Þjóðviljinn - 22.10.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 22.10.1991, Page 6
i f'f .8. iitt I I í II É ÞING F RETE^FTK. Spurt um málefni landsbyggðarinnar Einar Már Sigurðarson situr nú á Alþingi sem varamaður Hjör- leifs Guttormssonar og hefur þegar lagt fram fímm fyrirspurnir til þriggja ráðherra um málefni er varða hagsmuni landsbyggð- arinnar sérstaklega. Einar Már Sigurðarson: Málarekstur er þyngri ( vöfum á Alþingi en I sveitar- stjórnum. Mynd: Jim Smart. Einar Már sagði í samtali við Þjóðviljann að ekkert hefði komið honum sérstaklega á óvart af þessari fyrstu reynslu hans af setu á Al- þingi. Hins vegar væri það ljóst, að hér væri öll umfjöllun stirðari og þyngri í vöfum en hann hefði vanist í sveitarstjómarmálum á Austur- landi. - Það er rétt, ég hef lagt hér fram fimm fyrirspumir, þar af tvær til menntamálaráðherra um kennara- menntun. I fyrsta lagi langaði mig til að vita hversu margir af þeim kennurum sem útskrifast hafa sl. 10 ár séu starfandi á þessum vetri, og hvemig þeir skiptast eftir fræðslu- umdæmum. Ástæðan fyrir þessari fyrirspum minni er einfaldlega sú, að mér virð- ist sem útskriftir Kennaraháskólans á kennurum hafi alls ekki skilað sér til landsbyggðarinnar, þar sem þörf- in á kennurum er mest. Þama virðist því eitthvað vera að, og spumingin er, hvort hægt sé að bæta þetta. Ný- verið er búið að taka aftur lengingu á kennaranáminu, m.a. með þeim rökum að þetta skilaði sér ekki út í skólana. Nú þori ég ekki að fullyrða um það hvort þessi lenging hafi á sínum tíma verið hugsuð til að bæta úr þessu, en mér virðist greinilegt að núverandi fyrirkomulag skili ekki þeim árangri sem til er ætlast. Önnur fyrirspum tengd þessari varðar svo það hvort ráðherra hafi einhver áform uppi varðandi fram- kvæmd tillagna um dreifða og sveigjanlega kennaramenntun, sem einmitt er hugsuð til þess að koma sérstaklega til móts við landsbyggð- ina. Þessi tillaga liggur nú einhvers staðar í skúffúm, og mér leikur ein- faldlega forvitni á að vita hvort áform séu uppi um að hrinda henni í framkvæmd. I tveim fyrirspumum mínum til félagsmálaráðherra spyr ég annars vegar um það hvað ráðherra ætli að gera með nýlegt nefndarálit um breytingar á skiptingu landsins i sveitarfélög og hvaða verkefni ráð- herra vilji færa frá ríkinu til sveitar- félaga í framhaldi af væntanlegri fækkun þeirra. Hins vegar langaði mig til að vita hvemig ráðherra hefði úthlutað þeim 15 miljónum kr. sem ráðstafað var á fjárlögum til at- vinnumála kvenna á landsbyggðinni á þessu ári. - Telur þú hugmyndimar um fækkun sveitarfélaga ekki raunhæf- ar? - Ég er í sjálfu sér sammála því að efla þurfi sveitarfélögin með því að stækka þau. Hins vegar efast ég um að rétt sé að framkvæma þetta með lögþvingun héðan frá Alþingi. Meginathugasemd mín er þó sú, að ég held að hér sé verið að fara allt of þunglamalega og erfiða leið til þess að skapa vettvang til að taka við verkefnum frá rikinu, og ég óttast að þetta taki of langan tíma og verði of erfitt L framkvæmd, þannig að menn missi trú á því að hægt verði að koma á þeirri valddreifingu sem stefht er að. Spumingin er hvort það sé ekki mun einfaldari leið að stofha nýtt stjómsýslustig er taki að sér þessi verkefni, eins og víða hefur verið gert erlendis, þannig að sam- eining sveitarfélaganna geti orðið með eðlilegum hraða og án lög- þvingunar. Þá er það líka galli á um- ræddu nefhdaráliti að þar er ekki gerð nánari grein fyrir því hvemig ffamkvæma á þann kost sem nefnd- in telur vænlegastan, að skipta land- inu í 25-28 sveitarfélög. En þetta hlýtur að ákvarðast meðal annars út frá væntanlegum samgöngubótum. Fyrirspum mín um ffamlag til atvinnumála kvenna stafar af því að við fengum á vettvangi landshluta- samtaka sveitarfélaga bréf um þetta þar sem æði stuttur ffestur var gef- inn til svara, og mig Iangar að vita hvað lá þar að baki. Síðasta fyrirspumin er svo til samgönguráðherra, þar sem spurt er hvenær nefhd um jarðgangagerð á Austurlandi muni skila af sér og hvort ráðherra muni fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta kjörtímabili, að ffamkvæmdir við jarðgangagerð á Austurlandi hefjist strax að loknum ffamkvæmdum á Vestfjörðum. - Ert þú búinn að halda þína jómffúræðu á þinginu? - Já, ég gat nú ekki setið hér nema einn dag án þess að taka til máls. Ég blandaði mér eitthvað inn í umræðu um tillögu Framsóknar- manna um breytingu á sveitarst- gjómarlögum strax á öðrum degi mínum héma. - Hvað verður þú lengi á þingi í þetta sinn?- Ætli ég verði ekki út þessa vikuna. -ólg. VIÐHOMF Steingrímur J. Sigfússon skrifar Afvopnun og öryggismál: Umræða á krossgötum 'T fertugasta og sjötta alls- A herjarþingi Sameinuðu \ þjóðanna standa nú yfir í JL JLfyrstu nefnd umræður um afvopnunar- og öryggismál. í rúmar tvær vikur samfíeytt, eða frá 14.-30. október, munu standa almennar umræður sem taka til allra tillagna og allra þátta af- vopnunar og öryggismála. Lík- lega hafa slíkar umræður sjaldan ef nokkurntíma farið fram í Ijósi jafn mikilla breytinga og stórtíð- inda og orðið hafa nú á fáeinum mánuðum. Tekur það bæði til stöðu afvopnunarmála og ekki síður hvað snertir þróunina á stjórnmálasviðinu. Hæst ber auðvitað í umræðunni nýffamkomnar tillögur, eða reyndar tilkynningar, leiðtoga stórveldanna um stórfelldan viðbótamiðurskurð kjarnorkuvopna. Í tilkynningu Bush Bandaríkja- forseta frá 27. september sl. felst m.a. að Bandaríkjamenn ákveða einhliða að taka úr umferð og eyða öllum kjamorkuvígvallarvopnum, taka úr umferð meðaldræg kjam- orkuvopn um borð í skipum og kaf- bátum sem og sprengjur flugvéla úr flugmóðurskipum, sprengjuflugvél- ar sem bera kjamorkuvopn verða teknar úr viðbragðsstöðu og vopn- unum komið fyrir í geymslu, áætl- anir um skammdrægar árásarfiaugar verða lagðar til hliðar, stjóm kjam- orkuheraflans verður endurskipu- lögð o.fl. o.fl. Svar Gorbatsjovs þann 5. októ- ber sl. er á líkum nótum og boðar ekki síður stórfelldar breytingar. Ef litið er nokkur misseri til baka má segja að þau séu vörðuð stóratburðum á sviði afvopnunar- samninga eftir áratuga vetur spennu og vígbúnaðarkapphlaups. Ört batn- andi sambúð stórveldanna, breyting- ar í Sovétríkjunum og A-Evrópu, startsamningur um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna, samningur um takmörkun hefðbundinna vopna og herafla í Evrópu (CFE) og nýleg ákvörðun Frakka, Kínverja og fleiri þjóða um að gerast aðilar að samn- ingnum um bann við frekari út- breiðslu kjamorkuvopna (NPT) em nokkrir af stærstu atburðunum sem standa uppúr. Þegar þetta allt er haft í huga þarf engan að undra að bjartsýni gæti í málflutningi margra þjóða hér á allsherjarþinginu. Það er trú manna að ársins 1991 verði lengi minnst fyrir stóratburði á þessu sviði, sem ársins þegar straumhvörf- in urðu. I raun má segja að í stað vígbúnaðarkapphlaups sé nú hafið afvopnunarkapphlaup þar sem Bandaríkjamenn eru komnir í fremstu röð keppenda. Fyrir nokkr- um ámm hefðu það þótt tíðindi til næsta bæjar og talsvert rúmlega það svæðisbundnum ófriði af ýmsum toga. Til viðbótar löngum stríðs- hijáðum Austurlöndum nær em þar oft nefnd til sögunnar Júgóslavía, S- A-Evrópa og Mið-Asía, Kóreu- ______ skaginn, sunnan- verð Afríka, og fleiri svæði mætti því miður telja. Og eins og augu manna bein- ast nú að nokkm ■■ leyti að öðmm landsvæðum en fyrr er einnig að verða breyting á hvað vígbúnaðarógnina sjálfa snert- ir. I ljósi nýjustu samninga og ákvarðana þokast hættan af hinum ógurlegu kjamorkuvopnabirgðum risaveldanna nú nokkuð til hliðar fyrir áhyggjum af notkun efna- og sýklavopna í svæðisbundnum átök- um og hættunni á ffckari útbreiðslu kjarnavopna. I raun má segja að í stað vígbúnaðar- kapphlaups sé nú hafíð afvopnunar- kapphlaup þar sem Bandaríkjamenn eru komnir í fremstu röð keppenda. Fyrir nokkrum árum hefðu það þótt tíðindi til næsta bæjar... sem em að gerast, að í stað kenn- inga um ógnarjafnvægi, fælingar og algerTar kröfu um gagnkvæmni í öll- um skrefum samninga um afvopn- unarmál skuli nú birtast á víxl frá herveldunum tilkynningar um ein- hliða stórfellda afvopnun. En þrátt fyrir ofangreinda stórat- burði og þróun í samskiptum hinna gömlu risavelda, sem er ævintýri líkust, em blikur á lofti. Athyglin beinist í vaxandi mæli að þeirri hættu sem friði í heiminum kann að vera búin af þjóðemisátökum og Persaflóastríðið og það sem síðan hefur komið á daginn um kjam- orkuvígbúnaðar- áform Iraka hefur sett hroll í ráða- mcnn heimsmála og sú staðreynd að hægt hefur miðað viðræðum bæði um nýtt sam- komulag á sviði efnavopna og sýklavopna minnir nú á sig. Reynsl- an sýnir að það er einmitt í löndum þar sem stjómmálaástand er óstöð- ugt og á allt eins í átökum innan- lands eins og milli ríkja, sem hættan er mest á að öllum tiltækum vopn- um sé bcitt af fullkomnu vægðar- leysi. Vegna ástands mála í Austur- löndum nær og tilrauna til að koma á friðarráðstefnu um deilur ísraels- manna og araba hefur athygli manna m.a. beinst að þeirri staðreynd að þau fimm lönd sem afkastamest eru í vopnaútflutningi sjá Miðaustur- löndum fyrir milli 85-90% af öllum Brottför hins erlenda hers úr iandinu og fullgild þátttaka íslendinga í að byggja upp nýja skipan öryggismála er sjálfsagðari aðgerð en fyrr. vopnum sem þar eru í notkun eða þangað eru flutt. Af þessum sökum er þeirri spumingu nú æ oftar varp- að fram hvort ekki sé vænlegra til árangurs að takmarka eða stöðva með öllu vopnasendingar inn í þennan stríðshrjáða heimshluta heldur en að reyna að ná fram sömu niðurstöðu, þ.e. afvopnun sem er eina örugga leiðin til að tryggja að vopn verði ekki notuð, með flókn- um samningaviðræðum tuga rikja við ákaflega erfiðar aðstæður. Hér eru það að sjálfsögðu stórþjóðimar sem verða að líta i eigin barm og svara þeirri spumingu hvort þær séu tilbúnar að afsala sér einhveiju af vopnasölugróðanum í þágu slíkra friðaraðgerða. Önnur mikilvæg verkefni á sviði afvopnunarmála, sem glímt verður við á næstunni, em undirbúningur að framlengingu og helst styrkingu samningsins um bann við frekari út- breiðslu kjamorkuvopna, NPT- samningsins, árið 1995. Samningar um útrýmingu efnavopna og sýkla- vopna, víðtækari samningar um fækkun hefðbundinna vopna, samn- ingur um bann við tilraunum með kjamorkuvopn og fjölmargt sem lýt- ur að eftirliti, framkvæmd og stjóm- un afvopnunarsamninga. Allt er þetta þó sagt í því ljósi og þeirri von að ekkert bakslag komi í samskipti risaveldanna og þróunin verði þar áfram í sömu átt og verið hefúr að undanfömu. í þessu sambandi er þó rétt að minnast þess að kjamorku- veldin eru fleiri en bara Bandaríkin og Sovétrikin. Kína hefiir enn sem komið er lítið sýnt á spilin, a.m.k. hvað kjarnorkuvopnabúnaðinn snertir, og Érakkar em enn við sama heygarðshomið í Suður- Kyrrahaf- inu með sínar tilraunasprengingar. Að lokum er það svo ljóst öllum þeim sem horfa á þessar margvís- legu krossgötur afvopnunar- og ör- yggismála að samfellt og heildstætt öryggiskerfi þjóða heimsins hlýtur að vera það takmark sem stefna ber á. Allir samningar, sem á einhvem hátt takmarka vígbúnað, þurfa, hversu velkomnir sem þeir em ann- ars í sjálfu sér, að vera áfangi á þeirri leið. Allt þetta sem hér hefúr verið talið breytir svo engu um þá stað- reynd að varanlegan frið og farsæld í heimsmálum verður að byggja á stjómmálalegum stöðugleika og réttlátari skiptingu jarðargæða en nú er við lýði. Sumir ganga svo langt að segja að það sé jafit mikilvægt heimsfriði að útrýma harðstjóm, hungri og fátækt eins og vopnum. En sú hlið mála verður ekki reifúð frekar að sinni. Þjóðir heimsins hafa nú í hönd- unum stórkostlegt tækifæri til að koma betra og varanlegra skipulagi á gæslu friðar og öryggis en nokkrn sinni. Þar má hlutur okkar íslend- inga síst eflir liggja og að sjálfsögðu byijum við þar á tiltekt í eigin garði. Brottför hins erlenda hers úr landinu og fullgild þátttaka íslend- inga í að byggja upp nýja skipan ör- yggismála er sjálfsagðari aðgerð nú en nokkm sinni fyrr. Steingrímur J. Sigfússon. alþingismaður situr nú Állsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. október 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.