Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 5
Fkéttir Markaðir í mikilli hættu vegna verkfalls farmanna Vinnuveitendur vita alveg hvað við teljum ásættanlegt og nú eiga þeir næsta leik. Nú mætast stálin stinn,“ sagði Birgir Björgvinsson í samninganefnd undirmanna á kaupskipum, eftir að verkfall skall á kl. 13 í gær. Hann sagði að ekki yrði fundað innan Sjómannafélagsins um helgina, kröfurnar væru Ijósar og ekki yrði bakkað með þær. Birgir sagði ástæðuna fyrir þvi að tillög- unni, sem sáttasemjari lagði fram í gærmorgun, hefði verið hafnað væri sú að inn í hana hefði einfaldlega vantað eitthvað í staðinn fyrir það sem farmenn láta. „Við viljum fá eitthvað á móti hagræðingunni, þessu aukna vinnuálagi,“ sagði Birgir. Ekki er ágreiningur um 2% taxtahækkun lengur. Semja þarf um tíu liði, að mati sjómanna, og hef- ur náðst utan um suma þeirra. Eitt þeirra ákvæða sem harðast er deilt um er hvort sjómenn skuli fá fæðispeninga í fríum. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari segist ekki boða samn- ingafund fyrr en eflir hálfan mánuð, samkvæmt Iögum, nema annar hvort samningsaðila komi með til- lögur sem hægt er að fúnda um. Farmenn höfnuðu tillögunni algjör- lega og vinnuveitendur kváðust geta samþykkt hana, enda þótt þeir teldu að hún gengi fúlllangt til móts við sjómenn. Birgir sagði að verkfall hlyti að standa amk. í tvær vikur. „Við höf- um aldrei fengið neitt nema með verkfalli, það hefur reynslan sýnt. Þó erum við búnir að vera stilltir í tvö og hálft ár,“ sagði hann. Langt verkfail mun koma hart niður á fiskútflytjendum þar sem ffemur litlar birgðir eru til hjá kaup- endum í Evrópu. „Það fer mjög fljótlega að harðna á dalnum og þessir markaðir eru mjög viðkvæm- ir og mjög erfitt ef afgreiðsla til þeirra stöðvast," sagði Kristinn Lund hjá Islenskum sjávarafúrðum. Sent hefúr verið eins mikið út og hægt hefur verið og fór sneisa- fúllt skip með farm frá íslenskum sjávarafurðum til Bandarikjanna um mánaðamótin, þannig að þar eru einhveijar birgðir. Jólavertíðin, sem er aðalneyslutíminn í saltfiskinum, er hafin og segir Magnús Gunnars- son, forstjóri SÍF, það ekki spum- ingu að ef verkfall verður langvinnt muni markaðir tapast. I vikunni tókst SÍF að ganga ffá sölu og send- ingu á tæplega 2000 tonnum. „Það er ijóst að það dugir ekki lengi og það fer að þrengja að okkur upp úr miðjum nóvember," segir Magnús. Siðustu kaupskipin létu úr höfn í gærmorgun og stefndu flest á Evr- ópu og Ameríku. Olíuflutningaskip- ið Stapafell fékk undanþágu til að ljúka strandferð í gær og stoppast þegar það kemur _ til Reykjavíkur affur á þriðjudag. Ahrif verkfallsins verða víðtæk og hefur þegar gætt því skipafélögin hafa þurft að færa vaming milli skipa og gjörbreyta áætlunum þeirra. Kostnaður þeirra nemur nú þegar miljónum króna en þrátt fyrir það segjast vinnuveitend- ur ekki geta gengið skrefinu lengra en boðið var í gærmorgun. „Yfirvinnubannið sem hefur staðið síðastliðnar vikur hefúr þegar haft í för með sér verulega röskun og mikinn aukakostnað,“ segir Om- ar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Eimskipa. Sum skip Eimskipa koma til Iandsins þegar í næstu viku. Skip Samskipa stöðvast ekki fyrr en eftir uþb. tvær vikur, þegar þau koma úr ferðum til meginlands- ins og Ameríku, það er að segja ef ekki kemur til samúðarverkfalla á Norðurlöndum. Mismunandi langir fyrirvarar em á samúðarverkföllum norrænna flutningaverkamanna. Dönsku og norsku flutningaverka- mannasamböndin gáfu í gær út við- varanir um aðgerðir sem geta tekið gildi eftir viku. Finnskir verkamenn hafa ekki tekið ákvörðun um að- gerðir ennþá en munu funda innan tíðar og getur samúðarverkfall þeirra hafist án fyrirvara. Sæsnkir verkamenn hafa nú tekið ákvörðun um samúðaraðgerðir og Bakkafoss skip Eimskips hefúr verið kyrrsett. Omar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Eimskipa, sagði í gær að hann heföi ekki enn fengið nein- ar formlegar viðvaranir frá sam- böndum flutningaverkamanna. „Eg hef ekki séð neitt um þetta nema í fjölmiðlum hér og trúi tæpast öðru en okkur verði tilkynnt formlega um það ef eitthvert land er að loka fyrir manni höfnum," sagði hann. „Auðvitað vonar maður að þetta verði mjög stutt verkfall en því er ekki að leyna að þegar verkfall skellur á undir þeim kringumstæð- um sem sáttasemjari hefur lýst þá ber maður mikinn ugg í brjósti um að þetta geti orðið nokkrar vikur." Omar sagði að eins og skilið heföi verið við málin í gærmorgun teldu vinnuveitendur sig ekki undir nein- um kringumstæðum geta gert meira eins og er. Sjö af átta skipum Eimskipa eru farin í siglingar til Evrópu, Græn- lands og Ameríku og eitt er í leigu- verkefúum erlendis. Verkfallið mun ekki hafa nein áhrif að ráði á jólavertíð innflytj- enda þar sem nær allur jólavaming- ur er kominn í vörugeymsiur heild- sala og jafnvel í hillur smásalanna. Ovíst er þó um hvemig fer með inn- flutning jólattjáa, ef verkfall dregst á langinn. Heildsalar hafa einnig byrgt sig upp af nauðsynjavörum eins og sykri og hveiti. -vd. Náttúruvemd í Kringlunni Á mörgum friðuðum svæð- um erlendis eru fræðslustofur fyrir ferðamenn. Fyrsta fræðslustofan hér á landi verð- ur væntanlega reist í Mývatns- sveit og til að kynna hugmynd- ina ætiar Náttúruverndarráð að setja upp vísi að fræðslu- stofu í Kringlunni í dag. Utgáfa merkisins NÁTT- ÚRUVERND 1991 - FUGLAR OG VOTLENDI, sem selt er til fjáröflunar fyrir Friðlýsingarsjóð ráðsins, verður einnig kynnt. Landverðir Náttúmvemdar- ráðs á Fræðslustofunni í Mý- vatnssveit munu annast kynningu á náttúmfari Mývatnssveitar, jarðfræði, líffræði, lífsferlum og stofnbreytingum, ásamt þróun byggðar, búskaparháttum og nýt- ingu svæðisins. Bygging fræðslu- stofúnnar verður fyrsta verkefni Friðlýsingarsjóðs Náttúrvemdar- ráðs. Utgáfa sérstaks Náttúmvemd- armerkis, auk eftirprentana af málverkinu sem prýðir merkið, er nýjung í fjáröflun Náttúmvemd- arráðs. Vigdís Finnbogadóttir er vemdari verkefnisins og munu 250 eftirprentanir, áritaðar af henni, verða gefnar út sem „For- setaútgáfa". 1 tilkynningu frá Náttúmvemdarráði segir að myndin sé tilvalin til gjafa og þess sé vænst að fyrirtæki og ein- staklingar sýni þessari útgáfu áhuga því ef vel tekst til geta orð- ið straumhvörf í fræðslu á frið- lýstum svæðum hér á Iandi. -ag Friðjón Edvardsson og Edvard Skúlason, starfsmenn Miklagarðs, voru að koma 11 11 versluninni á Grensásvegi í gang. Þeir kváðust standa fast á því að þessi opnunartfmi væri framtíöin. Mynd: Kristinn. Nýir tímar í verslun að hefur vakið nokkra at- hygli að opnunartímar verslana í Reykjavík virð- ast vera að breytast. Reykvíkingar þurfa ekki lengur að fara í næstu byggðarlög ef þeir hafa unnið lengur en til sex eða sjö. Ymsar breytingar hljóta að vera þessu samfara. Guðni Þorgeirsson hjá Kaupmanna- samtökum Islands sagðist þó ekkert hafa um þetta mál að segja. Þetta er eins og hverjar aðrar breytingar í samfélaginu, sagði Guðni og taldi að Kaup- mannasamtökin myndu ekkert skipta sér af því. Bjöm Ingimarsson fram- kvæmdastjóri Miklagarðs var spurður um ll 11 verslanimar á Grensásvegi og í Þverbrekku í Kópavogi. Hann sagði að þar á bæ hefðu menn verið að velta þessari hugmynd fyrir sér nokkra hríð og miðuðu við sænskt fyrirkomulag, en bæði þar og annars staðar hefur þessi verslunarmáti verið að ryðja sér til rúms. Við munum ekki leggja mikið upp úr þjónustunni á þessum stöð- um, sagði Bjöm. Við emm fyrst og fremst að fara með ákveðinn hluta af okkar stórmarkaðsúrvali út í hverfín. Við emm að koma til móts við þá neytendur sem einhverra hluta vegna komast ekki í stórverslanim- ar, timans vegna. Það em bæði þeir sem vinna lengi og eins eldra fólk sem á óhægt um vik. En er ekki dýrt að halda versl- ununum opnum svona lengi? Það fer eftir ýmsu, segir Bjöm. Það verður ekkert geymt í þessum verslunum, heldur farið með vömr þangað daglega. Þetta má heldur ekki kosta mikið ef þetta á að ganga. Ekki sagði Bjöm að þeir hjá Miklagarði myndu breyta stefnu sinni þó að aðrir kaupmenn fæm að keppa við þá og hafa sínar verslanir t.d. opnar til kl. tólf. Við munum hvorki lækka verð né hlaupa í að hafa verslanir opnar allan sólarhringinn þó að aðrir geri það, sagði hann. Það er greinilegt að opnunartími verslana er al- mennt að lengjast og þetta er hluti af þeirri þróun. Áhrif þess ama á vinnutíma og kjör verslunarfólks em nokkuð flókin. Það má velta því fyrir sér hvort rétt er að íhuga vaktaskipti í verslunum og jafnframt er rétt að benda á að mikil eftirspum er efrir hlutastörfum, m.a. frá skólafólki. Lengri opnunartími verslana kann að svara þeirri þörf að nokkm leyti. - kj Sérkennin fái að njóta sín Landbúnaðarráðuneytið hélt í vikunni opinn kynningar- fund um gróðurvernd rog landgræðslu undir heitinu Ár- angur og framtíðaráform. Um 20 fyrirlesarar úr öllum áttum sóttu fundinn og svöruðu fyrirspurn- um. Meðal annars var skýrt frá rann- sóknum í þágu skógræktar, rætt um framtíð landgræðsluskóga og ljallað um breytta stöðu í landbúnaði. Auður Sveinsdóttir, formaður Landvemdar, flutti erindi um skipu- lag í dreifbýli og sagði frá mótun svæðisskipulaga um Iand allt. Hún lagði áherslu á að landslag og sér- kenni hverrar byggðar fengju að njóta sín. „Ekki til þess að hægt sé að tæla hingað erlenda ferðamenn heldur fyrst og fremst fyrir það fólk sem hér býr,“ sagði Auður og kvaðst sannfærð um að með víð- tækari samvinnu milli stofnana og landbúnaðarins og skipulagsfólks væri hægt að ná fram breyttri nýt- ingu landsins og Ijölbreyttari bú- setu. -vd. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Brynhildur Snædal Jósefsdóttir kennari frá Látrum í Aðalvík, síðast til heimilis að Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík verður jarðsungin frá Dómkirkjunni I Reykjavík mánudaginn 11. nóvembernk. kl. 13.30. Guðrún Karlsdóttir Ástríður Karlsdóttir Guðmundur Stefán Karlsson Hrafnhildur Snædal Ólafsdóttir Hanna Ólafsdóttir Forrest Þröstur Ólafsson Guðmundur Páll Ólafsson Rögnvaldur Þorleifsson Oddbjörg Kristjánsdóttir Ásgeir Torfason Þórunn Klemenzdóttir Ingunn Jakobsdóttir Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Valborgar Bentsdóttur fyrrverandi skrifstofustjóra verður gerð frá Langholtskirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Menningar- og minningarsjóð kvenna. Silja Sjöfn Eiríksdóttir Edda Völva Eiríksdóttir Friðrik Theodórsson Vésteinn Rúni Eiríksson Harpa Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. nóvember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.