Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 4
Þjóðywmn Kjartan Ólafsson var ritstjóri Þjóðviljans á árunum 1972^1983 að undanskildu hálfu öðru ári er hann sat á Alþingi- Ennfremur hafði hann komið nálægt blaðinu löngu áður. Þjóðviljinn tók Kjartan tali og ræddi við hann um afskipti hans af Þjóðviljanum. Hvenær hófusí kynni þín af Þjóðviljanum, Kjartan? Sennilega hef ég aldrei séð Þjóðviljann innan við tíu ára aldur, en nokkrum vikum áður en lýðveld- ið var stofnað, í júní 1944, fór ég bam vestan af fjörðum til nokkurra vikna dvalar hér í Reykjavík, var þá 11 ára gamall. Ég dvaldist þessar vikur hjá loður mínum og sambýlis- konu hans, Sigurbjörgu Guðjóns- dóttur, í kjallaraíbúð á Asvallagötu 62, en Sigurbjörg keypti Þjóðvijj- ann. Þá sá ég íyrst þetta blað. Ég var mjög sólginn í allt lesefni og ég man að ég las heilmikið í blaðinu í kringum lýðveldisstofnunina. Þama kynntist ég ýmsum viðhorfum sem fór í menntaskóla í 1. bekk, þá var ég með mikinn hluta af Þjóðviljan- um með mér, þ.e. úrklippusafn sem ég hafði klippt út og flokkað allt niður eftir málefnum og kunni það nokkum veginn utanbókar, og var þess vegna, þegar kom að umræðu- fundum í menntaskólanum, að þessu leyti betur vopnaður en flestir aðrir. Ég hafói á þeim tíma aldrei kynnst neinum sem var tengdur þessu blaði hér í höfuðstaðnum og því síður einum né neinum sem þar starfaði. Síðan æxlaðist það þannig að vorið 1952 var ég kominn í nokkur tengsl við þann stjómmála- flokk sem gaf blaðið út, deild flokksins á Akureyri. I júnímánuði Úr Camp Knox á Þjóðviljann ég þekkti ekki áður og ég er ekki frá því að þessi lestur hafi haft einhver áhrif á mig. Þjóðviljann sá ég sjald- an næstu ár en varð samt að kalla má óðapólitískur unglingur. Vetur- inn 1948-49 gerði ég hlé á skóla- námi og vann í frystihúsi í fæðing- arhrepp mínum vestur á Ijörðum. Þennan vetur var verið að undirbúa inngöngu Islands í Atlantshafs- bandalagið og það var víst þannig að ég var mikið með kjaftinn uppi á móti þessu á vinnustað, strákur á 16. ári. Örfáir mcnn keyptu Þjóð- viljann í þessu þorpi; einn var um- boðsmaður, gamall maður og mun hafa verið jafnaldri Leníns. Sá hét Halldór Guðmundsson. Ég hafði ákaflega lítið við hann rætt, en hann kom til mín daginn eftir 30. inars og spurði hvort _ég vildi ekki kaupa Þjóðviljann. Ég játaði því og hcf keypt blaðið allar götur síðan. Eins og ég var staddur í tilvcrunni hug- myndalega var það mér mikil náma að hefja lestur á Þjóðviljanum á hveijum degi. Ég man að þegar ég 1952 var ég nokkrar vikur hér í Reykjavík og var að bíða eftir því að komast í sumarvinnu. Þá kynnt- ist ég ýmsum sem ekki voru mjög fjarlægir Þjóðviljanum og þannig fór að ég var þá að miklu leyti í fæði hjá manni sem hét Jón Bjama- son og var fréttasljóri á Þjóðviljan- um og bjó í Þjóðviljahúsinu að Skólavörðustíg 19 ásamt sinni sam- býliskonu, Jóhönnu Bjamadóttur frá Ásgarði í Dölum. Ég ræddi heilmik- ið við þau bæði, á þessum tíma, ekki síður konuna, og eftir þessa samveru var ég talsvert tengdari blaðinu en ég hafði verið þangað til. Haustið 1953 fluttist ég til Reykja- víkur, og eftir minn fyrsta vetur í háskóla þá er ég fyrripart sumars 1954 að vinna í byggingarvinnu eins og algengt var, og þá gerist það alll í einu að þar sem ég sit við mat- borð vestur í Camp Knox, sem var mikið hcrskálahverfi í vesturbæn- um, þá er ég kallaður í síma. Það er þá reyndar þessi sami Jón Bjama- son fréttastjóri og hann á við mig það erindi að biðja mig að gerast blaðamaður á Þjóðviljanum í nokkra mánuði vegna fjarveru eins hinna föstu manna á ritstjóminni. Ég haföi þá að vísu tekið nokkum þátt í pólitískum störfum hjá Æsku- lýðsfylkingunni, en hafði aldrei hugleitt þann möguleika að verða blaðamaður. Það fór þó þannig að ég lét til leiðast. Ég vann semsagt sem blaðamaður frá því í júlí og fram að áramótum 1954/55. Það rifjast upp fyrir mér að við vorum þama tveir komungir menn, liðlega tvítugir. Jafnaldri minn Arnór Hannibalsson, nú heimspekiprófess- or, var í erlendum fréttum með Magnúsi Torfa og Ásmundi Sigur- jónssyni, en ég var í innlendu frétt- unum og hafði nú ekki ýkja merki- leg verkefni. Það vom m.a. trúlof- unarfréttir, man ég eftir, sem var alltaf sérstakur dálkur, en ekki segi ég nú að það hafi verið mitt eina verkefni að sjá um þá. Hvenœr gerðisl þú svo ritstjóri hlaðsins? Síðan líður mjög langur tími þangað til ég kem aftur inn á rit- stjóm Þjóðviljans eða ein 18 ár. Ég tek við ritstjórastarfi haustið 1972. Það hafði nú allt nokkum aðdrag- anda. Ég hafði þá haft mína atvinnu af stjómmálum í 12 ár og var að sjálfsögðu orðinn þrautkunnugur öllu sem Þjóðviljanum við kom og þeirri stjómmálahreyfmgu sem að honum stóð, en ég hafði gert mjög lítið af því að skrifa um pólitík og taldi mig satt að segja ekki vel til þess fallinn að takast slíkt verkefni á hendur, sem var mjög ábyrgðar- mikið eins og nærri má geta og að ég bjóst við erfitt. En það er ekki því að neita að Magnús Kjartans- son, sem þá hafði verið ritstjóri blaðsins í u.þ.b. aldarljórðung en hafði orðið ráðherra árið áður, lagði ákaflega hart að mér að taka við rit- stjórastarfinu og ég held að ég hefði ekki gert þetta fyrir nokkum annan mann. Við Magnús höfðum átt mjög gott samstarf um langt árabil, ég mat hann mjög mikils, taldi hann á einstöku verði: 39.759án/vsk 49.500 m/vsk 7/ Q9P RICOH er styrktaraöili Olympíuleikanna 1992 Faxtækin heim Nýtt heimilistæki Með RICOH FAX 06 eru faxtækin orðin heimilistæki Tækið er kjörið fyrir þá sem eru í einkarekstri eða vinna heima. Það er fyrirferðarlítið og þarf ekki auka símalínu heldur tengist beint við símann þinn. i SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVIK SÍMI: 91-627333-FAX: 91-628622 aco Traust og örugg þjónusta í 15 ár hraðvirkara en sambærileg tæki hágæða sending á ljósmyndum er þín eigin ljósritunarvél ofl. Afborgunarskilmálar við allra hæfi vera ffábæran málflytjanda í pólit- ískum skrifúm á sinn máta, og í þeim átökum sem fram höfðu farið í Sósíalistaflokknum og Alþýðu- bandalaginu árin á undan höfðum við oftast nær fylgst að og verið nánir pólitískir félagar. Þegar Magnús fór frá Þjóðviljanum til að setjast í ráðherraembætti var mikið skarð fyrir skildi við blaðið og á þessum árum 1970-72 urðu mjög miklar breytingar á ritstjóminni. Sigurður Guðmundsson, sem þá haföi verið ritstjóri enn lengur en Magnús, var orðinn mjög heilsulítill og var að hætta sínum störfúm sem ritstjóri 1972. Ungur maður, miklu yngri en ég, hafði frá því Magnús fór í ráðuneytið verið ritstjóri með Sigurði, Svavar Gestsson, og hann var þama fyrir þegar ég kom. Síðan kemur þetta tímabil frá 1972-78 sem við Svavar erum þama ritstjór- ar tveir. Okkar samstarf var á þeim ámm ákaflega gott, það hljóp aldrei nein snurða á þann þráð og mér er Ijúfl að minnast þess. Við vomm síðan kosnir báðir inn á Alþingi 1978 og hættum þá sem ritstjórar. Þegar ég dett svo út af þinginu í desember 1979 fer ég fljótlega aftur inn á Þjóðvilja og er þar til ársloka 1983. A þeim tíma eru með mér Ámi Bergmann og Einar Karl Har- aldsson og allt blessaðist það vel. Hvað er þér minnisstœðast frá þessum tíma sem snýr að blaðinu? Allt fram til ársins 1976 vomm við niðri á Skólavörðustíg, en það ár flytjum við inn í Síðumúla, og einmitt í tengslum við það er mér sérstaklega minnistætt að þegar við emm að byggja húsið í Síðumúlan- um fömm við báðir ritstjóramir út af ritstjóminni í nokkrar vikur til að safna peningum fyrir húsbygging- una. Við skiptum eiginlega landinu á milli okkar, auk þess sem við stóðum að þessu með fleirum hér í borginni. Við fómm á mjög marga staði og tókum ekki við íægri upp- hæðum en 50 þúsund krónum, en flestir borguðu 100 þúsund. Það em líklega um 83.000 krónur á núgild- andi verðlagi. Sumir fengu að borga ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.