Þjóðviljinn - 22.10.1991, Blaðsíða 3
22. október
er þriðjudagur.
295. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík
kl. 8.37 - sólariag kl.
17.46.
Viðburðir
Kúbudeilan hefst 1962.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Nýtt Dagblað: Sovéther-
inn hefur staðizt fyrstu
sóknaratrennu fasista-
herjanna gegn Moskva.
Brezkir sjómenn fremja
innbrot og þjófnað á
Austfjörðum. Tveimur
bandarískum flutninga-
skipum sökkt af þýzkum
kafbátum.
fyrir 25 árum
Verður verkfall við Búr-
fellsvirkjunina? Unnið að
frjálsri sameiningu á
sveitarfélögum. Ottazt
að um 200 manns, flest
börn, hafi farizt þegar
gjallskriða féll á skóla í
námubæ í Wales.
Sá spaki
Gott tónskáld stælir
ekki, það stelur.
Norrænt dagsverk
fyrir brasilíska æsku
Fimmtudaginn 24. október leggja 10.000 nemar í 18 framhalds-
skólum frá sér skólabækurnar og nota daginn tii þess að safna
fé með ýmsum hætti til að styrkja jafnaldra sína í Brasilíu til
náms. Atakið nefnist Norrænt dagsverk, NOD, og fer fram á
öllum Norðurlöndunum.
„Tilgangur þessa verkefnis er
tvíþættur,“ segir Kristinn Einars-
son formaður Iðnnemasambands
Islands og einn skipuleggjenda
NOD. „Annars vegar á að upp-
fræða framhaldsskólanema á
Norðurlöndunum um líf og að-
stæður jafnaldra þeirra í Brasiliu
og að kynna þeim brasilíska
menningu og sögu. Hins vegar á
að safna fjármunum sem verða
notaðir til að gefa jafnöldrum
þeirra í Brasilíu möguleika á
menntun. Tilgangurinn með þess-
ari fræðslu er líka sá að nemend-
ur öðlist skilning á því af hverju
aðstæður í Brasilíu eru eins og
raun ber vitni um.“
Meðal þess sem nemendur
taka sér fyrir hendur má nefna að
nemendur úr MH hreinsa fjörur
Reykjavíkurborgar, nemendur í
Hafnarfirði taka að sér vinnu hjá
bæjarfélaginu og margir fara
þennan dag í vinnu sem þeir voru
í yfir sumartímann. Merki verða
seld og við alls kyns uppákomur í
skólunum verður gengið um með
bauka og framlögum safnað í þá.
Nemendur í Iðnskólanum i
Reykjavík byggja kofa í miðjum
matsal skólans og verður hann
eftirlíking af húsakynnum í fá-
tækrahverfum Brasilíu.
Prentaðar hafa verið ýmsar
upplýsingar um Brasilíu sem eru
sendar skólunum og með fylgja
kennsluleiðbeiningar. Þá hefur
verið framleitt 15 minútna langt
myndband sem Kristján Sigur-
jónsson kvikmyndamaður hefur
gert og er hægt að fá það lánað i
skólana.
Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur í samvinnu við NOD gefið
út vandaðan bækling, „Brasilia,
glötuð æska“, þar sem sagt er frá
lífi og kjörum í brasilísku þjóðfé-
lagi í máli og myndum..
Þar kemur meðal annars fram
að í Brasilíu eru 40 milljónir
bama og unglinga og að mikill
meirihluti þeirra fer á mis við
eðlilegan þroska og skólagöngu.
Um 11 milljónir bama hafa verið
yfirgefm af foreldmm sínum..
Hjálparstofnunin mun hafa
milligöngu um að koma söfnun-
arfé á leiðarenda.
-vd.
Iðnskólanemar byggja kofa sem er eftirlfking af húsakynnum jafnaldra
þeirra f fátækrahverfum Brasilíu. Kristinn Einarsson formaður INSI og Þór-
ir Pétursson iðnnemi halda á plakati sem minnir á söfnunarátakiö þann
24. október. Mynd: Kristinn.
Ránsskapur á lífskjörum
framtíðarinnar
Af þessu til-
efni hefur for-
maðurinn sett á
langar ræður
um þann háska
sem þjóðinni
standi af sjálfri
sér. „Við emm
haldnir ein-
hverju eyðslu-
æði. Þjóðin í
heild virðist
ekki geta horfst
í augu við þá
staðreynd að
hún er að stela
lífskjörum af
næstu kynslóð.
Við emm öll
samsek og ég
ætla engan að
undanskilja,"
sagði hann m.a.
í viðtali við
Morgunblaðið
fyrir skömmu.
Sem ábyrg-
ur þjóðfélags-
þegn hlýtur
Þrándur að taka
undir með for-
manninum og Einar Oddur
á því hvort íslenskur
togarafiskur sé þriðja
flokks vara.
Kristján Ragnarsson
f ramk væmdastj óri
L.Í.Ú
Það gætir nokkurs misskilnings í
þessu efni. Samkvæmt þessari nýju
gæðastöðlun Evrópubandalagsins
er þetta flokkað eftir aldri fisksins.
Að okkar mati segir það ekkert um
gæðin. Þeirra reglur em að fiskur-
inn megi ekki vera eldri en fimm
sex daga gamall. Af landfræðileg-
um ástæðum getum við aldrei kom-
ist á breskan markað með fisk sem
er yngri en það.
Gæði þess fisks sem við sendum út
em mjög mikil, enda fáum við
hærra verð en flestir aðrir. Hins
vegar emm við á því, að gott megi
lengi bæta. Það þarf að kæla fiskinn
niður strax eftir að hann hefúr verið
veiddur, það þarf að slægja hann
vel og þvotturinn á honum skiptir
líka mjög miklu máli hvort sem
hann er seldur hér heima eða er-
lendis. Það er líka alltaf spuming
hvort gámamir sem skipafélögin
bjóða okkur uppá em nógu góðir.
í sumar gekk þetta ekki alltaf jafn-
vel og vafalaust hafa miklir sumar-
hitar átt sinn þátt í þvi. Þetta þarf
allt athugunar við, en íslenskur tog-
arafiskur er engin þriðja flokks
vara. Það er algjör misskilningur.
Formaður Vinnuveitendasam-
bandsins stendur í ströngu þessa
dagana. Til stendur að semja við
samtök launamanna um kaup og
kjör. Eins og gefur að skilja, og
skylt er manni í hans stöðu að end-
urtaka í síbylju, eiga atvinnurek-
endur illa fyrir því kaupi sem þeir
eru neyddir til að borga og alls
ekki fyrir kauphækkunum. Þetta er
reyndar ekkert nýtt því launa-
greiðslur til þeirra sem verst eru
launaðir hafa frá ómuna tíð verið
allt of háar með þeim afleiðingum
að launagreiðendur hafa stöðugt
verið á vonarvöl. Þessa hagfræði
má rekja allar götur aftur til þeirra
háskalegu daga þegar vinnumenn
og vinnukonur í sveitum fóru að
heimta meira en fæði og klæði fyr-
ir ótakmarkað strit árið um kring.
Síðar fór verkalýðshreyfmgin að
láta til sin taka með þeim afleið-
ingum að hungrið breyttist í
svengd í fyrstu lotu, næst kom
magafylli, þá skjólflíkur, loks
húsakynni sem teljast máttu boð-
leg. Við hvert þessara skrefa hróp-
uðu atvinnurekendur í örvæntingu
að nú væri öllu lokið, þeir hefðu
ekki efni á að borga það svívirði-
lega kaup sem þyrfti til að starfs-
menn þeirra lifðu við þann lúxus
sem fælist í fæði, klæðum og húsa-
skjóli.
Aftur á móti hefur aldrei heyrst
talað um að hinir hálaunuðu hefðu
of hátt kaup og ekki hefur frést af
atvinnurekendum sem teldu sjálfa
sig ekki vel að eigin launum
komna, né heldur að hálaunamenn
á þeirra snærum séu yfirleítt of vel
haldnir.
atelja þá skelfi-
legu eyðslu sem þjóðin ástundar án
þess að eiga fyrir henni.
I þessum efnum sem öðrum
ber þó að skoða afköstin, því grun-
ur leikur á að eyðsluhæfnin, og þar
með aðstaðan til að fara ránshendi
um lífskjör næstu kynslóða, ráðist
að einhverju leyti af því sem fólk
hefur á milli handanna hvunndags.
Þeir sem lítið þéna eru svona al-
mennt séð vanhæfari eyðsluklær
en hinir sem hafa úr miklu að
spila, og þess vegna afkastaminni
þjófar á umræddum lífskjörum.
Þannig veltir Þrándur því fyrir sér
hvemig launamenn með minna en
60.000 á mánuði fara að því að
sökkva þjóðinni í skuldafen. Þeim
veitist flestum nógu strembið að
eiga fyrir nauðþurfíunum, sem áð-
ur voru nefndar og samkvæmt hag-
fræðilegum lögmálum á lágtekju-
fólk yfirleitt ekki kost á neinum
lánum til að stunda eyðslu umfram
tekjur. Lánveitendur passa skiljan-
lega upp á sitt og dettur ekki i hug
að veita lán til þeirra sem eiga ekki
bót fyrir rassinn á sér. Hinsvegar
geta þeir sem hafa fimm til tíu
sinnum hærri laun auðveldlega
fengið öll þau lán sem þá langar
til, því þeir eiga samkvæmt lög-
málum hagffæðinnar að geta borg-
að. Þannig geta þeir ekki aðeins
eytt margföldum launum heldur
líka lánum og hafa því um leið fyr-
irtaks aðstöðu til að eyða um efni
fram og láta greipar sópa um fram-
tíðina. Þetta heitir að vera eyðslu-
hæfur.
Hér er Þrándur eins og stund-
um áður kominn inn á vandasamar
brautir og kominn á þau mörk að
fara að blanda saman siðfræðileg-
um og hagffæðilegum spuming-
um. Þegar formaður Vinnuveit-
endasambandsins talar um „okkur“
eða nefnir „þjóðina" þá er svo
undurþægilegt að láta eins og allir
séu á sama báti, allir eyði of miklu,
allir verði að fóma, annars fari
þjóðin á vonarvöl. Ekki ætlar
Þrándur að deila við formann VSÍ,
sem fyrir löngu er orðinn lands-
kunnur „bjargvættur", en stinga
því að honum svona i lokin að
kanna möguleikana á að hinir
eyðsluhæfu láti af ránsskap sínum
á lífskjömm framtíðarinnar, þó
ekki væri nema í hagfræðilegu til-
raunaskyni.
- Þrándur.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. október 1991