Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 8
L e i k h ú s Dúfna- veisla í kvöld Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Dúfnaveisluna eftir Halldór Laxness í kvöld. Það er Halldór Einarsson Laxness, sonar- sonur skáldsins, sem leikstýrir. Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd en Ingvar Björnsson annast lýsingu. Með aðalhlut- verk fara Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Bára Lyng- dai Magnúsdóttir, Harald G. Haralds og Björn Ingi Hilmars- son. Alls taka 18 leikarar þátt í er Jóhann G. Jóhannsson. Dúfnaveislan ber sama nafn og smásaga sem birtist í Sjöstafa- kverinu árið 1964 en leikritið var samið og frumsýnt á næstu tveim- ur árum. Smásagan er aðeins lítill þáttur leikritsins þó aðalpersón- umar, pressarahjónin, séu þangað komnar Ijóslifandi. Sjálf veislan sem er uppistaða sögunnar er ein- ungis lítill hluti sviðsverksins. Halldór Laxness hefur sagt að grundvaliarhugsunin í Dúfna- veislunni sé tveir heimar sem mætast. Stefán Baldursson Þjóð- leikhússtjóri hefur túlkað þetta þannig (í bókinni: Sjö erindi um Halldór Laxness) að þetta séu heimur einfaldleika og nægjusemi andspænis heimi blekkinga og fjárglæfra. Oft hefur verið reynt að flokka leikrit Laxness undir við- sýningunni. Höfundur tónlistar teknar liststefnur en það hefur ekki gengið vel. Stefán Baldurs- son segir í fyrrnefndri grein að stílleysan sé í raun þeirra stílein- kenni. Þetta er auðvitað þversögn en þversagnir eru einmitt gegn- umgangandi einkenni í leikritum Halldórs Laxness. Það hefur verið reynt að líkja Halldóri við Brecht og lonesco en hann hefur afneitað því að sjálfsögðu. Það er leiðinleg árátta að líkja höfundum saman við hvert tækifæri. Halldór Lax- ness er sambærilegur við Brecht og ionesco að því leyti að hann skrifar á þessari öld og er höfund- ur á heimsmælikvarða. Það er allt og sumt. (Byggt að hluta til á grein eft- ir Stefán Baldursson í bókinni: „Sjö erindi um Halldór Laxness". -kj Harald G. Haralds og Þorsteinn Gunnarsson í Dúfnaveislu Halldórs Lax- ness. Mynd: Jim Smart. Kvikmyndir Þýsk nýbylgja í Regnboganum Eins og ég hef áður sagt hafa kvikmyndavikur eða hátíðir sína kosti og galla. Kostirnir eru augljósir, þarna fær maður loksins tækifæri til að sjá eitthvað annað en ameríska fjöidaframleiðslu, sem er ágæt til síns brúks en verður jafn leiðigjörn og sætur eftirréttur ef maður fær aldrei neinn almennilegan mat á undan. Gallamir em jafn augljósir, það er sama hvað maður rembist og hagræðir tíma sínum, það er ómögulegt að komast yftr að sjá allt sem maður hefur áhuga á. Þessvegna hef ég til dæmis ekki ennþá séð myndina sem mér fannst einna mest spennandi í kynningunni, Sázka - die Weite eða Veðmálið, sem Martin Walz leikstýrir og uppáhaidsengillinn Bruno Ganz leikur aðalhlutverkið í. En hún verður sýnd á laugardag- inn svo að ég og allir hinir sem misstu af henni fyrir viku eiga enn- þá sjens. Hátíðin hófst á mynd Christi- ans Wagner, Wallers letzer Gang eða Síðustu gönguför Wallers. Waller er þögull gamall maður sem hefur unmð allt sitt líf við að ganga eftir ákveðnu járnbrautar- spori og passa að ekkert geti orðið til þess að lestin fari út af því. Hann dittar að, festir rær og olíu- ber skiptingar á sporunum. Nú er hann kominn á eftirlaunaaldur og ^uk þess er starf hans orðið úrelt. A siðustu gönguför sinni eftir spor- inu rifjar nann upp minnistæð at- riði ur lífi sínu. Fortíðin er svart/hvít á móti lituðum nútíman- um. Waller hugsar um konuna sem hann elskaði, hún var verksmiðju- eigandadóttir og þjóðfélagsþrepi fyrir ofan hann. Astarævintýri þeirra endar með barni en ekki iftingu þvi að hún deyr við bams- urð og eftir að hafa farið fyrir rétt og sannað að hann eigi bamið, elur Waller dóttur sína upp með hjálp góðra vina. Myndin endar svo á óumflýjan- legum endalokum þessarar síðustu gönguferðar. Síðasta gönguferð Wallers er róleg mynd og voða erfitt að forð- ast að nota kíisjuna „hugljúf1 um hana. Skiptin a milli fortíðar og nútíðar voru einstaklega vel gerð og leikurinn fallegur, sérstaklega hjá Waller ungum sem öldnum. Mynd austurþjóðverjans Andreas Voigt, Letzes Jahr Titanic eða Síðasta árið um borð í Titanic, er af allt öðru sauðahúsi. Voigt er heimildakvikmyndagerðamaður og mynd hans fjallar um atburði og stemmningu í Austur Þýskalandi fyrir fall múrsins; hún er tekin um áramót 1989-90. Myndin er byggð upp á stuttum viðtölum sem gera grein fyrir væntingunum sem aust- urþjóðverjar hafa til draumalands- ins í vestri. Þetta er ómissandi mynd fyrir áhugamenn um nútíma- sögu því hún er sönn heimild, leik- stjórinn heldur hlutleysi sínu og leggur aldrei viðmælendum sínum orð í munn. Síf Gunnarsdóttir skrifar Eini gallinn á myndinni frá mínum bæjardyrum séð var að hún var textalaus og þó að heymartæki með íslensku tali væru fáanleg þá er það ekki alveg það sama. Uberall ist besser, wo wir nicht sind eða Það er allstaðar betra að vera en þar sem við erum, var gerð árið 1989 og er leikstýrt af Micnael Klier. Hún fjallar um pólverjann Jerzy sem býr í Varsjá en dreymir um að komast burt og þá aðaílega til Ameríku, þó að vestur Berltn dugi til að byrja með. Daginn áður en hann stingur af frá Varsjá kynn- ist hann Evu sem er þjónn á veit- ingahúsi. Jerzy kemst til Berlínar og vinnur þaj við ýmiskonar vafa- söm störf! I einu starfinu rekst hann á Evu sem er orðin vændis- kona. Hann verður ástfanginn af henni en áður en sambana þeirra verður að nokkru varanlegu þá hverfúr hún sporlaust. Jerzy herúr ekki gleymt draumnum um Amer- íku og verður sér úti um falsaða appíra til að komast þangað. Og vem haldið þið að hann hitti á fyrsta bamum sem hann dettur inn á í New York? Aðalleikarinn Miroslov Baka er ekki íslendingum að öllu ókutm- ur því (ef mér skjátlast ekki hrapal- lega) hann lék aðalhlutverkið í Stutt mynd um morð sem var sýnd í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Það er allstaðar betra... er sér- kennilega skemmtileg mynd. Það er fátt um samtöl og fer Íítið fyrir söguþræði en persónumar em ekta og verða manni furðu hugleiknar þegar líður á myndina. Jerzy og Eva eru alltaf óánægð með um- hverfi sitt, fyrst Varsjá og svo vest- ur Berlín og ekki virðist New York vera nein paradís heldur. Málið er að borgimar eru allar nákvæmlega eins, og það er varla að áhorfand- inn taki eftir því þegar þau flytja á milli staða. Að minnsta kosti ekki fyrr en einhver fer að tala. Myndin er tekin í svart/hvítu og kvikmyndatökumanninum tekst atar vel að fela sérkenni hverrar borgar, enda em engar fagrar nær- myndir af Frelsisstyttunni eða Kurfurstendarrm, myndavélin heldur sig í skítugum slömmhverf- um ogþau em greinilega öll eins. Letkurinn er frábær, sérstak- lega hjá Baka sem hefur alveg ein- staka útgeislun. Það er ekki hægt að ljúka þess- ari grein án þess að minnast á stutt- myndimar sem vom sýndar á und- an hverri mynd. Eflirtektarverðust af þeim sem ég sá var Barbie mynd Claus-Michael Rohne, Ein ShÖner Abend eða Yndislegt kvöld. Þar léku dúkkumar Barbie og Ken að- alhlutverkin, ótrúlega vet, ég vissi ekki að dúkkur hefðu þennan hæfi- leika. Þetta var skondin mynd um ástarlíf dúkkna sem endaði á þeirri heimspekilegu niðurstöðu að eng- inn er fúllkominn. Úr kvikmynd- inni Zug in die ferne, eða: Lest i átt til frelsisins. Leikstjóm og handrit: Andreas Dre- NÝTT HELGARBLAÐ 8 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.