Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 7
ElLENDAK A Umsjón: Ámi Þór Sigurðsson Árás á Zagreb ekki útilokuð Háttsettur yfirmaður í júgóslavneska hernum sagði í gær að hann gæti ekki útiiokað að sprengjuárásir yrðu gerðar á Za- greb, höfuðborg Króatíu, í bar- dögunum sem nú eiga sér stað. Ante Markovic forsætisráðherra Júgóslaviu bað í gær um alþjóðlega aðstoð við að koma á friði i landinu. Hann sagði stjóm sína standa mátt- vana frammi fyrir blóðbaðinu í Króatíu, þar sem króatiskir þjóð- varðliðar eiga í höggi við júgóslav- neska sambandsherinn sem að mestu er skipaður Serbum. Markov- ic sagði að án erlendrar aðstoðar og án íhlutunar Evrópubandalagsins gæti stjóm landsins ekki stöðvað borgarastyijöldina. Viðræður áttu sér stað um helgina milli króatískra herforingja og leiðtoga sambands- hersins, en enn hefur engin lausn fundist og að sögn Markovic verður viðræðunum haldið áfram. Forsæt- isráðherrann sagði að heimsókn Carringtons lávarðar, sem er í for- sæti Evrópuráðstefhunnar um mál- efhi Júgóslavíu, og fundir hans með Slobodan Milosevic forseta Serbíu og Franjo Tudjman leiðtoga Króatíu væri mikilvægt tækifæri fyrir Júgó- slavíu. Hann sagðist þó ekki eiga von á að ein heimsókn myndi leysa vandamálin, en hún skapaði tæki- færi sem menn mættu ekki missa af. Evrópubandalagið, sem hefúr árangurslaust reynt að miðla málum í Júgóslavíu, ræðir nú möguleikana á að senda friðargæslusveitir til landsins, en um það munu vera skiptar skoðanir meðal aðildarríkj- anna. Vestur Evrópubandalagið, sem er hemaðarbandalag niu EB-ríkja, mun íhuga að senda friðaigæslu- sveitir til Júgóslaviu og munu utan- ríkisraðherrar ríkjanna hittast í dag, strax að loknum utanríkisraðherra- fundi Evrópubandalagsins, til að rasða það mál. I yfirlýsingu þýska utanríkisráðuneytisins segir að Vest- ur Evrópubandalagið muni íhuga að senda friðargæslusveitir vegna þess að Evrópubandalagið virðist ekki í stakk búið til að stilla til friðar í Júgóslavíu. Ungverskir landamæraverðir skýrðu frá þvi i gær að þijár orustu- flugvélar júgóslavneska sambands- hersins hefðu rofið lofthelgi Ung- veijalands og að tvær þeirra hefðu skotið flugskeytum að Króatfu. Blóðbaðið heldur áfram I Júgó- slavfu og tilraunir Evrópubanda- iagsins til aö stilla til friöar virðast engan árangur bera. Hægrisveifla í sænsku kosningunum Sænsku kosningarnar á sunnudag urðu mikill sigur fyrir hægri öflin. Jafnaðarmenn, sem farið hafa með völd í iandinu í nær samfellt 50 ár, töpuðu miklu fylgi og hefur formaður flokksins og forsætisráðherra, Ingvar Carls- son, beðist Iausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Úrslitin urðu sem hér segir: Jafnaðarmannafl. 38,2% (-5,0%) Vinstri flokkurinn 4,5% (-1,3%) Miðflokkurinn 8,6% (-2,7%) Þjóðarflokkurinn 9,2% (-3,0%) Kristil. demókratar 7,2% (+4,3%) Hægri flokkurinn 22,1% (+3,9%) Nýtt lýðræði 6,8%. Jafnaðarmannaflokkurinn og Vinstri flokkurinn fá samtals 154 þingsæti, hægri flokkamir 170 og Nýtt lýðræði 25 þingmenn. Viðbrögð grannríkjanna við kosningaúrslitunum em ólík. Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra Noregs, sagði í viðtali við norska blaðið Verdens Gang í gær að úrslitin væra hörmuleg. Það yrði jafn erfitt að stjóma Svíþjóð og það væri að stjóma Noregi, en með því vísar hún til þess að hvorki hægri blokkin né sú vinstri hafi hreinan meirihluta. Uffe Ellemann- Jensen utanrikisráðherra Danmerkur fagn- aði úrslitunum i gærmorgun. Hann sagðist hlakka til að starfa með nýju ríkisstjóminni. í viðtali við danska ríkisútvarpið sagði Ellemann-Jens- en að sænskir kjósendur virtust hafa áttað sig á að þriðja leiðin milli kap- ítalisma og kommúnisma leiddi að- eins til stjómnálaöngþveitis og frelsisskerðingar. Búist er við að Thage Petterson forseti sænska þingsins feli Carl Bildt formanni Hægri flokksins að mynda nýja ríkisstjóm. Velferðarríkið - Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð á sunnudaginn. Úrslit þeirra komu ekki mjög á óvart ef miðað er við skoðana- kannanir undanfarnar vikur og mánuði. Jafnaðarmanna- flokkurinn, sem farið hefur með stjórn iandsins í meira en 50 ár að frátöldum árunum 1976- 1982, galt afhroð og fékk rétt rúm 38% atkvæða á móti rúmum 43% í síðustu kosningum. Ingvar Carlsson forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Líklegast er tallð að Carl Bildt, formanni Hægri flokks- ins, verði falið að mynda nýja ríkisstjórn, en flokkur hans fékk um 22% atkvæða, bætti við sig um 4% og er næst stærsti flokkur Iandsins. Ný stjómmálasamtök, sem kalla sig „Nýtt lýðræði“ og stofn- uð vora í vor, fengu mikinn með- byr og hlutu um 7% atkvæða. Flokkurinn kemst þar með í odda- aðstöðu á sænska þinginu, en það eitt eiga „gömlu“ flokkamir sam- eiginlegt að vilja ekki starfa með „Nýju lýðræði“ og leiðtogum þess. Megin ástæða þess er að flokkurinn er ekki talinn til „ábyrgra“ stjómmálaflokka, hann sé eiginlega lýðskramaraflokkur og svo langt til hægri að það sé ekki með nokkra móti unnt að hleypa honum að landsstjóminni. Það einkennir þessar kosning- ar sérstaklega hve margir tapa og fáir vinna. Hægri flokkurinn, Kristilegir demókratar og Nýtt lýðræði vinna allir mikið á, en Jafnaðarmenn, Vinstri flokkurinn, Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og Umhverfisvemdarflokkurinn tapa allir og sá síðastnefndi datt reyndar út af þingi, því hann náði ekki 4% atkvæða sem til þarf til að fá kjörinn þingmann. Sem sagt: vinstri og miðflokkar tapa, en hægri flokkar vinna, því lengra sem þeir eru til hægri þeim mun stærri er sigurinn! Þannig er nú komið velferðar- rikinu Svíþjóð og Jafnaðarmanna- flokknum, fánabera velferðarpól- itíkur í þróuðum löndum. En hvað veldur? Getur verið að hrun Sovétríkj- anna hafi haft áhrif á sænska kjós- endur og fylkt þeim um nýjan öfgasinnaðan hægri flokk og Kristilega demókrata? Ekki verð- ur það talin trúleg skýring hér, heldur miklu fremur hitt að al- menn óánægja og leiði með sænsk stjómmál, sem hafa verið í ótrú- lega fostum skorðum um áratuga- skeið, hafi fengið útrás við það að kjósa ný og að sumu leyti óábyrg öfl inn í sænska Riksdagen. Það má heldur ekki gleyma að „Nýtt lýðræði" lagði mikla áherslu á að aðstoð við innflytjendur og þróun- arlönd yrði skorin niður og vel er líklegt að slík sjónarmið hafl gengið greitt í kjósendur. Það er afar algengt að þegar harðnar á dalnum heima fyrir finni menn sér blóraböggul til að skella skuldinni á, þegar dregur úr atvinnumögu- leikum er auðvelt að krefjast þess að innflytjendur verði látnir fjúka úr störfum, þeir era jú bara fyrir! En að slepptu öllu gamni er ef til vill hollt fyrir jafnaðarmenn að þurfa endrum og eins að standa upp úr rikisstjómarstólunum og viðra sig agnar ögn. Því eins og stundum hefur verið sagt: ef meiningin er að reka hægri pólit- ík, er þá ekki best að láta hægri menn um það sjálfa? Sannleikur- inn er nefnilega sá að Jafnaðar- mannaflokkur Svíþjóðar hefur tekið æði margar hægri beygjur að undanfömu og mörg kennisetn- ingin hefur fengið að fjúka, svo sem eins og um hlutleysisstefnu Svia. Velferðarkerfið hefur líka mátt þola atgöngu jafnaðarmanna í þeim tilgangi að draga úr ríkisút- gjöldum. Er það ekki svo að jafn- aðarmenn hafi upp skorið i sam- ræmi við það sem þeir sáðu? Kosningámar í Sviþjóð setja hægri blokkina i sænskum stjóm- málum í nokkurn vanda. Að minnsta kosti Þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn hafa aftekið sam- starf við Nýtt lýðræði. Engu að síður verður að teljast líklegast að einhvers konar hægri stjóm taki við völdum. Carl Bildt, formaður Hægri flokksins, fær umboð til stjómarmyndunar og reynir trú- lega að mynda minnihlutastjóm Hægri og Þjóðarflokksins, sem síðan yrði að semja við aðra flokka frá einu máli til annars. Osennilegt er að slik stjóm myndi sitja allt kjörtímabilið sem er þrjú ár. Ástæða þess er einfaldlega sú að jafnaðarmenn eru þrátt fyrir allt svo sterkir að minnihlutastjóm getur ekki til lengdar komist hjá samstarfi við þá. Og þá er spum- ing hvort ríkisstjómin gæti til lengdar átt allt sitt undir jafnaðar- mönnum. Annað mynstur var aðeins rætt í lok kosningabaráttunnar, nefni- lega samstarf milli blokka, t.d. milli jafnaðarmanna og Miðflokks og Þjóðarflokks. Eins og áður sagði hafa sænsk stjómmál verið í afar föstum skorðum um áratuga- skeið, svo föstum að samsteypu- stjóm milli blokka verður að telj- ast út úr myndinni á fyrstu stigum a.m.k. Ekki er þó hægt að skjóta loku fyrir það að slíkt samstarf gæti tekist ef fyrsta tilraun hægri flokkanna mistækist eða að slík stjóm sæti skamma hríð. En þá væri brotið blað í stjómmálasögu Svíþjóðar. Svíar völdu hægriflokkana, og Carl Bildt verður líklega næsti forsætis- ráðherra. Það er fróðlegt að skoða úr- slitin i Svíþjóð í samhengi við úr- slit bæjar- og fylkisþingkosning- anna í Noregi um síðustu helgi. Þar unnu Miðflokkurinn og Sósí- alíski vinstri flokkurinn mikið á, aðallega vegna andstöðu við evr- ópska efnahagssvæðið og aðild að EB. Atvinnumál voru þar líka á dagskrá, en atvinnuleysi er nú það mesta í Noregi um langt árabil. í Sviþjóð var litið sem ekkert rætt um Evrópuþróunina, Svíar hafa jú sótt um aðild að EB, en efnahags- þrengingar era af svipuðum toga í báðum löndunum. Óháð því hvað veldur, er ljóst að Svíþjóð siglir nú hraðbyri inn i miðstýrða Evrópu, hyggst kasta fyrir róða ýmsum verðmætum sem einkennt hafa sænskt sósíal- demókratiskt velferðarkerfi og gefa markaðslögmálum lausari taum en nokkra sinni fyrr. í Nor- egi hafa kjósendur góðu heilli stöðvað þann gang mála, um tíma a.m.k. Slfla 7 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.