Þjóðviljinn - 06.09.1991, Síða 5
Helgarvagg
Skid Row
félagarnir eftir
sessjón á
hárgreiðslustofu.
og
þá
varð rokk í höllinni
S k id Row -
Slave to the grind
(Arista 1991/Stcinar)
Það er auðvelt að skilja hvers vegna
Skid Row höfða til ungmenna heims-
ins. Þar er á ferð sama lögmálið sem
gerir kókakóla að vinsælasta drykk
heimsbyggðarinnar. Skid Row hafa
það þó framyfir kók að vera ekki dí-
sætir og skemma ekki tennurnar. Það
sem gerir Skid Row vinsæla er kraftur-
inn og vanabindandi melódíurnar sem
grassera í lögunum.
Eg þekki Nonna Ben sem vinnur á bens-
ínstöð. Þegar hann er búinn að dæla fer hann
heim og setur Skid Row á fóninn. Þegar gít-
aramir væla og Sebastian Bach rekur upp
gól fær Nonni gæsahúð og lemur veggina af
gleði.
Það er sjálfsagt að Rokk hf fái jákvæðan
stuðning fjölmiðla við fyrirmyndar rokkinn-
flutning sinn, og þar sem ég hef hvorki mik-
ið vit né áhuga á því „Sleaze“-rokki sem
Skid Row flytur, þótti mér við hæfi að fá
Nonna Ben til að segja nokkur orð um plöt-
una. Yfir til þín, Nonni!
Fyrsta plata Skid Row var dúndur, en
þessi, þeirra önnur, er jafnvel enn betri. Hér
er krafturinn meiri, spilamennskan þéttari,
lagasmíðamar betri og textamir falla eins og
flís við rass. Vinsældir Skid Row hafa
byggst upp hægt og bítandi síðan þeir fóm
að djamma saman í hljóðfærabúð í New
Yersey. Fyrst var það Jon Bon Jovi sem kom
sveitinni í gang með sífelldum yfirlýsingum
um ágæti þeirra, en upphitunardjobbið með
Guns N'Roses, líklegast vinsælustu rokk-
sveitinni i dag, hefur fest þá endanlega í
sessi. Rachel Bolan bassaleikari og gítarleik-
arinn Dave „the Snake“ Sabo eiga heiðurinn
af öllum lögum plötunnar. Af tólf lögum em
aðeins þijár ballöður, afgangurinn er keyrsla
á háu stigi. Sebastian er með betri söngvur-
um í þungarokkinu í dag og gítarsólóar
„Snáksins" nálgast fullkomnun. Það er erfitt
að gera upp á milli laganna, en af tólf frá-
bæmm era þrumamir Monkey business og
The Threat, og ballaðan Quicksand Jesus
best.
Nú em Skid Row komnir til landsins og
spila í Laugardalshöll í kvöld og annað
kvöld. Mér tókst að lauma mér inn á æfingu
hjá þeim og get fullyrt að enginn verður
svikinn. Sviðsframkoma sveitarinnar er orð-
in hrikalega góð og tilkomumikil, enda
bandið búið að búa í rútu síðustu árin og
spila á næstum því hveiju kvöldi. Þeir segj-
ast ætla að leggja sig fram 500% hér, og því
trúi ég, enda hefur hljómsveitin hingað til
staðið við gefin loforð.
v a g g -
t í ð i n d i
Það er ekkert lát á erlendum stór-
heimsóknum á popp- og rokksviðinu.
Skid row rokka stíft I Höllinni um helg-
ina. Amina skemmtir á Hótel Islandi á
fimmtudaginn, og sama kvöld treður
upp í fyrsta skipti hérlendis breska
fönk/rokk-sveitin Govemment á Púlsin-
um. Govemment mun troða upp á Púls-
inum fimmtudags-, föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld og leika eigin
tónlist auk nokkurra David Bowie laga.
Government segjast vera að kanna
„dekkri hlið fönksins” og þeim hefur ver-
ið líkt við Defunkt, Red hot chili peppers
og djassaða útgáfu af P.I.L. Meira um
Govemment í næsta vaggi...
Vinir Dóra blúsa á Púlsinum í kvöld
og annað kvöld, og á sunnudagskvöldið
gangast þeir fyrir „Ljóða- og blúskvöldi"
ásamt Hrafni Jökulssyni. Þar verður
leitast við að láta „Ijóðin svífa á þöndum
blúsvængjum inn í vitund Ijóðelskandi
blúsunnenda". Hrafn mun kynna nýj-
ustu Ijóðabók slna, „Húsinu fylgdu tveir
kettir", og nota tækifærið og kveðja vini
slna, því hann er á leið til Frakklands til
að skrifa nýja bók. Vinir Hrafns þetta
kvöld: Einar Kárason, Einar Már Guð-
mundsson, Guðmundur Andri Thors-
son, Kristján Þórður Hrafnsson og Jón
Stefánsson lesa upp auk Hrafns, en
vinir Dóra þetta kvöld verða: Andrea
Gylfadóttir, Guðmundur Pétursson, Ás-
geir Óskarsson og Haraldur Þorsteins-
son...
My Bloody Valentine er ein besta
hljómsveit sem hefur komið frá Eng-
landi I mjög langan tima. Nú er loksins
von á þeirra þriðju plötu og hefur hún
þegar kostað 250.000 pund I fram-
leiðslu...
Vegna samninga sem tekist hafa
milli Borgarleikhússins og trúbadorsins
góðkunna HarðarTorfa mun Hörður
halda sinn árlega konsert fyrsta föstu-
daginn I septem-
ber I stóra sal
Borgarleikhússins.
(kvöld em fyrstu
árlegu tónleikar
Harðar. Fyrir hlé
kemur hann einn
fram og flytur göm-
ul og ný lög, en
eftir hlé fær hann
til liðs við sig tvo
gítarleikara, Guð-
mund Pétursson
og Harald Reynis-
son sem einnig
raddar með Herði.
Þau nýju lög sem
Hörður flytur koma flest út á nýjum
geisladiski og snældu sem er væntan-
leg með haustinu.
Nú er hægt að kaupa Ijósrit af
erfðaskrá Elvis Presley. Betty Johnson
sem býr I Florida varð sér úti um eintak
af erfðaskránni og selur nú hvert Ijósrit
á 22 dollara. Áhugasömum er bent á
auglýsingar frá Betty I dagblaðinu USA
Today...
U2 eru um þessar mundir að leggja
slðustu hönd á sína áttundu plötu. Eftir-
vænting aðdáenda hefur verið mikil, en
nú er staðfest að platan komi út í októ-
ber. Liklegt er að hún muni heita ,Ac-
tung baby“. U2 eiga lag í nýjustu kvik-
mynd Wim Wenders, titillag myndarinn-
ar „Until the end of the world". Það lag
verður einnig á nýju plötunni...
Næsta plata gulldrengsins Michael
Jackson mun heita „Dangerous" og
fyrsta smáskífan af plötunni verður
„Black and White“. Michael gerði mynd-
band við lagið nýlega, og í því kemur
einnig fram nýjasti vinur hans, Macaul-
ey Culkin, barnastjaman úr Home Al-
one...
Það er mikið um að vera hjá sjúsk-
uðustu rokkabíllísveit samtímans, The
Cramps. Fyrirtæki þeirra Enigma fór á
hausinn, svo þeir hafa skrifað undir hjá
fyrirtækinu Big Beat. Mannabreytingar
hafa orðið: trommarinn Nick Knox, sem
hefur verið með frá upphafi, er hættur,
svo og bassaleikarinn Candy Del- mar.
Kynnt verður nýtt riþm^par innan tíðar.
Nýjasta plata The Cramps kemur út 30.
september og mun heita „Look mom,
no head“, en 16. september kemur út
smásklfan „Eyeball martini“...
Amina
kemur
Franska gyðjan og söng-
konan Amina leikur á Hótel
íslandi nk. fimmtudags-
kvöld, þann tólfta. Þetta eru
fyrstu tónleikarnir sem koma
úpp úr miklu fransk/íslensku
rokk/popp samstarfi sem
lagður var grunnur að í fyrra
eftir heimsókn franska
menningarmálaráðherrans
Jack Lang til íslands. í októ-
ber fáum við aðra franska
sendingu, en Frakkarnirfá
íslenskt rokk í æð um eða
eftir aldamótin.
Foreldrar Aminu eru inn-
flytjendur frá Túnis, en Amina
hefúr alla tíð búið í Paris. Tón-
listin, sem hún semur að megn-
inu til, er undir sterkum þjóðleg-
um áhrifum. Þar blandast alda-
gömul strengjanotkun N-Afríku
þjóðanna saman við vestræna
danstónlist með mjög sérstökum
og skemmtilegum árangri. Tón-
list Aminu má setja í samband
við RAI-tónlistarbyltinguna. í
henni tóku n-afrískir tónlistar-
menn það besta úr sinni æva-
fomu tónlistarhefð og blönduðu
við ýmis vestræn áhrif. Textam-
ir breyttust líka, í stað þess að
syngja um hjarðir á beit urðu
textamir róttækir og fjölluðu um
ýmsar breytingar á Araba-heim-
inum, að konur tækju af sér
blæjuna o.s.frv.
Amina hóf feril sinn í kring-
um 1982, en fór fyrst að vekja
verulega athygli fyrir um 4 ár-
um. Stórfyrirtækið Phonogram
gaf út með henni plötuna YAL-
IL 1989 sem er eina breiðskífa
hennar til þessa. YALIL fékk
ífábæra dóma, og eitt lag á plöt-
unni, Bellydance, sem notast við
búta úr James Brown-laginu
Cold sweat, náði langt, varð t.d.
mjög vinsælt í danshúsum í
Bandaríkjunum.
Eftir að athyglin í kringum
YALIL hafði fjarað út varð
hljótt um Aminu í nokkum tíma,
þar til hún birtist á hvíta tjaldinu
í fyrra í mynd Bertolucci (Síð-
asti keisarinn) „Te í Sahara“. í
fyrri myndinni leikur Amina á
móti John Malcovitch og vöktu
ýmis djörf atriði mikinn úlfaþyt.
Skömmu eftir að myndin hafði
verið frumsýnd var leitað til
Aminu og hún beðin um að
syngja lag Frakklands i Euro-
vision-keppninni 1991. Lag
Aminu var að mínu mati það
eina fmmlega í keppninni í ár.
Amina lenti i öðm sæti, varð að
láta í minni pokann fyrir glans-
rottulagi frá Svíþjóð. Eftir vel-
gengni Aminu í keppninni var
YALIL endurútgefin og hefur
platan selst jafn vel nú í annað
skiptið. Titillag plötunnar var
gefið út á smáskífu og hefur gert
það gott í sumar.
Tónleikar Aminu hér eru
einsdæmi. Þetta em fyrstu tón-
leikar hennar síðan hún söng í
Eurovision og einu tónleikar
hennar í langan tíma, því þegar
hún snýr heim til Parísar hcfjast
upptökur á nýrri breiðskífu.
Hingað kemur Amina ásamt sjö
manna hljómsveit. Eins og áður
segir verða tónleikar Aminu á
Hin fagra
Amina söng
lag
Frakklands i
Júróvisjón
árið 1991.
Hótel íslandi nk. fimmtudag og
er miðasalan þegar farin í gang í
búðum Japis í Brautarholti og
Kringlunni og í búðum Steina á
Laugavegi og í Austurstræti. Á
fimmtudaginn opnar húsið kl. 21
og upphitunarhljómsveit kvölds-
ins, hinir máttugu Júpiters gleði-
menn, stíga á stokk kl. 22.
Amina er kærkominn sólar-
geisli í íslenska haustdoðanum.
Sem flestir, þ.á m. þeir sem sáu
Salif Keita og Les Negres Vert-
es í fyrra, ættu að gera sér glað-
an dag og fjölmenna á Hótel ís-
land á fimmtudaginn.
Gunnar L.
Hjálmarsson
skrifar
NYTT HELGARBLAÐ
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991
Hörður
Torfason