Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 2
Skæruliðar í stj ómarráðinu Ríkisstjórnin notar nú hvert tækifæri sem gefst til aö sannfæra þjóðina um þann gríðarlega „vanda“ sem steðji að ríkissjóði úr ölium áttum. Þetta er liður í því ætlunarverki að gerbreyta þjóðfé- laainu á fáeinum árum úr því að vera mannúðarþjóð- félag með sæmilega þéttriðnu öryggisneti í þjóðfelag markaðshyggjunnar, þar sem hinir efnuðu hafa að- stöðu til að Kaupa sér alla þá velferðarþjónustu sem þeir vilja, en hinir fátæku eru látnir lönd og leið. Til að ná því marki er beitt öllum tiltækum ráðum í áróðrinum gegn velferðarkerfinu, meðal annars að færa ríkisreikningana á nýjan hátt og kalla niðurstöð- una halla. Þannig kynnti fjármálaráðherra reikninginn fyrir 1989 og er þar sýnt fram á að „hallinn" á ríkis- sjóði hafi verið 64,5 milljarðar, en ekki 4,5. Þetta er gert með því að færa skuldbindingar ríkissjóðs, ára- tugi fram í tímann, til gjaida. Þá kemur að sjálfsögðu út mikil upphæð og ef ætlast væri til að hún yrði greidd i einu lagi árið sem hún er færð þarf ekki að segja neinum manni að ríkissjóður yrði ekki borgun- arfær. Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs einar saman, talsvert fram á næstu öld, nema að sjálfsögðu mil- iörðum króna. Hið sama gildir um skolakerfið. I landi þar sem öll börn eru skólaskyld hefur ríkissjóður skuldbundið sig um miiljarða á milljarða ofan svo lengi sem skólaskyldan er við lýði. Framhaldsskólarn- ir, háskólarnir, heilbrigðis- og tryggingakerfið mun á næstu öld kosta óteljandi milljaroa og þannig mætti lengi telja. Bókhaldskúnstir af þessu tagi þjóna þá því aðeins faglegum tilgangi að reynt sé að finna líklegar tekjur á móti skuldDindingunum. En vill einhver spá fyrir um það hver veður líklegur afrasktur af sjávarútvegi Is- lendinga árið 2050? Hverju skilar iðnaðurinn á næstu öld? Hvað verða margir erlendir ferðamenn á íslandi að sextíu árum liðnum? Vill einhver spá fyrir um velt- una í þjóðfélaginu það ár? Þannig mætti endalaust halda áfram að reikna út vanda framtíðarinnar og fá raunar hvaða útkomu sem menn kæra sig um. Velferðarþjónusta, sem greidd er úr sameiginleg- um sjóðum, samrýmist ekki þeirri hugmyndafræði sem ríkisstjórnin byggir stefnu sína á. Kjósendur höfnuðu þessari hugmyndafræði þegar nún var sett fram á afdráttarlausan hátt í kosningum fyrir meira en áratug oa hlaut þá í vitund fólks heitið: Leiftursókn gegn lífskjörum. Núna er þessi sókn að hefjast, en í þetta sinn er lagt af stað af meiri hyggindum en minni heilindum en áður. Kjósendum var ekki gefinn kostur á að kjósa um slíka stefnu í vor. Sjálfstæðisflokkurinn fór afar illa nestaður í kosningabaráttuna, en Alþýðu- flokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands, hélt á lofti merkjum jafnaðar. Leiftursóknin rann út í sandinn á sínum tíma. Nú blasir hins vegar sú hætta við að hin nýja baráttuað- ferð, þar sem ráðherrarnir eru eins og skæruliðar gegn velferðarkerfinu, muni skila verulegum árangri. Ollu ertil tjaldað, bókhaldsbrellum sem óðru. Ymsum finnst að rikisstjórnin viti stundum ekki hvað hún er að gera. Tilskipanaflóðið úr ráðuneytunum gæti vissulega bent til þess, en svo er ekki. Ríkisstjórnin veit hvað hún vill. Hún er knúin áfram af „hugsjónum" frjálshyggjunnar og hefur langtímamarkmið að leiðar- Ijósi. Allt sem hún aðhefst þjónar þessum markmið- um. Því miður bendir flest til að hún muni halda þing- liði sínu saman næstu misserin, hvað sem líður þeim stormi í vatnsglasi sem orðið hefur vart að undan- förnu, þannig að kjósendur fá að líkindum ekki tæki- færi til að kjosa um stefnuna fyrr en að tæpum fjórum árum liðnum. hágé. Þtóðviltinn Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandí: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1200 kr. <2 Q "'cj I Ástæð, RíkS e'nka' Ekkf^^^tTsvæ^ 6fldar lkh var farið að r.,Æsstöðv ^fpsins 'verð- Að einkavæða Ríkisútvarpið Sjálfstæðismenn eru alltaf að gera samþykktir um að það skitli einkavæða þetta og hitt. Ekki síst ungir Sjálfstæðismenn, þeir eru alltaf að ítreka þetta, þegar þeir mega vera að því að hugsa um annað en það hver svindlaði á hverjum á síðasta landsþingi þeirra. Meðal annars vilja þeir endilega einkavæða Ríkisútvarpið. Meira að segja menntamála- ráðherra tók undir þetta þegar hann heimsótti unga flokksbræður á Isa- firði. Trúin á einkavæðinguna er að sínu leyti hliðstæða við trúna á þjóðnýtinguna. Þeir sem trúaðir eru þykjast vissir um að þeir hafi fundið rétta formúlu. Þeir vilja helst ekki um það hugsa, að það fer fyrst og fremst eftir þeirri starf- semi sem rekin er i hveiju fyrir- tæki eða stofnun hvort á betur við einkavæðing eða opinber rekstur eða þá einhver samábyrgðarrekstur starfsfólksins. Og menn eru smám saman að koma sér niður á það að þar sem samkeppni er nokkuð sjálfgefin, þar sé farsælast að láta einkafyrirtæki bítast um markað á jafnréttisgrundvelli. Öðru máli gegnir um starfsemi sem eðli málsins samkvæmt býður varla upp á alvöru samkeppni (póstur og sími, rafmagn og gas, almennings- samgöngur). Þar er lítið unnið með þeirri einkavæðingu sem t.d. í Bretlandi leiðir varla til annars en að nýir forstjórar koma til skjal- anna og skammta sjálfum sér margfalt á við það sem opinberir embættismenn fengu áður fyrir að stjóma ýmsum þjónustufyrirtækj- um. Hvað um dagskrána? Umræðan verður öllu mjög í skötulíki ncma menn spyrji sig í alvöru að því hvað gerist þegar til- tekið fyrirtæki er „einkavætt". Þegar rætt er um útvarp og sjón- varp þá eiga allar spumingar að víkja fyrir því, hvað verður um dagskrána. Mun hún batna með einkavæðingu? Eða versna? Og þar stendur hnífurinn í einkavæðingarkúnni. Meira að segja Morgunblaðið og fjölmiðla- skrifarar þess geta ekki fengið af sér að mæla með einkavæðingu Ríkisútvarpsins. Vegna þess að hvemig sem reynt er þá geta þeir ekki með heiðarlegu móti komist að þeirri niðurstöðu að ljósvaka- miðlar yrðu betri, dagskráin metn- aðarfyllri og í anda óska um blóm- legt islensk menningarlff, ef þeir yrðu afhentir einhveiju hlutafélagi. Sem héti almenningshlutafélag en kæmist náttúrlega strax i hendum- ar á þeim sem eiga Eimskip og Flugleiðir og allt hitt. Þessa visku hefur Morgunblað- ið úr breskum íhaldsmönnum sem sáu það af hyggjuviti sínu að ekki mátti afhenda BBC einkaframtak- inu. Vegna þess að þá yrði dag- skráin háð auglýsingum og þá mundi henni hnigna. Eftir þeirri einföldu formúlu sem sannast hvar sem litið er um heiminn: ef ljós- vakamiðill á að stjómast afþví hve hátt hlutfall landsmanna horfir (hlustar) á hvem þátt, þá þokar metnaður í dagskrárgerð jafnt og þétt fyrir endalausum afþreyingar- málamiðlunum, sem em allar sömu ættar. Fjölbreytnin er úr sög- unni. Að hata sinfóníur Ólafúr Ffauksson skrifar eina ferðina enn um einkavæðingu Rík- isútvarps í Morgunblaðið á dögun- um. Eins og svo margir aðrir trú- menn neitar hann að horfast í augu við það sem máli skiptir. Hann vill ,jafna aðstöðu“ Rikisútvarps (sem yrði breytt í hlutafélag) og einka- stöðva með því að felia niður af- notagjöld. Og dettur ekki í hug að spyrja hvað yrði um íslenska dag- skrárgerð sem svo mætti heita ef hún ætti að rekast á jafnlitlum markaði og hér fyrir auglýsingafé eitt saman. Nei - allt slíkt verður smottérí hjá Meginreglunni: að allt skuli einkavætt. Og ef einhver talar um menn- ingu, þá ferst Ólafi Haukssyni eins og mörgum áður: hann dregur upp hanann á sinni andlegu skamm- byssu. Hann veitist að fjölmiðla- skrifara Morgunblaðsins fyrir menningarsyndir með þessum hætti:, „Ásgeir Friðgeirsson grípur einnig til þess að fara með gamla tuggu um mennta- og menningar- hlutverk Ríkisútvarpsins. Stofnun- in reyndi áratugum saman að troða menningu ofan í þjóðina af slíku offorsi að heilu kynslóðimar hata sinfóníur, prelúdíur og fúgur, lúðrasveitir og strengjakvartetta“. Það sem fólkið vill Hér snýr allt öfugt náttúrlega. Það er alveg rétt að Útvarpið „tróð“ sígildri tónlist ofan í þjóð- ina allt frá upphafi vega. Tónlistar- dagskráin var alls ekki „það sem fólkið vildi“. Fólkið vildi harmon- íkumúsík, lúðrasveitir og karlakór að syngja Stenku Rasín. Og nokkra sígræningja í viðbót. Ef farið hefði verið að óskum þjóðar- innar hefði aldrei neitt annað heyrst í útvarpinu árum saman. Hvorki sígild tónlist né heldur djass, sem venjulegu fólki fannst eins og hver annar ófriður og há- vaði. Það vom ekki „heilar kynslóð- ir“ sem hötuðu „sinfóníugargið“ - það var fyrsta kynslóð útvarps- hlustenda. Siðar gerðist það með þrautseigu „menningar- og uppeld- ishlutverki“ Ríkisútvarpsins að það stækkaði eyrað á þjóðinni. Hún fór að kunna að meta slatta af ópemmúsík og djass og Mozart karlinn og margt fleira. Hún fór líka að venjast því að músík væri ekki barasta það sem „ég vil heyra“. Hún vandist á plúralisma, fjölhyggju í tónlist. Þetta hefði aldrei gerst ef Út- varpið hefði verið auglýsingafyrir- tæki frá upphafi. Og þetta er bar- asta eitt dæmi af mörgum. „Enginn“ les það blað Fjölhyggjan er líka á dagskrá í sambandi við útgáfú blaða. Birgir Ámason skrifaði um daginn í Pressuna. Hann er einn af þeim sem vilja að Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið hætti að vera til. Hann sveiar þeim blöðum fyrir að passa ekki í markaðskram- ið. „Það nennir enginn að lesa þessi blöð“ segir hann. Nú er það að vísu rétt að ekki nenna margir að lesa Alþýðublaðið þegar það er fjórar síður. Það þarf hörku til. En Tíminn og Þjóðvilj- inn ná þó til amk. tíu prósenta þjóðarinnar hvort blað. Ofl til stærri hluta. Og ef blað nær til 10-15% ein- hverrar þjóðar þá mundi engum detta það í hug í öðmm löndum að segja að „enginn nennir að lesa“ slíkt blað. Hvar sem er annarsstað- ar væri þetta talin góð útbreiðsla á blaði og áhyggjuefui ef „markhóp- ur“ slíkrar útgáfu fengi ekki sinn skammt. Ef menn vilja stilla dæminu upp þannig að blað skuli ekki lifa nema það nái til segjum þriðjungs þjóðarinnar, þá er aftur komið inn á sjónarmið þeirra sem vilja einka- væða RUV. Þeir trúa á magnið, en hafna fjölbreytninni. Þeir neita að horfast í augu við þá höfúðstað- reynd að hvað sem um markaðinn verður annað sagt þá er hann á sviði fjölmiðla óhollur lýðræði og fjölhyggju. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. september 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.