Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 4
Nýjar leiðir nauðsynlegar Niðurstöður úr seiðatalningu Hafrannsóknastofn- unar eru mjög alvarleg tíðindi; tíðindi sem hljóta að fá menn til að setjast niður og leita nýrra leiða við afla- sókn og nýtingu sjávarfanas. Samkvæmt niðurstöð- um talningarinnar bendir állt til þess að þorskárgang- urinn 1991 verði sjötti lélegi árgangurinn í röð. Reyn- ist þessar niðurstóður réttar verður að takmarka sókn í þorsk á næstu árum við 250 þúsund tonn, sem þýðir um hundrað þúsund tonna samdrátt á ári miðað við meðalafla undanfarinna áratuga. Þetta er því stórt áfall fyrir þjóðarbúið. Það er eðlilegt að menn spyrji sig hverju fiskveiði- stjórnun undanfarinna ára hafi skilað þegar svona er komið. Kvótafyrirkomulagið er vissulega umdeilt og hefur margsinnis verið bent á ýmsa vankanta þess, m.a. paö að miklu magni af undirmálsfiski er hent ár- lega i sjóinn. Engar nakvæmar tölur eru til um magnið sem hent er, en því hefur verið haldið fram að alit að 100 þúsund tonn fari aftur í sjóinn, og munar um minna. Á síðasta 12 mánaða kvótaári var samanlagð- ur þorskafli landsmanna um 320 þúsund tonn. Það má því reikna með að um 400 þúsund tonn hafi verið veiad, mun meira en fiskifræðingar lögðu til að veitt yrði. Jóhann Ársælsson þingmaður Alþýðubandalags- ins og Guðjón Kristjánsson formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins kynntu í blaðaskrifum sl. vor hugmyndir sínar um að í stað núverandi fiskveiði- stjornunar verði tekið upp nýtt kerfi sem í raun er ný útfærsla á skrapdagakerfinu með sérstöku aflagjaldi. Þessar hugmyndir eru allrar athygli verðar, en fengu litlar undirtektir á sínum tíma. í Ijósi nýjustu upplýs- inga hljóta menn að skoða þennan kost af alvöru. En það er ýmislegt fleira sem ber að skoða í fullri alvöru. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ vill láta kanna hvort ekki beri að banna veiðar við Suðurland á hrygningartíma þorsksins og Jakob Jakobsson for- stjóri Hafrannsóknastofnunar telur rétt að athuga það. Fleiri hafa viðrað skoðanir sínar á því hvermg bregðast eigi við þessari þróun. Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda telur að þessi tíðindi kalli á aukna hagræðingu í fiskveiðum og vinnslu. Það þýðir með öðrum orðum að þeir stóru verði stærri, en þeir smáu hverfi. Þetta er mjög varasöm speki. Kvótakerfið hef- ur haft í för með sér mikla tilfærslu á fjármunum og þeir sem hafa hagnast á því vilja nú nota tækifærið til að ná einokunaraðstöðu á sviði sjávarútvegs. Við slíku ber að sporna af öllum mætti. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur skipað nefnd til þess að endurskoða lög um fiskveiði- stjórnun. Fram til þessa hefur verið leitast við að ná sem víðtækastri samstöðu um fiskveiðistefnuna og fulltrúar stjórnar, stjórnarandstöðu og hagsmunaaðila skipað nefndir um endurskoðun á stefnunni. Þor- steinn velur hinsvegarþann kostinn að skipa ein- göngu stjórnarliða í nefndina. Hinsvegar á að skipa undirnefnd þar sem stjórnarandstaðan og hagsmuna- aðilar fá að tjá sig. Stjórnarliðanefndin hefur hinsveg- ar lokaorðið. Þessi vinnubrögð ráðherrans hafa verið gagnrýnd af ýmsum og skal tekiö undir þær raddir, enda ríöur nu mikið á að sem víðtækust samstaða náist um það hvernig við nýtum fiskistofnana í fram- tíðinni. Fiskveiðistefnan er byggðamál. Fái ríkisstjórnar- flokkarnir að móta þá stefnu alfarið eftir eigin höfði er Ijóst að byggðasjónarmiðin verða algjörlega látin fyrir róða. Smjörpefinn af því er að finna í þeim hugmynd- um Þorsteins Pálssonar að breyta lögum um hagræð- ingarsjóð þannig að 12 þúsund tonna aflaheimildir, sem sióðurinn getur úthlutað til byggðalaga í vanda, verði i stað þess seldar hæstbjóðandi og andvirðið látið renna til hafrannsókna og þannig spöruð ríkinu þau útgjöld. Hér er því um grundvallarbreytingu að ræða sem getur haft í för með sér stórfellda byggðaröskun, sem mjög er í anda annarra aðgerða þeirrar andfélagslegu ríkisstjórnar sem er við stjornvölinn. -S Helgarblað Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Berg- mann, Helgi Guðmunds- son. Ritstjórnarfulltrúar: Ámi Þór Sigurösson, Siguröur Á. Friöþjófsson Umsjónarmaður Helgar- blaös: Sævar Guöbjörnsson Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Afgreiösla: « 68 13 33 Auglýsingadeild: 68 1310-68 1331 Símfax: 68 19 35 Verð: 170 krónur í lausa- sölu Setning og umbrot: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Aösetur: Síðumúla 37, 108 Reykjavík Helgarpistill Þá getum við skemmt okkur um stund yfir niðurstöðum saman- burðarkönnunar á því hvað íslendingar telja mest um vert og á gildismati annarra þjóða. Og stendur það fyrst upp úr frétt- unum að við séum ekki lengur í fyrsta sæti sem „hamingju- samasta þjóð heirns". Danir eru komnir upp fyrir okkur, hvernig sem á því stendur. v' ipj: sim íslendingar,frelsið og iöfnuourinn Reyndar er það svo, að þegar litið er yfir niðurstöður slíkra og þvílíkra kannana, þá verður manni fyrst að spytja að því hvemig skilja beri svörin. Hér er ekki átt við það að það sé ekkert að marka sum svörin, heldur hitt, að það get- ur verið snúið að lesa það út úr þeim sem þau í rauninni gefa til kynna. Til dæmis skulum við taka hamingjuspuminguna. íslendingar voru hér um árið allra þjóða ham- ingjusamastir að eigin mati. Af hverju? Kannski er það af ein- hverri mjög áþreifanlegri ástæðu eins og þeirri að við höfum meira náttúmrými í kringum okkur en flestir aðrir. Eða þá að við búum við meiri jöfnuð milli þegna og þar eftir minni úlfúð? (Nánar um það síðar.) Eða kannski erum við svona dugleg við að blekkja sjálf okkur? Afneita vandamálunum? Svo er enn eitt: Við viljum ekki kannast við það að við bíðum ósig- ur. Það getur verið að okkur finnist það með einhveijum hætti skamm- arlegt fyrir manninn að hann er ekki hamingjusamur. Rétt eins og hann hafi runnið á rassinn á hlaupabraut lífsins. Og tapað. Með brugðnum brandi Tökum til dæmis spumingu sem hefur verið slegið upp, að minnsta kosti í Timanum. Hún er um það hvort menn séu reiðubúnir til að beijast fyrir land sitt ef til styrjaldar kæmi. Og nú kemur á daginn að íslendingar em miklir garpar. 77 af hundraði þeirra em reiðubúnir að stríða fyrir ættjörð- ina. Það er mun meira en í Suður- Evrópulöndum til dæmis, þar sem aðeins rösklega helmingur íbúa er tilbúinn í slaginn. En hvað þýðir þetta? Að Is- lendingar séu einhverskonar vík- ingar í felum og bíði eftir því að fá að bita í skjaldarrendur með hæfi- legum látum? Varla. Miklu heldur gætum við trúað því, að íslending- ar séu einmitt svona vígreifir vegna þess að þeir vita fátt um stríð og enn minna um herþjón- ustu. Og þeir svara spumingunni játandi vegna þess að þeim finnst annað ókurteisi _og lítillækkandi fyrir sjálfa þá: A maður ekki að vera tilbúinn í slaginn fyrir fjöl- skylduna og þá stórfjölskylduna - m.ö.o. þjóðina? Togstreitan mikla En það er þó ekki þetta sem hefur vakið mesta athygli þeirra sem um skoðanakönnunina fjalla. Heldur hitt, að það virðist um merkilega þverstæðu að ræða í af- stöðu Islendinga til frelsis og jafnaðar. Þeir eru annarsvegar miklir frelsisins menn. Þeir vilja einkaframtak, þeir trúa á dugnað einstaklingsins sem forsendu hans velferðar (hver er sinnar gæfú smiður). Og þeir vilja að menn sem leggja sig fram eigi að fá að njóta þess i kjörum. Óllu þessu fylgir svo það, að ríkið eða eitt- hvert annað samræmingarvald hafi sem minnst afskipti af einstakling- um og þeirra bardúsi. En um leið leggja íslandsbúar kærir mikla áherslu á jöfnuð. Þeir telja að hver maður sé nokkuð góður fyrir sinn hatt. Eigi líka rétt á að lifa. Þeir vilja því launajafn- rétti sem mest. Eða eins og Stefán Ólafsson dósent segir um þessi frelsis- og jafnaðarmál í einu blað- inu: „íslendingar vilja að mörgu leyti hafa hvort tveggja, jafnvel þótt þessi atriði gangi sitt til hvorr- ar áttar. Þetta er að mínu mati ein athyglisverðasta niðurstaða þjóð- málaþátta könnunarinnar. Það er togstreita - eða jafnvægi - milli áherslunnar á milli ffelsis og jöfn- uðar.“ Og taka sumir til þess að Is- lendingar líkist Bandarikjamönn- um í frelsismálum og einstaklings- hyggju, en séu mjög langt frá þeim í réttlætis- og jafnaðarkröfum. Við hvað er miðað? Og nú má spyrja: Er hér í raun og veru um „togstreitu“ að ræða? Það gæti svo sem vel verið. Við vitum vel að háttvirtir kjósendur hafa mikið lag á að ganga með tvær andstæðar skoðanir í einu. Eins og til dæmis þær, að það skuli skera niður ríkisútgjöld og lækka skatta, en um leið auka útgjöld til allra helstu málaflokka velferðar- kerfisins. Þó er ekki víst að hér sé um þær andstæður eða þverstæður að ræða sem sýnast við blasa. Það rekur sig ekki endilega hvað á ann- ars hom að vilja bæði að dugnaður einstaklings skili sér og að sem mestur jöfnuður ríki. Að minnsta kosti ekki ef menn skoða það, hver er þolinmæði Islendinga gagnvart miklum mannamun. Menn geta sem best viljað að duglegur maður beri vel úr býtum. En það er allt annað en að sætta sig við það til dæmis, að meðalfor- stjóri beri hundrað sinnum meira úr býtum en meðallaunþegi (eins og Morgunblaðið sagði á dögunum að tíðkaðist í Bandaríkjunum). Bandarikjamenn sýnast láta sér fátt um slíkt og þvílíkt finnast (og leynast þó miklu harðari andstæður á bak við fýrrgreindar meðaltölur ef efstu og neðstu tekjuhópar eru skoðaðir sérstaklega). En Islend- ingar eru ekki sáttir við slíkt. Ekki ennþá. Sú var tíð að mönnum þótti nóg að dugnaðarforkur bæri helm- ingi meira úr býtum en aðrir. Kannski voru þeir til í að leyfa manni sem bæði átti að vera forkur duglegur og svo bera ábyrgð þre- fold laun hvunndagsmanns eða fjórfold. Með semingi þó. Það sem þar er fyrir ofan þótti svo meira en hæpið. Blátt áfram siðferðilega hæpið. Að þessu leyti erum við ekki „amrikaníseruð" - þótt að vísu sé „þolinmæðin" gagnvart krappri tekjuskiptingu rtðin meiri en hún var. Það er af þessum sökum að ís- lenskir forstjórar sem ætla að fara að herma eftir erlendum kollegum í launasukki og fríðindum þykja í meira lagi hæpnir pappírar. Það er líka vegna þessarar jafnaðarkröfu, að ráðherrar og háttsettir embættis- menn þora ekki að borga sér mjög há laun - en gripa það vafasama ráð í staðinn að láta það kosta heil- mikið að reka sjálfa sig og eigin- konur sínar á ferðalögum og í öðru útstáelsi. Feluleikurinn er I al- gleymingi. Og SVO var það trúin Nei, það þarf ekki að vera nein þverstæða á milli þess að vilja bæði frelsi og jöfnuð. Ekki ef mað- ur hefúr í huga sígildar íslenskar viðmiðanir. Jafhaðarhefð. Aftur á móti vitum við ekki hvaðan það er komið úr okkar arfi, þessrar þjóðar sem hefúr átt svo margar ágætar og skelfilegar draugasögur, að menn eru búnir að gefa Andskotann upp á bátinn. Að- eins 12-19% gera ráð fyrir djöfli og helvíti. Aftur á móti trúa 40% þjóðarinnar á sálnaflakk og endur- holdgun, sem er tiltölulega ný trú á íslandi. Við þessari flugu hafa menn gleypt af miklu kappi. Skyldi það vera vegna þess að end- urholdgunarkenningin eins og gerir menn ábyrgðarlausa: við erum það sem við höfúm verið að gera í fyrra lífi og basta? Það getur verið þægilegt að trúa slíku og við emm mikið fyrir þægindi, það er vlst og NYTT HELGARBLAÐ 4 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.