Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 2
otrrj' Síðhærðir karlar og kampavín - Hver ertu? - Svanhildur ‘Konráðsdótt- ir. Eins og stendur er ég nemi,- fátækur námsmaður. - Hvað ertu að lœra? - Ég er að læra samskipta- og ímyndaffæði við Háskól- ann í Canterbury á Englandi. - Hvað imyndarðu þér að það geri fyrir þig? - Ég ímynda mér að það muni veita mér óumræðilega lukku og hamingju í ffamtið- inni að vera vel að mér í sam- skipta- og ímyndaffæði. Svo er ég að ljúka við að skrifa bók. Það er samtalsbók við Jónas Jónasson útvarpsmann. - Er hœgt að taka viðtal við Jónas? Getur hann setið nema öðru megin við borðið? - Mér tókst að koma hon- um i hinn stólinn fyrir þremur árum eða þar um bil. Þar með tókust með okkur góð kynni og vinskapur og ég held að ég hafi komist ótrúlega langt með hann í þessu öfuga hlut- verki. - Hvernig manneskja ertu? - Ég er ekki allra. Ég er mjög mikil prívatmanneskja. - Hvað er það besta sem fyrir þig gæti komið? - Að einhver kæmi til mín í nánustu ffamtíð og gæfi mér eyju í gríska Eyjahafinu - Hvað heitir versti kvik- myndaleikari sem þú manst eftir? - Ég hef séð marga ansi slæma án þess að leggja nöfn þeirra á minnið, en ætli ég nefhi ekki Amold Schwartze- negger. Hann er hræðilegur. - Hvað heitir besta leikrit sem þú hefur séð? - Koss kóngulóarkonunn- ar sem Alþýðuleikhúsið færði upp í kjallara Hlaðvaipans. Það varð mér mjög minnis- stætt. - Eiga íslendingar að leggja íslenskuna niður og gera ensku að þjóðtungu? - Nei! Það finnst mér mar- traðarkennd tilhugsun, en hugmyndin er svo fáránleg að það tekur þvi ekki að velta henni fyrir sér. - Hvað er það hallœris- legasta sem getur komið fyrir menn í veislum? - Að missa niður um sig buxumar. - Hvað er yndislegt i fari karlmanna og hvað viðbjóðs- legt? - Tilgerðarlaus en geisl- andi karlmennska er það ynd- islegasta í fari karlmanna, en það viðbjóðslegasta er yfir- gangssemi og sjálfbirgings- háttur. - Hvað er kynæsandi? - Það er nú svo margt. Karlmenn með fallegt hár og helst dálítið sítt, geta verið ómótstæðilegir. Kampavín er líka kynæsandi. - Hvemig er fullkomin kona? - Eins og móðir mín. - Ertu sjálfstæð kona? - Já, ég legg mikið upp úr því. - Trúirðu á annað lif? - Engin spuming! Ég trúi á fullt af lifum, bæði fyrir og eftir þetta. t næsta lífi sit ég með mörgum síðhærðum karl- mönnum, drekk kampavín og narta í humar. Það verður fiill- komið. - Eru stjömumerkin mikil- vœg? - Nei, þau em ekki mikil- væg, en mér finnst svolítið gaman að pælingunni. Ég er hins vegar ffekar illa að mér í þeim ffæðum. - í hvaða stjömumerki ertu?' - Eg er sporðdreki. - Ertu með einhverja kompleksa? - Nei það held ég ekki. Ég hef unnið mjög markvisst að þvi að losa mig við þá. - Hvað er að vera syndug- ur? - Að láta sig dreyma háskalega drauma og fram- kvæma þá. - Hvað er það Ijótasta sem þú hefur gert? - Það ljótasta sem ég hef gert er að særa vini mina. - Hvað þykir þér vænst um? - Lífið. lO cti ö) o O) o O) > (D I— Mynd: Krístinn - Dáirðu einhverja sögu- persónu? - Ég dái Leonardo da Vinci. - Var hann síðhærður? - Já, hann var siðhærður og mjög snjall. - Áttu þér mottó? - Já. Nóttin er ung. - Hvemig halda vinir þin- ir að þú sért? - Vinir minir komast held ég nokkuð nálægt sann- leikanum. Þeir halda að ég sé trygglynd, dálitið duttlunga- full á köflum og þijóskari en allt sem þijóskt er. Norsk kvikmynda- og listavika Fjölbreytt norsk menningar- vika fer f gang á morgun. Kvik- myndir verða sýndar í Háskóla- bíói frá kl. 17.00. á morgun og síðan á hverjum degi þangað til á fðstudag. í Norræna húsinu opnar Borghild Bredeli mynd- listarsýningu kl. 16.30 og sýnir vatnslitamyndir, olíumálverk og teikningar. Sunnudaginn 22. kl. 17.00 kynnir Bente Erichsen menningardagskrá Vetraról- ympíuleikanna í Lillehammer sem haldnir vcrða 1994. Bente þessi er menningarstjóri leik- anna. Hún er þekkt fyrir kvik- myndaleikstjórn m.a. og hefur leyfi til að eyða 500 norskum miljónum í menningarlíf á Vetrarólympíuleikunum Ur kvikmyndinni „ Tvennir tímar" sem gerð var 1989. Þar er farið frjálslega milli nútíðar ogfortíðar, draums og veruleika. Mánudaginn 23. september segir Finnmerkurskáldið Kjell Sandvik frá rithöfundarferli sín- um. Knut ödegaard kynnir rithöf- undinn. Sinikka Langeland syng- ur síðan þjóðlög, laugardags- kvöldið 28. Kynnir verður Gísli Helgason sem einnig leikur á flautu. Kvikmyndimar sem sýndar verða á norsku kvikmynda- og menningarvikunni sem hefst á morgun eru vel valdar. Þetta eru alls fimm kvikmyndir og þær gefa mjög góða hugmynd um það sem best er í norskri kvikmyndagerð og fengu góðar viðtökur bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Til glöggvunar fyrir þá sem ekki kannast við þær þá er sú nýjasta af þessum kvikmyndum: „Döden paa Oslo S.“ (Dauðinn á lestar- stöðinni) 100 mínútna unglinga- mynd. Aðalpersónur myndarinnar eru unglingar. Þau eiga heima i Osló og eru með leynilögreglu- sögur á heilanum. Myndin þótti fyndin og hlýleg þegar hún var frumsýnd árið 1990. Tvær kvikmyndir eru frá árinu í d a g 20. september jdai S k ú m u r er föstudagur. 263. dagur ársins. Sólarupprás í Reykja- vík kl. 7.03 - sólarlag kl. 19.38. Viðburðir Ríkharður Jónsson myndhöggvari fæddur 1888. 1989. önnur þeirra er kvikmynd- in: „En handfull tid“ sem á ís- lensku gæti heitið Tvennir tímar. Aðalhlutverk er þar leikið af Es- pen Skjönberg sem er einn sá þekktasti af eldri leikurum Norð- manna. Hann horfir til baka og ræðir við konu sina sem er löngu dáin af bamsförum. Hin myndin firá 1989 heitir „Landstrykere" (Umrenningar) og er gerð eftir skáldsögu Knut Hamsun. Aðalhlutverk leikur stjömuleikari Norðmanna, Helge Jordal, og hann gerir það gott í þessari kvikmynd eins og endra- nær. „Veiviseren" (Leiðsögumað- urinn) verður sýndur líka. Sú kvikmynd er frá 1987 og var á sínum tíma tilnefnd til óskars- verðlauna sem besta erlenda kvik- myndin það árið. Norðmenn láta sér ekki nægja að sýna okkur kvikmyndir þessa viku. Leikkonan Juni Dahr hefur í þijú ár leikið kvenpersónur Ibsens við einstaklega góðar undirtektir. Hún er ein á sviðinu í klukku- tíma og bregður sér i gervi Hildu, úr Sólnes byggingameistara, Heddu Gabler úr samnefndu leik- riti, frú Alving úr Afturgöngun- um, Nóm úr Brúðuheimilinu og fleiri kvenna firá Ibsen. Einn af bestu flautuleikurum Dana, Chris Poole, leikur frum- samda tónlist við sýningu Juni Dahr og þegar sýningunni lýkur geta áhorfendur fengið að spjalla við þau á kaffistofu Norræna hússins um Ibsen og þær kvenper- sónur sem birtust á sviðinu. - Þessar konur eiga að öðlast lif, segir Juni Dahr. Eg ætla mér að sýna að allar reyna þær að bijótast út úr fangelsi, hvort sem það heitir hjónaband eða þröng- sýnt samfélag. - ki NÝTT HELGARBLAÐ 2 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.