Þjóðviljinn - 04.10.1991, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Síða 6
Athugun á sjóndeildarhringn um. 1975. Skúlptúr: þeir taka í nefið, þeir taka í nefið, og svo snúa þeir sér í hring. Sigurður Guðmundsson 1972. Landslag við haf Drottning fegurðarinnar er undarlegt fyrirbrigði. Meðal sanntrúaðra manna og þeirra sem stjórna löndum og lýðum var hún oftsinnis álitin vera vændiskona. Ekki fyrir það að klerkar og stjórn- málamenn hefðu af henni náin kynni, heldur var það á allra vitorði að hún átti mök við bæði karla og konur, og að allir sem vildu njóta hennar þurftu að borga fyrir greiðann. Þannig stóð á rykti henn- ar. Þegar ég hitti hana fyrsta sinni, var ég staddur í eins konar landslagi við haf. Hún stóð í vatni upp að ökla, en í baksýn var óendanleg hafsbrún. Ég leit á hana og kenndi í senn hrifningar og losta. Ég stóð andspænis henni, órólegur og uppburðarlítill. Hún stóö grafkyrr og virtist ekki hafa neinn áhuga á mér. Það var eins og hún biði átekta. Ég varð greinilega að taka frumkvæðið. Ég gekk út í vatnið og vafði hana örmum. Hún blés í eyrað á mér, það voru skilmálarnir, upphæðin. Ég sýndi henni auð- sveipni, afmáði fortíð mína og átti við hana mök. Hér fer ég ekki með fleipur. Núna, aldarfjórð- ungi seinna, gæti skarpskyggn rannsakandi auð- veldlega fært sönnur á þennan fyrsta fund okkar. Síðan höfum við hist nokkrum sinnum. Við hitt- umst alltaf við hafið, en landslagið er aldrei það sama. ( hvert sinn nefnir hún skilmála sína og kref- ur mig um eitthvað sem mér er fast í hendi, eitt- hvað sem mér finnst framtíð mín velta á. Auðmjúk- ur læt ég undan kröfum hennar. Ekki alls fyrir löngu leysti hún til sín lífssýn mína alla. Áður var hún búin að svipta mig smekknum, og það sem mér finnst mest niðrandi, sköpunar- gáfunni. Heimtufrekju hennar er við brugöið, mála- miðlun er ekki til umræðu. Kröfur hennar eru lög. Til að viðhalda ástarsambandi við hana verð ég að vaða æ lengra út í hafið. Það er eins og þetta sé með ráðum gert. Eftilvill hyggst hún lokka mig út á eyðieyju, og ef sú eyja er langt frá minni ströndu, kem ég þangað allslaus. Sigurður Guðmundsson, Berlin, september 1987. NATURA ROMANTIKA Fullt hús hjá Sigurði Guðmundssyni myndlistarmanni í Reykjavík um helgina: myndlistarsýningar í Listasafni íslands og Gallerí Nýhöfn, ný höggmynd vígð við Gerðuberg og glæsileg bók um feril hans kemur út hjá Máli og menningu í sam- vinnu við hollenskt bókaforlag Sögulegir alburðir munu ger- þess að kynnast á einu bretti hin- eins af okkar fremstu myndlistar- ast í íslenska listheiminum um um fiölbreytilegu og ólíku hi’ðum mönnum, en Sigurður hefur sem þessa helgi: Sigurður Guðmundsson er kom- inn til landsins frá Hollandi með tvær veglegar myndlistar- sýningar, sem gefa gott yfirlit yfir list hans. Ný bronsmynd, sú fyrsta sem hann hefur sett upp hér á landi, verður afhjúpuð við menningarmið- stöðina í Gerðubergi, og á vegum bókafor- lagsins Máls og menn- ingar og Van Spijk- forlagsins í Hollandi kemur út einhver vandaðasta listaverka- bók sem gefin hefur verið út um einstakan listamann hér á landi og gefur okkur grein- argott yfirlit yfir heildaryerk hans frá árinu 1968 til dagsins í dag. Hér er því boðið til sannkallaðrar myndlistarveislu þar sem landsmenn fá í fyrsta sinn tækifæri til kunnugt er verið bú- settur í Hollandi í rúma tvo áratugi, þar sem hann hefur hlotið almenna viðurkennigu fyrir list sína og með- al annars sett upp fjölmarga skúlptúra á almannafæri. Sýningin í Lista- safni íslands ber yfir- skriftina Natura Ro- mantika, en nafnið er jafnframt heiti á mál- verki eftir Sigurð, sem reyndar er ekki á sýningunni. Því sýn- ingin í Listasafninu er einskorðuð við ljós- myndaverk hans unn- in á árunum 1969-82, en það var einmitt með ljósmyndaverk- unum sem Sigurður vakíi fyrst athygli á erlendum vettvangi. Auk ljósmyndaverk- anna er á sýningunni í Listasafninu rýmis- verkið „Het Grote Sigurður Guðmundsson. Ljósmynd: Jim Smart. Gedicht“ eða „Hið NYTT HELGARBLAÐ 6 FÖSTUDAGUR4. OK.TÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.