Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 6
Mmning Sigurlaug Þ. Ottesen Fædd 11. júní 1921 - Dáin 6. september 1991 Verkamannabústaðimir við Hringbraut í Reykjavík eru tákn þeirra tíma þegar íslenskt alþýðufólk efaðist ekki um eigin samtakamátt og þekkti mikilvægi samstöðunnar. Þeir voru byggðir áður en einstak- lingshyggjan breytti okkur í örvænt- ingarfulla skylmingarþræla í mis- kunnarlausri baráttu við náungann. Þeir sem þar lögðu hönd á plóginn hefðu átt að verða komandi kynslóð- um hvatning til ffekari dáða, en flest bendir til þess að okkur ætli að takast að gleyma starfi þeirra og hugsjón- um, enda gæti hvort tveggja raskað sálarró okkar sem þykjumst tæplega aflögufær með tíma, hvað þá meira, náunganum til handa. Ennþá erum við þó svo rík að eiga fólk sem geymir í hjarta sér minninguna um baráttu genginna kynslóða fyrir rétti lítilmagnans, og það sem meira er, heldur þeirri baráttu áfram hvert með sínum hætti. Bestu fúlltrúar þessa óeigin- gjama hugsjónafólks hafa þó verið að kveðja okkur einn af öðrum og verður skarð þeirra vandfyllt í heimi þar sem háleitar hugsjónir eru gjam- an kallaðar „tímaskekkja" og hin upprunalega merking orðsins ,jafh- aðarmaður" er svívirt af þeim sem oftast skreyta sig með því. Og enn hefúr tómarúmið stækkað því fækk- að hefur í úrvalssveitinni. Tengda- móðir mín, Sigurlaug Þ. Ottesen var jarðsungin ffá Fríkirkjunni í gær. Hún var dóttir Þorláks G. Otte- sen og Þuríðar Friðriksdóttur, en bæði em þau kunnir baráttumenn í sögu verkalýðshreyfmgarinnar. Hún var þriðja bam þeirra hjóna, en alls urðu bömin sex, fimm dætur og einn sonur og em fjórar dætur enn á lífi. Fjölskyldan flutti í verkamannabú- staðina, n.t.t. að Hringbraut 84, þegar Sigurlaug var enn innan við ferm- ingu og höguðu örlögin málum svo að þar varð hennar ffamtíðarheimili. Hún giflist Bimi Þorgeirssyni 1943 og eignuðust þau þijú böm, Þorgeir, Ingibjörgu og Þuríði. Arið 1972 slitu þau samvistum og fljótlega eftir það réði Sigurlaug sig til starfa hjá Tryggingastofhun ríkisins. I fyrstu sinnti hún almennum skrifstofustörf- um, en var síðan boðið starf fulltrúa og má fullyrða að það hafi verið til mikillar gæfu fyrir stofnunina og skjólstæðinga hennar. í þessu vanda- sama starfi fengu bestu eiginleikar Sigurlaugar að njóta sín í þágu þeirra sem minna mega sín. Þeir em ófáir, jafnt öryrkjar, aldraðir og aðrir, sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélag- inu, sem fengu að njóta réttsýni hennar og þeirrar sterku réttlætis- kenndar sem henni var í blóð borin. Þeir sem til hennar leituðu með vandamál sín lærðu að treysta því að hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að verða þeim að liði. Árið 1988 neyddist hún til að hætta starfi sínu vegna veikinda og hafði þá þráast lengur við en hollt gat talist. Þegar ég hitti Sigurlaugu fyrst fyrir 10 árum, skynjaði ég fljótlega að þar fór kona sem mátti treysta og þvi trausti hefur hún aldrei bmgðist. Hún hefur staðið þétt við bakið á bömum sínum og fjölskyldum þeirra í blíðu og stríðu. Þegar aðrir vildu draga úr þá hvatti hún. Þegar auðvelt heföi verið að stinga höfðinu í sandinn, taka ekki afstöðu, þá tók hún af skarið. Þegar einhveijum fannst öll sund vera að lokast þá eygði hún oftast smugu. Orðagjálfur, innantóm loforð og sjálfvirkt kurteisishjal var henni mjög á móti skapi, og maður gat treyst þvi að hún segði ekkert nema það sem hún meinti. Þá sagði hún það líka hvort sem það hentaði manns eigin uppskrift eða ekki. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát- ur því fáir hafa verið mér jafin áhrifa- mikil fyrirmynd í hreinskiptinni framkomu og hún. Það var líka hægt að treysta hug- sjónum hennar. Það var nánast sama hvað við ræddum, alltaf skein í gegn grundvallaratriðið í afstöðu hennar til lífsins; krafan um jöfnuð, réttlæti og heiðarleika. Hún var ágætlega að sér í heims- málum og hafsjór af fróðleik á ís- lenskum vettvangi. Minni hennar var nánast óskeikult og mátti ég oft hafa mig allan við að fylgja henni þar sem hún geystist fram og aftur söguna og töfraði fram myndir af liðnum at- burðum þannig að unun var að hlusta á. Og þegar talið barst að samtíman- um og hitnaði í kolunum hjá okkur, þurfti stundum að kæla sig niður með hressingu úr ísskápnum og þá gat maður treyst þvl að finna upptak- arann á sínum stað í skápnum yfir brauðbrettinu, neðri hillu, lengst til vinstri. Það var líka betra að setja hann þar aftur, þvi það var regla á hlutunum hjá henni Sigurlaugu. Öllu þessu mátti treysta allt til síðasta dags. Þrátt fyrir margra ára veikindi þar sem hvert áfallið rak annað og fæstar fréttir voru uppörv- andi varð hún æðrulausari og bjart- sýnni og það var engu líkara en allir hennar bestu eiginleikar efldust við hveija þraut. Vegna starfa erlendis á undan- fömum árum gat ég ekki fylgst jafn náið með Sigurlaugu í veikindum hennar og annars heföi verið, en naut þó engu að síður margra ógleyman- legra stunda með henni, síðast í lok ágúst. Eg gerði mér hins vegar grein fyrir því, þrátt fyrir fjarveruna, að fjölskyldan fór á vissan hátt stækk- andi í þessum þrengingum. Annars vegar af kynnum sínum af fallegri konu, kjarkmikilli móður sem barðist hetjulega fyrir hveijum frestinum á fætur öðrum svo hún mætti ljúka því sem ljúka þurfti í þessu lífi. Hins vegar vegna þess að fjölskyldumeð- limum fjölgaði jafnt og þétt á þeim árum sem Sigurlaug naut aðhlynn- ingar á deild 11E á Landspítalanum. Starfsfólk þessarar deildar sinnir starfi sínu með slíkum ágætum að fyrir Sigurlaugu varð deildin hennar annað heimili og þar átti hún stóra fjölskyldu. Umhyggja starfsfólksins, yfirvegun og hlýja í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur þeirra er þeim dýrmætt veganesti hvert sem leiðin liggur. Sá tími sem Sigurlaug var heima á Hringbraut var henni hveiju sinni afskaplega dýrmætur. Til þess að gera henni kleift að njóta sem flestra stunda þar naut hún aðhlyimingar hjúkrunarfræðings sem heimsótti hana reglulega og létti undir með henni á margvíslegan hátt. Starf þeirrar góðu konu varð Sigurlaugu ómetanlegur styrkur, enda tókst með þeim vinátta byggð á gagnkvæmri virðingu. Eg rölti vestur á Hringbraut og settist inn í stofu til að skrifa þessar línur. Þar sem ég lít nú upp frá skrif- unum og horfi í kring um mig í litlu íbúðinni hennar Sigurlaugar, sem þó er svo undurstór, finn ég að í hjart- anu mínu er þegar búið að innrétta sams konar íbúð og þar situr hún Sigurlaug og bíður eftir mér. Við ætl- um að fara að spjalla svolítið saman. Af nógu er að taka. Og af því að ég er viss um að þetta verða langar sam- ræður þá ákveð ég að hafa vaðið fyr- ir neðan mig og geng fram í eldhús til að sækja mér hressingu í ísskápn- um. Ég treysti því að upptakarinn sé á sínum stað. Ég treysti Sigurlaugu. Með virðingu og þakklæti, Þorvaldur Þorsteinsson Elsku amma mín, Sigurlaug Þ. Ottesen, er dáin. Þessi skínandi og margbrotna persóna er farin, en í hjarta mínu sit- ur eftir hlýr geisli; minningin, minn- ingin um ömmu og mig á góðri stund í litlu íbúðinni hennar, ilmur- inn af besta ömmumatnum smýgur inn í vitund mína og ég hverf aftur í tímann. Ég þarf ekki að hverfa langt. Al- veg ffá þvl að ég var bam og þar til nú, átti ég þama stað vísan. Stað fúll- an af ffóðleik og visku, gleði og hamingju, hamingju yfir því að hún var til og að hún var amma mín. Ef mér leið illa eða átti I vandræðum, leitaði ég alltaf fyrst til hennar, bar undir hana málið og lét hana svo leiðbeina mér I rétta átt. Nokkrum jólum eyddum við hjá henni þegar ég var lítil og I augum bams var litla íbúðin eins og höll og lítla jólatréð gnæföi yfir manni upp- ljómað og fallega skreytt eins og hún ein gat gert. í minningunni em jólin hjá ömmu sveipuð glitrandi dýrðar- ljóma sem aðeins bamshugurinn get- ur ffamkallað. Eins em kvöldin þeg- ar við komum ffá Flatey, svöng og þreytt eftir langt ferðalag. Þá beið manns alltaf góður matur og mjúkt rúm ásamt stórum skammti af hjarta- hlýju og gleði yfir því að við vorum komin til hennar, ömmu á Hringó. Tvö sumur bjó ég hjá henni þeg- ar mamma og Þorvaldur vom I Hol- landi og sá tími er mér ómetanlegt safn af minningum um okkur tvær saman. Hvað ég sat endalaust og tapaði fyrir henni I hinum og þessum spil- um og varð aldrei leið, eins tapsár og Jón Guðmundsson Neskaupstað Fæddur 13. janúar 1905 - Dáinn 14. júní 1991 Og dauðinn þig leiddi i höll sina heim þarxem hveifingin við og blá reis úr húmi hnígandi nœtur með hœkkandi dagyfir brá. Þar stigu draumar hins liðna iifis i lofiinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bœn þin orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig ifang sér og himnamir hój'u i hjarta þér fagnandi söng. Ogsólketfi daganna svifu þar um sál þina i tónanna þröng. En þú varst sem bamið, erbeygir kné til bcenar ifyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar. Faðir minn. (T.G.) Hinn 14. júní síðastliðinn lést að heimili sínu kær vinur okkar, Jón Guðmundsson ættaður ffá Þrasa- stöðum I Stíflu, Skagafirði. Foreldrar hans vom hjónin Guð- mundur Bergsson bóndi þar og kona hans Guðný Jóhannsdóttir. Var Jón fimmti I röðinni af þrettán systkin- um, en átta þeirra komust upp til fúllorðinsára. Allir sem urðu sam- ferða þeim ágætu hjónum fundu samhcldni þeirra og var umhyggjan fyrir bömunum I fyrirrúmi. Það var því mikill harmur kveðinn að Þrasa- staðahcimilinu 1917 er móðir Jóns, Guðný, féll frá, þá 40 ára gömul. Þessu mikla mótlæti tók Guðmund- ur með þreki og stillingu, hélt hann bömum sínum hjá sér og ól þau upp I miklu ástríki ásamt ráðskonu sinni, Kristínu Bjamadóttur, er reyndist þeim scm besta móðir. Þrasastaða- heimilið var mannmargt og vöndust bömin því snemma mikilli vinnu, enda vinnudagur þar ofl langur og strangur. Þann 28. maí 1928 giftist Jón heitkonu sinni Guðrúnu Sigurhönnu Pétursdóttur frá Hrólfsstöðum, Skagafirði. Stofnuðu þau heimili sitt að Kleifum, Ólafsfirði og gerðist Jón bóndi þar. Eignuðust þau hjón fjórar dætur en þær eru: Hólmffíður, fædd 31. maí 1930, leikskólastjóri að Sólvöllum I Nes- kaupstað, gift Sigurði Jónssyni starfsm. við loðnuverksmiðju Síld- arvinnslunnar hf. I Neskaupstað og eiga þau fjóra syni. Katrín, fædd 6. júlí 1932, sjúkraliði, gift Magnúsi Asmunds- syni yfirlækni við Fjórðungssjúkra- húsið I Neskaupstað og eiga þau fimm böm. Jóhanna Sigríður, fædd 8. apríl 1934, sjúkraþjálfari, gift Stefáni An- tonssyni vélstjóra, búsett I Banda- ríkjunum og eiga þau fjögur böm. Yngst er Hulda, fædd 3. apríl 1937, dagmóðir, gift Hilmi Jóhann- essyni bæjarfulltrúa á Sauðárkróki og eiga þau þijú böm. Um 1937 fluttist fjölskyldan ffá KJeifum til Húsavíkur. Gerðist Jón þá sjómaður en var jafnframt með sauðfé. Þar bjuggu þau I nokkur ár þar til Guðrún og Jón slitu samvistir. Um tíma var Jón verkstjóri á Suður- eyri við Súgandafjörð og víðar. Einn son eignaðist Jón, heitir hann Hreinn, fæddur 16. desember 1946, verkstjóri og fiskmatsmaður á Húsa- vík, og á hann tvo syni. 1956 giftist Jón Helgu Biskops- tö, ættaðri frá Klakksvík I Færeyj- um, fædd 12. júlí 1916. Bjuggu þau allan sinn búskap I Neskaupstað en hún lést 5. nóvember 1980. Jón og Helga eignuðust eina kjördóttur, er það Sólrún Hervör fædd 2. ágúst 1944, húsfreyja að Eyrarlandi I Deildardal, gifl Páli Þorgilssyni bónda þar. Þau eiga fimm böm. 1949-1962, að einu ári undan- skildu, var Jón yfirverkstjóri hjá fiskvinnslustöð S.Ú.N. I Neskaup- stað. Hann var einn a þeim er sátu stofhfund Síldarvinnslunnar hf. I Neskaupstað þann 11. desember 1957. Hann var varamaður bæði I stjóm Síldarvinnslunnar hf. og Olíu- samlagi útvegsmanna í Neskaup- stað. Einnig starfaði hann á bæjar- skrifstofúnni I Neskaupstað í tið Bjama heitins Þórðarsonar bæjar- stjóra. Seinna vann Jón á skrifstofú og við verslunarstörf hjá S.Ú.N. eða til 1981, er hann lét af störfum. Alla tíð reyndist hann traustur og sam- viskusamur starfskraftur. Hann var mikill félagshyggjumaður og haföi ákveðnar skoðanir, en var ávallt fé- lagi, sem öllum þótti vænt um, er honum kynntust. Alla tíð átti Jón sauðfé og eignaðist hann fjölda vina I kringum það. Það var ósjaldan að foreldrar hér I bæ kæmu með böm sín til að fylgjast með á vorin er lömbin vom að fæðast, og átti hann þá stundum til að gefa bömum ná- granna sinna lömb. Þannig var Jón ávallt veitandi fremur en þiggjandi. Mikill kunningsskapur var á milli foreldra minna og Jóns Guð- mundssonar því að I möig ár rak hann sauðfé sitt, ásamt öðrum fjár- eigendum hér, frá Neskaupstað til beitar í Mjóafjörð og var jafnan ég er. Því á meðan á spilamennsk- unni stóð töluðum við saman um hluti sem mér fannst ekki hægt að ræða við neinn annan, hvergi annars staðar var hægt að fá réttu svörin við þeim spumingum sem komu upp I hugann. Hvilíkar gáfúr og vit sem rúmaðist I litla kollinum hennar und- ir mjúka dúnhárinu. Hún gat verið þver og ákveðin og við þráttuðum oft um ýmsa hluti eins og oft vill verða þegar tvær kyn- slóðir mætast, en aldrei hvessti hún sig við mig eða skammaði og sam- búðin gekk mjög vel. Hún sýndi þvl fúllkominn skilning að ég var á þeim aldri að vera á næturgöltri um helgar og að ég kæmi ofl seint heim. Að því leyti fannst mér kynslóðabilið ekki vera neitt, nema mér tókst auðvitað ekki að draga hana með mér út á líf- ið. Sumarið '86 fórum við mamma og amma saman til Ítalíu og skemmtum okkur vel I sólinni, skruppum til Feneyja og skoðuðum markverða hluti sem við höföum áð- ur lesið og heyrt um. Og tvisvar kom hún með okkur til Hollands, en aldrei eftir að við fluttum þangað, þá var hún orðin of veik. Elsku amma mín. Mig skortir orð til að segja hversu mikils virði hún var mér og hvað ég elska hana. En ég veit að henni líður betur núna og þá þýðir ekkert að vera með eig- ingimi og vilja hafa hana hjá sér allt- af. Guð blessi ömmu mína og vemdi á hennar nýja stað þar sem ég veit að hún er urr.vafin ástvinum sln- um, föður, móðui og bróður. Sigrún. Ammamín. Amma mín var mér góð. Allar minningar standa I mér. Hún gaf mér margt þegar ég var lítil sem ég á ennþá. Ég sakna hennar mjög. A kvöldin bið ég bænir mínar fyrir migogömmu. Sigurlaug Dröfn komið við á Reykjum og var þá oft glatt á hjalla. Þegar ég fluttist til Neskaupstað- ar var heimili þeirra Helgu sem mitt annað heimili og reyndust þau mér og mínum ákaflega vel. Ræktarsemi Jóns var einstök og skipti þá ekki máli hvort I hlut áttu nánir ættingjar hans eða vinir og kunningjar. Vinahópur hans var mjög stór, hann var skemmtilegur I vinahópi, höföingi I lund og veitti jafnan stórmannlega. Með þessum linum viljum við þakka honum samfylgdina og alla þá ástúð og hlýju sem hann sýndi okkur. Ættingjum hans og vinum send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Jóns Guð- mundssonar. Sigríður Wíum og fjölskylda Neskaupstað 'rJÓÐVILJiNN Þriðjudagur 17. september1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.