Þjóðviljinn - 04.10.1991, Síða 17
Helgarrúnturinn
Ekki eiga verk þeirra Grétars Reynissonar og Guðjón Ketilssonar eftir að hanga lengi uppi á Kjan’alsstöðum. Þeir sem ekki vilja
missa af sýningunni verða að gefa sér tíma nú um helgina til að bregða sér á listasafnið á Klambratúni. Mynd: Jim Smart.
Kabarett á
Allflestir kannast við kvik-
myndina Cabaret, sem enn nýt-
ur mikilla vinsælda. Nú hafa
skemmtistjórar Moulin Rouge
við Laugaveginn sett upp sýn-
ingu þar sem þekktustu dragg-
drottningar landsins túlka
Beitiskipib
Potjomkin
Ein frægasta kvikmynd
allra tíma, Beitiskipið Potj-
omkin, eftir hinn kunna kvik-
myndagerðarmann Sergei Ei-
senstein og tökumanninn Ed-
vard Tisse, verður sýnd í bió-
sal MIR á sunnudag kl. 16
síðdegis.
Kvikmynd þessi var fúll-
gerð árið 1925, en snemma á
þvi ári hafði Sovétstjómin
ákveðið að minnast fyrstu
rússnesku byltingarinnar 1905
með gerð nokkurra kvik-
mynda. Sergei Eisenstein
hófst handa um gerð myndar
eftir handriti Nínu A. Sútkó.
Atti kvikmyndin upphaflega
að heita 1905, en fljótlega tók
Eisenstein að einbeita sér að
einum kafla myndarinnar og
síðan endursamdi hann töku-
ritið frá grunni og kallaði
Beitiskipið Potjomkin. Kvik-
myndin var frumsýn um ára-
mótin 1925/26, vakti þegar
mikla athygli og fór sigurför
um heiminn. Þetta er þögul
mynd, en verður sýnd við
Vatnsstíginn á sunnudag í
styttri útgáfú með tónlist í
bakgrunni.
Aðgangur að kvikmynda-
sýningum MÍR er ókeypis og
öllum heimill meðan húsrúm
leyfir.
Myllunni
nokkur þekkt lög úr þessum
ástsæla söngleik. Ónnur sýning
á dagskrá þessari er í kvöld og
sú þriðja annað kvöld. Húsið er
opnað hálfri klukkustund fyrir
miðnætti og er krafist 600
króna aðgangseyris fyrir hin
kostulegu skemmtiatriði dís-
anna. Umsjón með uppsetn-
ingu þessarar sýningar hefúr
hinn kunni þýðandi Veturliði
Guðnason, sem getið hefur sér
gott orð fyrir að snara Rocky
Horror Picture Show.
Debúfr
Ellenar
Tónleikar mcó tutt-
ugustu aldar kirkjutón-
llst verðn haldnir á
morgun og Sunnudag
kl. 17 í Kristsklrkju,
Lnndakoti.
Á tónleikunum koma
fram dr. Orthulf Prunner,
organisti i Háteigskirkju.
og sópransöngkonan El-
len Freydis Martin, en
þetta eru fyrstu opinbem
tónleikar hinnar ungu
söngkonu.
Þau munu flytja verk
cftir austurrísku tón-
skáidin Augustinus
Franz Kropftcitér og An-
ton Heiller. Efnisskréin
cr byggð upp af orgcl-
verkum og andlegum
sönglögum vió trúarlcg-
an texta.
Bubbi í
Seljakirkju
Á sunnudag kl. 17 mun
popparinn Bubbi Morthens
hcQa upp raust sína í Selja-
kirkju. Hann verður ekki einn
um að troða upp í kirkjunni til
að laða fólk að húsi Guðs því
að í næstu viku mun Jónas
Ingimundarson leika þar,
Karlakór Reykjavíkur, Sigfús
Halldórsson, Elín Sigurvins-
dóttir og Friðbjöm Jónsson
auk hinna hæfileikaríku
söngvara i Operusmiðjunni.
Sóknarbömin munu án efa
kunna að meta þessa ný-
breytni í Seljakirkju.
Inngangur að ferli
Kristín Geirsdóttir opnar
sína fyrstu einkasýningu í Ás-
mundarsal við Freyjugötu á
morgun kl. 14.
Á sýningu Kristínar verða
verk unnin með olíu á striga.
Ekki era nema nokkur ár
síðan Kristín útskrifaðist úr
málaradeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands. í fyrra
tók hún þátt í samsýningu
svonefndra sexmenninga í
Hafnarborg.
Sýningin er opin frá kl.
14-19 á kvöldin og henni lýk-
ur 16. október.
Mörg verka gömlu
meistaranna á uppboði
Gallerí Borg heldur
málverkauppboð í samvinnu
við Listmunauppboð Sigurðar
Benediktssonar hf á
sunnudagskvöld kl. 20.30.
Boðnar verða upp 80 myndir
og er að sögn uppboðshaldara
óvenjumikið af verkum gömlu
meistaranna á uppboðinu.
Nefna má verk eftir Nínu
Tryggvadóttur og Ásgrím
Jónsson.
Uppbðsverkin verða sýnd
í Gallerí Borg fram að
uppboðinu í Súlnasal Hótel
Sögu.
Stiklað á stóru
Myndlistin
Sigurður Guðmundsson leggur undir sig borgina um
helgina. Á morgun er opnuð sýning á verkum hans
undir yfirskriftinni Natura Romantika í Listasafni ís-
lands og á sunnudag önnur sýning í Gallerí Nýhöfn.
Þá verður einnig afhjúpað verk eftir Sigurð fyrir utan
Gerðuberg í Breiðholti. í Nýlistasafninu verður ungur
myndhöggvari með sýningu sem einnig hefur getið
sér gott orð á erlendri grund. Það er hún Inga Ragn-
arsdóttir sem sýnir verk sín í sölum safnsins í port-
inu við Vatnsstíginn í tvær vikur. I kaffistofunni í
Hafnarborg opnar Brynja Ámadóttir sýningu á
pennateikningum um helgina og í Gunnarssal úti á
Þernunesi sýnir Ingibergur Magnússon verk sín fram
til næstu helgar.
Útivera
Hana-nú hópurinn er alltaf jafn sprækur og leggur
hvern einasta laugardag upp frá Fannborg 4 í Kópa-
vogi klukkan tíu árdegis, hvernig sem viðrar. Þeir
sem vilja molakaffi til að koma blóðinu af stað fyrir
gönguna mæti hálfri stundu fyrir tíu. 20. áfangi póst-
göngu Útivistar verður genginn á sunnudag og verð-
ur lagt af stað kl. 10.30 frá BSÍ. Eftir,steikina í há-
deginu er tilvalið að bregða sér með Útivist í göngu
frá Stíflisdal um Kjósarheiði að Brúsastöðum í Þing-
vallasveit. Þá verður boðið upp á helgarferð í Kerl-
ingardal og Mýrdal og lagt af stað í kvöld.
Á fjölunum
Leikárið er komið á fullt og næstum of mikið að sjá á
fjölunum. Þjóðleikhúsið sýnir Gleðispilið í kvöld og
annað kvöld. Búkollan hans Sveins verður sýnd alla
helgina og annað kvöld verður hátíðarsýning á
Töfraflautu Mozarts í íslensku óperunni. Hin um-
deilda Dúfnaveisla verður sýnd í kvöld og sunnudag
í Borgarleikhúsinu, og upp hafa verið teknar sýning-
ar að nýju á verkinu A ég hvergi heima?
M a t s e l j a n
Tvær góðar bökur
Undanfarin ár eða ára-
tugi hefur óneitanlega margt
breyst í matarvenjum hér á
landi og mikið verið rætt um
það og ritað. Seyddar steikur
með sykurbrenndum kartöfl-
um, „danskri sósu“ og graut
á eftir hafa látið undan síga
og sjást helst á bökkum þeim
er fórnarlömb sjúkrahús-
anna fá á sunnudögum. Eitt
af þvi sem við höfum lært af
öðrum þjóðum er að búa til
bökur. Þær geta verið sætar,
þá borðaðar sem eftirréttir,
eða ósætar og matarmiklar
og þá full máltíð eða bornar
fram t.d. með súpu.
Uppskriftin sem ég er með
er þannig að um er að ræða
eina grunnuppskrift að böku-
botninum sem siðan er fylltur
með mismunandi góðgæti.
Bökubotn:
1 og 1/4 bolli hveiti
1 tesk. salt
100 gr smjör
2 msk. kalt vatn
Hveiti og salti blandað
saman. Smjör sett út f (kalt úr
ísskáp) og mulið saman þar til
þetta er vel samlagað. Vatni
slett í og hnoðað saman en alls
ekki of lengi svo þetta verði
ekki blautt og klístrað. Búið til
kúlu, veltið upp úr hveiti og
geymið í ísskápnum í nokkra
tíma eða yfir nótt.
Þegar deigið er búið að
bíða í ísskápnum er það flatt út
á borði sem hveiti hefúr verið
sáldrað á. Setjið svo i smurt
eldfast mót eða springform.
Pikkið með gaffli. Setjið smjör-
pappír ofaná botninn og fyllið
með hrísgijónum eða þurrkuð-
um baunum. Bakið við 200 C í
20 mín. Hendið svo smjör-
pappimum og gtjónunum og
bakið áfram í 10-20 min. en
passið að láta þetta alls ekki
brenna. Nú er botninn tilbúinn
til fyllingar og þar kemur hug-
myndaflugið til skjalanna.
Ég ætla að láta fylgja upp-
skriftir að einni sætri böku og
annarri með grænmeti.
Sitrónu soufflé (eftirréttur)
I tilbúinn bökubotn
3 egg (rauður og hvítur
skildar að)
1/4 bolli sykur
rúml. 1/2 bolli sitrónusafi
2 og 1/2 msk. smjör
1/3 bolliflórsykur
Eggjarauðum og sykri
hrært saman. 1/2 bolla sftrónu-
safa hrært út í. Þessu er hellt á
pönnu með þykkum botni,
smjöri bætt i og hrasrt við lítinn
hita þar til það þykknar. Sett í
skál og kælt (ca. hálftíma).
Ofninn hitaður í 180 C.
Eggjahvítumar þeyttar en
ekki samt of stífar. Flórsykur
settur í og matskeið af sítrónu-
safa og hrært vel. Þessu er hellt
varlega i eggjahræruna og svo
hellt á kökubotninn og bakað í
20 mínútur. Látið kólna og bor-
ið fram við stofúhita með sigt-
uðum flórsykri ofaná.
Papriku- og tómatbaka
(t.d. með góðri súpu)
1 tilbúinn bökubotn
1 rauð paprika
1 grœn paprika
3-4 jafnstórir tómatar, sneiddir
3 egg
1-2 bollar rifinn ostur, gjama
2 mismunandi tegundir
nokkrar matskeiðar rjómi (má
sleppa)
pipar, salt paprikuduft, olía
sem í er bœtt basil
Paprikumar skomar í litla
teninga og soðnar i 2 mínútur
og síðan látið dijúpa af þeim í
sigti.
Egg, ostur og e.t.v. smá
ijómasletta hrært saman með
pískara og kryddað. Papriku-
teningunum stráð yfir köku-
botninn og eggja-ostahrærunni
hellt ofaná. Tómatsneiðunum
er raðað fallega allan hringinn
ofaná bökuna þannig að þær
leggist hver ofaná aðra og
penslaðar með ólivuolíu sem
krydduð er með basil. Bakað
við 170 C í ca.30-40 mín. eða
þar tíl eggin era hlaupin.
í stað papriku má nota lauk
og/eða sveppi og aspas ofaná,
það er um að gera að virkja
hugmyndaflugið.
Góða helgi!
M e ð f I u g u
í h ö f ð i n u
Nú ætla ég að segja ykkur
frá tveimur stærstu urriðum
sem ég veit til að veiðst hafí.
Það era í það minnsta 20 ár
síðan Helgi Guðmundsson
pípulagningameistari veiddi 26
punda urriða í Hólsá, en hún er
eins og þið vitið milli Þykkva-
bæjar og Landeyja. Þetta er
mikið vatn, enda samanstendur
hún af báðum Rangánum og
Þverá. Þama var, auk Helga,
Magnús Gissurarson rafvirki og
hann sagði mér frá.
Þeir félagar vora framund-
an hnausunum sem era austan-
við ána niður undir ósi. Þá vora
skammt undan hnausunum
veiðisælir hyljir. Urriðinn tók
dökkan Tobyspón og glíman
við hann varaði um 45 mínútur.
Magnús sagði mér að fisk-
urinn hafi verið rauðdröfnóttur.
Það er sumsstaðar einkenni á
sjóbirtingi t.d. austur í Homa-
firði. Við skulum vona að birt-
ingurinn lifi af í Rangánum
þrátt fyrir umsvif sleppinga-
fólks.
Það er svo, að þegar stór
fiskur hefur veiðst vilja margir
nota sama agn og þá gilti. Þetta
er eðlilegt, enda era þeir ekki í
miklum metum sem leyna agni
fyrir félögum sínum. Þetta mun
ég virða varðandi næsta fisk, þó
vissulega sé hængur á varðandi
afnot fleiri manna.
Það era a.m.k. tveir áratugir
síðan Síðubændur vora við
ádrátt í Mávabótarálum eða á
Hólmasvæðinu. Þama var
Baldur í Múlakoti og hann er á
eftir netinu þegar hann sér að
gríðarvænn fiskur sleppur fyrir
netendann og kemur eftir
grynningu á móti straumi.
Baldur stillir svo til að þeir
mætast, og þegar fiskurinn er að
renna sér í gegnum klofið á
honum sest hann ofan á hæng-
inn, grípur um sporðinn og
hljóðar á einhvem sér til fúll-
tingis. Menn bragðu við og
handsömuðu fiskinn sem
reyndist 28 pund.
Þessi hængur var gamall
eins og að líkuin lætur, enda var
krókurinn í neðra skolti næstum
genginn uppúr efri skoltinum.
Það var lítið eftir nema roðið.
Veiðarfærið í þetta sinn þ.e.
klofið á Baldri er auðvitað
vandfengið til almenningsnota.
Þið skiljið það og brúkið ykkar
eigin ef tækifæri gefst.
Þessi þáttur verður sá síð-
asti i bili og fýlgir honum engm
fluga.
Vaktin varð lengri en í
iyrstu var ætlað. Stundum hefúr
tíminn verið naumur og ég hef
kastað höndum til verksins.
Þessháttar á ekki að fyrirgefa,
enda ætlast ég ekki til þess.
Hafi einhver hafl gagn eða
gaman af pistlunum er það gott.
Sjálfúm var mér stundum
skemmt, og þakka fyrir mig.
Setjarinn fær sérstakar
þakkir. Hlutverk hennar var
ekki alltaf auðvelt.
NYTT HELGARBLAÐ
1 7 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓ BER 1991