Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 8
Sumarferð um Norður-Noreg |V
Nú þarf að útskýra svolítið
við hvaða örðugleika sá á
að etja sem leitar gamalla
kirkna og kirkjugarða í Finn-
merkurfylki. Þetta víðlenda og
strjálbýla fylki fór þannig út úr
síðari heimstyrjöld að ekki
stóð steinn yfir steini. Þegar
Þjóðverjar hörfuðu undan
framrás Rauða hersins þá
ákváðu þeir að það land sem
félli Rússum í hendur skyldi
vera gjörbreytt og allslaust.
Öllu fólki var smalað saman
og flutt nauðugt til suðurs, alls
um 53000 nmanns.
Rússaslóðum
Virkisportið i Vardð.
Inn um þetta port
gengu sjömenningarnir
íslensku 23. júlí 1763.
Hvert einasta hús sem náðist
var brennt eða sprengt, alls eyði-
lögðu Þjóðverjar um 14000 íbúð-
arhús, verslanir og gripahús og
121 kirkju- og skólahús. A allri
Austur-Finnmörku stóð einungis
eftir ein timburkirkja, sem ekki
náðist til sökum anna, kirkjan í
Nesseby við Varangurfjörð. Þá
sprengdu Þjóðverjar hvem einasta
símastaur í tætlur, Rússar skyldu
hafa af öðru gaman en að kjafta í
símann. Kirkjan í KjölleQord, sem
var reist um 1730, þar sem Jón
Magnússon lét skíra böm sín og
var sjálfur jarðsunginn nær jólum
1774 var brennd til grunna 1944. í
kirkjutóftinni stendur nú steinn
með koparskildi þar sem á er
mynd gömlu kirkjunnar. Kirkju-
garðurinn umhverfis hefur nú ver-
ið sléttaður og steinum rutt af
leiðum, einungis kaupmannsfjöl-
skylda frá því um 1880 fékk að
halda sínum steinum. Þar var kát-
ur stráklingur að slá garðinn í
góða veðrinu, hann var skrafhreif-
inn og benti okkur stoltur á nýju
kirkjuna og sagði að við skyldum
spyrja prestinn um hvort hann
vissi nokkuð um íslendingagrafir,
klerkur væri nefnilega alveg sjó-
fróður. Svo sagði hann okkur sitt-
hvað um lífið í Kjöllefjord, þar
væri nú gott að vcra, ef vindur er
suðlægur verður þar mikill hiti og
hnúkaþeyr, það kallast „Rússa-
vindur“ þar um slóðir. Nú var
prestur ekki heima og vegalengdir
miklar svo við héldum aftur suð-
uryfir firnindin, sólin skein og
hreindýrin sem á vegi okkar urðu
höfðu lagt sig á skafla meðfram
veginum til að svala sér. Við vor-
um búin að sjá svo mörg hreindýr
að við vorum steinhætt að taka af
þeim myndir.
Svo ókum við sem leið liggur
yfir í Tanafjörðinn og suður með
Tanaánni, sem er veiðisælasta lax-
veiðiá í Noregi, hún er eiginlega
meira í ætt við fjörð en á og á
upptök bæði í Noregi og Finn-
landi. Alls staðar gat að líta lax-
veiðimenn og auk þess kanóræð-
ara og sjóskíðafólk. Við brúna,
þar sem vegurinn greinist austur
til Varangerfjarðarins er svolítið
þéttbýli og þar fórum við að heyra
aðrar tungur talaðar en norsku.
Þarna byggja margir Samar, og
auk þess eru um 6000 finnsku-
mælandi Norðmenn við Varangur-
fjörð. Við ókum niður að kirkj-
unni í Nesseby sem, ekki var
brennd til að gæta að Islendinga-
gröfum, ekki bar sú leit mikinn ár-
angur, en þó fundum við þar á
stein dálítið framandi nafn, þar
hvildi „Magga Aslaksdotter“ og
var fædd 1844. Nú heita margir
Norðmen Aslak, og ógiftar konur
hétu þar dætur feðra sinna alveg
fram á þessa öld. En „Magga“
hljómaði ekki norskt. Um kvöldið
tókum við á okkur náðir í Vadsö,
sem er stærsti bærinn á sunnan-
verðum Varangerskaga. Þar hefur
verið flskiver og verslunarmiðstöð
frá miðöldum, 75% íbúanna talar
finnsku. í Vadsö æfði Ammund-
sen sig í að fljúga loftskipi, lend-
ingarmastrið hans stendur þar enn
og er sýnt ferðafólki sem rarítet.
Miðaldabyggðin var reist á eyju
skammt undan landi, cn smátt og
smátt hefur byggðin færst upp á
land. Frá þessum slóðum var
sýsluskrifarinn í Öldurdal, O.G.
Hansen, ef einhver skyldi muna
eftir honum.
Daginn eftir lá leiðin til
Vardö, sem er austasta byggð í
Noregi. A miðöldum hét staðurinn
Vargey, en það breyttist síðan í
Varðey, enda útvörður norskrar
byggðar við Barentshaf. I suðri
blánar fyrir fjöllum á Kolaskaga
handan Varangerfjarðar. Leiðin til
Vadsö til Vardö er um 140 kíló-
metrar eftir nakinni strönd. Eitt og
eitt fiskiver norpar þarna fram
við, ma. Skallelv, þar sem allir
tala finnsku. Þama á norðurströnd
Varrangerfjarðarins er gósenland
fomleifafræðinga, þar ægir saman
norrænum, samískum, rússnesk-
um og flnnskum mannvistarleif-
um. A Kibergi, sem er austasti
tangi norska fastalandsins eru
miklar leifar hernaðarmannvirkja
frá síðari heimsstyrjöld, þar gerðu
Þjóðverjar gífurlegt virki, holuðu
heilt fjall að innan. Það hreysi
byggja nú melrakkar einir. Eftir
hálftíma akstur frá Kilberg beint í
norður kemur maður að opi Is-
hafsganganna, fyrstu umferðar-
ganganna í Noregi sem byggð
voru undan hafsbotni milli lands
og eyjar, því Vardö stendur á eyju
einsog Vadsö gerði.
Fyrir þá sem hafa gaman af
sögulegum fróðleik er Vardö til-
valinn áfangi. Árið 1307 vígði
Böðvar
Guömundsson
skrifar
Jörundur erkibiskup í Þrándheimi
fyrstu kirkju staðarins og um svip-
að leyti reisti Hákon V. þar virki
til að verjast rússneskum yfir-
gangi. Það virki var síðar lagt nið-
ur og annað reist í staðinn. Þangað
kom Kristján IV. konungur Dan-
merkur og Noregs til að treysta
hornstólpa dansk-norska ríkisins
og efia vamir gegn Svíum. Eitt af
því sem Kristján IV. gerði sér þar
til skemmtunar var að hann skar
nafn sitt á bita í virkinu, svokall-
aðan konungsbita. Síðari konung-
ar sem komu til Vardð tóku þetta
eftir honum svo þetta varð að lok-
um allra skemmtilegasti biti.
Sennilega til að Rússar hefðu ekki
gagn af bitanum, fleygðu Þjóð-
verjar honum í sjóinn eftir að
halla tók á þá. Bitann rak svo aft-
ur að landi og var um tíma hafður
til að skorða með trillu á þurru
landi, þangað til trillukarlinn las
hvað á bitanum stóð og brá heldur
í brún og kippti honum undan
bátnum og bjargaði frá frekari
skemmdum. Nú er þessi ágæti
konungsbiti til sýnis í virkissafn-
inu og Haraldur og Sonja bæði
búin að skera á hann nöfn sín.
Við byrjuðum strax á því að
skoða virkið, því þar var íslensku
Haustskipafrelsingjunum skotið á
land. Síðan gengum við um
kirkjugarð sem þar er skammt
undan, ef vera skyldi að þar
leyndust íslensk nöfn. En sá
kirkjugarður reyndist ungur,
kunnugir sögðu okkur að gamli
kirkjugarðurinn væri umhverfis
nýju kirkjuna sem reist var á
brunarústum hinnar gömlu. Þar
skoðuðum við á steina, og Eva
bendir allt í einu á stein þar sem
undir hvílir kona með erlent ættar-
nafn, en hefur heitið Borgný og í
sviga stendur (Bogga). A öðrum
legsteini skammt frá stendur Ás-
laug, svo er ættarnafn og loks
fædd Jonsdottir. „Þetta er ekkert
að marka,“ segi ég, og er á leið-
inni burt. „Lestu betur,“ segir
Eva, og þá sé ég að neðar á stein-
inum stendur: Fædd í Reykjavík
1914. Aldrei fór það þó svo að við
fyndum ekki íslenska gröf, en af-
komendur íslenskra sakamanna
fundum við ekki.
Og svo fórum við á safnið þar
sem ung sagnfræðistúdína frá há-
skólanum í Tromsö var alveg ein-
staklega greinargóð. Þar sem við
vorum einu gestirnir leiddi hún
okkur um allt og sagði frá. Við
Vardö virkið voru refsifangar
þrælkaðir alveg fram til 1970. Þar
á safninu er ijósmynd af síðasta
þrælnum, skeggjuðum karli með
heift í augum. A þessu safni eru
líka miklar menjar eftir „pomor-
verslunina", sem var býttiverslun
milli íbúa Varrangerskagans og
strandbúa Hvítahafsins, svokall-
aðra „pomora". Rússamir sigldu
til Vardð með timbur, korn og
iðnaðarvarning sem þeir skiptu
fyrir fisk. Bæði norsk og rússnesk
stjórnvöld höfðu ama af þessari
býttiverslun, en gátu þó ekki
hindrað hana. Hún hélst við lýði
alveg framyfir 1920, að rússnesk
stjómvöld börðu hana niður svo
að ekki bærust óhollar skoðanir
inn í landið í skiptum fyrir kom
og timbur. Og ekki að ástæðu-
lausu. Allt í einu emm við komin
inn í herbergi í safninu þar sem
sjálfur Lenín, eða réttara sagt
bústa hans, stendur á stöpli. Og
segir nú okkar góða leiðsögukona
að Lenín hafi notað pomorversl-
unina til að smygla áróðursritum
inn í Zar-Rússland. Hann hafði
meira að segja rússneska prent-
smiðju og útgáfu í Vardö og sat
þar sjálfur um tíma. Ritunum
smyglaði hann svo inn í landið í
síldartunnum með folskum botni
og stóð ein slík tunna hjá styttu
hans ásamt leifum af prentsmiðj-
unni.
■ ■■
Þjóðverjar settust í Vardö
strax eftir hemám Noregs, Rússar
gerðu margar loftárásir á höfnina,
sem var mikilvægt lægi kafbáta
og skipa sem áttu að hindra
Múrmansksiglingamar. En Rússar
hittu bara sjaldnast hafnarsvæðið,
heldur drituðu þeir sprengjunum
niður út um allan bæ, og svo eyði-
lögðu Þjóðverjar það sem eftir
stóð þegar þeir urðu að hörfa.
Bærinn vara gjörsamlega í rúst
eftir stríðið, en engu að síður
vildu ibúamir flytja aftur til síns
gamla heima. En þeir vildu fara
eins að og fólkið í Vadsö og end-
urreisa bæinn á fastlandinu. Þetta
fannst öllum liggja í augum uppi
nema norska stórþinginu þar sem
enginn sat frá Vardö. Þingið sam-
þykkti að endurreisa byggðina á
sínum stað úti á eyjunni og þar
við sat. Hálfum fjórða áratug
seinna voru göngin undir sundið
milli lands og eyjar loks opnuð og
íbúarnir gátu farið frjálsir ferða
sinna.
Að kvöldi 9. júlí náðum við
svo til Kirkjuness. Kílómetramæl-
irinn sýndi að við vomm búin að
aka 4379 kílómetra frá bílastæð-
inu í Nivá.
NYTT HELGARBLAÐ
8 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991