Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 1
Innleiðir Sighvatur frumskógarlögmálið? Ef það kemur til að þessum fjórum skurðstofum verður lok- að á landsbyggðinni og síðan niðurskurður upp á 500 milj- ónir til spítalanna hér í Reykjavík, get ég ekki betur séð en það þurfi að koma á forgangskerfi tii að koma í veg fyrir að frumskógarlögmálið verði allsráðandi í heilbrigðiskerfinu, sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, við Þjóðviljann í gær. Á fundi með fjölmiðlum, sem stjórn læknaráðs Reykjavikur boðaði til í gær, kom fram í máli Jóhannesar að ef af fyrirhuguðum niðurskurði yrði, myndu allir bið- listar lengjast til muna. -Það má ekki gerast að einhver einn hópur í þjóðfélaginu, t.d. þeir sem ber- ast mikið á, gangi fyrir í aðgerð- um á spítölunum. Sú hætta verður fyrir hendi ef fjármagnið verður skorið niður eins og nú er talað um. Ráðamenn þjóðarinnar verða því að segja til um hveijir eigi að njóta forgangs þegar um nauð- synlegar aðgerðir er að ræða, sagði Jóhannes. Hann sagði að í Svíþjóð hefði verið sett á fót kerfi þar sem fólk yfir 70 ára fengi ekki sömu þjón- ustu og þeir sem yngri væru. - Þeir sem taka ákvarðanir um að skerða fjárframlögin verða að gera sér grein fyrir því að í kjölfarið er allt 'eins líklegt að þeir þurfi að setjast í dómarasætið og ákvarða hveijir hafi forgang og hverjir sitji eftir, sagði Jó- hannes. í ályktun sem lögð var fram á fundinum, segir að Landspítalinn og Borgarspitalinn geti ekki tekið við því viðbótarálagi sem skapist við lokun nokkurra skurðstofa á landsbyggðinni og það að St. Jós- efsspítala i Hafnarfirði verði breytt í hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Allra síst ef fjárframlög til sjúkrahúsanna í Reykjavík verða skert eins og lagt hefur ver- ið til. Stjóm læknaráðs Reykjavíkur segir og að fyrirskipunum um lokanimar hafi ekki fylgt nein læknisfræðileg rök, engin þjón- ustuleg rök, engin hagfræðileg rök, né nokkur stjómunarleg rök sem hægt sé að byggja á. Einung- is hafi fylgt fullyrðing um hag- ræðingu. „Stjóm Læknafélags Reykja- víkur átelur harðlega þessa aðfor yfirstjómar heilbrigðismála að þeirri þjónustu, sem þegnar landsins hafa þegar greitt fyrir með sköttum sínum og skorar á heilbrigðisráðherra að draga til baka allar fyrirskipanir sínar um niðurskurð þjónustu þannig að hægt verði að vinna að tillögum til hagræðingar og spamaðar í heilbrigðiskerfinu eftir þeim leið- um, sem hafa verið markaðar," segir í ályktuninni. -sþ Sjúkrahús og skólar verði ekki forréttindi Fundur í Verkalýðsfélagi Húsavíkur lýsir yfir áhyggjum sínum af hug- myndum sem fram hafa komið við yfirstandandi fjárlagagerð um niðurskurð og auknar álög- ur á sjúklinga, aldraða, öryrkja og skóiafóik. „Ef slíkar hug- myndir ná fram að ganga er verið að velta vandanum yfir á þá þjóðfélagshópa sem síst skyldi,“ segir í ályktun fundar- ins frá 12. september. Fundurinn tekur og undir fræga ályktun Verkamannasam- bands Islands þar sem bent var á að sanngjamara væri að mæta vanda ríkissjóðs með því að leggja skatta á fjármagnstekjur og taka upp fleiri skattþrep. I ályktuninni er varað við öll- um hugmyndum um að gera sjúkrahús og skóla að forréttind- um hinna efnameiri og auka þannig efnahagslegan ójöfnuð. Fundurinn krefst þess að i kom- andi kjarasamningum verð lögð áhersla á lífskjarajöfnun og hækkun lægstu kauptaxta. Þá er þess krafist að vextir verði lækk- aðir og að horfið verði frá verð- tryggingu fjárskuldbindinga eins fljótt og kostur er. -gpm Ný vídd í kvótabraskið Lambakjötiö hækkar um 8,5%. Mynd: Jim Smart. Kindakjöt hækkar Innan skamms tekur tii starfa í Reykjavík nýtt fyrirtæki, Kvótamarkaður hf. sem mun sérhæfa sig í sölu kvóta á upp- boðsmarkaði. Til að byrja með er ætlunin að hafa eitt kvóta- uppboð á hverjum mánudegi og verður það væntanlega haldið á Hótel Sögu. Aðalhvatamaðurinn að stofn- un þessa nýja fyrirtækis heitir Hilmar Hilmarsson. Hann segir að með því að selja kvóta á upp- boði fái seljendur betra verð fyrir kvótann en ella. Að hans mati er mikil þörf fyrir þjónustu sem þessa, enda sífellt verið að selja kvóta. Umboðslaunin, sem fyrir- tækið hyggst taka fyrir að selja kvóta með þessu móti, verða trú- lega á bilinu 2%-3%, en það fer þó eftir magni. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna segist vera vantrúaður á að þetta nýja fyrirkomulag í sölu kvóta eigi einhverja framtíð fyrir sér hérlendis. Hann segir að það fari þó allt eftir því hver viðbrögð útgerðarmanna verða og hvort eitthvert framboð verði af kvóta til sölu. Persónulega er formaður LIU þó þeirrar skoðunar að það verði einna helst smábátaeigend- ur sem muni skipta við þennan nýja uppboðsmarkað, ef eitthvað er. Að mati Kristjáns Ragnars- sonar er það miklu eðlilegur far- vegur fyrir þessi viðskipti það sem tíðkast hefur hjá þeim frá þvi í sumar. Þá var byrjað að skrá þá aðila sem vilja selja kvóta, kaupa eða skipta á jöfnu. -grh ar sem stjórnvöld hafa ákveðið að minnka niður- greiðslur á kindakjöti verður hækkunin á því um 4% hærri en annars hefði orðið, sagði Gylfi Guðmundsson, hag- fræðingur hjá ASÍ og fulltrúi neytenda í sex- mannanefnd- inni. Gylfi sagði að hækkunin væri í fyrsta lagi tilkomin vegna 10% hækkunar til bænda. - Hækkunin hefði í raun átt að vera 15%, en vegna hagræðingar upp á rúm 2% og svo frestunar vegna þjóðar- sáttarsamninganna tókst að halda henni í 10%. Síðan er að öllum líkindum um 4,5% hækkun vegna sláturkostnaðar sem er nokkru minna en sláturleyfishafar fóru fram á. Heildamiðurgreiðslur rík- isins eru hlutfallslega lægri en á síðasta ári. Það gerir það að verk- um að hækkunin verður 8,5% í stað 4-5% ef niðurgreiðslur hefðu orðið þær sömu, sagði Gylfi. - Hækkun framfærsluvísitölu verður samkvæmt þessu um 0,2% gróft reiknað, sagði Gylfi og benti á að á einu ári hefði kjötið hækkað um 10% yfir árið. - Þetta er aðeins yfir almennu verðlagi ef horft er á 7% verðbólgu. Ef nið- urgreiðslur ríkissjóðs hefðu hald- ist þær sömu hefði kindakjöts- hækkunin verið undir almennri verðlagshækkun, sagði Gylfi. -sþ Tilþrifalitlu íslandsmóti Kvennaathvarfið; Aldtei fleiri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.