Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Blaðsíða 3
M y n d I i s t Kyrrar hringi&ur og mál- abar högg- myndir Myndlistarmennirnir Grétar Reynisson og Guðjón Ketiisson opna sýningu í Austursal Kjar- valsstaða á morgun. Þetta er i fyrsta sinn sem þeir félagar svna verk sin saman. Guðjon synir málverk og íréskúlplúra sem hann hefur unnið síðastliðin þrjú ár, en Grétar sýnir myndverk unnin með olíu, akrvl og blýanti á krossvið, striga, jarn og papp- ír. Guðjón sagði að sér fyndist gefandi að fást við skúlptúra og málverk á víxl. Þetta eru ólíkar að- ferðir, en það er eins og þær auðgi hvor aðra. Það hefur aldrei böggí- ast neitt fyrir mér, sagði Guðjón Eegar hann var spurður að þvi vort það væri ekki óvenjulegt að beita svona mismunandi aðferðum við vinnu sína. Hann tekur skorpur í þessu hvoru fyrir sig og vissulega má sjá að þetta flæðir saman. Guð- jón sagðist alls ekki vilja gera upp á milli þessara tveggja aðferða. Ser fyndist þær báðar skemmtilegar. Grétar Reynisson sagðist ekki treysta sér til að skera úr um það hvort hann ætti að kalla myndimar sínar blýantsteikningar eða mál- verk. Hvað stærðina snertir eru þetta málverk. Þetta er ekki gert með blýanti á pappír. Ætli megi ekki segja að ég se að leika mér að pví gagnsæja í blýantinum. Ég vil ekki beinlínis segja að blýanturinn sé ómerkilegt verkfæri, en ég breiði meira úr honum en tíðkast. Eg hef verið að reyna að ná kvrrð inn í myndirnar. Þess vegna kem ég að sama spiralnum aftur og aft- Myndlistarmennirnir Grétar Reynisson og Guðjón Ketilsson á sýningu sinni i Austursal Kjarvalsstaða. Mynd: Jim Smart. ur. Ég hef verið að vinna með hringi undanfarin ár en nú er það spírallinn sem gildir. Grétar var spurður að því af hverju hringiðan kæmi aftur og aft- ur inn í myndimar hans og hann sagðist einna helst giska á að þetta hefði byrjað með því að krota með blýanti á blað og svo vafið upp á sig. Þessar myndir eru ekki af neinu, sagði Grétar. Þær eru það sem þú sérð og ekkert annað. - Eru þetta þá ekki myndir af hringiðu? spurði viðmælandinn og lét þess getið að hringiðan er sígild mynd af því að sogast inn í eitt- hvað, oft i tengslum við að hverfa og deyja. - Það er mjög gott að þú segir þetta, sagði Grétar. Þó að myndln sé ekki af neinu þá vonar maður einmitt að áhorfandinn haldi áf'ram með það sem hann sér. Frammi á gangi eru högg- myndir Guðjóns og þar er Grétar með litlar myndir af hringnum, fessu frumformi sem er svo aleitið myndum hans. En af hverju fást menn við frumformin í myndlist? Eru þau ekki öll komin á hreint fyrir löngu? Allar myndir eru að einhverju leyti frumform, segir Grétar. Þú sleppur hvorki frá línunni, fera- ingnum né hringnum. Það cr skemmtilegur leikur að útskýra myndlist, en hann er ekki nauðsyn- legur. Sumir læra þetta og leggja það fyrir sig. Aðrir ganga að því sem áhugamenn. Stundum kæfa menn myndlist- ina í skilgreiningum og ofskýring- ar geta líka verið leiðinlegar. -kj Hver fær bóka verðlaunin? Nú eru komnir yfir 900 nýir áskrifendur. 1000. nýi áskrifandinn fær vegleg verðlaun; PERLUR í NÁHÚRU ÍSLANDS eftir Guömund P. Olafsson en Mál og Menning gefur þessi verolaun. ÞlÓÐVILT Askriftarsími 91-681333 SKOLA OSTUR ÍKÍLÓFAKKNINGUM MEE> 15% AFSLÆTTI 0G ÞU SPARAR KRJKG VAR: 7Ö7.- KR./KG VER9UR: 667.- KR./KG vV* .» »? ann ,v-»N ,«\< «u.,??0:->. 3f*» NY7T HELGARBLAÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.