Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 4
ElLENDAR Issf FRÉTHR Hranndauði ála í Balatonvatni 7000 Albanir lokaðir inni á íþróttavelli Yfir 120 smálestum af dauð- um ál hefur skolað upp á ströndina sunnan við Bala- tonvatn í Ungverjalandi, stærsta stööuvatn í Mið-Evrópu og vin- sælan stað af fólki í fríum. Forstöðumaður umhverfis- vemdarstofnunar ungverska ríkisins segir sníkjudýr hafa fundist í sund- mögum álanna. Telur hann að þau hafi orðið álunum að bana en ekki mengun. Enda þótt Albanir hafi nú fengið lýðræði eru þeir ekki síður ákafir að yfirgefa föð- urland sitt en fyrr. Um 10.000 'þeirra tóku á vald sitt fyrr í vikunni þarlent vöruflutningaskip, Vlora, og komust á því til Bari á ítah'u. - Fjórir menn a.m.k. voru drepnir í heiftarlegum illindum milli fólks, sem streymdi til hafnarborga Albaníu til að komast þar í skip til Ítalíu, og lög- reglu sem reyndi að hindra flóttann. Þrengsli voru gífurleg í Vlora á leið- inni til Bari og líðan flestra um borð eftir því. Einn maður fannst í skipinu stunginn til bana, eftir að það var komið í höfn í Bari. Itölsk yfirvöld brugðust við hart og lýstu því yfir að enginn innflytj- enda þessara fengi landvistarleyfi á Ítalíu. Eru ítalir mjög á verði gegn slíkum fyrirvaralausum flóttamanna- flóðum frá Aibaníu ffá því í mars, er um 25.000 manns þaðan komu i hafh- ir á Suður-Ítalíu og báðust landvistar. Um 7000 þeirra nýkomnu bíða nú heimflutnings f þrengslum og hit- asvækju á íþróttavellinum í Bari og um 3000 við höfnina. Lögregla hefur varðhring þar allt um kring. Eitthvert ítalska blaðið líkti íþróttavellinum við gúlag. Þangað til fyrir örfáum árum var Albanía til þess að gera einangrað land og fæstir landsmanna höfðu mikla hugmynd um heiminn utan landamæra sinna. Helstu kynni sín af Vesturlöndum hafa landsmenn fengið gegnum ítalska sjónvarpið, sem þeir nú hafa góða möguleika til að ná inn á tækin. Það gefur ekki alltof raun- hæfa mynd af ástandinu og eftir því eru hugmyndir Albana um ítaliu og Vesturlönd yfirlcitt. Margir þeirra virðast halda að þar lifi menn í dýr- legum fagnaði án teljandi fyrirhafhar. Margir Albanir, sem til Ítalíu hafa komið, hafa orðið steinhissa er þeim var sagt að þar í landi ættu margir erf- Do Muoi, aðalritari víet- namska kommúnistaflokks- ins og forsætisráðherra, lét af siðarnefnda embættinu í gær og tók við af honum Vo Van Kiet, tæplega sjötugur Suður-Víetnami. Frami hans hiá ríkisflokki og ríki hefur vaxið hratt síðustu ár og er hann sagður einn þeirra ráðamanna þar- lendis sem mest beita sér fyrir því að markaðskerfi verði tekið upp. Skipun Kiets í embætti forsætisráðherra er einnig merki þess að sunnlendingar vaxa að áhrifum, en hingað til hafa flestir helstu valdhafar meðal viet- namskra kommúnista verið frá norð- itt með að fá vinnu. ,JÉg kom að vinna," sagði tvítug: ur Albani í Bari á bjagaðri ítölsku. „í Albaníu engin vinna, ekki hús, ekki matur, aðeins fjölskylda" Albanska stjómin hefur skipað hemum að stöðva flóttamannastraum- inn úr landi. Sagt er að þessi síðasti útflytjendastraumur hafi hafist er orð- rómur komst á kreik um að Albanía væri að semja við Spán um innflutn- ing fólks frá Albaníu þangað. ur- og miðhéruðum landsins. Kiet varð félagi í flokknum 17 ára, starfaði frá árum heimsstyijaldar- innar síðari í sjálfstæðishreyfingunni Vietminh, sem barðist gegn Frökkum eftir það stríð, og síðan í Þjóðfrelsis- fylkingu Suður- Víetnams, einnig þekktri undir nafninu Vietcong. Kona Kiets og böm fórust í einni „teppa- lagningu" bandaríska flughersins, er þau voru á leiðinni á stefhumót við hann, að sögn liðhlaupa úr Þff. Eftir sigur Norður-Víetnams og Þff í Víet- namstríðinu 1975 var Kiet um skeið borgarstjóri Ho Chi Minh- borg (Saig- on). Markaðssinnaður forsætisráðherra ▲ Böðvar Guðmundsson skrifar frá Danmörku Bilaði allt sem bilað gat Júlímánuður var hlýrri og sól- ríkari en elstu kerlingar muna hér á iáglendinu. í júní rigndi heil ósköp og því var mikill raki í jörð, sem kom svo öllum gróðri til góða þegar blessuð sólin fór að skína. Korn er því víða þroskað á ökrum og ávextir á trjám. Það er sem sagt allt í góðu gengi hjá þeim sem jörðina yrkja, þó að danskir bændur barmi sér auðvitað heil ósköp, en það gera allir góðir bændur og þá mest þeg- ar best viðrar, eins og alkunna er. Ríkisstjóm og þing hcfur líka verið í sumarfríi eins og venjulegt fólk og því engin stórpólitísk ágrein- ingsmál borið á góma. Þó gusu upp svolítil illindi fyrr í sumar þegar pól- itiskur meirihluti myndaðist fyrir því að Danmörk skyldi beita neitunar- valdi í Efnahagsbandalaginu gegn þvi að látið yrði af viðskiptabanninu við Suður-Afríku áður en allir pólit- ískir fangar þar í landi vom lausir. Þessu undi ríkisstjómin illa sem von- legt var, því það er alvömmál að beita neitunarvaldi. Til að reyna að sundra stjórarandstöðunni hófu nú vinstrimenn (en vinstri menn í Dan- mörku em hægrimenn) mikla rök- ræðu um það hvað væri pólitískur fangi, hvort það væri td. fangi sem drepið hefði fjölda manns og brennt hús og migið í bmnna vegna pólit- ískrar sannfæringar sinnar, eða hvort það væm einungis þeir sem látið hefðu í Ijósi pólitískan vilja sinn í ræðu eða riti. Eftir að Iofthitinn fór yfir 28 stig leið svo deilan hjá og nú segja báðir aðilar að þetta sé allt á góðri leið. En annað og nærtækara pólitískt vandamál en samviskufangar í Suð- ur-Afríku bíður þings og landsfor- eldra þegar sest verður aftur á þing- stóla, atvinnuleysið heimafyrir. I vor gerðist það undur í dönsku efnahags- lífi, að viðskiptajöfnuðurinn við út- lönd var hagstæður í fyrsta skipti um áraraðir. En þessi ágæti árangur er vissulega dým verði keyptur. Nýjar tölur fiá „Danmarks Statistik" segja að 291.800 manns standi í biðröð til að fá vinnu, en það þýðir að í ár hafa 25.000 manns misst atvinnu sína og hefur tala atvinnulausra aldrei verið hærri. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unarinnar dönsku fer talan yfir 300.000 í byrjun næsta árs ef ekkert verður að gert. Og víst em hér góð ráð dýr, næstum daglega fer eitthvert fyrirtæki á hausinn, í gær, 2. ágúst, varð td. síðastu símtækjaframleiðslan á danskri gmnd, Alcatel Kirk í Hor- sens, að segja upp 300 starfsmönnum á einu bretti og þeir 185 starfsmenn sem enn sitja mega vænta uppsagnar- bréfsins þá og þegar. Mikil og þung umferð hefiir legið um Danmörku í júlímánuði, það em mest Svíar og Norðmenn að aka suð- ur f sól og synd og svo Þjóðverjar að aka norður þar sem kuldinn og myrkrið hefur hreinsað kynstofninn af öllum kveikfarskap, eins og ffægt er. Nú em brýmar milli Þýskalands og Sjálands og Sjálands og Svíþjóðar einungis til á teikniborðinu enn sem komið er og þarf því að ferja alla þessa bíla yfir Femem beltið og Eyr- arsundið. Til þess að allt gangi nú fljótt og vel fyrir sig í júlíumferðinni leigði Danska Jámbrautarfélagið tvær gríðarstórar bílferjur, stærri en allt þessháttar sem áður hafði sést, lét breyta þeim og bæta í pólskri skipa- smíðastöð og gaf þeim svo hin stoltu eddunöfn Askur og Urður. Og er skemmst frá að segja að þetta varð mikill urðargaldur. Allt sem bilað gat í fetjunum fór strax á fyrstu dögun- um, þær komust ekki sjálfkrafa að bryggju, mannskapurinn taldi öryggi sínu stefnt í hættu, og allt fór í hnút. Biðraðimar beggja vegna sundanna lengdust og lengdust, urðu fleiri kíló- metrar, og þó að Danska Jámbrautar- félagið gangsetti hveija fleytu sem flotið gat í stað þeirra Asks og Urðar þá fór biðin þegar verst lét upp í 12 klukkutíma. Bilalestin sem beið eftir ferju hér við Helsingðr náði td. alveg niður að Espergerde, sem er 6-7 kíló- metnun sunnar. Og nú er auðvitað allt komið í málaferli og hafgamm um það hver eigi að borga brúsann, Danska Jámbrautarfélagið, fyrirtækið sem það leigði ferjumar af, eða pólska skipasmíðastöðin, sem annað- „Nýjar tölur frá „Danmarks Statistik“ segja að 291.800 manns standi í biðröð til að fá vinnu, en það þýðir að í ár hafa 25.000 manns misst atvinnu sína og hefur tala atvinnulausra aldri verið hærri.“ ist breytingar og viðgerðir fyrir mjög vægt gjald fyrr í vor, en hefúr að sögn viturra manna einungis gert vont verra. Það er ekki að ástæðulausu að margur Daninn sest með bjórinn sinn í skugga í góða veðrinu og hugsar sitt. Ekki er þó lífið tómt vesen og vandræði, alltaf finnur fólk sér eitt- hvað til skemmtunar. Á dögunum var td. sjósett nýtt víkingaskip, langskip, við skipasafhið i Hróarskeldu. Það er nákvæm eftirlíking af minna lang- skipinu sem grafið var upp úr Hróar- skeldufirði fyrir þrjátíu árum og reyndist vera 1000 ára gamalt. Nú á að prófa sjóhæfni langskipsins með tölvumælingum og gera skipasmiðir sér vonir um að þær niðurstöður megi nota ma. við smíði nýrra súper- tankskipa, en það er alkunna, að súp- ertankskipin vilja brotna í sundur og ata allan sjó og fjörur út í olíudrullu. Það var mikið um dýrðir þegar lang- skipinu var hleypt af stoklnmum, ma. voru fengnir sérþjálfaðir víkingar fra Englandi til að berjast á flötinni fyrir faman safnið. Þeir lömdu þar góða stund hver á öðrum með axarkjögg- um og vígabröndum og bitu í skjald- arrendur, en sú list hefur ekki verið iðkuð lengi. Við alla barsmíðina sprungu blöðrur með rauðu Iitarefni hér og hvar á víkingum og blóðið fiaut áhorfendum til óblandinnar ánægju. A Bellahöj-leikhúsinu í Kaup- mannahöfh er hægt að fá miklu frið- samlegri skemmtun þessa góðviðris- daga, þar er nú verið að leika og syngja hann ,Jesus Christ Superstar", en það era víst komin 20 ár síðan hann var settur hér á svið með álíka árangri og í öðrum löndum. Margur miðaldra maður og kona leggja leið sína til Bellahðj þessa dagana og minnast þess hvemig allt var þegar þau vora ung. Og loks má geta þess að óútkljáð deilumál um kynjamisrétti og kvennaþrælkun gaus upp nú um mán- aðamótin þegar hin árlega „sumarút- sala“ hófst. Auglýsingamyndin fyrir útsöluna sem átti að laða til sín kaup- endur var af ungri og fagurskapaðri stúlku íklæddri hálskeðju, brjósta- haldara, pínunærbuxum og háum sokkum og í ofurhælaháum skóm. Það sem er óvenjulegt við myndina er svo það að stúlkan krýpur í start- holum á hlaupabraut. Strax eftir að myndin birtist upphófust harðar deil- ur um misnotkun á kvenlegri fegurð og vora það mest konur sem lögðu þar orð í belg. Bentu ma. margar á að það væri alls ekki hægt að hlaupa spretthlaup á hælaháum skóm og því væri þetta hin grófasta móðgun við kvenkynið. Ég hef hvergi séð þessari stað- reynd mótmælt. ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 10. igúst 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.