Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 3
Ab gefnu tilefni Er nútíminn flatur? r g fór í Þjóðleikhúsið í fyrrakvöld og sá Gleðispilið eftir Kjart- Ean Ragnarsson. Hér er ekki ætlunin að fjalla um sýninguna, ekki heldur um Þjóðleikhúsið eftir breytingu. Skal þess þó getið að hvort tveggja kom mér á óvart með því að mér fannst sýningin miklu betri en margir höfðu haldið fram og ég fékk ekki betur séð en að breytingin á sal Þjóðleikhússins hafi tekist vel og að áhorfendur hljóti að njóta þess sem fram fer á sviðinu betur eftir en áður. - Kjartan Ragnarsson hefur fleira að segja við leikhúsgesti en það sem kemur fram í sýningunni. í leikskrá er birt viðtal við hann sem í dag gefur tilefni til að velta fyrir sér spurningum eins og þess- um: Lifum við í svo leiðinlegu þjóðfélagi að hugsjónir og vonir fólks um fegurra mannlíf séu að verða að engu? Kveikja átökin í þjóðfé- laginu ekki lengur eld í brjósti nokkurs manns? Er nútíminn orðinn að einni allsherjar ílatneskju? I viðtalinu segir meðal annars: „Fyrstu leikritin þín eru verk um sam- tímann, en í Gleðispilinu sœkirðu efni aft- ur í tímann og sögulegar heimildir. Sögulegt efni agar og brýnir höfund- inn til meiri metnaðar. Það er meiri hætta á að samtímaskrif verði að flatneskju. Mér þykir sem sögulegt efhi gefi visst frelsi, það lyfti manni upp úr hversdags- leikanum og sé stórbrotnara. Maður drep- ur niður fæti þar sem eitthvað stórbrotið er fyrir. Nútíminn er svo varinn, hann er svo hversdagslegur, og nú orðið svo skipulagður og meðvitaður að það gerist ekki neitt. Halldór Laxness sagði ein- hversstaðar að stór sagnaskáldskapur yrði bara til þar sem ómenning og menning mætast, eins og hjá rússnesku höfundun- um þegar menningarlegt samfélag spratt upp úr þeirri villimennsku sem rússneskt samfélag var og er sumpart enn í dag. Sama gildir um Suður Ameriku. Sama gildir eflaust um tíma hans á íslandi. Ég get ekki ímyndað mér að það sé nokkur vegur að skrifa spennandi skáldsögu í sænsku samfélagi, þar sem fólk ákveður sjö ár ffam í tímann hvenær það ætlar að eignast bam. Mér virðist að höfundar séu núna í mun rikara mæli að fjalla um fortíðina en e.t.v. nokkru sinni fyrr. Maður jafnvel saknar þess að það skuli ekki vera fjallað um samtímann. Er þetta þá eingöngu ein- hverskonar ótti við flatneskju? Já, að stórum hluta. Én ég held að hluti af skýringunni sé ákveðið vonleysi. Ég held að við getum t.d. skýrt þetta með Halldóri Laxness og hans samtíð. Hann á svo mikla von um að allt fari batnandi, mannleg þekking og vísindi muni bæta allt og hvert verk er innlegg í baráttuna við að bæta heiminn. Ég held að það séu fleiri höfundar en ég sem hafa innst inni þá svartsýnu lífsskoðun að nú sé svo Stenst velferðarþjóðfélagið ekki til langframa af þeirri einföldu ástæðu að það er bæði flatneskjulegt, leiðin- legt og hugsjónalaust? komið að við megum þakka fyrir á meðan við höfum það þó þetta gott. Þama er ákveðið vonleysi gagnvart því að maður breyti heiminum eitthvað með því sem maður er að setja saman. Aftur á móti er það einkenni á samtímanum að hann er að missa af fortíðinni. Fólk er hætt að lesa. Leikhúsið er kannski staður til þess að segja því og minna það á hvaðan það kemur. Enginn á ríka tilvem nema þekkja fortíð sína.“ Ekki er hægt að veijast þeirri hugsun að Kjartan Ragnarsson hafi talsvert til síns máls. Hugsjónir sem um leið fela í sér fómfysi eiga undir högg að sækja í íslensku þjóðfélagi. „Hugsjónir" um frelsi til áð gera alla skapaða hluti að markaðsvöru ráða á hinn bóginn ferðinni. Að vísu verður varla séð að til sé éitt ein- asta skáld sem sér ástæðu til að stinga niður penna til sóknar og vamar fyrir „hugsjónir“ kaupskaparins. Ekkert skáld fæst til að yrkja dýrar drápur misrétti og auðsöfnun til dýrðar og heldur er ólíklegt að alþýða manna myndi gera slíkt skáld að þjóðskáldi sínu. „Hugsjónir“ af þessu tagi rista því áreiðanlega ekki mjög djúpt hjá þjóðinni, en ráðandi stjómmálamenn hér á landi og raunar í okkar heimshluta, hafa kenninguna um frelsi til að selja að leiðarljósi. Hér gengur þetta svo langt að stjómarherramir virðast líta á það sem skyldu sina að selja allt sem hugsanlegt er að koma í verð. Með þessu er þeim sem kaupa gefið frelsi til að selja enn öðrum, hagnaðarvon fárra, án samfélagslegrar ábyrgðar, ræður ferðinni. Hverju sem um er að kenna þá hefur öll þjóðfélagsum- ræðan breyst svo á síðustu ámm að hug- sjónir sem kveikja elda, skapa ný lista- verk og breyta samfélaginu standa ekki upp úr. Kannski em þær ófmnanlegar nema í fortíðinni, eins og Kjartan Ragn- arsson bendir á. Hvað veldur þessu? Er þetta eðlilegt? Em hugsjónir kannski þara óþarfí sem raska ró þjóðarinnar og skapa uppistand meira og minna út af engu? róun velferðarþjóðfélagsins er lengst komin í Svíþjóð. Jafnaðar- menn þar í landi hafa mótað samfé- lagið í hálfa öld. I þessu landi hefur verið komið upp kerfí sem tryggir þegnunum mikið félagslegt öryggi og tryggingu fyrir þolanlega afkomu allra þjóðfélagshópa. Jafnframt hefur sænskur iðnaður blómstr- að á sama tíma og sænsk fyrirtæki teygja anga sína um allan heim. Mörgum Islend- ingum sem hafa kynnst sænsku samfélagi finnst það heldur leiðinlegt í öllu sínu ör- yggi og tryggingum. Því er raunar líkast sem sænskum kjósendum hafi verið orðið svipað innanbrjósts fyrir síðustu kosning- ar þar í landi. Þeir kusu yfir sig fijáls- hyggjustjóm og bendir nú allt til þess að sænskt þjóðfélag verði „skemmtilegra“ í þeim skilningi að félagslegt öryggi fari minnkandi og efnahagslegt misrétti auk- ist. Sjálfur hef ég átt í bréfaskriftum við sænskan þýðanda út af litilli bók sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra. í henni segir frá samfélagi katta og manna og hvemig kettimir bregðast við þegar bæjarstjómin hyggst setja reglur um kattahald eins og hundahald, m.a. með þeim afleiðingum að kettir yrðu hafðir í bandi eins og hundar. Tilefnið til þessa er að söguhetjan kann sig ekki alls kostar að áliti mannanna, hvorki í á ástamálum né umgengni við matvæli nágrannanna. Þrátt fyrir þetta tekst köttunum í samvinnu við skynsamt fólk að koma í veg fyrir að bæj- arstjómin setji reglur um hundahald, með þeim ósköpum sem slik ráðstöfun hefði þýtt fyrir kettina. Þýðandinn tók af skarið i nýlegu bréfi og sagði: „Ef þú ert að hugsa um að finna útgefanda i Svíþjóð er stærsta vandamálið að allt, sem í er minnsta bragð af stjómmálum, sérstak- lega ef það fjallar um hóp manna, bama eða katta, sem berjast saman við yfirvald- ið, er jafn vonlaust og brjóstmynd af En- ver Hodja." Mér þótti ábendingin skemmtileg, enda þótt hún dæmi bókina úr leik á sænskum bókamarkaði, og mér hefði aldrei dottið i hug að setja áhuga kattanna á að veija frelsi' sitt í stórpólitískt sam- hengi. Með öðrum orðum: Mesta og traustasta velferðarþjóðfélag í heimi, þar sem bameignir em skipulagðar sjö ár ffam í tímann, eins og Kjartan Ragnars- son bendir svo hnyttilega á, er orðið svo illa haldið af pólitík og ofskipulagningu að þjóðin gerir hvort iveggja, að hafha bókum sem i hinu smæsta atriði kunna að minna á baráttu við yfirvöldin og hafhar yfirvöldunum sem hún hefur haft í hálfa öld. Hvort sem okkur, sem teljum að þjóð- félagið eigi að tryggja bærilegan efha- hagslegan jöfhuð og félagslegt öryggi, líkar betur eða verr, þá er greinilegt að einstaklingshyggjan hefur unnið á. Liggur þá beinast við að spyija í lok- in: Stenst velferðarþjóðfélagið ekki til langffama af þeirri einfoldu ástæðu að það er bæði flatneskjulegt, leiðinlegt og hugsjónalaust? Þarf mannfólkið alltaf að vera að beijast fyrir lífi sinu, eða réttinum til að lifa eins og menn, til þess að það farist ekki beinlínis úr leiðindum? Geta hugsjónir ekki lifað nema þar sem neyð og ringulreið rikir? Sem betur fer er islenskt þjóðfélag snöggtum skemmtilegra en það sænska, ekki jafh sótthreinsað og þrautskipulagt. Við högum okkur allt öðm visi en Svíar, en getum um leið margt af þeim lært. Þetta á að sjálfsögðu við um aðrar þjóðir einnig. Við emm stöðugt að gera ýmislegt sem stórþjóðimar myndu telja útilokað. Sjálf tilvera þjóðarinnar, með sjálfstæðu efhahags- og menningar- lífi og öllum stofhunum sem prýða menn- ingarþjóðfélag, myndi í rauninni allstaðar annarstaðar verða talin ómöguleg. Við er- um að fjölda til eins og eitt litið borgar- hverfi eða gata í stórborg, sem engum myndi detta í huga að gæti haldið uppi sjálfstæðu þjóðríki. Þessi einfalda stað- reynd veldur því að við getum aldrei farið sömu leiðir og miljónaþjóðimar. Við meg- um hvorki verða ofurseld markaðslögmál- unum, né heldur eyða orku okkar í of- skipulagningu mannlífsins. Hér gengur til að mynda ekki að hver maður festi sig í einu og sama lífsstarfinu og kunni nánast ekkert anriað. Hér verður hver maður að kunna margt, hafa aðstöðu og vilja til að koma víðá við á sinni leið. Til að lifa af í þessu lancþ þarf „altmuligfolk“, sérfræð- inga í að yera ekki sérfræðingar í neinu sérstöku, en geta tekið til hendinni á mörgum sviðum. Spumingunum sem varpað var fram hér að framan verður ekki svarað hér. Þær Við erura að fjölda til eins og eitt lítið borgarhverfi eða gata í stórborg, sem engum myndi detta í huga að gæti haldið uppi sjálf- stæðu þjóðríki em til umhugsunar. Hitt má vera ljóst að þrátt fýrir allt hefur samfélagið breyst til batnaðar í afar mikilvægum efnum, þeim sömu er urðu til að mynda Halldóri Lax- ness að yrkisefni í frægum bókum. Samt leyfi ég mér að trúa því að íslenskur vem- leiki sé enn nógu óvenjulegur, óskipu- lagður og tilviljanakenndur til að lista- menn samtímans finni i honum verðug viðfangsefni. hágé. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. nóvember 1991 \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.