Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 12
Þtóðviijinn
Þriðjudagur 17. september 1991
Hærra raforkuverð til
almennings vegna Blöndu
Við sitjum uppi með Blöndu, sagði Aifreð Þorsteinsson
stjórnarmaður í Landsvirkjum og bætti við að hækkunin
á gjaidskrá Landsvirkjunar um næstu mánaðamót sé til-
komin vegna bágrar ijárhagsstöðu fyrirtækisins vegna
virkjunarinnar í Húnavatnssýslu. Halldór Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar viðurkennir þetta, en telur að þetta sé aðeins hluti
af ástæðunni fyrir hækkuninni.
Stjóm Landsvirkjunar sam-
þykkti á fundi í síðustu viku að
hækka gjaldskrána um fimm pró-
sent frá og með 1. október. Al-
menningisveitumar munu sækja
um hækkun frá og með sama
tíma. Bein afleiðing hækkunar
Landsvirkjunar er 3-3,5 prósent
hækkun á gjaldskrá almennu
veitnanna sem kaupa orku af
Landsvirkjun. Kristján Jónsson
rafmagnsveitustjóri Rafmagns-
veitna ríkisins sagði að hans fyr-
irtæki myndi fara fram á meiri
hækkun en sem næmi hækkuninni
hjá Landsvirkjun. „Við höfum
hækkað minna að undanfomu en
verðbólgan - við Iifum ekki á
loftinu,“ sagði hann. Málið er
ekki fullrætt innan veitnanna
þannig að Kristján gat ekki sagt
hvað yrði farið fram á mikla
hækkun, en það kæmi í ljós
seinna í mánuðinum.
í vor hækkaði Landsvirkjun
gjaldskrá sína um fimm prósent
og þá hækkuðu almenningsveit-
urnar sína gjaldskrá um það
sama, þannig að aukalega hækk-
aði orkan hjá þeim um 1,5-2 pró-
sent.
Alfreð lét bóka á stjómar-
fundinum á fimmtudaginn var að
hækkunin nú kæmi á mjög
óheppilegum tíma vegna fram-
halds þjóðarsáttar, en að hann
samþykkti hækkunina vegna
slæmrar fjárhagsstöðu fyrirtækis-
ins, annað væri ekki hægt að
gera. Halldór sagði að á næsta ári
kæmi rekstur Blönduvirkjunar inn
í dæmið að fullu, en að tekjumar
kæmu inn í þrepum. Hann benti á
að rekstrarkostnaður Blöndu væri
800 miljónir króna á ári og ef að
sú aukning ætti öll að koma fram
í gjaldskrárhækkun þyrfti hækk-
unin að verða 20 prósent. Halldór
sagði að hin 10 ára gamla Hraun-
eyjarfossvirkjun væri núna á full-
um komin inn teknalega séð.
Hann sagði að þegar Hrauneyjar-
fossvirkjun var tekin í notkun
hafi gjaldskráin hækkað mun
meira hlutfallslega en Blanda nú.
Virkjanimar em teknar í notkun í
þrepum, en rekstrarkostnaðurinn
kemur inn á fúllu strax, þess
vegna em þær dýrastar í upphafi.
Halldór sagði að reynt yrði að
láta það raunverð sem verður eftir
hækkun halda sér næstu misseri
þannig að ekki hækki meira en
sem nemur verðbólgu. Verði það
raunin gæti fyrirtækið verið rekið
með halla á næsta ári, en Halldór
sagði að þangað til Blönduvirkjun
færi að skila meim i tekjum yrði
bilið brúað með skammtímalán-
um og hagræðingu, ekki með
hærri gjöldum til neytenda.
Hann sagði að helsta ástæða
hækkunarinnar nú væri sú að
verðið frá Landsvirkjun hefði
lækkað meira að raungildi heldur
en fjárhagurinn leyfði. Frá árinu
1986 hefur verið stefnt að því að
lækka gjáldskrána að raungildi
um þrjú prósent á ári. Þetta þýddi
um 14 prósent lækkun, en raun-
lækkunin hefúr verið 24 prósent,
sagði Halldór.
-gpm
Bókakostnaður háskólanema skiptirtugum þúsunda á hverri önn. Mynd: Jim Smart.
Á móti frekari lánum
til virkjanaundirbúnings
Hár bókakostnaður
hjá háskólanemendum
Bókakostnaður háskóla-
nemans skiptir tugum
þúsunda. Sem dæmi má
nefna að bækur fyrir
haustönn fyrsta árs nema í verk-
fræði kosta 17.385 krónur.
Tilvonandi læknar mega þó
borga talsvert meira fyrir sinn
fyrsta bókastafia, eða samtals
28.671 krónu. Viðskiptafræðingar
framtiðarinnar borga 16.444 krón-
ur fyrir námsbækur haustannarinn-
ar. Hér er alls staðar miðað við
fyrsta árs nema. Tölumar eru
fengnar hjá Bóksölu stúdenta. Þess
skal getið að ekki er tekinn með í
reikninginn fjöldi ýmiss konar
hliðsjónarbóka enda geta stúdentar
stundum nálgast þær á bókasöfn-
um.
-vd.
Stjórnarmaður Landsvirkj-
unar, Alfreð Þorsteinsson
Iét bóka á fundi í síðustu
viku að hann treysti sér ekki til
að samþykkja fjárfrekar fram-
kvæmdir meðan hvorki eignar-
aðilar né stjórn Landsvirkjun-
ar hafi samþykkt raforkuverð í
fyrirhuguðum samningi við
Atlantsál um álver á Keilisnesi.
Undir bókunina tók annar
stjórnarmaður, Finnbogi Jóns-
son.
Tilefni bókunarinnar var að
stjóm Landsvirkjunar samþykkti
að fara fram á heimild til að taka
180 miljón króna lán til frekari
undirbúnings við virkjanafram-
kvæmdir. Alfreð sagði að réttara
' væri að bíða og sjá til. Líklegt er
' að hægt verði að taka afstöðu til
raforkuverðsins í október, sagði
Alfreð, en bætti við að ekki væri
búið að tímasetja neitt.
Halldór Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar sagði að á láns-
fjárlögum hefði verið veitt heim-
ild til að taka 800 miljónir króna
að láni. Nú væri búið að taka 220
miljónir króna að láni og að það
þyrfti að taka 180 miljónir króna
að láni til viðbótar ef Landsvirkj-
un ætti að geta skilað orku til ál-
vers í byrjun árs 1995 einsog
miðað hefur verið við. Hann
benti á að samtals væri þetta
helmingi minni upphæð en Al-
þingi hefði veitt heimild til á
lánsfjárlögum. Ríkisstjómin þarf
að veita samþykki sitt fyrir lán-
tökunni.
„Þetta er áhætta sem við ætl-
um að taka og sem við þurfum að
taka ef við ætlum að standa við
tímaáætlanir,“ sagði Halldór að-
spurður um hvort rétt væri að
fara út i framkvæmdir þegar enn
er ekki ljóst hvað kemur út úr
samningum um væntanlegt álver
á Keilisnesi.
-gpm
Yfirvinnu-
bann á
kaupskipin
í gær kom til framkvæmda
áður boðað yfirvinnubann Sjó-
mannafélags Reykjavíkur hjá
undirmönnum á kaupskipaflot-
anum. Það þýðir að skipin geta
aðeins Iátið úr höfn í dagvinnu,
en hefur ekki áhrif á vinnu
undirmanna úti á sjó.
Birgir Björgvinsson, stjómar-
maður í Sjómannafélaginu, segir
að með yfirvinnubanninu séu far-
menn að reyna að ná því ffam
sem bráðabirgðalögin frá því í
fyrrasumar tóku frá þeim. Þar má
nefna 2% launahækkun, 7,5%
bónus og samræmingu kauptaxta.
Birgir segir sjómenn vilja gera
samning til áramóta við útgerðir
kaupskipa um þessi atriði en á
móti bjóði útgerðimar sjómönn-
um aðeins uppá svokallaða hag-
ræðingu. Að mati Sjómannafé-
lagsins þýðir þessi hagræðing
ekkert annað en að fækka eigi
undirmönnum á kaupskipum enn
frekar en orðið er.
-grh
TakmarkiÖ er 2000 nýir áskrifendur
Sú hætta blasir við Þjóðviljanum að útgáfa hans stöðvist innan tíöar ef áskrifendum blaösins
fjölgar ekki. Við þurfum tvö þúsund áskrifendurtilað tryggja rekstur blaðsins til frambúðar.
Tökum höndum saman og tryggjum útgáfu Þjóðviljans, sem er í senn baráttutæki og
þýðingarmesti umræðuvettvangur vinstri manna.
Áskrifendasíminn er 681333