með þessum hætti.
Nú í útvaroinu í morgun tekur að-
alráðgjafi heilbrigðisráðherra upp þau
ósannindi sem fram koma í grema-
skrifúm ráðherra og bætir heldur um.
Rétt er því að ítreka að verkalýðssam-
tökin hafa sett ffam ákveðnar tillögur í
lyfjamálinu.
I fyrsta lagi: Ný reglugerð um
greiðslu almannatiygginga á lyfja-
kostnaði verði dregin til baka.
I öðm lagi: Alagning lyfja verði
lækkuð og sett verði þak á lyfjakostn-
að.
I þriðja lagi: Komið á kostnaðar-
eftirliti með læknum.
Nauðsvnlegt er að draga reglu-
gerðina til baka. Hún er ldúður og
mörg óbætanleg slys geta af henni
hlotist meðan venð er að lappa uppá
hana og gera hana nothæfa. Við lækk-
un álagningar um nokkur prósent
mundi sparast meira en stefnt er að
með þeirri reglugerð sem nú hefúr
verið sett. Með öllu er óeðlilegt að
álagning sé hlutfallsleg þegar um dýr
lyf er að ræða. Slík aðferð hefúr í for
með sér að álagning á eina fyfjaaf-
greiðslu getur numið tugum þusunda
króna.
Það em læknar sem taka ákvörð-
un um það hvaða lvf sjúklingamir
nota. Apótek em veí tölvuvæad og
Í>að ætti að vera auðvelt að safha upp-
ýsingum um lyfseðlaútgáfú lækn-
anna.
Heilbrigðisráðherra og aðalráð-
gjafi hans hafa nú valið að láta svo
sem viðræður verkalýðssamtakanna
við sig og lyfjanefndina séu mold-
viðri, órökstuddar fúllyrðingar og
engar efnislegar tiliögur hafi komið
ffam. Öðrum skal eftirlátið að dæma
um hveijir hafi gengið inn í moldar-
bvlinn og tapað öllum áttum. Það var
aídrei ætlun viðræðunefndar verka-
lýðssamtakanna að efna til stríðs um
jafn mikilvægt mál og hér um ræðir.
Það var óskað efúislegra viðræðna um
málið og lagðar ffam þær tillögur sem
hér hefur verið lýst, ásamt mörgum
ábendingum.
Þau átök sem heilbrigðisráðherra
hefúr hér efnt til eru hvorki við verka-
lýðssamtökin né einstök samtök önn-
ur. Þau eru við almenning í landinu.
Reykjavik, 8. ágúst 1991.
F.h. Verðlagseftirlits verkalýðsfé-
laganna
Höfundur er starfsmaður
Verðlagseftirlits
verkalýðsfelaganna.
ÞAÐ TOKST OG GOTT BETUR
Sr. Jakob Rolland trúði því statt og stöðugt að hann kæmist á Citroén AX í
áheitaakstri frá Reykjavík til Akureyrar og til baka aftur á einum bensíntanki...
Það tókst og gott betur því hann átti afgang enda eyðslan aðeins 4,1 ltr. á
hundraðið.
Verð aðeins kr. 677 þús. staðgr. - kr. 568 þús. án vsk.
* Bifreiðin var ekki sérútbúin til sparaksturs og í bílnum var farþegi og farangur.
Globusf
Lágmúla 5, sími 681555
4,1 ltr/lOOkm
“V
Sr. Jakob Rolland ásamt félögum úr ungmennafélagi
Kaþólsku kirkjunnar, en þau söfnuðu áheitum með
því að bifreið var ekið frá Reykjavík til Akureyrar og
til baka aftur á einum bensíntanki.
Þú kemst langt fyrir lítið
á Citroen AX.
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. ágúst 1991