Þjóðviljinn - 31.08.1991, Qupperneq 3
Loppa íhalds og nesjamennsku
að er að sönnu rétt hjá Iðnaðarráð-
herra að ef ætlunin er að ná fram
verulegum sparnaði í ríkiskerfinu
er af mestu að taka í þeim mála-
flokkum sem hann nefndi. Um leið eru
tessir sömu málaflokkar, fjárveitingar til
eirra og yflrleitt hvernig staðið er að
málum á þessum sviðum, traustasti vitnis-
burðurinn um það hvort við búum við
raunverulegt velferðarþjóðfélag og höfum
sæmilega von um að þróunin a næstu ár-
um verði okkur hagstæð. Hvernig stjórn-
völd umgangast þessa málaflokka verður
þá um leið vitnisburður um það þjóðfélag
sem þau vilja skapa í landinu.
Svo gæti virst að ríkisstjórnin væri að
hrekjast upp í horn undan óleysanlegum
vanda ríkissjóðs og gripi nú út úr full-
kominni neyð til þess oyndisúrræðis að
skera niður velferðarkerfið. Þannig er
þessu því miður ekki háttað. Því var spáð
að Sjalfstæðisflokkurinn myndi breytast
þegar Davíð Oddsson settist í formanns-
sætið. Á næstu dögum og vikum, þegar
kafflbollahugmyndirnar verða að veru-
leika, mun koma skýrt og greinilega I Ijós
að spádómurinn reyndist rettur.
Forsætisráðherrann fer fyrir fylkingu
manna sem sækja hugmyndir sínar til hug-
myndafræðinga fijálsnyggjunn^r í Banda-
ríkjunum og Vestur- Evropu. I þeirri hug-
myndafræði er litið á velferðarkerfið og að-
gerðir rikisvaldsins til að jafna kjör þegn-
anna sem sérstakt vandamál, sem beinlínis
skekki efnahagsþróunina. Hlutverk ríkis-
valdsins í þessu kenningakerfi er að skapa
umgjörð um fijáls og óháð viðskipti með
hvaðeina. Kaup og sala á markaði á að sjá
um afganginn, hin ffjálsa samkeppni mun
samkvæmt því sjá fynr öllum þöríum fólks.
Þó viðurkenna þeir sem skemur ganga í trú
sinni á hið óhefta markaðshagkerfi að lík-
lega verði ekki komist hjá að ríða öryggis-
netstúf, sem sjái til þess að þeir sem allra
verst eru stadair geti dregið fram lífið. Þeir
sem ekki geti tryggt sig á eigin spýtur í
fijálsu sjúkra- og tryggingakern verði þrátt
fyrir það að taka affeiðingunum af því.
Þannig getur t.d. sæmilega sett millistéttar-
fólk í Bandaríkjunum fallið á botn þjóðfé-
lagsins ef það verður fyrir áfalli og einka-
tryggingin er ekki í lagi. „Hver maður verð-
ur að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ eins og for-
sætisráðherrann hefúr margsagt.
Viðbrögð forsætisráðherra og ríkisstjóm-
arinnar sýna að fijálslynd borgaraleg öfl eiga
ekki upp á pallborðið í Sjálfstæðisflokknum
um þessar mundir, harðjaxlamir em sestir að
kjötkötlunum.
Iðnaðarráðherra gerir lítið úr þeim hug-
myndum sem nú em til umræðu og kennir
ær við kaffibolla, rétt eins og forsætisráð-
errann fann upp kaíFipokarettlætið í al-
ræmdri þjóðhátíðarræðu. Ráðherranum þykir
vafalaust heppilegt að drepa málum á dreif
með þessum nætti, en það breytir ekki þeirri
staðreynd að kaffibollahugmyndimar em
þau úrræði sem ríkisstjómin er að koma sér
niður á og geta hæglega orðið að vemleika á
Aðstoðarmaður ráðherrans er
svo látinn koma í fjölmiðla og
minnir frammistaða hans á ung-
ling í mælskukeppni sem fær
það hlutverk að tala í eina mín-
útu um kennaramenntun; haldi
hann út í fyrirskipaðan tíma fær
hann verðlaun en engu skiptir
hvað hann segir.
næstu vikum.
Enda þótj mörgum kunni að finnast sem
stjómmál á Islandi snúist sifellt um bráða-
birgðalausnir, þá má ekki gleyma því að all-
ar pólitískar ákvarðanir em að lokum reistar
á þeim hugmyndafræðilega gmnni sem
flokkamir, eoa áhrifamenn þeirra, byggja á.
Það er þess vegna mikilvægt að átta sig á að
um þessar mundir er einmitt unnið á slíkum
gmndvelli. Þetta birtist skýrast i því að ekki
ein einasta tillaga sem til umræðu er í stjóm-
arliðinu beinist að því að jafna kjörin í land-
inu. Erfiðleikana sem ríkisstjómin segist nú
vera að glíma við er ætlunin að Ieysa á þann
hátt að mismunun eykst í þjoðfélaginu.
Heildstæð framtiðarsýn, um að byggja eitt-
hvað upp, kemur ekki fram í einu einasta
máli. Allar úrlausnir miðast við það að hinir
betur settu haldi sínum hlut og gmndvallast
á þeirri „hugsjón" að hinn frjálsi markaður
verði allsráðandi í framtíðinni.
Til marks um þetta er rétt að huga örlítið
nánar að einum málaflokki, menningar- og
menntamálum, en óhætt er að fullyrða að
eðlileg þróun á því sviði er beinlínis lykill-
inn að velgengni þjóðarinnar á næstu árum.
Fyrst er þá til að taka þá hugmynd að
innheimta skólagjöld af nemendum í ífam-
haldsskólum og háskóla, en rætt hefúr verið
um að nemendur í framhaldsskólum verði
látnir greiða fimmtán þúsund krónur en há-
skólanemar helmingi nærra gjald. Komi til
jessarar gjaldtöku má gera ráð fyrir að
jannig verði innheimtar ríflega fjögur
lundruð miljónir króna en það eru um atta
prósent af heildarútgjöldum ríkisins til þess-
ara málaflokka. Rikisstjómin er svo ósvífin í
málflutningi sínum að hún talar um hækkun
skótagjalda og beitir þá fyrir sig því gjaldi
sem rennur næstum eingöngu til felagsstarf-
semi nemenda. Skólagjöld em hvergi tíðkuð
í Evrópu nema í Bretlandi og þar er nú svo
komið að skólamir verða að sækja sér er-
lenda stúdenta, sem em látnir borga enn
meira en heimamenn, beinlínis til þess að
standa undir skólahaldinu og hafa margir
skólar sérstaka starfsmenn í þvi að markaos-
setja skólana erlendis. Upphæðin sem nú er
talað um að innheimta er kannski ekki mjög
há í bili, en augljóst er hvaða ferðalag þjóðii)
er að hefja um leið og gjaldið er tekið upp. I
byijun kann gjaldið að nema innan við 10 %
af kostnaðinum við hvem nemanda, en eftir
að það er komið á verður gialdið auðvitað
hækkað jafnt og þétt. Fái markaðshyggjupól-
itíkin að ráða ferðinni verður menntunin að
lokum markaðsvara eins og allt annað, með
þeim afleiðingum að skólagjöldin standa að
miklu leyti undir framhalds- og háskóla-
menntuninni í landinu, og þeir einir sem
hafa rúman efnahag geta stundað langskóla-
nám. Þannig má vissulega létta byrðum af
ríkissjóði en láta nemendur og fjölskyldur
þeirra bera þær í staðinn.
Að taka upp 'skólagjöld nú era þess
vegna fyrst og síðast vitnisburður um það
fyrirkomulag sem stjómvöld vilja hafa á
Því var spáð að Sjálfstæðis-
flokkurinn myndi breytast þeg-
ar Davíð Oddsson settist í for-
mannssætið. Á næstu dögum
og vikum, þegar kaffibollahug-
myndirnar verða að veruleika,
mun koma skýrt og greinilega í
ljós að spádómurinn reyndist
réttur.
greiðslu kostnaðar við menntun í framtíð-
mni. Þann kostnað eiga nemendur að greiða
i vaxandi mæli. Þetta stríðir augljoslega
gegn þeirri jafnaðarstefnu í menntamálum
sem þjóðarsátt hefur verið um. Ríkisstjómin
er með öðram orðum' að búa sig undir að
fóma þeirri sátt á altari markaðshyggjunnar.
Til umræðu er að taka til hendinni á
mörgum öðram sviðum mennta- og menn-
ingarmála og allt er það í sama anda. Þegar
hefur verið ákveðið að draga til baka áður
ákveðnar breytingar á kennaranámi. Þessar
breytingar hafa verið undirbúnar í marga
mánuði með fúllri vitund menntamálaráðu-
neytisins. Það er eins og menntamálaráð-
herra og aðstoðarmaður hans hafi allt í einu
uppgötvað að þama mætti nú láta til sín
taka. Bréf er skrifað í einum hvelli til Kenn-
araháskólans: hættið við allt saman og það á
stundinni! Hér er ekki verið að velta fyrir sér
hvaða áhrif skyndiákvörðun hefúr til lang-
frama, eða hvaða markmið menn hafi venð
að setja sér með lengingu og breytingu á
kennaranámi og enginn marktækur rök-
stuðningur fylgir. Aðstoðjrmaður ráðherrans
er svo látinn koma í fiölmiðla og minnir
frammistaða hans á ungling í mælskukeppni
sem fær það hlutverk að tala í eina mínútu
um kennaramenntun; haldi hann út í fyrir-
skipaðan tíma fær hann verðlaun en engu
skiptir hvað hann segir.
Fyrir utan það sem hér hefur verið rakið
er margt fleira til umræðu við kaffiborð rík-
isstjómarinnar sem snertir menningar- og
menntamál. Meðal annars er talað um að
breyta áætlunum um þróun Háskólans á Ak-
ureyri og síðast en ekki síst er verið að tala
um það sem fjármálaráðherra kallar breikk-
un skattstofna, en í því felst m.a. að leggja
virðisaukaskatt á menningarstarfsemi. Þar
vegur að sjálfsögðu þyngst að skattleggja
bókaútgáfúna afifur, en alveg þangað til í
fyrra var lagður söluskattur á bækur. Á tím-
um alþjóðlegrar fjölmiðlunar og samrana
þjóða i stærri efnahagsheildir hefúr í flestum
löndum Evrópu þótt ástæða til að gripa til
margvísiegra ráostafana til að verja og
styrkja menningu þjóðanna. Nærtækast er ao
benda á Þýskaland og Frakkland, sem varla
verða talin nein smáríki í þessu samhengi,
sem veija þjóðtungumar með því að talsetja
allt sjónvarpsefni og þætti sjálfsagt einhveij-
um einkennilegt her á landj að sjá Fyrir-
myndarföðurinn tala þýsku. Island hefúr al-
gera sérstöðu að því er varðar bókaútgáfú.
Hér era gefnir út miklu fleiri titlar miðað við
fólksfiölda en í öllum löndum sem við ber-
um okkur saman við. Að leggja nú virðisk-
aukaskatt á bækur að nýju væri bein atlaga
að þeirri vamar- og sóknarbaráttu fyrir ís-
lenska menningu sem er algerlega óhjá-
kvæmileg á næstu áram.
Þær hugmyndir sem hér hafa verið gerð-
ar að umtalsefni era ekki orðnar að ákvörð-
unum, en þær era allar til umræðu og vitna
um í hvaða farveg stefna ríkisstjómarinnar
er að falla. Sagt er að ágreiningur sé um
sumar þeirra innan ríkisstjómarliðsins og má
það vel vera. Allt bendir þó til að veralegur
hluti þeirra og miklu fleiri i sama dúr komi
til framkvæmda nú og verði þannig minnis-
varði um þá tíma þegar loppa ínalds og
nesjamennsku tók,að leggjast yfir menning-
ar- og menntamál íslendmga.
hágé.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. ágúst 1991