Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 14
Anatolij Karpov teflir ífyrsta sinn á Vasilij Ivantsjúk íslandi. Jóhann Hjartarson verður íslenski þátttakandinn . Jan Timman Alexander Beljavskij S K Á K Karpov og Ivantsjúk a&al- stjörnurnar á heimsbikarmóti Flugleiöa Heimsbikarmót Flugleiða, sem sett verður nk. sunnudag og hefst siðan með 1. umferð á mánudag í Kristalsal Hótel Loftleiða, er hið fyrsta í nýrri heimsbikarkeppni Stórmeistarasambandsins, GMA. Stöð 2 hélt heimsbikarmót haustið 1988 með miklum glæsibrag. en það var liður í keppni sem lauk í Skellefta í Sviþhjóð ári síðar. Keppendafjöldi er svipaður nú og áður, þeir eru alls 26, en undan- keppnir, þrjú úrtökumót og síðan eitt úrslitamót sem haldið var í Moskvu í fyrrasumar hafa valið stóran hluta þeirra sem tefla nú. Heimsmeistarinn Garrij Kasparov á beinan þátttökurétt, auk þess sex aðrir sem best stóðu sig í síðustu keppni, nokkrir skákmenn valdir á stigum og hinir koma úr úrslita- keppninni í Moskvu. Kasparov verður ekki með á þessu fyrsta heimsbikarmóti af fimm, en hinsvegar kemur erki- fjandi hans Anatolij Karpov til mótsins og verður það í fyrsta sinn sem hann teflir á lslandi. Þótti sumum vera kominn timi til. Þá er þátttaka krónprins skáklistarinnar, Vasilij Ivantsjúks, einnig mikið fagnaðarefni, en hann er af mörg- um talinn sá eini fyrir utan Karpov sem á einhveija raunhæfa mögu- leika að hreppa heimsmeistaratitil- inn úr greipum Kasparovs. Þátttk- endalistinn lítur þannig út: Ulf Andersson (Svíþjóð), Alex- ander Beljavskij (Sovétríkin), Murray Chandler (England), Jaan Ehlvest (Eistland), Boris Gulko (Bandaríkin), Vassilij Ivantsjúk (Sovétríkin), Anatolij Karpov (Sovétrikin), Alexander Khalifman (Sovétríkin), Lubomir Ljubojevic (Júgóslavía), Predrag Nikolic (Júgóslavía), Lajos Portisch (Ung- veijaland), Valerij Salov (Sovétrík- in), Yasser Seirawan (Bandaríkin), Jonathan Speelman (England), Jan Timmann (Holland) og Jóhann Hjartarson, en hann teflir sem gest- ur á mótinu eins og það er orðað. Þeir sem eru ekki meðmæltir öllu sem við segjum eru á móti Okkur. Ekki gekk áfallalaust að koma þessari heimsbikarkeppninni á aft- ur. Garrij Kasparov var forseti HEIMSBIKARMÓT FLUGLEIDA GMA allt fram á mitt sumar í fyrra er haldið var eftirminnilegt þing sambandsins í Murcia á Spáni. Fram að þeim tíma hafði heims- meistarinn náð að koma á fjórum undanrásamótunum og átt beinan og óbeinan þátt í öllum heimsbik- armótunum fimm sem haldin voru árin 1988-1989. Kasparov lagði geysimikla vinnu á sig í þessu sambandi, tók ekki krónu fyrir þátttöku sína og ávann sér mikla hylli. Hann var enda kosinn forseti GMA með „rússneskri kosningu“ í Murcia. Vald hans var óumdeilt og svo virtist sem honum væru allar leiðir færar. Stríð hans við FIDE og forsetann Campomnanes hafði leitt til þess að FIDE vildi með öll- um ráðum semja frið, gallinn var bara sá að Kasparov vildi enga samninga við FIDE með Camp- omanes í forsæti, a.m.k. ekki þá er vörðuðu sameiginlega framkvæmd heimsmeistaraeinvígisins í New York og Lyon. í Murcia var tekist á um þau mál og Kasparov varð undir í atkvæðagreiðslu. Einmitt á þeirri stundu kom á daginn að lýð- ræðistilfinning hans, og hins ákaf- lega hvimleiða safnaðar í kringum hann, var afar vanþroskuð. Ka- sparov reis úr sæti forseta GMA og hélt út i sal, og sagði af sér öllum embættum með tilþrifum. Og menn eins og Boris Spasskij hertur í eldi átaka innan þjóðfélags sem enginn skilur nema sá sem hefur lifað þar, skilgreindi betur en aðrir upphlaupið: Þessir menn skilja ekki lýðræði, einungis hin gömlu slagorð bolsévikka: Þeir sem sam- þykkja ekki allt sem við segjum eru á móti okkur og þar af Ieiðandi óvinir okkar. Við höfum ekki hug- mynd um hvert við erum að fara, en við munum komast þangað. í lok þessa fundar gaf Ka- sparov óljós fyrirheit um að hann yrði e.t.v. aftur forseti GMA að af- loknu einvíginu við Karpov. Þegar því lauk staðfestist sá grunur manna að hann vildi segja skilið við þau sanmtök sem hann stofnaði eina kvöldstund í Dubai 1986. Jafnframt setti hann fram ýmsar kröfur varðandi næstu heimsbikar- keppni. Umboðsmaður hans, Eng- lendingurinn Andrew Paige, fór fram á geypifé fyrir sinn mann, en Stórmeistarasamtökin gátu ekki fallist á þær kröfur. Því var raðað upp í keppnina með Kasparov utan hennar og varamenn teknir inn. Er heimsmeistaranum snerist hugur að loknum samingingaviðræðum við guðföður GMA og stjómarfor- mann SWIFT- fyrirtækisins, Bess- el Kok, var þátttaka hans ákveðin. Karpov fór þá einnig í verkfall, en Bessel Kok tókst að ná samkomu- lagi við hann. Varamennimir sem komu inn í stað Kasparovs vildu hreint ekki út aflur og því varð um nokkra fjölgun keppenda að ræða. 1 raun og veru er Ivantsjúk kominn inn vegna sinnaskipta heimsmeist- arans og einnig Norðmaðurinn Si- men Agdestein, en þátttaka hans í heimsbikarkeppninni þykir mörg- um vera argasta hneyksli þar sem hann sat auðum höndum er úrtöku- mótið í Moskvu fór fram í fyrra. Karpov - skáksaga síð- ustu 20 ára holdi klædd Heimsbikarmót Stöðvar 2 haustið 1988 þótti takast afar vel og hafa keppendur sem vom með þá, þ.á m. Kasparov og Jan Tim- man, lýst þeirri skoðun sinni að best heppnaða mótið hafi einmitt verið í Borgarleikhúsinu. Stemmningin var góð, einnig aðsókn og sjón- varpsútsendingar margar hveijar eftirminnilegar, einkum þegar Ka- sparov mætti á svæðið og lét ýmis- legt flakka. Stöð 2 verður ekki mótshaldarinn að þessu sinni þó hún standi fyrir svipuðum sjón- varpsútsendinum á maðan á mót- inu stendur. Flugleiðir leggja mest til mótsins sem tekur nafn fyrir- tækisins, Heimsbikarmót Flug- leiða, jafnframt sér Skáksamband íslands um hluta framkvæmdarinn- ar. Verðlaunaféð kemur hinsvegar frá Brussel, en Bessel Kok hjá SWIFT snarar því öllu út, og fyrstu verðlaun nema 25 þús. bandaríkja- dölum. Líklegt er að skákunnendum á íslandi leiki mikil forvitni á að fylgjast með Karpov að tafli. Kar- pov stendur á fertugu og kemst auðvitað ekki undan ummerkjum tímans ffekar en aðrir, en hvort sem sól hans er tekin að hníga til viðar eða ekki, þá má geta þess að stigatala hans, 2730 Elo, er hærri en hún var nokkru sinni á meðan heimsmeistaratíð hans stóð 1975- 1985. Hvað varðar framkomu við skákborðið er Karpov alger and- staða Kasparovs; hann er pollró- legur og afar einbeittur. Hann á það til að drepa tittlinga og stund- um er eins og hann tali við sjálfan sig. Þá er hið „baneitraða“ augna- ráð hans þekkt og hafa sumir reynt að forðast það t.d. með spegilgler- augum. Þó Karpov hafi misst heimsmeistaratitilinn til erkifjanda síns, þá hefur hann veitt Kasparov harða keppni í öllum einvígjum, enda hafa þau verið æsispennandi og fætt af sér ódauðlegar baráttu- skákir. Það er eftirtektarvert að jafnvel þó Karpov sé talsvert ffá sínu besta á mótum og í einvígjum tekst honum ávallt að sleppa ffá slíklum viðburðum með fullri sæmd, sbr. einvígið við Indveijann Anand, en þó Indveijinn hafi teflt af mikilli hörku og í raun verð- skuldað sigur þá var það Karpov sem bar hærri hlut. Hann hefur unnið um 80 skákmót á ferlinmum og ekki tapað í einviginu fyrir neinum nema Kasparov. Ferill Karpovs sem stórstjömu á skák- sviðinu hófst 1971 þegar hann sigraði á hinu ægisterka Aljékín- móti í Moskvu ásamt Leonid Stein. Hann varð heimsmeistari án keppni við Bobby Fischer 1975 og hefur tekið þátt í sjö heimsmeist- araeinvigjum (átta, ef einvígi hans við Kortsnoj 1974 er talið með) og átta áskorendaeinvígjum. Hann teflir mun meira en Kasparov, og þótt skákir hans séu yfirleitt ekki jafn æsispennandi og heimsmeist- arans þá semur hann yfirleitt ekki jafntefli nema eftir harðvítuga bar- áttu, og í seinni tíð hefúr hann oft- sinnis lent í heiflarlegu tímahraki. Styrkur hans felst í frábærri tækni og ótrúlegri þrautseigju í erfiðum stöðum. Karpov er eiginlega skák- Póstur og sími óskar að ráða BRÉFBERA hjá Pósti og síma í Kópavogi. ( starfinu felst auk bréfberastarfa tæming á póstkössum og flutningur hraðbréfa. Viðkomandi starfsmaður þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra í síma 91-41225. PÓSTUR OG SÍMI saga síðustu 20 árin holdi klædd. Á hátindi ffægðar sinnar sem heims- meistari í kringum 1980, er Bijés- nef var og hét, slóst Karpov í hóp þeirra manna sem nú eru kallaðir harðlínumenn. Honum voru fengin völd og áhrifastöður langt út fyrir það sem venjulegur borgari getur Iátið sig dreyma um, er forseti sov- éska friðarsjóðsins, auk þess að sitja á sovéska fulltrúaþinginu. Síðustu atburðir í Sovétríkjunum þykja benda til þess að nú blási kaldir vindar um hann. Brotlending Ivantsjúks Vasilij Ivantsjúk skaust upp fyrir Karpov á síðasta lista FIDE og er með 2735 stig. Hann er því næstur á eflir Kasparov og fyrir æsku sakir og sigursins í Linares þar sem hann lagði bæði Karpov og Kasparov, jafnvel enn eflir- sóknarverðari skákmaður en Kar- pov. En í Brussel í síðasta mánuði gerðust atburðir sem engan gat ór- að fyrir. Artur Jusupov sigraði Iv- antsjúk í einvígi þeirra svo Ukra- ínumaðurinn verður að bíða í a.m.k. þrjú ár eftir tækifæri til að kljást við Kasparov fyrir alvöru. Hann kemur til Reykjavíkur þess albúinn að berjast fyrir heiðri sín- um. Það þyrfti ekki að koma á óvart þótt baráttan um efsta sætið stæði á milli Karpovs og Ivant- sjúks. Hvað aðra keppendur varðar þá má geta þess að níu skákmenn tefldu á síðasta heimsbikarmóti í Reykjavík. Af þeim eru Jan Tim- man og Alexander Beljavskí kann- ski þekktastir. Valeri Salov mætir aftur til leiks eftir fimm ár. Hann tefldi lítt þekktur á Reykjavíkur- mótinu 1986, en nú stendur hann í ffemstu röð, deildi t.d. efsta sætinu á Euwe-mótinu í Amsterdam og skaut Karpov og Kasparov aftur fyrir sig. Þó er ljóst að alvarlegur heilsubrestur heftir hamlað fram- gangi hans verulega á undanföm- um árum. Eins og áður segir hefst mótið í Kristalsal Hótel Loffleiða nk. mánudag kl. 17 og lýkur hverri umferð kl. 23. Þó oft hafi þröngt verið setinn bekkurinn á Loftleið- um hefur þessi staður yfir sér ein- hveija töffa sem finnast ekki ann- arsstaðar. Því ætti stemmningin að vera góð þær tæpu þijár vikur sem mótið stendur yfir. Helgi Ólafsson skrifar NÝTT HELGARBLAÐ 1 4 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.