Þjóðviljinn - 04.10.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 04.10.1991, Síða 9
Ég ætla að syngja til eilífðar. Þegar ég hætti að troða upp fer ég kannski í kirkjukór eða syng fyrir barna- börnin, segir Anna Vilhjálms sem í ár heldur upp á 30 ára söngferil sinn. Söngkonan Anna Vilhjálms sér ekki eftir neinu, en það er erfitt að vera söngkona og ekki alltaf tekið út með sældinni að vera þekktur á (s- landi. Nýlega kom út fyrsta sólóplata Önnu, og hún segist aldrei hafa haft jafn gaman af því að syngja og einmitt núna. Manni koma ósjálfrátt til hugar lögin Crazy og Stand by Your Man þegar minnst er á Önnu Vilhjáms, og hún segir þessi lög vera límd við sig. Söngferill Önnu Vilhjálms hófst fyrir 30 árum, nánar tiltekið í Hafh- arfjarðarstrætó. „Kunningi minn, sem hafði oft heyrt mig gaula, bauð mér að koma á æfingu með hljóm- sveit sinni og taka lagið. Það varð úr að ég var ráðin og söngkona sveitarinnar rekin.“ í ár heldur Anna Vilhjálms upp á þritugsafmælið með sjói, sem frumsýnt var í K17 í Keflavík 6. september síðastliðinn. Þá hefur verið gefin út plata með Önnu, fyrsta sólóplata á löngum ferli hennar svo að aðdáendumir hafa þurft að vera þolinmóðir. Anna seg- ir sjóið vera vinsælla en hún þorði að láta sig dreyma um. ,^Ætli ég ljúki ekki 30 ára afmælinu með því að halda upp á það fertugasta,“ seg- ir hún án alvöru. „Þetta er að byija að spyijast út núna, og við forum á fleiri staði á landsbyggðinni á næst- unni. En hefur Anna sungið sleitu- laust í þijá áratugi? Hún segist hafa stoppað á milli, en aldrei lengi í senn. „Þegar ég flutti út til Bandaríkjanna datt ég út á Islandi i sjö ár. Ég kom samt heim í fríum og söng.“ Anna sagði sem sagt ekki skilið við sönginn þótt sveitatónlist. Önnu finnst skemmti- legast hversu fjölbreytt tónlistin er nú. „Pöbbamir hafa ýtt undir það, þeir em með sitt hvað. Einn með blús og annar með kántrý. í gamla daga fór fólk út til að dansa og skemmta sér, ekki beint til að hlusta á einhveija sérstaka tónlist. Þá vom heldur engin sjó. Það var Óli sem byijaði á þessu.“ Þá hlýtur að vera allt öðmvísi að syngja nú en fyrir tíu, tuttugu árum? Önnu finnst miklu skemmtilegra að syngja nú, það er engin spuming. Blaðamaður Nýs Helgarblaðs brá sér á Borgarvirkið fyrir skömmu til að heyra Önnu syngja. Borgarvirkið er ekta kántrý-krá þar sem værten er með kúrekahatt og sætin em yfirdekkt með hrosshári. Alltaf er nóg af kántrý-fólki í virk- inu og margir koma til að heyra Önnu syngja „Stand by Your Man“. En ætli aðdáendum sveitatónlistar fari fjölgandi á íslandi? Anna er ekki frá þvi. Hún segir þó varla þýða að leika nýja sveitatónlist eins og kántiý-rokk. „Galdurinn er að syngja lög sem allir þekkja. Og það gildir í pöbbageiranum að syngja lög sem fólk getur jafhvel tekið undir. Á Borgarvirkinu syng ég Syng ég sé hún flytti af landi brott um hríð, heldur skemmti einnig Bandarikja- mönnum. „Þar fékk ég tækifæri til að syngja með stórsveit. Það var al- veg meiriháttar, en dálitið þving- andi líka. Ég kann ekki að lesa nót- ur og sagði hljómsveitinni bara í hvaða tóntegund ég syngi og það gekk bara vel þótt sveitin væri óvön þannig vinnubrögðum." Ætli það sé öðmvísi að syngja fyrir bandaríska áheyrendur en íslenska? Anna er ekki í nokkmm vafa um það. Það er tvennt ólíkt, segir hún. „Uti drekkur fólk ekki eins mikið og spekúlerar meira í tónlistinni. Héma fer oft helmingurinn af þvi sem maður er að gera fyrir ofan garð og neðan hjá fólkinu. Það er allt annað að syngja fyrir fólk sem hlustar." En þetta hefur breyst, viðurkennir hún. „Pöbbamenningin hefur breytt þessu, fólk kemur meira til að hlusta. Ég syng samt eingöngu á pöbbum sem hægt er að dansa á.“ Þeir sem sækja krámar í bænum geta hitt á Önnu í Ölkjallaranum og Borgarvirkinu. Á fyrmefhda staðn- um syngur hún allt milli himins og jarðar, en í Borgarvirkinu, kántrý- kránni, syngur hún sveitatónlist. Anna segir skemmtilegt að syngja fyrir ungt fólk sem virðist hafa mjög gaman af lögunum sem hún syngur. „Mér finnst gaman að því þegar ungt fólk kemur og hlustar á mig og helur ekki hugmynd um hver ég er. Fólk á aldur við dætur mínar hefur komið til mín og sagst hafa gaman af söng mínum, samt er ég ekki poppsöngkona. Þetta fólk er að kynnast mér í fyrsta skipti." Rokkið íiíir Við ræðum fram og til baka um hvort gömul tónlist sé í tísku nú, og Anna segir allt vera að koma aftur, tónlist sem var vinsæl á sjötta og sjöunda áratugnum, rokkið og og ég heillaðist svo af því að það gæti komið i staðinn fynr sönginn þótt ég þurfi að taka sjóveikipillur. Líðanin er svo góð þegar maður kemur i land aftur bæði andlega og líkamlega þreyttur, en samt svo ferskur eftir útveruna og eftir að draga fiskinn og hlusta á fuglana. Já, ætli ég vildi ekki einna helst vera trillukerling og amraa. Anna segist ekki geta lifað á söngnum þótt hún syngi ofl á tveimur stöðum á kvöldi. „Héma er svo mikið af toppmúsíköntum, miklu fleiri en í Bandaríkjunum ef miðað er við mannfjölda. Hér er mikið af komungu og hæfileikaríku tónlistarfólki. Sá sem útsetti öll lög- in á plötunni minni er ekki nema 18 ára.“ Það er sem sagt í nógu að snúast hjá Önnu Vilhjálms. Hún treður upp í afmælissjoinu sínu og rýkur þaðan til að syngja annars staðar. Einn ungur kunningi hennar spurði hana að þvi fyrir skömmu hvemig hún færi að þessu. „Með því að sleppa þessu,“ sagði Anna, og benti á áfengisglas. „Maður stendur ekki í svona stappi árum saman ef maður er háður vímuefnum.“ Hún segir þó, að drykkja hafi dregist mjög saman meðal tónlistarmanna. ,JDrykkja er hverfandi og maður sér varla fullan hljóðfæraleikara á sviði í dag. Það var daglegt brauð hér áð- ur fyrr. Kröfumar em orðnar svo miklar og það gengur bara ekki upp með drykkju.“ Þótt sögur hafi geng- ið um að Anna væri gefin fyrir sop- ann segir hún að hún hafi seint byrj- að að drekka og þótt hún fái sér stundum í glas sé hún enginn alki eins og illar tungur hafi reynt að fá fólk til að trúa. „Vínið náði aldrei neinum tökum á mér.“ Þegar Anna Vilhjálms kemur í viðtalið er hún ómáluð með köflótt- an trefil um hálsinn og segist ekki hafa átt von á myndatökum. )VÉg lít á mig sem tvær konur, söngkonu og venjulega manneskju. Þegar ég mála mig áður en ég kem ffam segist ég vera að búa til Önnu Vilhjálms söngkonu.14 BE þótt þegjandi hós með sveitum sem ég hef ekki æft með, ég labba upp á svið og segi sí svona: Eg syng i C-dúr og svo byij- um við, oft án nokkurs undirbún- ings.“ Sjálffi finnst Önnu skemmtileg- ast að syngja róleg og falleg lög og hún segir uppáhaldslagið sitt vera „My Way“, sem hún tekur listavel sjálf eins og þeir vita sem hafa heyrt til hennar. Fráskilin að vestan Platan sem gefin var út fyrir skömmu er á leið upp vinsældalist- ann. Anna segir að eitt lag á plöt- unni virðist hafa hertekið liðið, og sé ástæðan fyrir sölunni á plötunni í augnablikinu, Fráskilin að vestan. Hún viðurkennir að hún sé komin með upp í kok á því í bili. Frá mér til þín heitir platan og átti hún að marka endapunktinn á ferli Önnu Vilhjálms. „Ég reikna með að fara að hætta, en þó ekki alveg strax,“ segir hún. „Þetta er allt í lagi á með- an maður hefur gaman af þessu.“ Margir tala um „endurkomu“ Önnu nú. En hún segist sjálf ekki hafa tal- ið sig hafa fallið út. Þótt hún hafi ekki verið jafn^ áberandi og þessa dagana lengi.“ Ég er búin að fá of- boðslega auglýsingu og það hefur hvað rekið annað, ég hef ekkert get- að stoppað.“ Anna er nýfiutt í bæinn á ný. Hún er samt fædd og uppalin í borginni og segist vera miðbæjar- bam. Af Lindargötunni fiutti fjöl- skyldan í Garðabæinn, sem þá var ekki stór. Og einmitt þess vegna var hún stödd í Hafharfjarðarstætó þann örlagaríka dag, sem að ofan er getið um, þvi hún gekk í Flensborgar- skóla. JE-kvartettinn hét fyrsta hljóm- sveitin sem Anna Vilhjálms söng í, eftir Jóni Egilssyni. Sveitin lék nýtt popp i Gúttó, Breiðfirðingabúð og á skólaböllum. Anna staldraði ekki lengi við í kvartettinum og söng næst með hljómsveit Gunnars Ormslevs á Borginni. Þaðan lá síð- an leiðin austur á Selfoss þar sem hún söng með hljómsveit Óskars Guðmundssonar. Þá söng hún með hljómsveit Svavars Gests og síðan með Magga Ingimars, og fór tvo hringi í kringum landið og lét sig ekki muna um að syngja og hottast kasólétt og bílveik út á land til að syngja. Hún var komin á áttunda mánuð að eldri dóttur sinni þegar hún tók sér loks smáhlé. Vart var hún byijuð að troða upp að nýju þegar hún hætti um hríð til að eign- ast aðra dóttur. Þær eru báðar hrifn- ar af tónlist, en hafa hvorug lagt sönginn fyrir sig. Anna segir það ekki tekið út með sældinni að vera þekktur á Islandi, og þótt hún sjái ekki eftir að hafa lagt sönginn fyrir sig hefði hún ekki kært sig um að dætumar fetuðu í fótspor hennar. Flestir læra að lesa nótur og fá tilsögn í söng sem gera hann að sínu lífstarfi, en lærði Anna ein- hvem tímann að syngja? „Ég tók nokkra tíma hjá Mariu Markan þegar ég var 16 ára. Kunn- ingi minn og sonur hennar, Pétur Östlund, báðu hana um að taka mig í tíma. Hún vildi gera úr mér óperu- söngkonu, en ég hafði ekki áhuga á því. En þetta var góð undirstaða og ég get sungið þótt ég geti ekki talað. Það hefur komið fyrir að ég hafi verið svo þegjandi hás að ég hafi þurft að skrifa það sem ég vil segja á miða, en .samt hef _ég sungið Crazy og Janice Joplin. Ég man eft- ir því, að einu sinni var ég með hæsi i nokkra mánuði en söng sex kvöld í viku á Röðli. t Þótt ég hafi ekkert lært hefur rödd mín breyst mjög mikið frá því að ég var 18 ára. Hún er ólíkt skárri i dag. Það er komin meiri tilfinning í röddina, meiri mýkt og breidd. Þegar ég var ung og vissi ekki hvað lífið var skorti mig reynslu til að geta sett mig inn í það sem ég syng um. Þegar ég get ekki sett mig inn í texta lagsins syng ég til einvers sem ég þekki vel. Það hjálpar mér við að túlka lögin. Mælikvarði á góðan söng er þegar áheyrendur sitja með gæsahúð. Það hefur komið fyrir þegar ég hef sungið sjálf, en ekki oft. Sjálf fæ ég gæsahúð þegar ég hlusta á Tom Jones, Barböru Streis- and og Whitney Houston. Þetta eru allt söngvarar með mikla og sterka rödd, það er mikill kraflur í rödd- inni. Hitt kalla ég bara raulara. Frank Sinatra er ekki söngvari að mínu mati. Vilhjálmur heitinn var mikill söngvari, það var svo þægi- legt að hlusta á hann, hann var með svo róandi rödd. Af öðrum íslensk- um söngvurum get ég nefnt Sigriði Beinteins. Hún er skemmtileg söng- kona með mikla rödd.“ Trillukerling og amma Þegar Anna lítur til baka, hefði hún kannski viljað verða eitthvað allt annað? „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað verður maður þreyttur á þessu eins og öllu öðru. Það koma tímabil sem maður vildi vera ein- hver allt önnur, eins og þegar mig langar út að skemmta mér. Þá er erfitt að fela sig. En væri tekinn frá mér söngurinn er ég hrædd um að ég væri ekki nema hálf manneskja. Þá þyrfti ég að finna eitthvað í stað- inn. Það hefur komið fyrir þegar ég er leið á söngnum að finna eitthvað sem ég tel mig geta sætt mig við i staðinn fyrir hann. Að fara út á sjó á trillu og veiða fisk. Komast út í náttúruna í frið og ró og hlusta á fuglana syngja, það er æðislegt. Pabbi keypti sér trillu fyrir nokkr- um árum og ég fór með til að prófa, NÝTT HELGARBLAÐ 9 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.