Þjóðviljinn - 04.10.1991, Page 18
Krumminn á skjánum
Kvikmynda-
kvölin
enn á ný
Bíómynd Sjónvarpsins á fostu-
dagskvöldið heitir Sex í svartholi.
Myndin ijallar um fangauppreisn í
hinu alræmda fangelsi á eynni Alc-
atras. Eyja þessi er spölkom úti
fyrir strönd San Francisco og
geymdi lengi vel hættulegustu
glæpamenn Bandaríkjanna. Því var
heitið af borgaryfirvöldum að ef
einhver slyppi úr prísundinni yrði
fangelsinu lokað. Fangelsinu var
ekki lokað vegna uppreisnarinnar
sem sagt er frá í myndinni. Hún
var kveðin niður af hörku. Þess má
samt geta að fangelsið er ekki
starfrækt í dag, en það er nú önnur
saga.
A Stöð 2 verða samkvæmt
venju þrjár myndir á dagskrá.
Fyrsta myndin heitir Xanadu.
Kvikmyndahandbók Maltins gefur
myndinni Tfr'/2 og segir hana ekk-
ert sérstaka. Titillag myndarinnar
gefur henni þó vissan sjarma, en
það er lagið Magic með ELO.
Ónnur myndin er I skjóli nætur,
og fjallar um sálarstríð manns sem
grunar að hann hafi framið morð.
Málið er að hann missti minnið í
mikilli sprengingu, þar sem morð
hafði verið framið. En við skulum
spyrja að leikslokum. Síðasta
myndin er endursýning, hvað ann-
að. Það er myndin Peter Gunn
sem er enn aftur á dagskrá. Þar er
íjallað um ævintýri einkaspæjara,
en með hlutverk hans fer sjarmur-
inn Peter Strauss. Drengurinn sá
ætti kannski að geta hrist upp í ein-
hveijum útvöldum, hver veit?
Hver kannast ekki við gömlu
konuna sem alltaf klæðist eins og
barbiedúkka í hræðilega bleikum
litum. Myndin Astin sigrar sem
byggð er á sögu Barböru Cartlands
verður fyrri mynd Sjónvarpsins á
laugardagskvöldið. Og hver er efn-
isþráðurinn? Auðvitað, ung kona
mitt í hringiðu ástar og afbrýði,
valdatafls og sviksemi. Það er
hægt að slökkva á sjónvarpinu ef
lesin hefur verið ein bók eftir
gömlu konuna. Önnur mynd Sjón-
varpsins er hins vegar lofuð af
Maltin. Kvikmyndagagnrýnandinn
sá gefur myndinni Hörkutól
ifrtV V2, sem er ansi gott á þeim
bæ. Hún fjallar um sjómann nokk-
um sem lent hefur í útistöðum við
stéttarfélagið sitt og misst vinnuna.
Á rangli um hverfið sitt þar sem
óaldarfiokkar ráða ríkjum er sjóar-
inn frekar afskiptur. En þegar
nokkrir vinir hans verða fyrir barð-
inu á ribböidunum, tekur minn
maður til sinna ráða og fer einn á
móti óþjóðalýðnum. Það er ekki
spurt að áræðninni, sjóarinn hlýtur
að vera íslenskur.
Og þá er það Stöð 2. Fyrst er
það Réttur dagsins, en það er
nafnið á fýrstu myndinni. Nú ættu
unglingamir að geyma partíferðina
og kíkja á uppáhaldið sitt Juliu Ro-
berts, en hún fer með eitt af aðal-
hlutverkunum. Annars er ekkert
nýtt undir sólinni þegar horft er á
efhisþráðinn, en myndin fjallar um
1)ijár stúlkur í sjávarþorpi sem
enda í einhverjum ástarævintýr-
um. Önnur myndin er frekar fyrir
kvenfólkið, en þar er „kyntröllið“
Burt Reynolds i aðalhlutverki.
Myndin heitir því frumlega nafni
Bágt á Buder. Annað er ekki
fhimlegt við myndina, en hún íjall-
ar um einkaspæjara í einhveijum
vandamálum.
Þriðja myndin er Nátthrafnar.
Ef upplýsingar Maltins em réttar er
þama ágætis mynd á ferðinni og
fær -&1ÍVV2. Þetta er bresk mynd
frá árinu 1960 og er Robert Mitc-
hum í einu aðalhlutverkanna.
Fjórða og loksins síðasta myndin
hjá Stöð 2 byijar laust fyrir ldukk-
an þrjú aðfaranótt sunnudags. Tit-
illinn er nógu spennandi, Kyn-
þokki, en hvort efnið er á sama
veg kemur í ljós. Þama á tvítugur
stráklingur víst að vera alls ófróður
um allt er snýr að kynlífi. Vegna
þess kaupir hann sér bók um efnið,
og viti menn: allt í einu er ungi
maðurinn búinn að koma sér upp
sannkölluðu ástarhreiðri. Fyrir
suma gæti þama verið ágætis upp-
hitun á ferðinni áður en skriðið er í
bólið.
Þrjú-bíó
Stöð 2 hefur tekið upp þá
nýbreytni að hafa sýningar
klukkan þrjú á sunnudögum
þar sem sýndar verða barna-
og fjölskyldumyndir.
Fyrsta myndin er alvöru æv-
intýri frá meistara Spielberg.
Þetta er hugljúft ævintýri sem
greinir ffá ferðum músastráksins
Vífils til Ameríku með íjölskyldu
sinni. Ameríka á að vera fýrir-
heitna landið, ..llt fullt af osti og
það sem er mikilvægast: engir
kettir.
Á leiðinni týnir Vífill fjöl-
skyldunni og lendir í ýmsum æv-
intýrum. Spielberg dregur þó upp
dökka mynd af Ameriku þar sem
fégræðgin og báknið er yfirþyrm-
andi. En skammt undan er samt
einhver sem réttir hjálparhönd
svo Vífill litli sleppur alltaf, þó
stundum sé naumt á því. En hvort
Vífill finni fjölskyldu sína er
spuming sem áhorfendur fá svar-
að með því að fylgjast með.
Hvemig væri að fá sér popp og
malt með myndinni?
S j ó n v a r p
Fösfudagur
18.00 Litli víkingurinn Leik-
raddir Aðalsteinn Bergdal.
18.30 Beykigróf (3)
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Hundalíf (3)
19.30 Shelley.
20.00 Fréttir, veður og kastljós
20.50 Fjársjóöur hefur tapast,
finnandi vinsamlegast hafi
samband (2) Hjálparsveit
skáta í Vestmannaeyjum og
Björgunarsveitin Fiskaklettur
í Hafnarfirði bregða á leik.
Umsjón Jón Björgvinsson.
Kynnir ásamt honum Jón
Gústafsson. Dagskrárgerð
Hákon Már Oddsson.
22.00 Samherjar (5)
22.50 Sex í svartholi Banda-
rísk sjónvarpsmynd um æv-
intýralega flóttatilraun sex
fanga úr hinu rammgerða
fangelsi á Alcatrazeyju á
San Franciscoflóa í maí
1946. Myndin er ekki við
hæfi barna. Leikstjóri Paul
Wendkos.
00.25 Útvarpsfréttir.
Laugardagur
13.55 Enska knattspyrnan
Bein útsending frá leik Ever-
ton og Tottenham á Goodi-
son Park í Liverpool.
15.45 Iþróttaþátturinn I þættin-
um verður m.a. bein útsend-
ing frá leik Njarðvíkinga og
júgóslavneska liðsins Ci-
bona I Evrópukeppni meist-
araliða I körfuknattleik. Þá
veröur sýnt frá Evrópumót-
unum í knattspyrnu og
keppni i fyrstu deild karla í
handknattleik.
18.00 Alfreð önd (51)
18.25 Kasper og vinir hans
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Poppkorn.
19.30 Úr riki náttúrunnar. Um-
skiptingar Bresk fræöslu-
mynd um myndbreytingu
lægri lífvera, en það fyrir-
bæri er þekktast i skordýra-
heiminum. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Lottó
20.40 Kvikmyndahátiöin Kynn-
ingarþáttur um Kvikmynda-
hátíð í Reykjavík, sem
stendur yfir 5,- 15. október.
Umsión Hilmar Oddsson.
20.50 Okuþór (6) Lokaþáttur
21.15 Fólkiö í landinu Það eru
ekki nema úrvalskrakkar
sem endast i þessu. Gestur
Einar Jónasson heilsar upp
á Blásarasveit Tónskólans á
Akureyri. Dagskrárgerð
Samver.
21.40 Ástin sigrar Bresk sjón-
varpsmynd frá 1987, byggð
á sögu eftir Barböru Cart-
land. Leikstjóri John Hough.
23.20 Hörkutól Bandarísk bió-
mynd frá 1980. Bófaflokkur
heldur íbúum í hverfi einu í
helgreipum þangað til hug-
djarfur sjómaður sest þar að
og skakkar leikinn. Leikstjóri
John Flynn.
01.00 Útvarpsfréttir.
Sunnudagur
13.15 Þrjátíu ára söngferill
Upptaka frá tónleikum stór-
söngvarans Lucianos Pava-
rottis í Reggio Emilia á
Norður-ltalíu í tilefni af 30
ára starfsafmæli hans. Áður
á dagskrá 29. apríl sl.
15.50 „Af síldinni öll við erum
orðin rík" Islensk heimilda-
mynd um ævintýriö á Djúpu-
vík eftir Finnboga Her-
mannsson og Hjálmtý Heið-
dal.
16.40 Ritun Fyrsti þáttur: Eöli
ólíkra texta Fjallað um ýmis
grundvallaratriði ritunar, ólik-
ar aöferðir, málsnið og iýs-
ingar. Umsjón Ólína Þor-
varðardóttir.
16.50 Nippon - Japan síöan
1945 (1) Fyrsti þáttur. Eftir
eldhríðina Breskur heimilda-
myndaflokkur I átta þáttum
um sögu Japans frá seinna
stríöi. Þýðandi og þulur Ingi
Karl Jóhannesson.
17.50 Sunnudagshugvekja .
18.00 Sólargeislar (24)
18.30 Babar . Leikraddir Aöal-
steinn Bergdal.
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Vistaskipti (5)
19.30 Fákar (8).
20.00 Fréttir, veður og skák-
skýring
20.45 Kvikmyndahátiðin Kynn-
ingarþáttur um Kvikmynda-
hátíð í Reykjavík, sem
stendur yfir til 15. október.
Umsión Hilmar Oddsson.
20.55 I fjarlægð Ný heimilda-
mynd um Islendinga í Kaup-
mannahöfn á tímum her-
námsins 1940-1945. I mynd-
inni er rætt við fjölmargt fólk,
þ.á m. Friðrik Einarsson
skurðlækni, dr. Jakob Bene-
diktsson, Guðmundu Elías-
dóttur söngkonu, Björn Sv.
Björnsson, og Guömund
Arnlaugsson fyrrverandi
rektor. Þá er sagt frá söng-
ferli Stefáns Islandi og Jóni
Helgasyni skáldi og prófess-
or, sem hafði forystu um
menningarstarf Islendinga í
hernuminni Kaupmanna-
höfn. Umsjón Einar Heimis-
son. Dagskrárgerð Tage
Ammendrup.
21.55 Ástir og alþjóöamál (5)
22.50 Gresjan Kanadísk sjón-
varpsmynd byggð á smá-
sögu eftir Ray Bradbury.
23.15 Ljóðið mitt Ljóðið mitt
.Að þessu sini velur sér Ijóð
Einar Kárason rithöfundur.
Umsjón Pétur Gunnarsson.
Dagskrárgerö Þór Elís Páls-
son.
23.25 Útvarpsfrettir.
Mánudagur
18.00 Töfraglugginn (22). Um-
sjón Sigrún Halldórsdóttir.
18.25 Drengurinn frá Andró-
medu Fjórði þáttur af sex.
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Á mörkunum (38)
19.30 Roseanne (8)
20.00 Fréttir og veöur
20.35 Kvikmyndahátíðin
20.40 Fólkið í Forsælu (4).
21.10 Iþróttahornið .
21.35 Nöfnin okkar. I þessum
þætti fjallar Gísli Jónsson
um nafnið Stefán.
21.45 Hundur, hundur Verð-
launastuttmynd eftir Sigur-
björn Aöalsteinsson.
22.00 Við kjötkatlana Lokpþátt-
ur.
23.00 Ellefufréttir
23.20 Þingsjá
23.40 Dagskrárlok
Föstudagur
16.45 Nágrannar
17.30 Gosi
17.55 Umhverfis jörðina .
18.20 Herra Maggú.
18.25 Á dagskrá
18.40 Bylmingur.
19.19 19.19
20.10 Kænar konur Nýr bráð-
skemmtilegur gamanmynda-
flokkur um fjórar konur sem
reka saman fyrirtæki sem
sérhæfir sig í innanhúsarki
tektúr. Það gengur á ýmsu i
rekstrinum og þurfa þær oft
að beita vafasömum aöferö-
um til að fá sitt fram.
20.35 Feröast um tímann.
21.25 Xanadu Ævintýraleg
dans- og söngvamynd meö
gammla brýninu Gene Kelly.
23.00 I skjóli nætur Hörku-
spennandi mynd um mann
sem óvænt veröur vitni aö
moröi, en vegna minnisleys-
is man hann ekki hver morð-
inginn er. Þess má geta að
aðalhlutverkið er leikið af
Robert Urich, sem lék einka-
spæjarann Spenser í sam-
nefndum þáttum sem sýndir
voru á Stöð 2. Stranglega
bönnuð börnum.
00.30 Peter Gunn Ævintýri
leynitögreglumannsins Peter
Gunn hófust í samnefndum
sjónvarpsþáttum vestanhafs
á sjötta áratugnum, en þetta
er sjónvarpsmynd sem gerð
var áriö 1989 um þennan
vinsæla einkaspæjara. Aðal-
hlutverk: Peter Strauss.
(1989) Bönnuð börnum.
02.00 Dagskrárlok
Laugardagur
09.00 Með afa
10.30 Á skotskónum.
10.55 Af hveiju er himinninn
blár?
11.00 Fimm og furðudýrið.
11.25 Á ferð með New Kids on
the Block.
12.00 Á framandi slóðum.
12.50 Á grænni grund.
12.55 Makalaus sambúð Jack
Lemmon og Walther Matt-
hau fara með aðalhlutverkin
i þessari sígildu gaman-
mynd sem segir frá sambúð
tveggja manna. Annar þeirra
er hiö mesta snyrtimenni en
hinn ersóði. (1968)
15.00 Alvöru ævintýri Hugljúft
ævintýri sem segir frá músa-
fjölskyldu I Rússlandi sem er
að flytjast búferlum til
Bandaríkjanna.
16.30 Sjónaukinn Endurtekinn
þáttur þar sem Helga Guð-
rún heimsækir „grænar fjöl-
skyldur" og fornsölur.
17.00 Falcon Crest Bandarísk-
ur framhaldsþáttur.
18.00 Popp og kók Hress tón-
listarþáttur i umsjón Ólafar
Marínar Úlfarsdóttur og Sig-
urðar Ragnarssonar. (1991)
18.30 Bilasport (Endurt.)
19.19 19.19
20.00 Morðgáta Jessica Fletc-
her leysir flókin sakamál.
20.50 Heimsbikarmót Flug-
leiða 91
22.00 Réttur dagsins Gaman-
söm mynd um þrjár ungar
konur, ástir þeirra og af-
brýði, í litlu sjávarþorpi I
Connecticut-fylki. Julia Ro-
berts fer með eitt aðalhlut-
verkanna, en hún sló eftir-
minnilega í gegn skömmu
eftir gerð þessarar myndar.
(1988)
23.40 Bágt á Buder Létt og
spennandi sakamálamynd
með kyntröllinu Burt Reyn-
olds. (1989) Bönnuð börn-
um.
01.10 Náttfarar Dóttur banda-
rísks öldungadeildarþing-
manns er rænt og vinir
hennar láta ekki sitt eftir
liggja við að bjarga henni úr
klóm hryöjuverkamanna.
Myndin er bönnuð börnum.
02.40 Kynþokki Tony Cannell-
oni er tvítugur og honum
hrýs hugur við tilhugsuninni
um kynlíf. Til að bæta úr því
kaupir hann bók sem ber tit-
ilinn „Kynþokki". Tony fylgir
reglum bókarinnar, flytur að
heiman og leigir íbúð sem
hann breytir í sannkallað
ástarhreiður. Stranglega
bönnuö börnum.
04.00 Dagskrárlok
Sunnudagur
09.00 Litla hafmeyjan Falleg
teiknimynd byggð á sam-
nefndu ævintýri.
09.45 Hvutti og kisi Teikni-
mynd.
09.30 Túlli Fjörug teiknimynd.
09.35 Fúsi fjörkálfur.
09.40 Steim og Olli.
09.45 Pétur Pan Teiknimynd.
10.10 Ævintýraheimur Nin-
tendo Skemmtileg teikni-
mynd.
10.35 Ævintýrin i Eikarstræti
Framhaldsþáttur fyrir börn á
öllum aldri.
10.50 Blaðasnáparnir Vönduð
og skemmtileg teiknimynd.
11.20 Trausti hrausti Teikni-
mynd.
11.45 Trýni og Gosi Teikni-
mynd.
12.00 Popp og kók Endurt.
12.30 Furðusögur VIII Hér eru
sagðar þrjár sögur eins og f
fyrri myndum sem hafa notið
gífurlegra vinsælda um allan
heim. Sú fyrsta segir frá
eldri konu sem býr yfir
leyndarmáli varðandi hvern-
ig eigi að rækta verðlauna-
grasker. Önnur sagan segir
frá ungri stúlku sem sekkur í
sandbleytu en kemur sfðan
fram ári síðar. Þriðja og síð-
asta sagan segir frá nokkr-
um strákum sem hanna loft-
net sem getur náð útsend-
ingum annarra pláneta.
13.35 Italski boltinn. Bein út-
sending frá (tölsku fyrstu
deildinni (fótbolta.
15.45 Leyniskjöl og persónu-
njósnir Alríkislögregluforing-
inn J. Edgar Hoover bjó svo
um hnútana að ekki reyndist
unnt að koma honum frá
völdum. Hann hafði marga
af framámönnum Bandaríkj-
anna í greipum sínum,
þeirra á meðal Eisenhower,
John F. Kennedy, Johnson
og Nixon. Þá lét Hoover
einnig fylgjast með kvik-
mynda- og rokkstjörnum og
má þar nefna Humphrey
Bogart, Frank Sinatra, Shirl-
ey McLaine, Elvis Presley
og John Lennon svo fáeinir
seu nefndir. Hoover sveifst
einskis, hvorki varðandi það
aö útvega upplýsingar né
nota þær i sína eigin þágu
eða alríkislögreglunnar.
16.50 Þrælastríðið I þessum
þætti fylgjumst við með þvi
hvernig norðanmönnum
tókst að breyta tilgangi
stríðsins I frelsun þrælanna.
18.00 60 mínútur, margverð-
launaður fréttaskýringaþátt-
ur.
18.40 Maja býfiuga Teikni-
mynd.
19.19 19.19
20.00 Elvis rokkari Leikinn
framhaldsþáttur um Elvis
Presley.
20.20 Hercule Poirot Breskur
sakamálaþáttur.
21.15 Heimsbikarmót Flug-
leiða '91
21.25 Laufin falla Rómantlsk
mynd sem gerist um alda-
mótin síöustu. Aðalhlutverk
Faye Dunaway. (1989)
23.00 Heimsbikarmót Flug-
leiða '91
23.15 Flóttinn úr fangabúðun-
um (3)
00.10 Saklaus bráð Þetta er
spennandi mynd sem segir
frá ungum strák sem snýr
heim eftir sumarfrí, en þá er
fjölskylda hans horfin, og
ekki nóg með það, heldur
eru morðingjar á hælunum á
honum og eru nú góð ráð
dýr. (1988) Lokasýning.
01.40 Dagskrárlok
Mánudagur
16.45 Nágrannar
17.30 Geimálfarnir.
18.00 Hetjur himingeimsins.
18.30 Kjallarinn Tónlistarþátt-
ur.
20.10 Dallas
21.05 Heimsbikarmót Flug-
leiða '91
21.15 Ættarsetrið Sjötti þáttur
af átta um Michael Anstey
sem óvænt erfði ættarsetur.
22.05 Heimsbikarmót Flug-
leiöa '91
22.20 Booker Frábær banda-
rlskur spennuþáttur um
einkaspæjarann Booker.
23.10 Italski boltinn. Mörk vik-
unnar. Iþróttamenn stöðvar-
innar sýna okkur það helsta
sem gerðist I ítölsku fyrstu
deildinni I fótbolta nú um
helgina.
23.30 Zooccoli-tréð Þessi ein-
stæöa mynd hlaut Gullpál-
mann I Cannes árið 1978.
Myndin segir sögu fimm fjöl-
skyldna á Italiu og þykir hún
lýsa á raunsæjan hátt hvern-
ig lífið var um aldamótin síð-
ustu. Leikstjórinn Ermanno
Olmi eycidi mörgum vikum I
sveitahéruðum ltallu til að
komast inn I hugarfar
bænda og leikaramir eru
bændur og búalið. Texti
myndarinnar er að mestu
saminn af leikurunum sjálf-
um. Olmi fékk hugmyndina
að gerð myndarinnar 20 ár-
um áður en hann loks gerði
hana. Aðalhlutverk: Luigi Or-
nagli, Francesca Moriggi,
Omar Brignoli og Antonio
Ferrari. Leikstjóri: Ermanno
Olmi. (1975)
01.00 Dagskrarlok
NÝTT HELGARBLAÐ 1 8 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER I99l