Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 13
M i n n i n g Axel Siggeirsson Fæddur 22. 10. 1910 - Dáinn 14. 9. 1991 Kynni okkar Axels Siggeirs- sonar hófust vorið 1980, er við tókum að deila stigaskör við Hverfisgötu. Flesta daga skiptumst við á orðum um það, sem á aöfinni var, en í þjóðmálum fóru skoðanir okkar saman um margt. Og marg- an smágreiðann gerði hann mér. Axel var hafnarverkamaður, þegar kynni okkar hófust, og hafði verið um árabil, en fram yfir fer- tugt hafði hann stundað sjóinn. Um fermingaraldur fór hann að róa á trillum á Austfjörðum og fáein- um árum síðar að vera á vetrarver- tíð á Höfn í Homafirði. Þaðan fór hann á togara. Mörg ár var hann á Snorra goða og Akurev. Öll stríðs- árin sigldi hann á Bretíand. Axel Siggeirsson var af aust- firskum ættum, sonur Siggeirs Eyj- ólfssoanr bónda á Seljateigi við Reyðarfiörð og Guðrúnar Eyjólfs- dóttur konu nans, næstyngstur fiögurra bama þeirra. (Sjá Ættir Austfirðinga). Sambýliskona Axels í liðlega fjóra áratugi var Jóna Sveinsdóttir frá Barðsnesi við Norðfjörð, en þau eignuðust ekki böm. Axel þótti liðlega meðalmaður á hæð á yngri árum, var sterklega vaxinn og þrekmenni. Að mér virt- ist var hann í sátt við tilveruna. Honum lét vel að ræða um gamla samferðarmenn. Haraldur Jóhannsson Geir Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjónust- unni er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að starf hefjist í utanríkisráðuneyt- inu, en starfinu fylgir flutningsskylda sem gerir ráð fyrir langdvölum við störf ( sendiráðum og fasta- nefndum íslands erlendis. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 15., október n.k. Utanríkisráðuneytið Kristjánsson látinn Geir Kristjánsson skáld og þýðandi lést á miðvikudag 68 ara að aldri. Geir fæddist á Húsavík 25. júní 1923, sonur Kxistjáns Olason- ar og Rebekku Pálsdóttur. Hann stundaði nám í Sviþjóð og Frakk- landi. Geir stundaði ritstörf og þýð- ingar. Alls hafa komið út sex bæk- ur eftir Geir, þar af fimm með ljóðaþýðingum og eitt safn frum- samdra smásagna sem hét Stofn- unin. Fyrir nokkrum dögum kom út hjá Hringskuggum safn ljóða- þýðinga eftir Geir, sem heitir Dimmur söngur úr sefi. Geir lætur eftir sig eiginkonu, Sigurbjörgu Sigurðardóttur, og tvö stjúpböm. -Sáf Geir Kristjánsson Skútuvogi 10a - Sími 686700 Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og slmstöðvum um land allt PÓSTUR OG SIMI Storno Nýja línan af þýsku Storno farsímunum er fullkomnari en áöur, samt er hann á gamla lága verðinu. Storno farsíminn er bæði bíla- og burðartæki tilbúinn til ísetningar og honum fylgja allir nauðsynlegustu fylgihlutir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér þennan vandaða en ódýra farsíma strax í dag. Haföu samband við söludeildir Pósts og síma og fáðu þér Storno farsíma, einn vinsælasta farsímann á íslandi. BÍLASÍMI BURÐAR- OG BÍLASÍMI kr. 83.788 stgr. m/vsk. kr. 99.748 stgr. m/vsk. NÝ Gottfólk/SlA 5500-219A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.