Þjóðviljinn - 01.11.1991, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Qupperneq 14
S k á k Kínverska stulkan Xie Jun er nýr heimsmeistari Þau tíðindi berast frá Manilu, höfuðborg Filippseyja, að einveldi sovéskra kvenna á skáksviðinu hafi verið brotíð á bak aftur. Maja Tsjiburdanidze er sem sagt búin að tapa títlinum, en hún hefur ver- ið heimsmeistari kvenna alit frá 17 ára aldrí er hún sigraði stöllu sína Nonu Gapríndhasvili sumarið 1978. Þrátt fyrir margar atlögur að heimsmeistaratign þessarar stúlku hafa þær allar strandað á frábærlega öruggri taflmennsku Maju. Það var einmitt árið 1978 sem Kínverjar opnuðu sig og tóku þátt í ólympíumótínu í Buenos Aires 1978, bæði í karla- og kvennaflokki. Þetta muna íslend- ingar því strax í 1. umferð mætt- um við hinum háttprúðu, síbros- andi og tedrekkandi Kínverjum sem, eins og frægt er orðið, gáfu þá skýringu á framhleypni sinni að þeir væru komnir tíl að læra. Svo tóku bjöllur að klingja og kin- verskar drottningarfórnir sáu dagsins ljós í fyrsta sinn á alþjóð- legum vettvangi. I karlaflokki hafa Kínveijar enn ekki eignast skákmann sem kveðið hefúr að, þótt frammistaða þeirra á ólympíumótum séu yfirleitt framúr- skarandi góð. En Xie Jun, sem er á að giska 25 ára, braut sér leið gegn- um svæðamót og millisvæðamót, sem haldið var á heimaslóðum sov- ésku skákvalkyrjanna í Borschomi í Georgíu, og áskorendaeinvígi við júgóslavnesku skákkonuna Alisu Maric. Fréttir af 16 skáka einvígi Maju Tsjiburdaindse og Xie Jun á Filipps- eyjum voru stopular. Eftir jafntefli í tveim íyrstu skákunum komst sú kín- verska yfir en Maja svaraði með tveim sigrum í röð. Xie Jun jafnaði með sigri í áttundu skákinni, komst svo yfir með sigri í 11. skák og er hún vann 13. skákina náði hún tveggja vinninga forskoti, 7 1/2:5 1/2. Einmitt á þeim punkti þrýtur þekkingu undirritaðs á atburðarás- inni en Xie Jun hefúr varla orðið skotaskuld úr því að ná 8 1/2 vinn- ingi tilskildum. Polgar-systur tefla ekki á kvenna-mótum Á það hefúr verið bent að Polg- ar- systur, Susza, Sofia og Judit, hafa ekki tekið þátt í heimsmeistara- keppni kvenna. Hinsvegar er það staðreynd að fram á þennan dag hafa aðeins tvær konur, Maja Tsjiburdan- idze og Nona Gaprindhasvili, öðlast stórmeistaratign karla, sem sýnir að yfirburðir ungversku stúlknanna eru umdeilanlegir. Óstaðfestar fregnir herma að hin 15 ára gamla Judit hafi nú uppfyllt öll skilyrði til að hljóta útnefningu stórmeistara karla eftir skákmót í Vín sem lauk fyrir nokkr- um dögum. Verður hún þá yngsti stórmeistari skáksögunnar og hefúr þar tveggja mánaða forskot á Robert James Fischer sem hlaut titilinn 15 ára eftir millisvæðamótið í Portoroz 1958. En einvigið á Filippseyjum er viðfangsefnið hér. Fall Maju Tsji- burdanidze er stórfrétt og Kínverjar vitaskuld í sjöundu himni yflr því að hafa rænt krúnunni frá erkifjendun- um hinum megin við landamærin. Á tímum mikilla hræringa dró Maja Tsjiburdanidze niður sovéska flaggið sem hún hefúr teflt undir alla tíð; á einvígisborðinu í Manila blakti fáni Georgíu. Kostaði þetta tiltæki hennar titilinn? spurði maður sem ég hitti á fomum vegi. Það veit maður aldrei en trúlega hefur Stalín gamli landi hennar snúið sér við í Kremlarmúr og varla í fyrsta sinn á þessum síð- ustu og „verstu" tímum. Hinn „sól- kynjaði sonur Grúsíu“ þótti á einu skeiði mannkynssögunnar ekki nógu góður félagsskapur smyrðlingsins Leníns, þar sem þeir lágu hlið við hlið í grafhýsinu á Rauða torginu, og var varpað á dyr og komið fyrir í Kremlarmúr eins og ýmsum hetjum byltingarinnar. Kína næsta stórveldi skóklistarinnar? Því heyrðist fleygt ekki alls fyrir löngu að Kínverjar væru næstu stór- veldi skáklistarinnar og nú geta þeir ekki látið staðar numið fyrr en heimsmeistaratitill karla hefúr náðst. Þess vegna tapar skáklistin í engu á þessum úrslitum þótt aðdáendur Maju Tsjiburdanidze sitji eilitið hnuggnir eftir. Við skulum líta á bestu skák hins nýbakaða heimsmeistara í einvíginu: 3. einvígisskák: Xie Jun - Maja Tsjiburdanidze Spænskur leikur 1. e4 e5 2. RO Rcó 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Bb7 12. Rbd2 cxd4 13. cxd4 exd4 14. Rxd4 He8 15. b4 Rc6 16. Rxc6 Bxc6 17. Bb2 Bf8 18. Df3 Hc6 19. Bb3 De7 20. Hadl Bb7 21. Df5 (Hvítur hefur náð að byggju upp vænlega sóknarstöðu en Tsjiburdan- idze á að geta varist með 21. .. Rd7. Hún velur annan leik sem gerir Xie Jun kleift að blása til leiftursóknar.) 21.. . d5? 22. e5 Rd7 23. Re4!! (Glæsilegur leikur sem byggir vitaskuld á hugmyndinni 23. .. dxe4 24. Hxd7 o.s.frv.) 23.. . g6 (Það er erfitt að finna betri leik. Hvítur hótaði ekki aðeins 24. Bxd6 heldur einnig í mörgum tilvikum - Rg5 eða jafnvel 24. Rf6+!) 24. Dxd7! dxe4 (Þessu hafði Maja reiknað með en næstu leikir kínversku stúlkunnar eru feiknalega öflugir.) 25. e6! dxe6 26. Dd4 Kf7 (Ekki 26. .. Bg7 vegna 27. Dxg7+ Dxg7 27. Bxg7 Kxg7 28. Hd7+ og vinnur mann.) 27. Dh8! Dh4 28. g3! - Lítill leikur sem gerir út um taflið í einni svipan. Framhaldið gæti orðið 28. .. Dxh3 29. Df6+ Kg8 30. Hd7 og vinnur. Jöfn keppni ó Haustmoti TR Fyrir biðskákir sem tefldar voru í gærkvöldi var Helgi Áss Grétarsson efstur í A-riðli haustmóts TR að loknum sjö umferðum. Helgi var með 5 vinninga en fast á hæla hans í 2.-3. sæti komu Héðinn Steingríms- son og Lárus Jóhannesson með 4 vinninga og biðskák. Héðinn, sem er stigahæsti keppandi mótsins, átti vinningsstöðu í biðskák gegn Róbert Harðarsyni. Róbert var í 4. sæti með 3 1/2 vinning og tvær biðskákir en í 5.-6. sæti voru Þröstur Ámason og Þráinn Vigfússon með 3 1/2 vinning og biðskák. Þorvaldur Logason var í 7. sæti með 3 vinninga. Magnús P. Ömólfsson og Dan Hansson með 2 1/2 vinning og biðskák vom í 8.-9. sæti. Sigurður Daði Sigfús- son var í 10. sæti með 2 1/2 vinning og í 11.-12. sæti vom Bjöm F. Bjömsson og Arinbjöm Gunnarsson með,2 vinninga. I B-riðli var Sigurbjöm Ámason efstur með 4 1/2 vinning og á hæla hans í 2.-4. sæti komu Oðinn Gunn- arsson, Ægir Páll Friðbertsson og Ragnar Fjalar Sævarsson með 4 vinninga. I C-riðli vom efstir Hlíðar Þór Hreinsson og Bragi Þorfinnsson með 5 vinnmga og biðskák. Snorri Krist- jánsson var í 3. sæti með 4 vinninga. í D-riðli var Láms Knútsson efstur með 5 1/2 vinning, Leó Þórar- insson var í 2. sæti með 5 vinninga og þriðji Bergsteinn Einarsson með 4 1/2 vinning og biðskák. Kasparov langefstur í Tilburg - furðuleg endatöfl spretta fram Garrij Kasparov heldur upptekn: um hætti á stórmótinu í Tilburg. í gær fór ellefta umferð mótsins ffarn og þá lagði hann Baarev að velli, Karpov sigraði Kortsnoj en skákir Kamsky og Anand og Timmans og Short fóm í bið. Staðan: 1. Kasparov 8 1/2 vinning 2. An- and 6 1/2 v. og biðskák. 3. Karpov 6 1/2 v. 4. Short 6 v. og biðskák. 5. Kamsky 5 v. og biðskák. 6. Timman 4 v. og biðskák. 7. Kortsnoj 3 1/2 v. 8. Baarev 2 v. Viðureign Karpovs og Ka- sparovs nr. 158 var tefld í sjöundu umferð og lengsta skák þeirra fyrr og síðar sá dagsins ljós, 114 leikir. Gamla metið var 93 leikir, 16. ein- vígisskák 1984/85. Geysilega athygl- isverð staða kom upp; Karpov átti kóng og þijá létta, tvo riddara og biskup en Kasparov hrók og kóng. Kasparov dugði að gefa hrók fyrir biskup Karpovs en það var að vísu ekki alveg einfalt mál því menn hvíts réðu yfir stóm svæði. En lok skákar- innar, þar sem 50 leikja reglan kom Kasparov til hjálpar þótt hann væri að vísu búinn að fá ffarn pattstöðu, hafa gefið tilefni til umræðna um þessa lífseigu 50 leikja reglu. Fyrir það fyrsta er alls ekki ósennilegt að öflug tölva geti sannað að staðan sé ffæðilega unnin og er slíkra rann- sókna beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Þetta leiðir hugann að endatafli Ljubojevic og Jóhanns Hjartarsonar á heimsbikarmóti Flugleiða en þar taldi Ljubojevic sig þurfa mun meira en 50 leiki til að vinna stöðu með kóng, drottningu og riddara gegn drottingu og kóngi. Jón L. Ámason stórmeistari skýrði undirrituðum nýlega frá afar athyglisverðu endatafli: Hv.: Kóngur, biskup og hrókur. Sv.: Kóngur og tveir riddarar. Venjuleg staða. Tölva hefur sannað að þessi staða sé unnin á hvítt en það taki 223 leiki að vinna annan riddar- ann! 50 leikja reglan verður endur- skoðuð og enn bætist við þekkingu manna á skáklistinni. B r i d g e Mjög gób þátttaka Esther Jakobsdóttir og Val- gerður Kristjónsdóttir urðu Is- landsmeistarar kvenna í tví- menningskeppni 1991, eftir hörkukeppni við þær Hjördísi Eyþórsdóttur og Ljósbrá Bald- ursdóttur. Þær síðamefridu leiddu mótið eftir fyrri daginn (sl. laugardag), en úrslit réðust ekki fyrr en t lokaum- ferðinni. í þriðja sæti urðu svo Unnur Sveinsdóttir og Inga Lára Guðmundsdóttir, og Gunnþórunn Erlingsdóttir og Ingunn Bemburg höfnuðu í fjórða sæti. 22 pör tóku þátt í mótinu, sem er fjölgun um 3 pör ffá síðasta ári. Spiluð vom 4 spil milli para, alls 84 spil. Kjartan Ásmundsson og Karl Olgeir Garðarsson, fyrmrn nem- endur í M.L. (nú háskólanum) urðu Islandsmeistarar í yngri flokki í tvímenning 1991. Sama baráttan var á þeim vígstöðvunum. Urslit réðust ekki fyrr en í lokaumferð- inni. Margfaldir Islandsmeistarar í þessum flokki, þeir Matthías Þor- valdsson og Hrannar Erlingsson urðu að láta sér lynda annað sætið og aðrir reyndir meistarar, þeir Sveinn R. Eiríksson og Steingrím- ur Gautur Péturson urðu í þriðja sæti. í fjórða sæti urðu svo ungir Akureyringar, þeir Skúli Skúlason og Stefán Stefánsson og í fimmta sæti aðrir , bráðefhilegir spilarar, bræðumir Ólafur og Steinar Jóns- synir ffá Siglufirði. Yngri bræður þeirra, Birkir og Ingvar, aðeins 10 ára og 12 ára, tóku einnig þátt í mótinu og stóðu sig með mestum ágætum. Sannarlega björt framtíð á Sigluftrði, en foreldrar þeirra em spilahjónin kunnu, Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjömsson. Metþátttaka var í mótinu og mættu 30 pör til leiks. Spiluð vom 3 spil milli para, alls 87 spil. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensen, en útreikning annaðist Ásgeir Ás- bjömsson. I mótslok afhenti Helgi Jóhannsson, forseti BSI, efstu pör- um viðurkenningu fyrir árangur. Reykjavíkurmótið í tvímenn- ing, undanrásir, verður spilað á morgun (tvær umferðir) og á sunnudag (ein umferð). Nái þátt- taka ekki 40 pörum, verður undan- rás sleppt. Skráning er á skrifstofu BSÍ. Pctur Guðjónsson og Reynir Helgason frá Akureyri urðu á dög- unum Norðurlandsmeistarar í tví- menning 1991. Spilað var á Siglu- firði og tóku 28 pör þátt í mótinu. Reynir sigraði reyndar í þessu móti einnig á síðasta ári. Næstu viðburðir í bridge, til áramóta, eru: Reykjavíkurmótið um þessa hclgi. Aðaltvímennings- keppni Austurlands á laugardag. Guðmundarmót í tvímenning á Hvammstanga um þessa helgi (laugardag og sunnudag). Opið tví- menningsmót í Sandgerði,, laugar- daginn 9. nóvember. Úrslit í Reykjavíkurtvímenning helgina 16.-17. nóvember. Philip Morris Evróputvímenningur og landství- menningur (sameinað) föstudaginn 22. nóvember. Þá helgi verða svo einnig Norðurlandsmót vestra og eystra og Reykjanesmót í sveita- keppni. Og síðustu helgina í nóv- ember er svo hið geysivinsæla Kauphallarmót. Búast má við fjölda umsókna um þátttökurétt í því móti, með hliðsjón af atburðum síðustu daga. Jólamót Hafnfirðinga verður svo á sínum stað, laugar- daginn 28. desember. Ofangreind mót eru öll stað- fest, en eflaust verða einhverjir snjallir menn til að bæta við þessa dagskrá, áður en árið er úti. Mönnum hefur orðið nokkuð tíðrætt um þau verðlaun sem eru í boði í einstökum opnum mótum, sem boðist hafa að undanfömu. Og sumt sýnist hverjum. Flestir eru nokkuð sáttir, en benda þó á, að flest þessi mót eru borin uppi af viðkomandi félögum sem standa að þeim. Fæst hafa lagt vinnu í það að útvega styrktaraðila að mótinu, sem þá gjaman bæri nafn viðkom- andi. Aðeins Bridgesambandið virðist vera í þeirri aðstöðunni þessa dagana (flest öll mót þeirra bera eitthvert nafn, sem þá aftur á móti er kennt við viðkomandi styrktaraðila). Að mínu mati ættu félögin í framtíðinni að einbeita sér að útvegun á stuðningsaðilum að mótum. Slíkt myndi leiða af sér: hækkun verðlauna (sem þá hugsan- lcga dregur að sér bestu spilara landsins), lækkun keppnisgjalda í mótum (í versta falli myndu þau standa í stað og hætta að standa undir þeim verðlaunum sem í boði eru) og að síðustu veita viðkom- andi félagi tækifæri á að fram- kvæma mótið af glæsimennsku og myndarskap. Þó ekki væri nema að ljósrita tölvugjöf og afhenda kepp- endum í mótslok, svo eitthvað sé nefnt. Og á þriðjudaginn kemur hefst aðalsveitakeppni Skagfirðinga í Reykjavík. Veitt verður aðstoð við myndun sveita. Skráning er hjá 01- afi Lárussyni í s: 16538 eða á keppnisstað, Drangey v/ Síðumúla 35. Spilamennska hefst kl. 19.30. Allir velkomnir. Dýptin í bridgeíþróttinni er sú stærðfræði sem liggur til grund- vallar sérhverju smáatriði í leikn- um. Til eru afar mörg hugtök, sem flest eiga það sammerkt að vera ættuð úr heimi talna. Og tölur eiga það til að heilla. Lítum á 2 dæmi um þvingað val (restricted choice): ♦ D10976 V 42 O 53 4- K654 ♦ ÁKG8 VÁK3 \> K42 4* 1097 Suður er sagnhafi í 4 spöðum. Útspilið er tíguldama, sem Austur tekur á ás og skilar tígli til baka. Tekið á kóng, tigullinn hreinsaður og hjartað á sömu Ieið. Og spaðinn tekinn og í ljós kemur, að laufið skiptist 3-3 í vöminni. Hvað nú? Laufaníu (athugið, laufaníu) er spilað. Drottning lögð á milli og kóngur. Austur tekur á ás og skilar laufi um hæl. Hvað nú? Hittingur? O, nei. Ef þú kannt regluna um þvingað val, læturðu tíuna. í upp- hafi, er Vestur setti dömuna, gat hann átt: ÁDx-DGx-Dxx. Eflir að NÝTT HELGARBLAÐ 1 4 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991 I < Austur tekur á ásinn, ertu sam- kvæmur sjálfum þér út spilið og heldur þér við regluna, enda kanntu hana. Lítum á annað dæmi: ♦ D10976 V 42 O 53 4* K654 é KDG1098 O 65 O KD 4* ÁDIO Suður er sagnhafi í sex spöð- um. Út kemur tígulsjö, sem Austur tekur á ás og skiptir í lauf. Hvað nú? Er betra að treysta á 50% íferð í laufinu heldur em 36 möguleika á að hjartað „falli“ 3-3? Reglan um þvingað val kemur okkur til hjálpar i þessu spili, þó það hljómi ótrúlega. Málið er, að Vestur spilaði út tígli í upphafi, en ekki laufi. Ef Vestur heftir hafið leikinn með safn af smáspilum í laufi og tígli, em 50% líkur á laufaútspili í upphafi. I ljósi þessa em Iíkur á þvinguðu vali hjá hon- um. Allt þetta gefur okkur því að- eins 33% möguleika með laufaí- ferð. Við veljum því hjartað. >+- Cö c o w Cri o O _i 1 IOJ /J J • J 'l . I)JYJJl \ {((/■./ .1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.