Þjóðviljinn - 01.11.1991, Page 9

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Page 9
Helgarvagg Rokk á Grænlandi Nágrannar okkar á Græn- landi eiga þó nokkuð langa rokk- sögu þó við íslendingar, í fáfræði okkar, höfum ekki fyigst mikið með því sem er að gerast. Segja má að fyrir 1973 hafi rokk ekki verið til á Grænlandi. I þorpunum voru til einstaka harm- óníkur og fiðlur og því var það Pol- kinn sem dunaði þegar menn vildu dansa. Allir áttu hins vegar sel- skinnstrommur og trommudansinn var notaður þegar menn læknuðu sig af kvillum eða útkljáðu deilu- mál. Islenska útvarpið náði til Grænlands þar til langbylgjusendir- inn féll í fyiTa. Þeir sem muna eftir íslensku útvarpi fyrir „frelsið“ sjá í hendi sér að ekki hafa Grasnlend- ingar fengið mikið rokk ffá Islandi. MA-kvartettinn var það sem bleif. Árið 1973 komu nokkrir græn- lenskir strákar heim frá námi í Dan- mörku. Þeir voru með rafmagns- hljóðfæri með sér i farteskinu og settu saman hljómsveitina Sume. Fyrsta plata Sume, sem einnig var fyrsta grænlpnska breiðskífan, kom út 1973 og hljómsveitin varð strax geysivinsæl og hafði áhrif í þoipun- um - allir vildu spila. Það er grænlensk hefð að deila með sér hlutunum (og konunum!) og því var fátækleg hljóðfæraeign ekki til mikilla trafala - hljóðfærin gengu einfaldlega á milli manna. Sume starfaði til 1976 og skildi eft- ir sig 3 breiðskífur. Af því litla sem ég hef heyrt með sveitinni er ljóst að þeir voru mjög í takt við tímann. 1 tónlist Sume má finna þungt rokk, bítlapopp og hippískar pælingar og allt er þetta gegnumsýrt af framandi Inuita-andrúmslofli. Ég mæli með nýlegum safndiski frá sveitinni. Þegar Sume hættu sem hljóm- sveit beið þeirra göfugt verkefni; þeir stofhsettu fyrsta grænlenska hljóðverið og hljómplötuútgáfuna ULO. ULO hóf starfsemi sína í kringum 1980 og hefur gefið út mikið magn af góðri grænlenskri tónlist á síðasta áratug. Gróskan hefur verið mikil. Nokkrir tugir hljómsveita eru starfandi í dag og spila af miklum krafli. Vinsælustu sveitimar eru Zikaza og Ole Kristi- ansen Band. Plötusalan í Grænlandi er ótrúleg. Zikaza eiga metið. Tíu þúsund eintök seldust af síðustu plötu þeirra. Ole Kristiansen Band seldu átta þúsund eintök af fyrstu plötunni og þegar eru sex þúsund eintök seld af plötu númer tvö sem nýlega er komin út. Þessar tölur em sambærilegar við 40-50 þúsund eintaka sölu á íslandi svo það er Ole Christiansen, rokkkóngur Grænlands. ljóst að grænlensk plötusala er heimsmet. Grænlenskar hljómsveitir ferð- ast mikið um landið og spila og ár- lega er haldin rokkhátíð í Ásevik, sem stendur í tvær vikur samfleytt. Allar grænlenskar hljómsveitir syngja á grænlensku og metnaður- inn er mikill. Það er því einstakt, og löngu tímabært, tækifæri sem við Islendingar fáum um helgina - að beija Ole Kristiansen Band augum á tónleikum. Ole Christiansen Band Ole er 26 ára, fæddur í Aasiaat í Norður-Grænlandi. Tónlistin hefur átt hug hans allan frá bamæsku. Ole hefur séð um upptökur á báð- „Zoo Inuilla“ (Dýragarður fyrir fólk) hefúr átt sinn þátt í vinsæld- um Ole. Lagið hefúr verið sýnt í MTV- sjónvarpsstöðinni í Banda- rikjunum og víðsvegar um Evrópu. Síðasta sumar var Ole í tónleika- ferðalagi um Grænland og í fyrra kom hann ffarn á Hróarskelduhátíð- inni. Það sem ég hef heyrt með Ole lofar mjög góðu. Samlíkingin „grænlenskur Bubbi Morthens“ er ekki svo vitlaus - báðir syngja þeir um þjóðfélagsleg mál og innri liðan og tónlist Ole svipar nokkuð til Bubba á „Frelsi til sölu“ - skeiðinu, þ.e.a.s. vandað, gott og grípandi popp. Sem söngvarar eiga þeir þó ekkert sameiginlegt, Ole hefur miklu poppaðri rödd. Ole Christiansen leikur einnig á hljómborð og með honum hingað koma Eigil Petersen og Nuka Áb- salonsen, sem spila báðir á gítar. Hans Damgaard sem spilar á bassa og trommarinn Martin Chemnitz. Það er Norræna húsið sem sér um innflutning hljómsveilarinnar en spilað verður á þrennum tónleikum; í Háskólabíói annað kvöld, á 1929 á Akureyri á sunnudagdskvöldið og á Púlsinum mánudagskvöldið 4. um plötum sínum og semur öll lög og texta. í textunum er vikið að ýmsum grænlenskum samtíma- vandamálum og þeir eiga ekki síst þátt í vinsældum Ole. Fyrsta plata hans Isimiit likkamut (Frá auga til veggs) kom út 1989 og nýlega diskur, sem þegar þaut í fyrsta sæti grænlenska vinsældalistans. Lagið nóvember. Þeir scm vettlingi geta valdið eru hvattir til að fjölmenna. Þeir sem vilja kynna sér enn betur grænlenskt rokk er bent á að Japis býður upp á gott úrval af grænlensku rokki á geisladiskum. Forskot á JÓLApIötuflóáiá Páll Öskar Hjálmtýsson; einn af mörgum góðum á Forskoti á sæluna. Ýmsir flytjendur - Forskot á sæluna, Steinar/P.S. Músík 1991. „Forskot á æluna“ göntuðust ungir pönkarar í plötubúð nýlega og veltu fyrir sér nýjustu safnplöt- unni frá Steinum og P.S. Músik. Eins og nafnið segir til um, er út- gáfunni ætlað að veita fólki smjör- þefinn af þeim útgáfúm sem fyrir- tækin senda ffá sér fyrir þessi jól. Á diskinum eru 15 lög og ljóst að margt gimilegt verður á boðstól- um. Það gimilegasta eflir nokkrar hlustanir er þetta; Poppungviði Steina: Sálin, Todmobile og Ný Dönsk eru greinilega á heimaslóð- um á yfirvofandi plötum sé miðað við lög þeirra á Forskoti. Sálin í popprokkinu, Todmobile í dans- tölvurokkinu og Ný Dönsk í bítla- rokkinu. Ekkert nema gott um það að segja. Tónleikadiskur Bubba ætti að verða magnaður miðað við út- gáfu hans á „Stál og hnífúr“. K.K. kemur til með að gleðja blúshunda landsins og Valdimar Flygenring og Hendes Verden munu efalaust koma mörgum í notalega rauðvíns- stemmningu. Geirmundur mun halda uppi stuði í þúsund sam- kvæmum og platan „Minningar“ mun henta mjög vel við sherrí- drykkju. Af Minningum er eitt lag á Forskoti; Páll Oskar Hjálmtýsson syngur „What a Wonderful Life „ í íslenskri þýðingu Kristjáns Hreins- sonar, „Yndislegt lif‘. Þó Palli sé frábær söngvari kemur túlkun hans ekki tárum í augun á manni, eins og túlkun Louie Annstrong gerir iðulega, sérstaklega ef maður heyr- ir lagið í leigubíl eftir misheppnað ástarævintýri. Gimilegasti bitinn á Forskoti er þó „Snati og Óli“ í flutningi Sig- ríðar Beinteinsdóttur. Lagið er af bamaplötunni „Stóru bömin leika sér“ sem Þorvaldur B. Þorvaldsson hefur unnið að allt þetta ár. Ef allar útgáfur Þorvaldar á þekktum bamalögum verða í líkingu við út- gáfu hans á Snata og Óla er ég ekki í neinum vafa um hvað ég gef litlu frænkum mínum og frændum í jólagjöf. Fyrir utan að fá brot af því besta af útgáfulista Steina og P.S. Músik fá væntanlegir kaupendur í kaupbæti tvö eldri lög af eldri plöt- um, „Þitt síðasta skjól“ með GCD og „hamingjurnyndir" með stjóm- inni. Þegar ég var að Kolaportið á dögunum í mér nokkrir strákar og hafa snældu með ' "' Tennumar hans afa, T.H.A. Það hefúr ekki farið mikið fyrir þess- ari spólu, sem er eðlilegt því hún er ekki fáanleg nema í póstkröfu firá hljómsvcitinni. Drengimir sögðust þó ætla að reýna að coma L—: f T mym Jónsson og Þorsteinn smjasvo 11 stuttu spjalli T.H.A. spilaði alls og alltaf væri gerðu grin, umi ekki f lag sitt „La Bama“ 1989 og það fór rækilega fyrir brjóstið á sjón- varpsstöðvunum sem neituðu að sýna myndbandið. bandið var ekkert ast á, en texti lagsins La Bama var þó sýnt stöðum við nokkrar /ju spólunni eru klúra heystarí ;íf, sukk, og Hallbjöm Hjartarson. lögin em allaðan „Sívert Pervertscn" og hið Devo- lega lag „Lenni Leiðinlega". U’ þeinra á Lou Reec on the wild side“, „Gwarligg“, er einni; maður sakni hinna NÝTT HELGARBLAÐ 9 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.