Þjóðviljinn - 22.10.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 22.10.1991, Qupperneq 12
VMSI hvetur til samflots Þing Verkamannasambands íslands sem hefst í dag mun fyrst og fremst snúast um kjara- og atvinnumál, og í frumdrögum að ályktun um þá málaflokka er hvatt til samstarfs hjá aðil- um vinnumarkaðarins. Guðmundur J. Guðmundsson, sem gegnt hefur formennsku i sambandinu á annan áratug gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Ekki er vitað um annað framboð til for- manns en Björns Grétars Sveinssonar, sem segir að undir nýrri for- ystu megi búast við einhverjum áherslubreytingum innan VMSI. Hluti af vinnuhóp sem undirbúið hefur kjaramálaályktun fiskvinnsludeildar VMSl að störfum ( gær. Að sögn hópsins var verkinu lokiö, nema ef vera skyldi undirskrift samningsins. Mynd: Kristinn. Forystumenn Verkamannasam- bandsins eru sammála um að þing- hald á tímum samninga styrki samninganefndina fyrir komandi kjarasamninga. A þinginu verði it- arleg umræða um ástandið í þjóð- félaginu og muni umræðan um kjara- og atvinnumál skipa vegleg- an sess í þingstörfum. Frumdrög að ályktun þingsins um kjara- og atvinnumál ber yfir- skriftina „Jöfnum lífskjörin, breyt- um tekjuskiptingunni, stækkum þjóðarkökuna." I drögunum er minnst á að markmið þjóðarsáttar- innar hafi í meginatriðum náðst og hafi þeir samningar sýnt hvað hægt sé að gera þegar samstaðan er fyrir hendi. I drögunum er og bent á leiðir til að jafna tekjur með þeim hagstjómartækjum sem fyrir hendi eru. I fyrsta lagi segir þar að hækka beri skattleysismörk og bent á loforð pólitísku aflanna í því sambandi. Einnig er bent á tekjutengingu bama- og húsnæðis- bóta, efiingu félagslega húsnæðis- kerfisins, fleiri skattþrep og skatt- lagningu fjármagnstekna. Fleiru er gert hátt undir höfði í drögunum, t.d. er minnst á afnám ívilnana vegna hlutabréfakaupa, hækkun lægstu launa og endurskoðun nú- gildandi fiskveiðistefnu. I lok draganna er er minnst á hugmyndir VMSÍ um næstu kjarasamninga. „Næsti kjarasamningur verður að vera byggður á því að allir samn- ingsaðilar: Aðilar vinnumarkaðar- ins, samtök bænda, ríki og sveitar- félög taki ábyrgð á að standa vörð um markmið hans. Telji einhver (einhverjir) aðili (aðilar) slíks samnings að einn eða fleiri aðilar hafi hlaupið frá markmiðum samn- ingsins eða hafi rofið friðhelgi hans, getur hann (þeir) krafist við- ræðna um ágreininginn án samráðs við önnur heildarsamtök." Bjöm Grétar sagði að auk um- ræðna um kjara- og atvinnumálin yrði lögð rík áhersla á innra starf sambandsins, t.d. væri búið að vinna að viðarniklum lagabreyt- ingatillögum sem lagðar yrðu fyrir þingið. Hann sagði að vemdun vel- ferðarkerfisins hlyti að vera ofar- lega í hugum þeirra sem störfuðu að verkalýðsmálum og Verka- mannasambandið myndi ekki skor- ast undan því að standa vörð um það. Þar sem miklar breytingar munu eiga sér stað í forystu VMSI á þinginu, þar sem núverandi for- maður og varaformaður gefa ekki kost á sér til endurkjörs, var Bjöm Grétar spurður hvort eitthvert sam- komulag milli pólitískra afia hafi átt sér stað varðandi nýjan formann og varaformann. Hann sagði að svo hefði ekki verið. „Það var ekki samið um neitt. Umræðan hefur þróast á þennan veg og þetta er það sem virðist vera ofan á í dag.“ Að- spurður um hvort einhverra breyt- inga mætti vænta á starfsháttum þar sem hann byggi langt ffá höf- uðstöðvum Verkamannasambands- ins, sagði hann að nútímatæknin gerði það að verkum að hann yrði ekki afskiptur þrátt fyrir búsetu út á landi. Hann sagði að hlutverk skrifstofu sambandsins myndi fyrir vikið kannski breytast eitthvað, en rík áhersla yrði lögð á gott sam- starf milli forystumanna og skrif- stofú. -sþ Farmannadeilan ennþá óleyst Enn er allt í járnum milli Sjómannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitendasambandsins varðandi þriggja prósenta launa- hækkun ti) faramanna á kaupskipum. Birgir Björgvinsson hjá Sjómannafélaginu segir að ekkert útlit sé fyrir samkomu- lag og býst hann við að aðgerðir muni harðna eftir þvi sem á líður. Birgir segir að viðræðumar núna væru ekki eiginlegar samn- ingaviðræður. Hann segir að far- menn hafi ekki fengið 3% kaup- hækkun sem samið hafi veri um löngu fyrir þjóðarsáttarsamningana í febrúar 1990. Vinnuveitendur hafi notað tækifærið þegar þjóðar- sáttin var gerð og stöðvað þessa umsömdu kauphækkun. - Núna vilja þeir ekki viðurkenna rétt okk- ar til þessarar hækkunar og hef ég á tilfinningunni að þeir séu að bíða eftir því að stjómvöld komi inn í myndina með einhverja heildar- samninga. Þeir ætlast síðan til að við föllum inn í þá. Það er bara ekki spumingin um þetta. Það sem við viljum og höfum sagt þeim er að undirritaðir samningar eigi að standa, sagði Birgir. ísveri lokað - rækjan of dýr Rækjustöð Isvers hf. á Isafirði hefur verið lokað og öllu starfs- fólki, 40 manns, sagt upp. „Ég kaupi ekki rækju á þessu verði, 60 krónur á kílóið, sem er í engu samræmi við mark- aðsverð erlendis. Það þyrfti að vera 40_ krónur ef þetta ætti að borga sig,“ segir Gunnar Þórðarson eigandi ísvers hf. Isver hefur haft 20% af rækju- kvóta í Djúpinu og hyggst Gunnar afsala sér kvóta sínum til Niður- suðuverksmiðjunnar á Isafirði sem sýður niður rækju og fær þannig meira fyrir afurðimar. Akveðið var fyrir stuttu að lækka verð á rækju úr 62 kr. í 60 kr., en Gunnar segir það ekki nándar nærri nóg og kveðst ekki skilja hvemig sjómenn geti ætlast til að fá þetta verð sem sé ekki í neinu samræmi við það sem gerist á mörkuðum, t.d. á Bretlandi. ísver hefur unnið hörpu- disk þar til um helgina, en þá hófst rækjuvertíðin og þá skiptu bátamir yfir á rækju. Bátamir eiga kvótann og vcrksmiðjueigendur gcta ekki haft áhrif á hvað þeir veiða. Kvót- inn cr ckki framscljanlegur og Nið- ursuðuvcrksmiðjan fær hann því gefins, að sögn Gunnars. Á ísafirði og í Hnífsdal eru fjórar rækjustöðvar, að lsveri með- töldu. „Það var enn ein verðlækk- un nýlega og það em gífurlegar birgðir til. Eg get ekki séð annað en rækjuiðnaðurinn stefni í mikla kollsteypu og upp úr þeim rústum verði eitthvað byggt upp aflur. En ég tek ekki þátt í því starfi úr því að menn bám ekki gæfu til að taka saman höndum þegar það var hægt. Nú er það orðið of seint,“ segir Gunnar Þórðarson. Rækju- vertíðin í Isafjarðardjúpi hófst á föstudag og eru nær allir bátar komnir á sjó, yfir 30 talsins. Veiðin er ágæt í upphafi vertíðar að venju, segir Tryggvi Guðmundsson rækjusjómaður, en menn spá engu um framhaldið strax. Hann segist ekki taka mark á orðum Gunnars Þórðarsonar um verðlagsmálin. „Þetta er tóm iýgi. Þeir em að kaupa úthafsrækjuna á einu verði, alveg sama hvort það eru 150 eða 600 rækjur í kílóinu, og kvarta ekki undan því. En þegar það kem- ur að okkur og því að vcrðleggja haust- og vetrarrækjuna þá segja þeir að markaðirnar hafi hrapað." Eitthvað af starfsfólki ísvers hafði skráð sig á atvinnuleysisskrá síðdegis í gær, en ekkert atvinnu- leysi hefur verið á ísafirði. -vd. Aðspurður um aðgerðir ef skammtímaverkföll og yfirvinnu- bann nægðu ekki til að fá þessa kauphækkun, sagðist Birgir ekki sjá fram á annað en að verkfall myndi þá ná til allra hafna á Iand- inu, og við það myndu skipin stöðvast smátt og smátt. Hann sagði að Alþjóðafiutningamanna- sambandið myndi styðja þá í þess- um aðgerðum, þannig að ekki þýddi að fá leiguskip í stað þeirra er stöðvuðust. - Ef þetta verður rauninn, sem enginn óskar eftir, má búast við að afleiðinga verk- falls færi að gæta þremur til fjórum vikum eftir að það hæfist, sagði Birgir. Hann sagði að Vinnuveitenda- sambandið hefði ítrekað óskað eft- ir því að skjóta málinu til félags- dóms, en það kæmi ekki til greina að gera það, enda hafi verkalýðsfé- lög ekki komið vel út úr þeim dómi. Birgir sagði að ummæli samningsmanna Vinnuveitenda- sambandsins um að farmenn hefðu 200 þúsund krónur í árstekjur væru úr lausu lofti gripnar. - Farmenn hafa um 1300 þúsund krónur í árs- tekjur. Þetta dæmi sem þeir hafa nefnt gæti verið eitthvert sérstakt tilfelli um mann á litlu skipi með tvöfalt vaktaálag og mikla yfir- vinnu. En að þetta eigi við um hinn almenna farmann er út í hött, sagði Birgir. -sþ Greiðslu- stöðvun Þjóðviljans framlengd Skiptaráðandinn í Reykjavík féllst um helgina á beiðni Utgáfufélagsins Bjarka hf. um framlengda greiðslustöðvun. Sam- kvæmt úrskurðinum, sem Ragnar H. Hall borgarfóg- eti kvað upp, framiengist greiðslustöðvunin til 19. nóvember nk., en útgáfufé- lagið fór fram á greiðslu- stöðvun til áramóta. Á þeim tveimur mánuð- um sem greiðslustöðvun hef- ur verið í gildi hefúr verulega verið hagrætt í rekstri blaðs- ins og tekist hefur að skjóta styrkari stoðum undir rekstur- inn með söfnun áskrifenda. Auk þess geta viðræður um nýtt dagblað, sem greint hef- ur verið frá, auðveldað Út- gáfufélaginu Bjarka hf. að komast yfir fjárhagserfiðleika sína. -áþs 2000 ntinn n * Nýir áskrifendur Þjóðvilj eru nú komnir á 15. hundr Tökum öll á og tryggjum jsta stööu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.