Þjóðviljinn - 01.11.1991, Page 3

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Page 3
Tónlistin græóir lanaió Landið fýkur burt, heitir nýj- asta hljómplata Ríó Tríósins sem nú er komin út Heiti plötunnar er dregið af tilgangi hennar en þeir Rió-félagar hafa gefið Land- græðslunni útgáfurétt á plötunni og allan ágóða af sölu hennar í söluátaid sem nú er nýhafið í sam- vinnu við Lionshreyfmguna. í tengslum við þetta söfnunar- átak mun Rikisútvarpið verða með sérstaka þætti á dagskrá næstu tvær vikur. Hápunkturinn verður þann 16. nóvember en þá mun Rás 2 sinna átakinu í útsendingu og að kvöldi sama dags verður bein útsending úr Perlunni í Sjónvarpi og á Rás 2. Þar mun Ríó leika lög af plötunni, sem er fjórtánda LP plata þeirra félaga og með þeim leikur tólf manna strengja- sveit, auk fleiri tónlistarmanna. Lög- in em að venju eftir Gunnar Þórðars- son og textar eftir Jónas Friðrik. „Við vinnum venjulega þannig að við heyrum lögin ótextuð hjá Gunnari og veltum þá fyrir okkur um hvað við eigum að syngja, hvað passi við lagið. Þegar við vorum að ræða um titillagið, Landið fykur burt, þá kom sú hugmynd að gera eitthvað öðmvisi og láta gott af okkur leiða fyrir landið,“ sagði Ólafiir Þórðars- son Riómaður þegar fyrsta platan var afhent Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra á blaðamannafundi í gær. Yfir hundrað Lionsklúbbar um allt land munu annast söluna og plat- an kemur ekki i verslanir fyrr en söluátakinu lýkur þann 23. nóvem- ber. Lionsfélögum til aðstoðar í Reykjavik verða 11 og 12 ára skóla- böm sem fá að launum ferð í Gunn- arsholt þar sem þau geta af eigin raun kynnt sér starf Landgræðslimn- ar. Kaupþing hf hefur tekið að sér að fjármagna verkefnið og veita ráð- gjöf. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, styður framtakið einnig og ritar hvatningarorð á plötuum- slagið sem er hannað af auglýsinga- stofuxmi Nýr dagur. -vd. Ríó hefur gefið út plðtuna Landið jykur burt og fær Landgrœðslan allan ágóða af sölu hennar. Mynd Kristinn blasa við gangsíéttarhellur, timburstafli og málningardósir. ívar Valgarðsson hefur komið þar fvrir verkum sinum sern hann sýnir frá og með morgundeginum. Innstallasjónir, eða mnsetóingar, er það sem ívar býður áhorfendum að sjá í salnum. Þær eru settar saman úr hversdagslegu byggingarefhi, sem hefur á engan hátt verið umbreytt. Því er aðeins raðað upp samkvæmt ákvörðun listamannsins. Listamaðurinn er ekki að skapa eða hanna hluti eða form, heldur velur hann hluti sem þegar eru til, rýf- ur heföbundið samhengi, raðar upp og gefur nýja merkingu. , Sýning Ivars stendur til 8. desember og eru Kjarvalsstaðir opnir daglega kl. 10-18. -BE ivar Valgarðsson á Kjarvalsstöðum. Mynd: Jim Smart. Þorbergur Halldórsson á efri hœð G 15 þar sem hann sýnir og selur skartgripi þá sem hann smíðar og hannar. Mynd: Kristinn. Jón Axel Bjömsson listamaður er þekktastur fyrir stór málverk. í galleríinu við Skólavörðustig 15 sýnir hann á sér nýja hlið. Þar eru nú til sýnis nokkrar smámyndir og var myndin tekin þegar listamaðurinn kom þeim fyrir á dögun- um. Perlufestar, silfurkatlar og smámyndir í kjallara Á Skólavörðustígnum, þar sem áður var verslað með föndurefni og pensla, hefur verið opnuð gull- smiðja og gallerí, G 15. Þar eru nú til sölu perlufestar og silfurhringar skreyttir demöntum, og silfuketill, allt hannað og smíðað af Þorbergi Halldórssyni sem ræður ríkjum í G 15. Úr gullsmiðjunni liggur stigi nið- ur á götuhæðina og þar er galleriið. Þar sýnir nú Jón Axel Bjömsson nokkrar smámyndir. Þorbergur segir hugmyndina vera þá að reyna að fá gullsmiði, hönnuði, ljósmyndara og fleira gott fólk til að sýna í galleríinu og skapa þannig vettvang fyrir sýn- ingar á listmunum sem oftast er ekki að finna í galleríum og söfnum hér- lendis. Þorbergur lærði hér heima hjá Óskari Kjartanssyni gullsmiði. Þar segist hann mestmegnis hafa fengist við það að smíða lögreglumerki og orður, en hann hafi nýtt kvöldin í það að smíða og hanna eigin muni. Eftir að handbragðið var ftilllært hélt Þorbergur til kóngsins Kaupmanna- hafnar og útskrifaðist úr gullsmíða- háskólanum þar síðastliðið vor. Árið áður hlaut hann „Kunsthaandværk- prisen" sem Danadrottning veitir. Italir em allra þjóða mestir hönnuðir nú og brá Þorbergur sér til menning- arborgarinnar Flórens og nam nokkra mánuði við Schuola Lorenzo di Medici. Þorbergur segir að enginn einn stíll höfði til hans fremur en annar. Þeim formum sem hann fæst við hef- ur hann safnað í sarpinn gegnum tíð- ina, án þess að leita meðvitað fanga á einum stað. í skartgripasmíði er næstum allt leyfilegt nú á dögum, og því til sönnunar sýnir Þorbergur blaðamanni nokkur tímarit þar sem er að finna það nýjasta frá ffægum hönnuðum. Mikil eftirspum virðist vera eftir sérhönnuðum hlutum, handsmíðuð- um og saumuðum, og gerviefhi hafa vikið fyrir náttúruefnum. Þorbergur segir það hafa komið sér skemmti- lega á óvart eftir að hann kom heim að fólk vill handsmiðaða muni, og kýs þá ffamyfir þær innfluttu vörur sem hann hefiir einnig á boðstólum. Enn hefur gullsmíði ekki fengið fulla viðurkenningu sem list. Þor- bergur segir æskilegt að námið hér heima sé ekki einskorðað við hand- verkið, heldur sé nauðsynlegt að kenna listasögu og leggja áherslu á hönnun. Stundum jaðrar við að skartgripir séu skúlptúrar, og gullsmiðir smiða ekki bara hálsfestar og giftingar- hringa. Þorbergur hefur numið silfur- smíði og hefur hannað og smíðað stóra hluti, eins og ketil einn sem er til sýnis i G 15. BE 68 55 mmn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.