Þjóðviljinn - 06.09.1991, Side 15
F R É T T I R
Frá rektoraskiptum við Háskóla íslands i gcer. Mynd: Kristinn
Vdxandi misskipting
þjóbartekna
„Við lifum nú á örlagatímum þegar þjóðin er uggandi um fram-
tíðina, um stjórnmálalegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálf-
stæði sitt og um innri gerð þjóðfélagsins. Við upplifum nú örar
breytingar í íslensku samfélagi, vaxandi misskiptingu þjóðar-
tekna og þar við bætist ótti við þverrandi þjónustu velferðarkerf-
isins sem auka mun enn á aðstöðumun ríkra og fátækra,"
sagði Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor m.a. í kveðju-
ræðu sinni við rektoraskipti I Háskóla íslands.
Sigmundur sagði að þótt ýmsir
hagffæðingar sjái allt efnahagslíf
þjóðarinnar í klakaböndum þá fari
því fjarri að ástæða sé til þess að
óttast framtíðina.
„Við eigum enn auðlindir okk-
ar, fiskimiðin, orkulindir, óspillta
náttúru og góða almenna menntun.
Við þurfum sem þjóð vissulega að
vinna markvissar og skilgreina
okkar markmið og leiðir betur en
áður og taka þá smærri skref ef
þurfa þykir til að hrasa síður á
grýttri leið atvinnuþróunar."
Sigmundur ræddi um ár sín
sem rektor og sagði að mikilvæg-
asti árangur umbótaviðleitni há-
skólans á þeim árum fælist í aukn-
um innri styrk háskólans og auk-
inni tiltrú almennings á skólanum.
„Það reyndi á þennan innri
styrk háskólasamfélagsins í endur-
teknum stormasömum átökum við
stjómvöld og einnig í kjarabaráttu
háskólakennara þegar hagsmunir
nemenda, skjólstæðinga Háskól-
ans, voru hafðir í fyrirrúmi."
Sveinbjöm Bjömsson, nýr rekt-
or Háskólans sagði í upphafi
ávarps síns að enda þótt auðlindir
náttúm hafi veitt mörgum þjóðum
dijúga búbót sé mönnum nú orðið
ljóst að helsta auðlind hvers nú-
tímasamfélags sé fólgin í mann-
auði þess og þjálfun hans til ný-
sköpunar. „Þær þjóðir sem búa við
mesta hagsæld leggja því kapp á að
hvetja ungt fólk til háskólanáms og
rannsóknastarfa.“
Sveinbjöm ræddi vítt og breitt
um hlutverk Háskólans m.a. það
hlutverk hans að gegna forystu um
varðveislu íslenskrar tungu og ný-
sköpunar hennar. Síðan snéri hann
sér að því að ræða um þá stefnu
sem Háskólinn ætti að setja sér til
næstu ára.
„Reyndar er erfitt að festa hug-
ann við þessa framtíðarsýn, þegar
upp hrannast þau óveðursský sem
móta almenna umræðu þessa dag-
ana. Háskólinn skilur mætavel þá
erfiðleika sem við er að glíma í rík-
isfjármálum. Hann væntir einnig
skilnings stjómvalda, að þörf þjóð-
arinnar fyrir háskólamenntun fer
ört vaxandi og Háskólinn er því í
hröðum vexti og mótun. Háskólinn
hefur reyndar gengið á undan með
góðu fordæmi og getað með hag-
ræðingu og spamaði í rekstri bætt
við sig 600 nemendum eða sem
nemur heilum framhaldsskóla, án
þess að raungildi fjárveitinga til
Háskólans hafi vaxið undanfarin
Qögur ár.
Lengra verður tæplega komist i
almennri hagræðingu og frekari
skurður íjárveitinga hlýtur því að
leiða til takmörkunar á þeirri
kennslu sem boðin er eða takmörk-
unar á fjölda nemenda sem teknir
em til náms. Hvort tveggja mundi
beina nemendum til annarra landa
til náms og auka byrði Lánasjóðs
námsmanna. í umræðu þingflokka
um væntanleg fjárlög hefur komið
fram tillaga um skólagjöld sem
lögð yrðu á nemendur til að mæta
skertum rekstrarfjárveitingum til
Háskólans. Háskólinn telur ekki
ráðlegt að fara inn á þessa braut til
að ná endum saman í rekstri skól-
ans. Reynsla af slíkum gjöldum er
að þau fara hækkandi með tíma og
geta orðið veruleg hindmn fyrir
efnaminni stúdenta og bammargar
fjölskyldur," sagði Sveinbjöm.
Af framtíðarverkefnum sem
Sveinbjöm lagði áherslu á i ræðu
sinni má nefna bætt launakjör há-
skólamanna. „Að óbreyttum kjör-
um getur Háskólinn ekki keppt við
erlenda háskóla, eða fyrirtækr í at-
vinnulífi hér, um hæfa menn til
kennslu- og rannsóknastarfa.“
Hann nefndi mikilvægi þess að
Þjóðarbókhlaðan yrði tilbúin hið
fyrsta, því bókasafnsmál Háskól-
ans væm í slæmu standi. Eitt
stærsta verkefni komandi ára að
hans mati er að endurbæta skipulag
og stjómsýslu rannsóknastarfsemi
Háskólans. Einnig þarf að bæta
kennslu og aðbúnað nemenda og
auka miðlun þekkingar til almenn-
ings, en í því sambandi segir hann
að Þjóðarbókhlaðan geti orðið eins
konar menningarhús þar sem stöð-
ug almenningsfræðsla fer fram.
Að lokum sagðist Sveinbjöm
vona að sá einhugur og bjartsýni
sem eldmóður Sigmundar rektors
hefur kveikt með háskólamönnum
brenni enn um stund.
-Sáf
Eystrasaltsríkin
á leið í EB?
Utanríkisráðherrar Eystra-
saltsríkjanna Eistlands, Lett-
lands og Litháens sögðu í gær að
ríki þeirra myndu leita eftir nán-
ara samstarfl við Evrópubanda-
lagið til að leysa hinn mikla efna-
hagsvanda sem ríkin eru í.
Ráðherramir þrír, Meri, Saud-
argas og Jurkans funda með utan-
ríkisráðhemim Evrópubandalags-
ins í Bmssel í dag. Þeir vonast til
að ná svipuðum samningum við
Evrópubandalagið og það hefur
þegar gert við Tékkóslóvakíu,
Ungverjaland og Pólland. Meri
sagði á fréttamannafundi í gær að
samstarfssamningur á sviði efna-
hagsmála myndi án efa hjálpa
Eystrasaltsríkjunum að leysa efna-
hagsvanda sinn.
Búast má við að ef af sam-
starfssamningi verður sé það að-
eins íyrsta skrefið í átt að aðild að
Evrópubandalaginu. Reuter/áþs.
Lennart Meri utanrikisráðherra
Eistlands í Reykjavík á dögunum.
Mynd: Kristinn.
Blaðberasr óskast
Vantar blaðbera í nokkur hverfi í Hafnarfirði og
Garðabæ.
Vinsamlegast hafið samband í síma 681333
(Sveinþór), eða eftir kl. 17.00 í síma 653383.
ÞJÓÐVIJJINN
Söngfólk - kór
Við Laugarneskirkju starfar 35 til 40 manna kór
(stjórnandi Ronald V. Turner) sem getur bætt
við sig söngfólki nú í vetur. Við leitum að 3 til 4
tenórum, 3 til 4 bössum og 2 til 3 altröddum.
Æskilegt er að umsækjendur hafi grunnþekk-
ingu í nótnalestri.
Meðal verkefna vetrarins verða:
Requiem, eftir Gabriel Faureé, módettur eftir
Palestrina, Byrd og fleiri verk.
Boðið verður upp á söngkennslu að kostnaðar-
lausu í einkatímum eða smáhópum.
Æfingar eru á miðvikudagskvöldum.
Upplýsingar gefa Ron, sími 32518 (eða
679422) og Sigríður (36842).
| B | FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
VII Síðumúla 39 — 108 Reykajvík — Sími 678500
Þroskaþjálfi -
meðferðarfulltrúi
Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði 20, ósk-
ar eftir að ráða þroskaþjálfa og meðferðarfulltrúa.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi
með fötluöum börnum. Um er að ræða 90% starf
dag-, kvöld- og helgarvaktir og 35% starf við seinni-
partsvaktir.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
681311 og 21682. Umsóknarfrestur er til 20. sept-
ember n.k.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást.
SVTR
Utboð
Akstur í austurbæ Reykjavíkur
með litium almenningsvögnum
Á næstunni er fyrirhugað að hefja akstur í tilrauna-
skyni með litlum vagni í gamla austurbænum. Skv.
ákvörðun borgarráðs verður aksturinn boðinn út.
Áskilinn verður réttur til að gera breytingar á akst-
ursleið og tímaáætlun eftir því sem reynsla segir til
um.
Nánari upplýsingar og útboðslýsingu er að fá á
skrifstofu SVR Borgartúni 35 Reykjavík gegn skila-
tryggingu að upphæð kr. 2.000,-.
Tilboðum óskast skilað á sama stað eigi síðar en
16. sept. n.k.
Reykjavík4. sept. 1991
Strætisvagnar Reykjavíkur
NÝTT HELGARBLAÐ
1 5 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991