Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 15
GATBÐ Með lögum skal land byggja Það er ekki sama á hvem er ekið, né hver ekur á hvern. Það fékk starfsmaður Geð- deildar Landspítalans, sem var á ferðinni með nokkra skjólstæðinga sina í smárútu, að reyna hér á dögunum. Hann ók eftir aðkeyrslu á lóð Landspítalans við hlið löggu- bíls. Þegar gatan þrengdist skyndilega og óvíst hvor skyldi víkja, neyddust báðir til að stöðva. Starfsmaðurinn hafði forskot og hugðist nýta sér það þvert á ætlun ákveð- ins ökumanns löggubílsins sem ók ógnandi í átt að sjúk- lingarútunni og rak við það stuðrann i hjól hennar án þess þó að verulegt tjón hlyt- ist af. Starfsmaðurinn var að vonum ósáttur við þetta og gekk til löggunnar og spurði þá hvort þeir hefðu tjónaskýrslu. Þeir skipaðu honum að setjast inn í löggubílinn og kröfðu hann skilríkja en vildu ekki ræða tjónaskýrslu né kalla til félaga sína í lögreglunni til að meta aðstæður, heldur vildu þeir Ijúka málinu óopinberlega á sinn eigin hátt. Þessu vildi. starfsmaðurinn ekki una, enda á bifreið í eigu Landspít- alans, og hugðist hann fara og kalla til þriðja aðila (þ.e. lögguna) en þá brugðust lag- anna verðir ókvæða við, stukku á manninn og færðu hann með valdi aftur i löggu- bílinn en gáfust upp við að reyna að fá manninn til að falla frá skýrslu þegar þeir átt- uðu sig á því að fjöldi manns var kominn til að fylgjast með hvernig þeir reyndu að kom- ast hjá þvi að fara að settum reglum í umferðinni. TEYCT & TOGAÐ Mynd: Jón Fjömir. Hver ertu? Hafþór Ragnarsson söngvari í hljómsveitinni Synir Raspútíns (hvaða stjömumerki ertu? Ég er Vog. Hvað ertu að gera núna? Lesa bókina Söngur villiand- arinnar eftir Einar Kárason. Hata me*t: Hræsni. Eiska mest: Að vera til. Hvað er fólk flest? Fólk er yfirleitt eins og það er flest. Hvað er verst/best í fari karla? Það er eflaust eitthvað. Hvað er verst/best í fari kvenna? Það er eflaust eitthvað. Óttastu um ástkæra ylhýra málið? Já, það kemur fyrir. Ertu myrkfælinn? Já. Hefurðu séð draug? Nei. Værirðu ekki þú, hver vild- irðu vera? Fred Flintstone. Hefurðu hugleitt að breyta lífi þínu algjörlega? Nei. Hvað er það versta sem gæti komið fyrir þig? Klipping. Hvað er áhrifamesta leikrit sem þú hefur séð? Líklega var það leikritið Dýrin í Hálsaskógi sem hafði mestu áhrifin á mitt líf. Leiðinlegasta bók sem þú hefur lesið? Þjófur í Paradís eftir Indriða G. Þorsteinsson. Skemmtilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? Three Amigos. Áttu bam eða gæludýr? Ég á kött. Ertu með einhverja dellu? Ekki þá nema tónlistardellu. En með einhverja komp- lexa? Ég hef stundum viljað vera með bumbu því ég er svo ofsal- ega horaður. Kanntu að reka nagla í vegg? Já, alveg tvimælalaust. Hvað er kynæsandi? Konur. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á gamla hettuúlpu sem pabbi minn var alltaf í á sjónum. Ertu dagdreyminn? Ég er mikill draumóramaður. Ertu feiminn? Já, við vissar aðstæður þá er ég mjög feiminn. Skipta peningar máli í lífi þínu? Já, þeir hljóta að gera það hjá öllum. Hvað er það sem mestu skipti í lífi þínu? Það er nú ansi margt. T.d. ég sjálfur, fjölskyldan mín, kötturinn, kærastan og hljómsveitin. IBAG 10. ágúst er laugardagur. Lárentíusmessa. 222. dagur ársins. Nýtttungl. Sólarupprás í Reykjavík kl. 5.01 - sólarlag kl. 22.03. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Ecuador. Landsyfirréttur stofnsettur 1801. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Byggingasjóður verkamanna þarf að bjóða út nýtt lán til bygginga á verka- mannabústöðum. Peningar eru nógir ef byggingaefni fæst. Barizt af mikilli heift í Eistlandi við Smolensk og [ Ukrainu. Rauði herinn segist hafa gersigrað 10 þýzk her- fylki. fyrir 25 árum Landbúnaðarráðherra við sama heygarðshornið: Hvetur bændur ennþá til að stækka búin og auka ræktun. Enn „njóta“ Eyjamenn sjónvarps- ins. Heildarsíldveiðin í sumar nemur nú 191.203 lestum. Sá spaki Nútímamaðurinn lifir í þeirri blekkingu að hann viti hvað hann vill - í rauninni vill hann það sem ætlast er til að hann vilji. (Erlch Fromm) Óregla í andardrættinum sokum krampakenndra kippa í þindinni. Finnst þér þú ekki öllu merkari persóna núna? Þakka þér kærlega fyrir, Rósalind. . =T7---------- Þakka þér aftur og Sfða 15 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.