Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 1
216. tölublað Laugardagur 9. nóvember 1991 56. árgangur Síðasta kaupskipiö, Skógafoss, lét úr höfn klukkustund áður en verkfall farmanna hófst I gær. - Mynd: Kristinn. Sverfur til stáls Ráðhúsið þenst út Á borgarstjórnarfundi i gær upplýsti Markús Örn Antonsson borgarstjóri að borgin væri búin að kaupa 11 íbúðir fyrir 78 miljónir króna í nágrenni ráðhússins. Hugsanlega verða íbúðimar leigðar út, og eins kemur til greina að færa þangað eitthvað af þeirri starfsemi sem ekki rúmast í ráðhúsinu, upplýsti Markús. Þó hann segði að það stæði ekki til þá sagðist hann geta hugsað sér að rífa eitthvað af húsnæði borgarinnar í ná- grenni ráðhússins. „Það er at- hyglisvert að ráðhúsið skuli nú þegar vera orðið of lítið fyrir starfsemi sína, þó er það nógu stórt til þess að menn gæla við þá hugmynd að brjóta niður eignir i nágrenni þess,“ sagði Olína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, við Þjóðviljann í gær, en hún spurðist fyrir um þessi kaup í borgarstjóm á fimmtu- dag. „Þetta sýnir best að ráð- húsið er þriggja miljarða króna feilskot út i loftið,“ bætti hún við. -gpm * Ohapp um borð í Selfossi Slæmt veður og sjógangur úti fyrir Norðurlandi olli því á fimmtudagsmorgun að 150 tonn af saltfíski um borð í Selfossi, skipi Eimskipafélags- ins, köstuðust til og losnuðu. Skipið var á leið til Bolung- arvíkur frá Dalvík og sneri aftur eftir óhappið. Þar var farmurinn festur og skipið lét strax aftur úr höfn vegna boðaðs verkfalls farmanna. Sótt var um undan- þágu svo hægt væri að taka far- minn upp og endurmeta hann og fékkst hún. Ovíst er hversu mikið af farminum er ónýtt. Skipið var væntanlegt inn til Dalvíkur aftur í gærkvöld. -vd. Kapphlaup um HM-húsið Ungmennasamband Kjal- arnessþings lýsir sig reiðubú- ið til viðræðna um byggingu íþróttahallar í Kópavogi með það í huga að fá aðstöðu fyrir starfsemi sína, segir í fréttatil- kynningu frá UMSK. Þessi yfirlýsing er þó með fyrirvara um samþykki héraðs- þings. UMSK hefur því bæst í hóp þeirra aðila sem lýst hafa áhuga á að taka þátt í byggingu íþróttahallarinnar eftir að Kópa- vogsbær riíti samningi sínum við ríkið. Bæöi Akureyrarbær og Hafnaríjörður hafa áður sagst vera til viðræðu um ffam- kvæmdimar. -ag Vinnuveitendur vita alveg hvað við teljum ásættan- legt og nú eiga þeir næsta leik. Nú mætast stálin stinn,“ sagði Birgir Björg- vinsson í samninganefnd undir- manna á kaupskipum, eftir að verkfall skall á kl. 13 í gær. Ekki verður fundað innan Sjómanna- félagsins um helgina. „Við viljum fá eitthvað á móti hagræðing- unni, þessu aukna vinnuálagi, og vinnuveitendur vita um kröfur okkar,“ sagði Birgir. Ekki er ágreiningur um 2% taxtahækk- un lei>gur. Semja þarf um tíu liði, að mati sjómanna, og hefur náðst utan um suma þeirra. Eitt þeirra ákvæða sem harðast er deilt um er hvort sjómenn skuli fá fæði- spcninga í fríum sem kjarabót. Birgir segist telja að verkfall hljóti að standa amk. í tvær vikur. „Við höfum aldrei fengið neitt nema með verkfalli," sagði hann. Langt verkfall mun koma hart niður á fiskútflytjendum þar sem fremur litlar birgðir eru til hjá kaupendum í Evrópu og Ameríku. Sent hefur verið eins mikið út og hægt hefur verið og fór sneisafullt skip með farm ffá Islenskum sjáv- arafurðum til Bandaríkjanna um mánaðamótin, þannig að þar eru einhveijar birgðir. Jólavertíðin, sem er aðaðlneyslutíminn í saltfiskin- um, er hafin og segir Magnús Gunnarsson, forstjóri SIF, það ekki spumingu að ef verkfall verður langvinnt muni markaðir tapast. Skipafélögin hafa þegar tapað miljónum króna vegna yfirvinnu- banns og yfirvofandi verkfalls því þau hafa þurfi að færa vaming milli skipa og gjörbreyta áætlunum. En þrátt fyrir það segjast vinnuveit- endur ekki geta gengið skrefinu Atvinnuástand hjá kon- um á Suðurnesjum var mjög slæmt í október, en samkvæmt yfirliti Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins voru 8,4 prósent kvenna á Suðurnesjum atvinnu- lausar í mánuðinum. Atvinnu- ástand karla suður með sjó er mun skárra en hjá konunum, en hjá þeim var atvinnuleysið 1,7 prósent af áætluðum mannafla. I október voru skráðir 35 þús- und atvinnuleysisdagar á landinu lengra en boðið var í gærmorgun. Mismunandi langir fyrirvarar em á samúðarverkfollum norrænna flutningaverkamanna og óákveðið enn hvort Finnar taka þátt í þeim en í Svíþjóð er þegar hafið samúðarverkfall og er Bakkafoss, skip Eimskips nú kyrrsett í Gautaborg. „Því er ekki að leyna að maður ber mikinn ugg í brjósti um að öllu, 19 þúsund hjá konum en 16 þúsund hjá körlum. Þetta jafngildir því að rúmlega 1600 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, en það svarar til 1,2 prósent af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Skráðum atvinnuleysisdögum hafði því fjölgað um rúmlega 9 þúsund frá mánuðinum á undan, en um 3 þúsund miðað við sama mán- uð í fyrra, en þá mældist atvinnu- leysið 1,1 prósent af vinnuafli. Atvinnuástandið er mun betra á þetta verkfall geti staðið í nokkrar vikur,“ segir Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Eimskipa. Verkfallið mun ekki hafa nein áhrif að ráði á jólavertíð innflytj- enda þar sem nær allur jólavaming- ur er kominn í vörugeymslur heild- sala. -vd. höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni. Á Iandsbyggðinni er at- vinnuleysið 2,1 prósent af vinnu- afli, en á höfuðborgarsvæðinu 0,6 prósent. Atvinnuástandið versnaði allsstaðar nema á Vesturlandi, þar minnkaði atvinnuleysið lítillega miðað við í september. Næst verst er atvinnuástandið á Norðurlandi eystra, en þar er 2,3 prósent atvinnuleysi. í þriðja sæti er svo Austurland með 2 prósent atvinnuleysi. -Sáf Sjá nánar á síðu 5 Fj öldaatvinnuley si kvenna á Suðumesjum Reiði Aö gefnu til- efni: Er nútíminn flatur? veena ummæla heilbrigð' isráðherra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.