Þjóðviljinn - 04.10.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Side 4
Helgarpistill Mikill máttur en lítil dýrá Á fyrstu dögum þingsins, sem nú starfar í einni mál- stofu, hefur komið upp í hæsta máta einkennileg deila. Sjálfstæðisflokkurinn heimtar að fá tvo menn í forsæt- isnefnd þingsins og útiloka þannig minnsta stjórnar- andstöðuflokkinn frá aðild að stjórn þingsins. Þessa til- högun styður Alþýðuflokkurinn heilshugar, samkvæmt yfirlýsingu Össurar Skarphéðinssonar, formanns þing- flokks Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands á þingi í fyrradag. Stjórnarandstaðan hefur svarað með þeim eina hætti sem réttur er: úr því að stjórnarliðið kýs að stjórna þinginu án samráðs við alla stjórnarandstöðuflokkana þá er eðlilegast að þeir stjórni þinginu einir. Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til að hefja þinghald- ið með svo einstæðum hætti? Við því er bara eitt svar. Nýir herrar í Sjálfstæðisflokknum, með forsætisráðherr- ann í broddi fylkingar, hafa augljóslega brennandi löng- un til að sýna í stóru og smáu hverra er valdið. Með þeirri skipan sem Sjálfstæðisflokkurinn, með atbeina Alþýðuflokksins, krefst nú er ekki verið að gera þing- störfin skilvirkari, ekki verið að tryggja að dagleg vinna þingsins gangi fyrir sig á sem auðveldastan máta, heldur hið gagnstæða. Um leið og Alþingi er löggjafarsamkoma er það einnig vinnustaður fjölda fólks. Forsetar þingsins eiga að sjá til þess að vinna þingmanna, sem annarra starfs- manna, gangi greiðlega fyrir sig. í þeim efnum skiptir ekki máli hvaða þingflokkar tilheyra stjórnarliðinu eða eru í stjómarandstöðu. Öllum þingflokkum og þing- mönnum ber sami réttur til að móta starfshætti og vinnubrögð þingsins. Hér er kominn fram enn einn vitnisburðurinn um nýja siði sem nú skal taka upp á öllum sviðum stjórnmál- anna. Þjóðviljinn hefur á undanförnum mánuðum nefnt mörg dæmi um það hvernig vinnubrögðin sem forsæt- isráðherra tíðkaði á meðan hann var borgarstjóri eru nú yfirfærð á landsstjórnina. Borgarstjórinn skipaði fyrir og fór með allt vald meirihlutans í borgarstjórn Reykja- víkur. Þessi meirihluti var honum hlýðinn og traustur og aðstaða minnihlutans til að hafa áhrif á gerðir hans veik. Þingmeirihlutinn sem ráðherrann styðst nú við, er að sönnu hlýðinn í besta lagi og gildir það ekki síst um Alþýðuflokkinn, en stjórnarandstaðan á Alþingi hefur allt aðra aðstöðu en minnihlutinn í borgarstjórn. Yfir hana er ekki hægt að ganga eins og hún sé ekki til. Þessi staðreynd fer sýnilega í taugarnar á forsætisráð- herranum sem sá ástæðu til að taka það sérstakiega fram í umræðum á þinginu í fyrradag að hann hefði sannfærst um það eftir athugasemdir stjórnarandstöð- unnar að afstaða Sjálfstæðisflokksins væri hárrétt. For- sætisráðherrann er með öðrum orðum ekki í þingsaln- um til að taka rökum, hann er þar ekki til að hlusta á ábendingar fólks sem hefur margra ára reynslu af þingstörfum og segir allt að þinghaldið gangi betur fyrir sig ef gott samráð er tryggt milli allra þingflokka. Hann er þar fyrst og fremst til þess að boða þingheimi og þjóð eigin skilning á því hvers sé mátturinn. Um dýrð- ina þarf ekki að spyrja, hún verður því minni sem ráð- herrann kemur oftar í ræðustól. Þessir fyrstu dagar þingsins lofa ekki góðu fyrir þing- meirihlutann í vetur. Innan hans virðist ekki vera nokk- ur maður sem getur komið nýju herrunum í skilning um þau einföldu sannindi að valdið felst ekkert síður í klók- indum og lagni en stórkarlalegum yfirlýsingum og hrokafullri beitingu hins formlega meirihluta. Það er að vísu ekki hægt að ætlast til að forsætisráðherrann skilji þetta, en var fráleitt að reikna með slíkum skilningi af Alþýðuflokknum, einkum formanni þingflokksins? hágé. m mm imr Helgarblao ÞjóoviijinnA^ Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á.Friðþjófsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Bergdls Ellertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgreiðsla: W68 13 33 Auglýsingadeild: o 68 13 10-68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 170 kr. í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Síðumúla 37, 108 Reykjavik Hver kostar rekstur lý&ræðisins? Breski íhaldsfiokkurinn er í bobba. Blaðið Sunday Times hefur komist að því að grískur skipakóngur með vafasama fortíð hefur stungið að flokkn- um tveim eða tveim og hálfri miljón punda í kyrrþey, og nú spyrja blaðamenn jafnt sem stjórnarandstæðingar: Getur flokkur sem lýðræðislegur vill heita verið þekktur fyrir að þiggja slikan fjárstuðning? En skipakóngurinn var m.a. góður vinur ofurstanna grísku sem rændu völdum 1967 og stjórnuðu Grikklandi með fasískum aðgerðum um nokkurra ára skeið. Evrópskir siðir Við lifum á frjálshyggjuöld svonefndri. Einn anginn af henni er sá, að hver og einn beri ábyrgð á sjálfum sér og sínum rekstri. Stjómmálaflokkar líka. En hér og þar í Evrópu höfðu þeir siðir fest rætur (jafnt á Norðurlöndum sem Ítalíu til dæmis) að rétt væri að sameiginlegir sjóðir kæmu nokkuð við sögu hjá pólitískum flokkum og pólitískri útgáfustarfsemi. Til- gangurinn var sá að jafna aðstöðu- mun. Tryggja að fleiri sjónarmið fengju að njóta sín en þau sem rík- ismenn vilja styrkja - með fram- lögum eða auglýsingum. Og svo til þess að komast hjá því að stjórn- málamenn og frambjóðcndur flokka séu alfarið í vasa þeirra sem vilja „fjárfesta" í þeim. Þessir evrópsku siðir hafa vafa- laust orðið til vegna þess að mönn- um líst ekki á blikuna þegar þeir horfa til Bandaríkjanna. Þar verður herkostnaður í sambandi við for- kosningar og kosningar sífellt dýr- ari og dýrari og frambjóðendur eft- ir því háðari öflugum fyrirlækjum sem kosta kosningaherferðir þeirra. Og eiga þeim skuld að gjalda þegar þeir komast að - eru þar með enn veikari fyrir fyrir- greiðsluspillingu en ella væri. Og eins og vonlegt er hefur mönnum staðið stuggur af því, að pólitískt líf í löndum þcirra snúist upp í þrælhönnuð öskur og gauragang sem miða að því að koma „ímynd- inni“ af frambjóðandanum á fram- færi - meðan allt sem heitir um- ræða er rekið í skammarkrók dimman og dúsir þar. Bandarískir siðir hérlendis En nú eru bandarískir siðir á upplcið: eins og við verðum vör við hér og nú. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur þegar gert blöð- um stjómarandstöðunnar lífið leitt eins og hún getur, og nú ku líka standa til að spara á þeim íjármun- um sem pólitiskar hreyftngar hafa fengið til útgáfuslarfsemi. Ekki er að efa að það er auð- velt að gera slikan niðurskurð til- tölulcga vinsælan hjá almenningi, sem hcfur fyrirfram ímugust á pól- itík og vili alls ekki til þcss hugsa að hcnni fylgi „rckstrarkostnaður" til góðs og ills. En um leið vaknar brýn spuming: Hverjir eiga að kosla þá starfsemi pólitískra flokka sem er hvcrju lýðræði nauðsynleg, hvort lieldur mönnum líkar betur eða verr? Frjálshyggjumenn svara: stuðningsmenn, áhugamenn. Það gera þeir líka i nokkrum mæli. En eins og hin amrísku dæmi sanna: þcir pcningar allir em sem dropi í hafið miðað við fjárframlög hinna forríku, stórfyrirtækja og annarra. Sem þýðir að vald þeirra yfii skoð- anamyndun og áhrif á pólitískar ákvarðanir aukast að miklum mun. Deyfð og drungi Menn em alltof huglitlir og daufir í þessum málum. Islenskir kratar til dæmis, þeir vísa þessum málum frá sér með kæruleysi sem norðurlandakrötum mundi þykja óskiljanlegt. Hér við bætist að á Is- landi er ekki heldur til sú hefð sem hefur fest rætur í Bretlandi og á Norðurlöndum: að verkalýðshreyf- ingin styðji þá fiokka sem henni eru hollastir á þingi, og ef til vill blaðakost þeim tengdan. Hér má siíkt ekki: Ihaldið (og fleiri reynd- ar) hafa komið því inn hjá mönn- um að þar með sé verið að trufia hið „faglega eðli“ verkalýðshreyf- ingarinnar. En um leið og vinstriöfi verða með þessum hætti af stuðningi sem síst skyldi, þá dettur engum í hug einu sinni aó spyrja um íjármál Sjálfstæðisflokksins. Engin ákvæði eru til um það hér á landi (eða að minnsta kosti engin ákvæði sem duga) að stjómmálaflokkar eigi að gera grein fyrir fjárreiðum sínum. Það er þó skylda í Bandaríkjunum, hvað sem annars má um pólitíska siði þar í landi segja. Breska íhaldið fær gjöf Það er heldur ekki skylda í Bretlandi að fiokkamir geri grein fyrir því hvaðan þeir fá peninga. En mál gríska skipakóngsins Johns Latsis og íhaldsfiokksins hefur vakið upp raddir sem mjög hamra á nauðsyn þess að það sé gert. Sem fyrr segir hefur Latsis gef- ið íhaldsflokknum tvær miljónir punda og er það stærsta „gjöf ‘ sem pólitískur fiokkur í Bretíandi hefur fengið. íhaldsfiokknum mun ekki af veita, hann skuldar 16 miljónir punda og þar af eru 12 miljónir í vanskilum. En þótt siðaboð mark- aðslögmálanna sé það að „pening- ar lykta ckki“, þá er erfitt að hvít- þvo peninga skipakóngsins gríska í augum almennings. Latsis er einn af ríkustu mönnum heims. Hann hefur komið sér vel við hvem valdhafa sem með völd fór í Grikklandi - meðal annars Papado- polous þann sem hafði forystu fyrir grískum herforingjum sem afnámu allt sem lýðræði gat heitið í Grikk- landi 1967. Og stjómuðu síðan með handtökum, pyntingum á pól- itískum andstæðingum og fieiri sí- gildum aðferðum lögreglurikisins. Latsis gerði Papadopoulos margan greiða og fékk í staðinn mjög „hagstæð starfsskilyrði" (eins og það heitir) fyrir fyrirtæki sín í Grikklandi. Að kaupa sér áhrif Þeir sem gagnrýna gjafir Lats- isar (tvær miljónir punda nú, hálf miljón í fyrra) spyrja: Getur hvaða dólgur sem er keypt sér áhrif í íhaldsflokknum'' (Engum dettur í hug að Latsis gefi peningana af mannkærleika, þó ekki væri). Gæti Saddam Hússein keypt sig inn í breska pólitík með þessum hætti? Eða Noriega? Og mætti lengi við þann Iista bæta. Ekki síst þar sem það kemur ofan í fréttimar um skipakónginn gríska, að þegar John Major forsætisráðherra var í Hong Kong nýlega, þá stakk rík- asti bisnessmaður nýlendunnar, Li Kashing, að honum 100 þúsund pundum. Og aðrir ríkustu menn nýlendunnar létu sitt ekki eftir liggja. Enda em þeir að tryggja eigur sínar sem best, koma þeim m.a. fyrir í Bretlandi - og tryggja sér forgang að breskum ríkisborg- ararétti þegar nýlendutíminn renn- ur út. Og því spyrja menn: Hver kostar rekstur lýðræðisins? Og til hvers? Vonandi er aldrei of seint að spyija um þyílíkt og annað eins. Og verður gert í auknum mæli nú á tímum, þegar pólitísk harðstjóm er á undanhaldi og harðstjóm pening- anna efiist að sama skapi. HELGARBLAÐ 4 FÖSTUDAGUR 4. OK.TÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.