Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 16
Þtóðviltinn LaugardagurlO- ágúst 1991 íátt til afvopnunar Idag hefst Keflavíkurgangan sem hlotið hefur nafnið „í ATT TIL AFVOPNUNAR“, og er með henni lögð áhersla á kröf- una um brottför bandaríska hersins og úrsögn íslands úr hernaðar- bandalaginu Nató. Fólk getur kom- ið inn í gönguna hvar sem er á leið- inni og geta herstöðvaandstæðingar og friðasinnar valið sér vegalengd við hæfi. Ganga þessi kemur í kjölfar víð- tækustu heræfmga sem hér hafa verið haldnar um árabil. Krafan um að ís- land verði ekki aftur gert að vettvangi stríðsleikja er því ofarlega á blaði. Vopnakapphlaup stórveldanna á höf- unum hefur aukið mjög hættuna á kjamorkuslysi á miðunum umhverfis landið. Það er því brýnt hagsmunamál okkar Islendinga að hafist verði handa um afvopnun á höfunum, en herstöðin hér og ratsjárstöðvamar em einmitt hluti af vígvæðingunni þar, segir í fréttatilkynningu er Herstöðvaand- stæðingar hafa sent frá sér. Þar er einnig bent á þá hættu sem umhverfi okkar stafar af þeim efnum sem herinn notar og er í því sambandi minnst á olíumengun grunnvatns og mengunarslysið á Heiðarfjalli. Her- stöðvaandstæðingar líta á samning stórveldanna um afvopnun sem undir- ritaður var á dögunum sem enn eina staðfestinguna á að kalda striðinu sé lokið, þótt íslensk stjómvöld virðist ekki hafa áttað sig á þvi ennþá. Þegar Þjóðviljinn hafði samband við skrifstofu Herstöðvaandstæðinga til að forvitnast um skráningu í göng- una var honum tjáð að þátttakan yrði góð, og að fólk væri enn að skrá sig. Herstöðvaandstæðingar benda fólki á að ef það treystir sér ekki til að ganga alla þessa leið sé hægt að koma inn í gönguna hvar sem er á Reykjanes- brautinni, í Hafnarfirði, Kópavogi og í Reykjavík. Einnig er mælst til að fólk komi vel útbúið, þar sem íslensk veðr- átta getur ofl á tíðum verið óútreiknan- leg. -sþ Ámi Bergmann í árs leyfi Árni Bergmann, ritstjóri Þjóð- viljans, fer í árs leyfi frá blaðinu þann 1. september næstkomandi. Útgáfustjóm Þjóðviljans hefur ráðið þá Sigurð Á. Friðþjófsson, fréttastjóra og Áma Þór Sigurðsson, deildarstjóra í störf ritstjómarfulltrúa frá sama tíma. hágé. IATT TIL AFVOPNUNAR KEFLAVÍKURGANGAN 10. ÁGÚST 1991 Skrifstofan er að Þingholtsstræti 6 og símamir em 620273 og 620293 Leiðarkerfi Keflavíkurgöngu 10. ágúst 1991 Rútuferðir fyrir Keflavfkurgöngu 1991 verða sem hérsegir: 1. Eiðistorg kl. 07:00. KR heimilið kl. 07:10. Elliheimilið Grund kl. 07:20. BSÍ kl. 07:30. 2. Vélsmiðjan Héðinn kl. 07:00. Lækjartorg kl. 07:10. Hlemmur kl.07:20. BSI kl. 07:30. 3. Skeiðarvogur/Langholtsvegur kl. 07:00. Sunnutorg kl. 07:10. Laugardalslaug kl. 07:15. Háaleitisbraut/Lágmúli kl. 07:20. BSIkl. 07:30. 4. Endastöð SVR við Gagnveg kl. 06:50. Olis Grafarvogi kl. 06:55. Grensásstöð kl. 07:10. Strætóstöðvar við Miklubraut kl. 07:15 - 07:25. BSI kl. 07:30. 5. Rofabær austast kl. 07:00. Shell Árbæ.kl. 07:10. Stekkjarbakki/Grænistekkur kl. 07:20. BSI kl. 07:30. 6. Bústaðakirkja kl. 07:00. Strætóstöðvar við Bústaðaveg. Við veðurstofu kl. 07:20. BSI kl. 07:30. 7. Fjölbraut Breiðholti kl. 07:00. Shell Norðurfelli kl. 07:10. Við Maríubakka kl. 07:20. BSÍ kl. 07:30. 8. Seljaskóli kl. 07:00. Við Raufarsel kl. 07:10. Skóga/Öldusel kl. 07:20. Engihjalli kl. 07:30. Strætóstöðvar við Alfhólsveg að bensínstöð á Kópavogshálsi. kl. 07:40. Hafnarfjarðarvegur/Vífilsstaðavegur kl, 07:45. Hafnarfjörður kl. 07:50. Reykjavíkurvegur Norðurbær, Iþróttahúsvið Strandgötu, uppi á Holti. Til móts við gönguna Sérleyfisbílar Keflavíkurfrá BSÍ kl. 10:45, 12:30(Kúagerði), 14:15. Frá Keflavík 08:30,11:30,12:30. Þeim sem hafa áhuga á að koma inn í gönguna á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði er bent a að taka strætisvagn sem fer frá Lækjartorgi kl. 16:30. Dagskrá Keflavíkurgöngu 10. ágúst 1991 Kl. 08:30 Aðalhlið heistöðvarinnar fjteingrímur J. Sigfússon, alþingismaður: Avarp. Arni Hjartarson, jarðfræðingur: Gönguhvatning. Kl. 10:45 Vogastapi Ægir Sigurðsson, áfangastjóri: Sagnir úr Kvíguvogum. Þorvaldur Þorvaldsson syngur við undirleik Reynis Jónssonar. Kl. 13:20 Kúagerði Súpa, kaffi og hvíld. Jón Hjartarson, leikari: Upplestur. Bjartmar Guðlaugsson. Kl. 16:00 Straumur Einar Valur Ingimundarson, umhverfisverkfræðingur: Avarp. Tímatafla göngunnar er sem hér segir: Kl. 07.00 -07,15 Kl. 07,30 Kl. 07,45 Kl. 08,30 Kl. 08,50 Kl. 10,45-11,00 Kl. 13,20-14,20 Kl. 16,00-16,15 Kl. 17,00-18,30 Kl. 19,45-20,05 Kl. 22,00 Rútuferðir frá Reykjavík Brottför frá BSÍ I Kópavogi Safnast saman við aðalhlið Keflavíkurflugvallar. Haldið af stað. Aning á Vogastapa nálægt Yogum. Aning í Kúagerði. Áning við Straumsvík. Tónleikar í Hafnarfirði ýtifundur í Kópavogi Utifundur á Lækjartorgi Kl. 17:00 Vlðistaðatún í Hafnarfirði Hljómleikar: Hörður Torfason, Gildran og Bubbi Morthens. Kynnir er Magga Stína í Risaeðlunni. Kl. 19:45 Þingstaðurinn Þinghóll (gegnt Kó| Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingismaður: Avarp. Ljoðalestur. Kl. 22:00 Lækjartorg G.uðsteinn Þengilsson, læknir: Avarp. "A vængjum stríðsins úr torfkofanum." Flytjendur: Jón Proppé, Jakob Þór Einarsson, Lilja Þórisgjóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Sigþrúður Gunnarsdóttir, nemi: Avarp. Bubbi Morthens. Fundarstjóri: Álfheiður Ingadóttir. Mikilvægt er að fólk skrái sig í gönguna, einkum þeir sem ætla að ganga alla leið eða fyrstu áfanga hennar. Ekki er síður mikilvægt að fólk sé á góðum Keflavíkurgönguskóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.