Þjóðviljinn - 31.08.1991, Blaðsíða 2
Skattahækkanir og
kjarasamningar
Ríkisstjórnin reynir nú hvað hún getur að klambra
saman Ijárlagafrumvarpi án skattahækkana.
Þetta er að reynast stjorninni lokuð leið, hún
kemur ekki saman frumvarpinu öðruvísi en að hækka
skattana um 3 - 4 miliarða. Hins vegar leitar hún nú
með logandi Ijósi að íeið til þess að kalla þessar
hækkanir einhverju öðru nafni. Engar ákvarðanir hafa
enn verið teknar en til umræðu eru meðal annars eftir-
farandi skattar:
Skattur á námsmenn í formi skólagjalda samtals að
minnsta kosti 300 - 400 miljónir, skattur á sjúklinga í
formi innritunargjalds á sjúkrahús, samtals á milli 200
og 300 miljónir. Auknir skattar á sjómenn í formi lækk-
unar á sjómannaafslætti. Rætt er um að lækka afslátt-
inn í áföngum þannig að fyrsta skrefið gæti orðið 500
miljóna skattahækkun á sjómenn. Hækkun á virðis-
aukaskatti með því að leggja virðisaukaskatt á bækur,
samtals 500 til 600 miljónir. Hækkun á virðisaukaskatti
með því að skattleggja blöð og tímarit samtals um 200
miljónir. Hækkun á virðisaukaskatti með því að skatt-
leggja viðhald fasteigna. Þessi tala er ekki Ijós en get-
ur þýtt allt að 1000 milljónir. Sé tekið tillit til þess að
rætt er um að fella sjómannaafsláttinn niður í áföngum
þá er Ijóst að ríkisstjórnin er með a.m.k. 3-4 miljarða
skattanækkanir til umræðu.
Sömu dagana og þessar umræður eiga sér stað
eru verkalýðssamtökin að búa sig undir að gera nýja
kjarasamninga. Vitað er að samningar á líkum nótum
og gerðir voru á sínum tíma, og víðtæk sátt varð um,
eiga miklu fylgi að fagna í samtökum launafólks.
Samningarnir skiluðu bæði stöðugleika í þjóðfélaginu
og trygaðu kaupmátt launa betur en flestir reiknuðu
með. Tíí að ná slíkum samningum nú þarf ríkisvaldið
að koma til skjalanna, enda segja talsmenn atvinnu-
rekenda og launafólks að ekkert sé hægt að gera fyrr
en sjáist í spil ríkisstjórnarinnar.
Allar aðgerðir sem ríkisstjórnin vinnur að beinast
að því að leggja auknar byrðar á þá sem minna hafa í
þjóðfélaginu. Þetta er veganestið sem hún leggur af
stað með við upphaf samningsgerðar. Ráðherrarnir
eru á kafi í bókhaldstilraunum og sjá það eitt að þeir
verði með einhverjum ráðum að koma saman fjárlög-
unum án þess að nækka skatta á þá tekjuhærn. Þá
varðar nákvæmleaa ekki neitt um hvaða afleiðingar
hugmyndir þeirra kunna að hafa úti í þjóðfélaginu og
þeir láta eins og þeir hafi ekki hugmynd um að víð-
tækir kjarasamninqar standa fyrir dyrum.
Til viðbótar við þær álö.'jur sem ætlunin er að
leggja á láglaunafólk hafa peir þegar haft forgöngu um
vaxtahækkanir sem þyngja byrðar fyrirtækjanna um
éikilegar upphæðir. Raunvextír sem flest fyrirtæki
jurfa að borga eru nú á milli 10 og 15 af hundraði. Af-
eiðingin af þessu hagstjórnarlega ráðleysi er sú að
samtök launafólks eiga engan annan kost en að krefj-
ast hækkana til að mæta kostnaðaraukanum. Atvinnu-
rekendur svara svo með því að vaxtahækkanir hafi
þegar étið upp alla möguleika þeirra til að koma til
móts við kröfur um hækkandi kaupmátt. Svör atvinnu-
rekenda eru að sönnu engin nýjung. Svo lengi sem
elstu menn muna hafa samtök þeirra svarað öllum
kröfum um kaupmáttaraukningu og bætta aðstöðu
verkafólks neitandi. Á hinn bóginn vita verkalýðssam-
tökin vel að þau eru ekki bara að glíma við atvinnurek-
endur um arðinn af vinnunni, þau eru líka að fást við
banka og fjármálastofnanir s^m líka vilja auka sinn
hlut í afrakstri atvinnulífsins. í þeirri skak sem fram-
undan er hefur ríkisstjórnin, með Jafnaðarmannaflokk
íslands innanbbrðs, lagt sitt af mörkum til þess að
gera verkalýðssamtökunum erfitt fyrir. Fyrir hennar til-
stuðlan þurfa launamenn nú að berjast gegn auknu
misrétti í þjóðfélaginu.
hágé.
Þtóðyiljinn
Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siöumúla 37, Rvik.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr.
Áskriftarverö á mánuði: 1200 kr.
Gorbatsjov og Jeltsfn: þurfa þeir hvor á öðrum að halda?
Var Gorbatsjov
ofmetinn?
Jeltsín og Gorbatsjov eru við-
fangsefni annarrar hverrar blaða-
greinar sem skrifuð er í heimin-
um um þessar mundir. Og höfuð-
stefíð í þeim er einatt þetta: á
Vesturlöndum hafa menn ofmetið
Gorbatsjov en vanmetið Jeltsín.
Annað höfuðstef í greinunum er
samvinna þeirra - hugsanleg eða
nauðsynleg („þeir þurfa hvor á
öðrum að halda“).
En þó flestir tali um það í sín-
um greinum, að Jeltsín hafi verið
vanmetinn þýðir það ekki endi-
lega að þeir sveii Gorbatsjov i
bak og fyrir eins og sést hjá
skríbentum Morgunblaðsins
þessa daga. (En þar bregður fyrir
kenningu um einhverskonar alls-
herjarsamsæri vinstrisinna, fjöl-
miðla og vestrænna stjórmálafor-
ingja um að fegra Gorbatsjov og
halda fram málstað hans). I þessu
sambandi er ekki ófróðlegt að
skoða grein sem birt var í News-
week á dögunum: höfundur er
Margaret Thatcher sem síst af öll-
um er líkleg til að sýna rauðliðum
óþarfa blíðu. Hún segir meðal
annars í þesssari grein sinni um
valdaránið:
Hann breytti
heiminum
„Ég vissi að hr. Gorbatsjov
mundi aldrei gefast upp (fyrir
valdránsmönnum). Hr. Gorbat-
sjov er hugsjónamaður og maður
ákveðinn. Hann skilur að ef mað-
ur vill gera eitthvað mikið, þá má
maður ekki vera hræddur við að
eignast óvini. Og hann hefur dug
til að fylgja umbótum sínum eftir.
Hann hefur líka til að bera mikla
pólitíska hæfileika. Við höfum
séð hann taka Æðsta ráðinu tak,
við höfum séð hann leika sér að
sjónvarpsvélunum. Við höfum
séð hann glíma með ágætum við
hverja pólitíska kreppu. Hann
færði þjóð sinni lýðræði, mál-
frelsi, meira svigrúm og ferða-
frelsi. Hann lét Austur-Evrópu
róa. Hann leysti upp Varsjár-
bandalagið. Hann breytti heimin-
um og á mánudagsmorguninn var
óttuðumst við úm stund að fram
hefðu komið menn sem ætluðu að
snúa dæminu ýið“.
Við erum bæði
illa svikin
Margir fleiri Iofa Gorbatsjov
fyrir framlag hans til framvindu
mála, en Margaret Thatcher
gengur einna lengst. Og það á sér
m.a. persónulega skýringu: hún
telur sig bersýnilega finna skyld-
leika með sér og Gorbatsjov í því
að nánustu samstarfsmenn beggja
brugðust þeim - flokksbroddamír
sem snerust á sveif með valdræn-
ingjum í Moskvu, flokksbrodd-
arnir sem _ snerust gegn frú
Thatcher í íhaldsflokknum. Eða
þvað annað geta menn lesið út úr
þessari klausu hér úr grein „Jám-
frúarinnar“ um valdræningjana
og Gorbatsjov:
„Þegar staða af þessu tagi
kemur upp er það verst að maður
skilur að sumir þeirra sem maður
treysti best voru fremstir í flokki
þeirra sem sviku mann. Og þá fer
maður að horfa til baka til að
reyna að átta sig á því hvort mað-
ur hafi ekki verið of auðtrúa. Því
það fer ekki hjá því að þegar
maður er önnum kafinn við að
koma hlutum í verk, þá er maður
ekki sífellt að vega og meta þá
sem næstir standa. Maður hefur
kosið þá í starfshóp og maður
hefur tilhneigingu til að ætla að
þeir keppi að sama marki og
maður sjálfur.“
Jeltsín
óskrifað blað?
Að því er Jeltsín varðar, þá
segja menn fyrst og síðast að
Vesturlandamenn hafi vanmetið
pólitískan styrk hans og hæfileika
til að fá fólkið með sér þegar á
reyndi.
Um leið kvarta menn yfir því,
að í rauninni viti þeir ekki vel
hvar þeir hafa hann sem valds-
mann sem ætti m.a. að móta að-
gerðir í þeim illræmdu efnahags-
málum.
Svo er að heyra á allmörgum
fréttaskýrendum að Jeltsín og
hans nánustu samstarfsmenn hafi
að vísu komið sér upp drjúgu liði
færra ráðgjafa, en þeir sjálfir'
virðist ekki enn gera sér grein
fyrir því, að markaðsbúskapurinn
sem Jeltsín vill flýta sem mest
fyrir, hann mun reynast mörgum
erfiður. Honum mun fylgja enn
meiri verðbólga en þegar er, og
þessi verðbólga mun koma illa
niður á eftirlaunafólki og lág-
launafólki, auk þess sem von er á
nýjum vanda: umtalsverðu at-
vinnuleysi.
Jeltsín hefur fullan hug á að
vernda fólk fyrir þessum skakka-
föllum (og á það sameiginlegt
með Gorbatsjov), en það er hæg-
ara sagt en gert, þegar mikill
samdráttur er í efnahagslífi og
skattheimta til almennra þarfa öll
í skötulíki.
Gegn
forréttindum
Þessi mál eru erfið fyrir Boris
Jeltsín. Ekki síst vegna þess að
dæmafáar vinsældir hans eru
tengdar því, að hann, maður í há-
um embættum í Kommúnista-
flokknum, ákvað þegar hann var
orðinn borgarstjóri í Moskvu að
neita sér um öll fríðindi. Það var
þessi hegðun sem (ásamt harðri
gagnrýni hans 4 svartasta íhaldið
í flokknum) féLk fólk til að gefa
honum heiðursnafnbótina „nash“
- hann Boris er „einn af okkur“.
í skemmtilegu viðtali við Jeg-
or Jakovlév, ritstjóra Moskvu-
frétta, sem birtist í janúar í íyrra,
segir Jeltsín meðal annars þetta
hér um fríðindi hinna háttsettu:
„Allt frá því að perestrojkan
hófst þreyttist ég ekki á að krefj-
ast þess að þessi fríðindi væru af-
numin. Ég geri mér grein fyrir
því að afnám fríðinda muni ekki
bæta hag almennings neitt að
ráði. En þetta er stórt siðferðilegt
skref sem fólk mun kunna vel að
meta...
Ég hefi aldrei misnotað þau
fríðindi sem ég naut neitt að ráði.
En ég skildi heldur aldrei hvemig
Moskvubúar fóru að því að lifa
fyrr en ég gaf þau frá mér“.
Þessi ummæli bera í senn vott
um pólitískt næmi og hugsunar-
hátt jafnaðarmennsku: eitt skal
yfir okkur ganga. Og því verður
það erfitt fyrir Jeltsín að stjóma
þeirri einkavæðingu sem býr til
nýjan mun manna: í stað þess
munar sem var á lokuðu fríðinda-
kerfi manna í háum embættum og
almennings kemur hinn sígildi
kapítalíski munur á ríkum og fá-
tækum. Sem er þegar mikill í
Rússlandi og á eftir að vaxa.
Fordæmi
fyrir okkur hér?
Að lokum þetta. Ummæli
Jeltsíns eru reyndar lærdómsrík
fyrir íslenska stjórnmálamenn.
Þeir virðast aldrei hafa áttað sig á
því (nema í of feimnislegum
mæli sumir hverjir) að þegar að
kreppir og „óvinsælar aðgerðir“
eru á dagskrá, þá er það mjög
nauðsynlegt „siðferðilegt skref*
að þeir gangi á undan með góðu
fordæmi sjálfir (t.d. með því að
skera niður dagpeningajukkið og
fleira þesslegt). Það er alveg rétt
sem Jeltsín segir: fyrst með því
að vera í raun á sama báti og aðr-
ir skilur maður hvemig fólkið í
landinu lifir. Og í öðm lagi: að
hafna fríðindum eru pólitísk
hyggindi sem í hag koma.
Gáum að þessu.
ÁB
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. ágúst 1991
Síða 2