Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Blaðsíða 2
Harður Gaflari Hver ertu? Hafnfirðingurinn Kristján Arason. 1 hvaða stjömumerki ertu? Ég er ljón. Hvað ertu að gera núna? Ég er að tala í símann, vinna á VIB og þjálfa FH liðið. Er gott að vera kominn heim? Það er mjög gott en mikil breyting. Hér heima er miklu meira að gera, ég er kominn með bauga undir augun. Hvað geta Islendingar lœrt af Spánverjum? Að lifa lífinu. Þá væri ég hlynntur því að við tækj- um einn til tvo klukku- tíma í mat, en ynnum í stað þess lengur. Hvað er andstyggilegast í fari karla? Merkileghcit. En yndislegasl ifari kvenna? Þær eru svo tælandi. Hvað þykir þér vœnst um? Lífið. Hefurðu lesið verulega vonda hók? Já, mig minnir að hún hafi kallast Vegur ástarinnar. Ég fékk hana að láni á ferðalagi og las til enda, þótt hún væri ofboðslega leiðinleg. Hver er þinn versti galli? Látum aðra dæma um það. Hvaða hetju mannkyns- sögunnar dáirðu mest? Ingólf Amarson. Hvernig halda vinir þínir að þú sért? Eflaust finnst þeim ég vera rólegur dagsdag- lega, en eiga það til að skipta um ham. Attu þér eitthvert mottól Já, að reyna að lifa ekki of stressandi lífi, og tek ég þar Spánverja mér til fyrirmyndar. Hvað er fullkomin ham- ingja? Gott fjölskyldulíf. Hefur konan þin áhuga á iþróttum? Já, hún er mikil áhuga- manneskja um íþróttir. Við höfum líka lifað á íþróttum. Ferðu oft á völlinn? Nei, mjög sjaldan. Ég horfi á íþróttir í sjón- varpi og fer aðeins á völlinn þegar ég á að keppa sjálfur. Hver er fremsti iþrótta- maður heims? Carl Lewis. Hvaða iþróttaárangur sögunnar metur þú mest? Þegar metið í 100 metra hlaupinu var slegið í Tókíó í sumar. Skipta iþróttir máli? Já, meira máli en menn halda. Iþróttir skipta t.d. rosalegu máli í uppeldi bama. Hver er mesti sigur þinn? Evrópumeistaratitillinn 1990 með Deka. Hvað œtlarðu að gera þegar þú hættir að þjálfa og spila hand- bolta? Ég ætla að gera heilmargt. Ég mun eflaust eyða mestum frítíma mínum í íþróttir og mun alltaf verða kringum þær. Ertu Gaflari? Harður Gaflari, eftir 6 ára útlegð líður mér stór- kostlega. Hverjir eru hestir? xO ö) o ö) o ö) 0 I— Glænýjar myndir úr öllum heimshornum Listahátíð í Reykjavík setur Kvikmyndahátíð í Regnboganum í gáng á morgun. Myndin sem sýnd verður við opnunina kemur nokkuð á óvart. Það er norsk kvikmynd sem heitir: Til óþekkts manns, eða „Til en ukjent" á norsku. Höfundur myndarinnar heitir Unni Straume og er næsta óþekkt líka. Friðrik Þór kvik- myndaleikstjóri var að því spurð- ur á blaðamannafundi hvort þetta væri ekki dálítið einkennilegt og hann svaraði að bragði að sig skipti litlu hver vissi af þessari mynd. Hún yrði þekkt eftir hátíð- ina. Hann sagði jafnframt að Unni Straume væri sá norski kvikmyndagerðarmaður sem einna mesta athygli hefði vakið fyrir utan norska landsteina, en hún ætti í einhverri baráttu við stofnunina heima fyrir. Kvik- myndatöku í þessari mynd ann- aðist Harald Paalgard, en hann kvað vera einhver sá albesti í þeirri grein þar í landi. Höfundur myndarinnar er meðal gesta kvikmyndahátíðarinnar að þessu sinni. Margarethe von Trotta verð- ur einnig gestur á kvikmyndahá- tíð. Margarethe er meðal frægari kvikmyndasmiða Þýskalands. Hún er fædd og upp alin í Berlín. Hún vakti reyndar fyrst athygli samlanda sinna fyrir framan tökuvélina. Lék stór hlutverk í myndum eftir Fassbinder, Klaus Lemke, Achtembusch og Schlöndorff. Myndin sem Margarethe kemur með á kvikmyndahátíð heitir Heimkoman. Þar er fjallað um tilfinningalega ringulreið, ástríður og afbrýðissemi, ást og hatur. Segja má að allar myndir von Trotta glími við tilvistar- kreppu kvenna, ást þeirra og vináttu, sorg þeirra og hatur og samskiptaörðugleika gagnvart báðum kynjum. Erkiengill heitir kanadísk mynd sem sýnd verður á kvik- myndahátíð. Hún er gerð af Vestur-íslendingnum Quy Maddin. Þetta er súrrealísk mynd, segir í fréttatilkynningu frá Kvikmyndahátíð og þar segir ennfremur: Það er ekki til neins að lýsa söguþræði Erkiengils. Allar tilraunir í þá áttina eru dæmdar til að mistakast því að orðin myndu aðeins segja minna en ekkert - eða meira en allt. Úr Erkiengli Guy Maddins sem sýnd verður á kvikmyndahátíð. 4. október er föstudagur. 277. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.43 - sólarlag kl. 18.48. Viðburðir Guömundur Daníelsson skáld fæddur 1910. Höfundur hefur sjálfur reynt að lýsa mynd sinni með þessum orðum: „Stríósharmleikur, harm- leikur um mannskæða styijöld, angurvær frásögn af draum- kenndri veröld löngu glataðrar ástar.“ Svo mörg voru þau orð Guy Maddins um kvikmynd sína. Það telst til nýjunga á þessari kvikmyndahátíð að sumar myndanna eru með íslenskum texta og það verða sýndar fleiri glænýjar myndir en venja hefur verið. -kj NYTT HHLGARBLAÐ 2 FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.