Þjóðviljinn - 31.08.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 31.08.1991, Side 7
ElIÆNDAJR AUmsión: G. Pétur Matthíasson Ekkert lát á átökum í Júgóslavíu Pravda kemur aftur út í dag Pravda kemur aftur út í dag sem sjálfstætt dagblað, en útgáfa þessa fyrrverandi málgagns Kommúnista- flokks Sovétríkjanna var stöðvuð eftir misheppnaða valdaránið í síðustu viku. Hinn nýi ritstjóri blaðsins, Gennadíj Selesnev, sagði á fimmtudag að blaðið myndi ekki taka afstöðu í pólitísk- um málum, en neitaði þeim orðrómi að Pravda kæmi út undir nýju nafni. Pravda þýðir sannleikur og það eru blaðamennimir sem koma til með að reka blaðið, ekki flokkurinn, enda hefur starfsemi hans verið stöðvuð. Pravda var eitt nokkurra dagblaða sem Boris Jeltsin stöðvaði útgáfu á fyrir viku síðan. Hann rak einnig yfir- menn sovéska sjónvarpsins og fféttastofunnar TASS og hafa báðar þessar stofnanir þegar tekið miklum stakkaskiptum. I rétta viku hefur Pravda ekki komið út og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist síðan í byltingunni 1917. Jeltsín ásak- aði blaðið um að hafa tekið undir með harðlinumönnum og áttmenningum neyðar- nefndarinnar með því að birta umyrðalaust yfirlýsingar nefndarinnar. Gorbatsjov sá ekki ástæðu til að breyta til- skipunum Jeltsíns um stöðvun útgáfunnar. Nokkrir þingmenn Æðsta ráðsins hafa kvartað undan ofsóknum á hendur blaðamanna sem tengdir em Kommúnistaflokknum. Reuter Skar eyra af konu sínni Dómstólar í Kenýa dæmdu mann á dögunum í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa skorið eyra af konu sinni. Atburður- inn átti sér stað klukkan 11 um morgun þegar maðurinn kom heim til konunnar sem upplýsti hann um að hún hefði ekki tekið til mat handa honum. Rétturinn i hafnarborginni Mombasa dæmdi manninn einnig til að þola tvö högg með reyrpriki sökum grimmd- ar hans. rátt fyrir hvatningu frá al- þjóðlegum stofnunum og erlendum ríkjum hefur ekki tekist að halda vopnahlé í Júgóslavíu. Bardagar héldu áfram i gær og serbneskir her- menn tilkynntu að þeir hefðu drepið 25 króatíska þjóðvarðliða í Tupuskó sem er rétt innan við landamæri Serbíu í Króatíu. Sjónvarpið í síðarnefnda lýð- veidinu tilkynnti að gagnárás hafi þegar verið gerð. Bardagar þessir brutust út eftir stutt hlé á bardögum en Francois Mitterrand Frakklandsforseti hafði þá átt fundi með forsetum Króatíu og Serbíu. George Bush Banda- ríkjaforseti hafði hvatt til þess að skilyrðislausu vopnahléi yrði kom- ið á. Þá mótmæltu mæður í öllum helstu borgum Júgóslavíu í gær - þær kröfðust þess að fá syni sína heim. Áfram var barist af hörku um bæinn Vukovar í Króatíu sem sam- bandsherinn júgóslavneski og Serbar hafa reynt að ná á sitt vald Mið-Asíu lýðveldið Az- erbajdzhan varð í gær sjötta lýðveldi Sovétríkj- anna til að lýsa yfír sjálfstæði eftir valdaránið. Ályktun um sjálfstæði var samþykkt ein- róma. Minnt var á í ályktuninni að á árunum 1918 til 1920 hafí Azerbajdzhan verið fullvalda, sjálfstætt ríki og að með ályktun- inni sé þessi staða áréttuð. En þingftilltrúamir lýstu einnig áhuga sínum á að styrkja tengslin hvortveggja við önnur lýðveldi Sovétríkjanna sem og erlend riki. Þá afnam þingið herlög sem sovét- stjómin setti á í höfuðborginn Baku í janúar í fyrra. Lýðveldið er talið eitt af þeim afturhaldsömustu í Sovétríkjunum og hefur að jafnaði stutt Kremlar- stefnuna. Nú hafa auk Eistlands og Lett- nú í sex daga. í gær var tilkynnt um þó nokkurt mannfall í viðbót við þjóðvarðliðana en engar áreið- anlegar upplýsinagar era til um tölu fallinna. En að minnsta kosti 300 manns hafa nú látið lífið í borgarastyijöldinni siðan Króatía og Slóvenía lýstu yfir sjálfstæði sínu 25. júní. Evrópubandalagið, Ráðstefhan um öryggi og samvinnu í Evrópu og hið valdalitla forsætisráð Júgó- slavíu hafa öll boðað til fundar á þriðjudag en þá á að reyna til þrautar að fá Króata og Serba að samningaborðinu. EB hefur og lagt fram nýja ffiðarlausn í málinu sem Króatía, Slóvenía, Makedónía og Bosnía-Hersegóvína fögnuðu strax. Enn hefur ekki heyrst frá Serbíu eða Svartfjallalandi. Rróatinn Stipe Mesic sem stýr- ir forsætisráðinu var ekki bjartsýnn á útkomu neyðarfundanna og sagði að sambandsherinn væri stjómlaus og því væri næsti fnndur ráðsins sá síðasti þar sem möguleiki væri á að gripa í taumana. Reuter lands, Úkraina, Hvíta- Rússland og Moldavía lýst yfir sjálfstæði. Það höfðu Litháen, Armenía og Georg- ía gert fyrir valdaránstilraunina. Þannig hafa níu lýðveldi af 15 lýst yfir sjálfstæði og íjögur vilja algert sjálfstæði, þ.e. Eystrasaltsríkin og Moldóvía sem heftir áhuga á að tengjast Rúmeníu. Sovétstjómin heftir ekki viður- kennt eina einustu sjálfstæðisyfir- lýsingu en Rússland hefur viður- kennt sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna. Æðsta ráð Sovétríkjanna samþykkti í vikunni að sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna yrði rætt á aukafundi Fulltrúaþingsins í næstu viku. Fulltrúaþingið samanstendur af rúmlega 2.000 fulltrúum, það velur Æðsta ráðið og getur breytt stjómarskrá Sovétríkjanna. Reuter Azerbajdzhan lýsir yfir sjálfstæði Fáni og skjaldarmerki Rússlands Iþeim miklu hræringum sem verða nú í Sovétríkjunum eru tákn og fánar tekin niður, myndastyttur brotnar - og í stað- inn eru uppi höfð tákn og merki sem venjulega eiga ætt að rekja aftur fyrir byltinguna 1917. Rússneski fáninn sem Jeltsín hefur tekið upp er sami fáninn og rússneska keisaradæmið notaði: hvítur, rauður og blár; í honum era reyndar sömu litir og í næstum því helmingi allra þjóðfána sem ein- hveija sögu eiga. (Sömu litir era í fánum Bretlands, Frakklands, Bandarikjanna, Kúbu, Tékkóslóv- akiu, Chile, íslands, Noregs, Fær- eyja, Hollands, Júgóslavíu, Pan- ama, Costa Rica, Thailands og all- margra ríkja í viðbót). Ekki vitum við hve gamall fán- inn er, en söguleg málverk benda til þess að hann sé að minnsta kosti jafngamall Pétri mikla (upphaf 18. aldar). Það er ekki svo undarlegt þótt gamli rússneski fáninn sé upp aftur tekinn, eins þótt hann hafi ekki beinlínis verið frelsistákn (eins og sá franski til dæmis). Hitt er þó skrýtnara þegar menn gátu séð það í sjónvarpi að verið var að draga hið gamla skjaldarmerki Rússlands upp á vegg rússneska þingsins. Skjaldarmerkið er nefnilega al- farið skjaldarmerki keisarans. Uppistaða þess er tvíhöfða öm, sem kominn er frá Býsans; hann táknar það að Rússakeisarar töldu sig arftaka hins austurrómverska keisaradæmis og einu sönnu vemdara réttrúnaðarkristindóms. Hér og þar á þessum stóra emi vora svo minni skjaldarmerki sem táknuðu einstök lönd eða lendur keisarans. Og allnokkur þeirra hafa nú um skeið verið sjálfstæð riki. Rússakeisari var ekki aðeins „af guðs náð keisari allra Rússa, Litlu- Rússa (Úkraínumanna - og eitt lítið skjaldarmerki þar), Hvítrússa (skjaldarmerki þar). Hann var líka konungur Póllands (einn skjöldur enn) og stórhertogi Finnlands (merki um það). Það er svo arfur frá bolsévikum þegar menn Jeltsins steypa nú styttum af stalli. Bolsévikar felldu og bræddu upp eftir byltingu allar styttur af keisurum og generálum þeirra, nema þær væra sérstök ger- semi að smíði. Þeir létu þó Pétur mikla alltaf standa á sínum stað. Á sovéttímanum heftir líka ver- ið mikið um að teknar væru niður styttur af byltingarmönnum og öðram höfðingjum sem fallið höfðu í ónáð - fyrst urðu andstæð- ingar Stalíns fyrir barðinu á þessu og svo Stalín sjálfur. Enda er til rússnesk skrýtla sem segir, að nú hafi verið ftmdnir upp minnisvarð- ar sem spari mikið fé - það sé nefnilega hægt að taka af þeim hausinn og skrúfa nýja á í staðinn. Einn slíkur sést með Klippi á bls. 2 í blaðinu í dag. ÁB tók saman. jL SIS _* Visv* Öskast f eftirtaldar bifreiðar og tæki sema verða til sýnis þriðju- daginn 3. september 1991 kl. 13 - 16 f porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og vfðar. 2 stk. Toyota Land Cruiser Stw 2 stk. Mitsubishi Pajero 1 stk. Dodge Ramcharger 1 stk. Toyota Hi Lux double cab 1 stk. Toyota Hi Lux 1 stk. Nissan Patrol 2 stk. Chevrolet Suburban 1 stk. Nissan Double Cab 1 stk. Chevrolet pick up 1 stk. G.M.C. Rally Van 1 stk. Volvo Lapplander 4 stk. Lada Sport 2 stk. Subaru 1800 station 6 stk. Toyota Tercel station 1 stk. Mitsubishi L-300 Mini bus 2 stk. Mitsubishi L-300 sendibifr. 1 stk. Volkswagen Double cab 1 stk. Mazda 929 GLXI 1 stk. Saab 900 I 1 stk. Hanomac Matador sendibifr. 1 stk. Fiat 127 Gl bensín 1 stk. Kawasaki KZ mótorhjól 4x4 diesel 4x4 diesel 4x4 bensin 4x4 diesel 4x4 bensín 4x4 diesel 4x4 bensfn 4x4 diesel 4x4 bensfn 4x4 bensín 4x4 bensfn 4x4 bensín 4x4 bensfn 4x4 bensin 4x4 diesel 4x4 bensln bensín bensfn bensín bensfn Til sýnis hjá Vegagerð rfkisins Akureyri 1 stk. Subaru 1800 Dl station 4x4 bensfn 1 stk. Mazda E 2200 Double cab diesel 1 stk. Ford Econoline E-150 sendibifreið bensín Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Reyðarfiröi 1 stk. Ford Econoline E-150 sendibifreið bensín Til sýnis hjá Vegagerð rfkisins Grafarvogi 1 stk. Zetor 10145 dráttarvél 4x4 diesel 1985-88 1985- 86 1984 1986 1986 1985 1982-83 1985 1980 1978 1980 1986- 88 1985-86 1985-88 1988 1985 1984 1988 1987 1970 1985 1982 1988 1987 1981 1981 1986 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30 að viðstöddum bjóð- endum. Réttur er áskilinn til aö hafna tilboðum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. ROSTHOLF 1450. 125 REYKJAVIK Frá Grunnskólum Reykjavíkur Grunnskólar Reykjavíkur hefja starf í byrjun septem- ber. Kennarafundir heljast í skólunum mánudaginn 2. september kl. 9 árdegis. Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 5. septem- ber sem hér segir: 10. bekkur komi ki. 9 9. bekkur komi kl. 10 8. bekkur komi kl. 11 7. bekkur komi kl. 13 6. bekkur komi kl. 13:30 5. bekkur komi kl. 14 4. bekkur komi kl. 14:30 3. bekkur komi ki. 15 2. bekkur komi kl. 15:30 Nemendur 1. bekkjar (börn fædd 1985) hefja skóla- starf mánudaginn 9. september en verða boðaðir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla. Nemendur Fossvogsskóla komi í skólann mánudag- inn 2. september skv. ofangr. tímatöflu. Styrkir tii kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvikmyndagerðar. Umsóknir skulu sendar Kvikmyndasjóði fyrir 1. nóv- ember 1991, á umsóknareyðublöðum sjóðsins ásamt handriti, kostnaðar- og fjármögnunaráæt'un. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi 24, 101 Reykjavík. Kvikmyndasjóður íslands Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur31. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.